blaðið - 28.06.2005, Page 29

blaðið - 28.06.2005, Page 29
bladiö I þriðjudagur, 28. júní 2005 Fjölmiðlar Vígbúnaðarkapp- hlaup í fjölmiðlum andres.magnusson@vbl.is Við þekkjum öll hvernig samkeppnin er, hún blæs mönnum kapp í kinn og hvetur þá til dáða. En hún getur líka hvatt þá til ódæða. Sumir hafa bent á hvernig víg- búnaðarkapphlaup Kalda stríðsins hafi öðlast sjálfstætt líf og gríðarleg- ur kostnaður, beinn sem óbeinn, hafi hlotist af kapphlaupinu sem aldrei mátti hlaupa. Við þekkjum sjálfsagt öll nærtækari dæmi um það hvernig metingur leiðir menn á gönur og fórn- arkostnaðurinn verður úr öllu sam- hengi við mögulegan ávinning annan en þann að geta sagst hafa gengið lengra. Fyrir skömmu hóf Baugur að gefa út vikuritið Hér og nú, sem augljós- lega er stefnt gegn Séð og heyrt, sem Fróði gefur út. Hér og nú er allnokkru ódýrara og er gefið út á lakari pappír, en er við fyrstu sýn á svipuðum mið- um. Ef við leggjum blöðin að jöfnu, á þeirri forsendu að verð miðað við gæði sé svipað, á hvaða grundvelli keppa þá blöðin tvö? Séð og heyrt hefur löngum gefið sig út fyrir að veita innsýn í líf þekktari borgara dvergríkisins, eilítið slúður- kennt og hefur ekki alltaf farið nógu varlega þegar um viðkvæm mál er að ræða. Miðað við hvernig Hér og nú fer af stað eru það þó hreinustu smámunir. Þar virðist markmiðið það að velta sér upp úr einkalífi fólks og skeyta ekkert um tilfinningar eins né neins. Kvað svo rammt að þessu að ýmsir starfsmenn systurmiðla Hér og nú hafa látið í sér heyra um þetta — Sigmundur Ernir Rúnarsson í for- ystugrein Fréttablaðsins og velflestir dagskrárgerðarmenn Talstöðvarinn- ar í sérstakri yfirlýsingu. Raunar vakti athygli að Illugi Jökulsson, fyrr- verandi ritstjóri DV, var ekki í þeim hópi og maður efast um að DV-menn myndu almennt treysta sér til þess að áfellast Hér og nú fyrir'þessi efn- istök. En var við öðru að búast af Hér og núl Gátu menn ekki sagt sér það sjálfir að á nákvæmlega þenn- an hátt myndi það sækja að Séð og heyrtl Kenningar um samkeppni í dýraríkinu og viðskiptum bjóða að í vændum sé stórfenglegt vígbúnaðar- kapphlaup miðlanna tveggja þar sem sífellt verður gengið lengra og nær einkalífi fólks. Það má efast um að nokkur græði á því. Það þarf þó ekki að fara þannig og reyndar held ég að það fari ekki þann- ig. Hér og nú er nefnilega að gera sömu grundvallarmistök og DV hef- ur gert síðan Baugur eignaðist það. í hvert sinn sem lesendurnir opna blöðin blasir við þeim verri heimur en þeir þekkja af eigin raun og miklu verri heimur en þeir vilja kynnast. Haldi Séð og heyrt sig við einkunn- arorð sín þá þarf það ekki að óttast þessa slæmu samkeppni: Gerum lífið skemmtilegra! 22.00 Tíufréttir 22.20 Rannsókn málsins VI (1:2) (Trial And Retribution, Ser. 6) Bresk sakamálamynd frá 2002 þar sem lögreglan fær til rannsóknar sérlega snú- ið sakamál. Leikstjóri er Ferdinand Fair- fax og meðal leikenda eru Kate Buffery, David Hayman, Jacqueline Tong og Tim Mclnnemy. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. Seinni hlutinn verður sýndur að viku liðinni. 00.00 Kastljósið Endursýndur þáttur frá því fyrr um kvöldið. 00.30 Dagskrárlok 20.45 Las Vegas 2 (24:24) (Centennial) 21.30 Shield (10:13) (Sérsveitin 4) The Shield gerist í Los Angeles og fjall- ar um sveit lögreglumanna sem virðist hafa nokkuð frjálsar hendur. Vic er ekki lengur aðalmaðurinn og verður að lúta stjórn nýja yfirmannsins, Mon- icu Rawling. Stranglega bönnuð börn- um. 22.15 Navy NCIS (15:23) (Glæpadeiid sjóhersins) Bönnuð börnum. 23.00 Twenty Four 4 (23:24) (24) Aöalhlutverkið leikur Kiefer Sutherland sem hefur sópað til sín við- urkenningum fyrir frammistöðu sína í myndaflokknum. Stranglega bönnuð börnum. 23.45 Cold Case 2 (21:23) (Óupplýst mál) Bönnuð börnum. 00.30 Twelve Monkeys (12 apar) Leyndardómurinn um apana 12 liggur á mörkum fortíðar og framtíð- ar, skynsemi og geðveiki, og draums og veruleika. Þetta er framtíðarsaga sem gerist árið 2035. Aðalhlutverk: Bruce Willis, Madeleine Stowe, Brad Pitt. Leik- stjóri erTerry Gilliam. 1995. Stranglega bönnuð börnum. 02.35 Fréttir og ísland í dag 03.55 ísland í bítið 05.55 Tónlistarmyndbönd frá PoppTíví 21.00 Brúðkaupsþátturinn Já Sjötta sumariö í röð fylgist Elín María Björnsdóttir með fólki sem hyggst ganga í hjónaband. 22.00 CSI: Miami 22.45 Jay Leno 23.30 The Contender (e) Sylvester Stallone og Sugar Ray Leon- ard eru meðframleiðendur þáttanna. 00.15 Cheers(e) 00.40 Boston Public 01.20 John Doe 01.35 Óstöðvandi tónlist 21.00 Joan Of Arcadia (1:23) 22.00 Kvöldþáttur Aðalþáttastjórnandi er Guðmundur Steingrimsson og honum til aðstoðar eru þaer Halldóra Rut Bjarnadóttir og Sigriður Pétursdóttir. 22.45 David Letterman 23.30 Miami Uncovered Miami er vinsæll áfangastaður, enda gleðin þar við völd allan sólarhringinn. Bönnuð bömum. 00.20 Friends (2:24) 00.45 Kvöldþáttur Aðalþáttastjórnarndi er Guðmundur Steingrímsson og honum til aðstoðar eru þær Halldóra Rut Bjarnadóttir og Sigriður Pétursdóttir. 01.30 Seinfeld (2:5) 21:00 Toyota-mótaröðin í golfi (Ostamótið) 22.00 Olíssport 22.30 David Letterman 23.15 US PGA 2005 - Monthly Hvað gerðist í bandarisku mótaröðinni í síðasta mánuði? Upprifjun á eftirminni- legum augnablikum á golfvellinum. 22.00 Strange Planet (Undarleg veröld) Rómantísk gamanmynd. Hér segir frá þremur konum sem búa saman í Sydney en þær eru allar nýkomnar úr vonlausum samböndum. Sagan segir lika frá þremur vinum og fyrir liggur að leiðir fólksins eiga eftir að liggja saman. 00.00 The Shrink Is In (Sáli er mættur) Aðalhlutverk: Courtney Cox, David Arquette. Leikstjóri er Ricard Benjam- in. 2000. Bönnuð bömum. 02.00 The Musketeer (Skyttan) Stórskemmtileg ævintýra- og hasar- mynd.Bönnuð bömum. 04.00 Strange Planet (Undarleg veröld) Bönnuð börnum. Komdu og taktu með, borðaðu á staðnum eðafáðu sent heim Vl« r.ondum heim: 109,110,111,112,113 5777000 I HiZZO. Pepporone, taukur, avcpptr, I | ferskur hvitlaukur, jalepeno, sv. pipar ” Naples: Skinka, pepperone, sveppir, sv. ÓIMur, hvitlnukur. grœnn pipar, parmesan esg r-**-. I I Toscana: Pepperone, jalapenos, rjómaostur. onanas, sv. ólifur, hvitlaukur, sveppir, krydd Hver er uppáhaldssjónvarpsmaðurinn eða -konan? Kristinn ðrn Barkason „Pétur Jóhann Sigfússon." Baldur Ármann Stefáns- son „Sveppi, hann er svo fyndinn." Kristjana Jensdóttir „Sveppi og Hemmi Gunn. Þeir eru báðir svo hressir og skemmtilegir." Jenný Gunnarsdóttir „Hemmi Gunn. Það geislaeaf honum." Sigurður Sveinsson „Enginn sérstakur." Erla Björnsdóttir „Hálfdán Steinþórsson. Hann er nefnilega maðurinn minn.“

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.