blaðið - 27.06.2005, Side 22

blaðið - 27.06.2005, Side 22
mánudagur, 27. júní 2005 I blaðið Serena úr leik Tenniskempan Serena Williams féll óvænt úr leik á Wimbledon-mótinu í tennis sem nú stendur yfir. Jill Craybas sló Williams út 6:3 og 7:6 í þriðju umferð mótsins. Serena hefur átt í ökklameiðslum, hún meiddist illa í maí og neyddist til að sleppa opna franska meistara- mótinu. Stóra systir hennar, Venus Williams, komst aftur á móti áfram eftir sigur á Danielu Hantuchovu. ........■ Real bauð í Lampard Chelsea hafnaði tilboði Real Madr- id í miðjumanninn Frank Lampard, sem hljóðaði upp á 20 milljónir punda, auk Michaeis Owen og Santiagos Solari. Lampard kom til Chelsea frá West Ham árið 2001 fyrir 11 milljónir punda. Hann er nú einn af lykilmönnum hjá Englands- meisturum Chelsea en talið er að Real Madrid hefði verið tilbúið að hækka launin hans upp í um 90 þúsund pund á viku. g Kvennamet á AMI Á AMÍ um helgina synti Sigrún Brá Sverrisdóttir úr Sunddeild Fjölnis á nýju íslands- og stúlknameti í 400 m skriðsundi. Sigrún, sem er aðeins 15 ára, synti greinina í dag á 4:19,74 og bætti þar með rúmlega sex ára gamalt met Láru Hrundar Bjargardóttur um 98/100 úr sekúndu. Glæsiiegur árangur hjá Sigrúnu en þetta er skv. bestu heimildum fyrsta íslandsmetið sem sett er í fullorðinsflokki á AMÍ síðan 1997 þegar Örn Arnarson, Lára Hrund Bjargardóttir og fleiri voru upp á sitt besta í unglingaflokkum. Wenger í sókn Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ætla að fá tvo heimsklassa- leikmenn til að endurheimta enska meistaratitlinn. Arsenal endaði 12 stigum á eftir Chelsea á síðasta tímabili en Wenger segir að sínir menn muni koma til baka. „Við komumst aftur á toppinn þegar ég hrindi af stað áætlunum sem ég hef unnið að. Það inniheldur meðal annars að fá tvo heims- klassaleikmenn til að gera okkur sterkari." Talið er að þessir tveir leikmenn séu þeir Alexander Hleb, sem að öllum líkindum skrifar undir samning hjá Arsenal á næstu dög- um, auk brasilíska undrabarnsins Robinhos, sem Arsenal gerir nú allt til að krækja í. Álfukeppnin: Brasilía og Argentína í úrslit Það verða heimsmeistarar Brasilíu og Argentína sem leika til úrslita í Álfukeppninni á miðvikudaginn. Brasilía vann Þýskaland á laugar- daginn en Argentína bar sigurorð af Mexíkó eftir framlengdan leik og víta- spymukeppni í gær. Adriano var mað- ur leiksins í sigri Brasilíu en þessi magnaði framheiji skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 3-2 sigrinum. Hann kom Brasilíu yfir með marki beint úr aukaspymu en aðeins tveim mínút- um seinna höfðu Þjóðveijar jafnað. Sebastian Deisler tók homspymu sem slapp í gegnum allt og alla þar til Lukas Podolski skallaði boltann fram hjá Dida eftir að hafa hrist af sér vamarmann. Tveimur mínútum fyrir hálfleikinn, á markamínútunni sjálfri, var Adriano í baráttunni við Robert Huth, sem endaði með því að sá síðamefndi braut af sér og dæmd var vítaspyma. Ronaldinho skoraði úr henni fram hjá Jens Lehmann markmanni, sem var ekki ýkja langt frá því að veija. Þegar þijár mínútur vom komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik jöfnuðu Þjóðveijar metin úr annarri vítaspjmu. Emerson braut á Michael Ballack, fyrirliða Þýska- lands, sem skoraði sjálfur úr spym- unni, sinni þriðju á mótinu, en Adri- ano skoraði svo sigurmarkið á 76. mínútu þegar hann stakk Huth af og skoraði með fínu skoti í fjærhorn- ið. Tvær góðar markvörslur frá Leh- mann í lok leiks komu í veg fyrir enn stærra tap Þjóðverja, sem spila um þriðja sætið við Mexíkó í mótinu. Argentína áfram Argentína vann svo Mexíkó í hundleið- inlegum leik liðanna í gær. Leikurinn var markalaus fram á 104. mínútu þegar Carlos Salcido kom Mexíkó yf- ir en sex mínútum síðar jafnaði Luci- ano Figueroa fyrir Argentínu. Bæði liðin vom orðin pirrnð og enduðu leikinn með 10 menn á vellinum eft- ir að Rafael Marquez og Javier Savi- ola fengu rauð spjöld. Grípa þurfti til vítaspymukeppni en þar skoruðu leikmenn beggja liða úr fimm fyrstu spymunum og því þurfti að grípa til bráðabana. German Lux varði þar spyrnu Ricardos Osorio og því gat Esteban Cambiasso tryggt Argentínu sigurinn, sem hann og gerði. Stórleikur Leikur Suður-Ameríkurisanna verð- ur á miðvikdagskvöldið en þessi lið mættust nýverið í frábæmm leik í undankeppni HM. Þar fóm Argent- ínumenn með sigur af hólmi. Heman Crespo kom Argentínu yfir í upphafi leiks og Juan Roman Riquelme bætti við öðra marki með fallegu skoti. Crespo kom Argentínu í 3-0 fyrir leikhlé en Roberto Carlos minnkaði muninn í síðari hálfleik. Adriano átti svo stangarskot skömmu fyrir leiks- lok en lengra komust Brasilíumenn ekki. Því má búast við hörkuleik á miðvikudaginn og er ljóst að enginn knattspymuunnandi má missa af leiknum! ■ Þrefaldur sigur FH í frjálsum FH sigraði þrefalt í bikarkeppni Frjálsíþróttasambands íslands um helgina og er þetta 12. árið í röð sem FH sigrar í keppninni. FH, með Silju Úlfarsdóttur og J ón Amar Magnússon í fararbroddi, hlaut 195 stig í keppn- inni sem fram fór á Laugardalsvelli á fóstudag og laugardag. FH sigraði einnig í heildarkeppni karla með 105 stig og í heildarkeppni kvenna með 90 stig. I öðm sæti í samanlögðu kom ÍR með 153 stig, í þriðja sæti var UMSS með 131 stig, Breiðablik varð í fjórða sæti með 128 stig og í fimmta sæti var Ármann/Fjölnir með 122 stig. Ár- mann/Fjölnir fellur þó ekki niður í 2. deild þar sem Vesturland hætti við þátttöku. 2. deildin fór einnig fram um helgina og var hún á Sauðárkróki í umsjá USAH. Þar sigraði HSÞ með 69 stig, HSK/Umf. Selfoss var í öðm sæti með 66 stig. í 3.-4. sæti vom svo USAH/USVH og UMSE/UFA. Loeb sigraði í Akrópólís-rallinu Sebastien Loeb, núverandi heims- meistari í rallakstri, sigraði í Akrópól- ís-rallinu í Grikklandi um helgina. Loeb, sem ekur á Citroén, sigraði í öllum sérleiðunum á laugardaginn og lagði þar með gmnninn að sigrinum en hann hefur nú unnið síðustu fimm keppnimar í Heimsmeistarakeppn- inni. Loeb var 1,36 mínútu á undan Toni Gardemeister en hann ekur á Ford. Spánverjinn Carlos Sainz endaði svo í þriðja sæti en hann hef- ur nú ekið í tveimur keppnum í röð fyrir Citroén vegna meiðsla Francois Duval. Sainz ætlar þó að hætta eftir þessa keppni en hann var í raun hætt- ur áður en hann var beðinn um að aka fyrir Citroén í þessum tveimur keppnum. í stigakeppni ökumanna hefur Loeb nú 23 stiga forskot á Peter Solberg en Norðmaðurinn átti í vand- ræðum með Subaru-bíl sinn í Grikk- landi um helgina og náði aðeins ní- unda sæti. í keppni bílaframleiðanda er Citroén í efsta sæti með 84 stig en Peugeot er í öðm sæti með 79 stig. ísland í góðum Um helgina var dregið í riðla fyrir EM í handbolta karla, sem fram fer í Sviss í janúar og febrúar á næsta ári. ísland var í fjórða ogneðsta styrk- leikaflokki í drættinum en ekki er hægt að segja annað en liðið hafi ver- ið heppið með dráttinn. ísland dróst í C-riðil meö Danmörku, Serbíu og Svartfjallalandi og Ungveijalandi. B- riðillinn er væntanlega sá sterkasti á mótinu en þar era Spánn, Frakkland, Þýskaland og Slóvakía. Það sem vek- ur mesta athygli í kringum mótið er að Svíar verða ekki með. Þar í landi er að koma ný kynslóð af leikmönn- um sem hreinlega hafa ekki burði til að taka við af gömlu kempunum sem hafa verið með eitt betra handbolta- landslið í heiminum undanfarin ár. Viggó þokkalega sáttur Blaðið hafði samband við Viggó og spurði hvort hann væri sáttur við dráttinn. „Ég er þokkalega sáttur. Það var ljóst að við fengjum mjög erf- ið lið. Þetta er ekki verra en hvað ann- að, það sem við fengum, þannig að maður verður bara að vera sáttur.“ Við spurðum Viggó út í hvemig hann meti möguleikana og hann sagði: „Það er ljóst að allir leikimir í riðlin- um verða úrslitaleikir þannig að það er voðalega erfitt að meta einhveija möguleika. Það ræðst af því hvernig við komum undirbúnir, hvort allir menn séu heilir, og þá emm við að mínu mati með mjög gott lið og getum náð mjög góðum árangri." Én hver em sterkustu liðin í riðlinum að mati Viggós? „Ég sé Serba og Dani sem álíka sterkar þjóðir, báðar frábærlega vel mannaðar. Við vitum það alveg að þetta em allt frábærar handbolta- þjóðir. Það er engin létt þjóð. Það em kannski helst Ungveijar sem maður myndi telja veikasta af þeim.“ Nú er um það bil hálft ár í mótið og við spurðum Viggó að því hvemig undirbúningi liðsins yrði háttað fyrir það. „Við fóram núna á nokkur mót í haust, tvö mót a.m.k. Síðan er þetta hefðbundið, við hittumst í janúar og höfum hann allan, svo það er hefð- bundinn undirbúningur. Við fómm a.m.k. á mót í Póllandi og síðan fórum við væntanlega á mót í Noregi, sem er ekki frágengið. Síðan fáum við leiki hér heima í janúar. Það getur verið að Norðmenn séu að koma en það er allt á undirbúningsstigi. Við höfum aðeins haldið að okkur höndum til að sjá á móti hvaða þjóðum við myndum dragast áður en við færum endanlega að ákveða þetta.” A-Riðill B-Riðill C-Riðill D-Riðill Sviss Spánn Danmörk Króatía Slóvenía Frakkland Serbía/Svartfjallaland Rússland Pólland Þýskaland Ungverjaland Noregur Úkraína Slóvakía ísland Portúgal Fjármöqnun í takt við þínar þarfir Suðurlandsbraut 22 108 Roykjavík Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lqstng.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.