blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 2
2 I IWNLEWDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 bla6ið Danir spyrja: Hvaðan koma peningarnar ? Danskir fjölmiðlar hafa fylgst með fréttum af kaupum Baugs á Illum vöruhúsinu í Kaupmannahöfn. Að sögn Mai Zeilund Jessen, blaða- manns Berlingske Tidende, líta Dan- ir jákvæðum augum á kaup Baugs , þar sem Illum hafi áður verið.í eigu Breta. Nú séu hins vegar komnir eig- endur sem hafa reynslu af rekstri sem þessum. Hún veltir þó fyrir sér hvaðan peningarnir fyrir kaupunum koma. Skarphéðinn Berg Steinars- son, framkvæmdastjóri norrænna fjárfestinga Baugs, gerir hins vegar lítið úr áhuga danskra fjölmiðla. ,Þessi samningur er fjármagnaður með hefðbundnum hætti eins og við fjármögnum svona viðskipti yfirleitt; annars vegar er það eigið fé og hins vegar lánsfé. Við höfum einmitt haft hagnað af því að fara í þessi viðskipti þannig að það voru bæði B.R.F. bankinn í Danmörku og Straumur fjárfestingabanki sem lán- uðu peninga til þessa." Auk Baugs, eru Straumur og Birgir Bieltvedt í félaginu sem keypti Illum. Þessir aðilar leggja fram eigið fé til kaupanna, að sögn Skarphéðins. Kaupverðið rúmir 11 milljarðar Velta Illum jafngildir rúmlega sjö milljörðum íslenskra króna að sögn Skarphéðins. Hefur danska blaðið Jyllands-posten reiknað út að kaup- verðið á Illum hafi ekki verið undir 1,1 milljarði danskra króna en það er það sem fyrrum eigendur verslunar- innar greiddu fyrir hana. Þetta sam- svarar rúmum ellefu milljörðum íslenskra króna. Skarphéðinn vildi ekki gefa upp hversu hátt hlutfall kaupverðsins væri fjármagnað með lánsfé. „Við gefum ekki upp kaup- verðið frekar en það hvernig kaupin eru nákvæmlega fjármögnuð, en þetta er með mjög hefðbundnum hætti“, sagði hann en vildi ekki út- skýra nánar þýðingu þess. Haft er eftir honum á dönsku fréttaveitunni Ritzau að búist sé við að fjárfesting- in skili hagnaði frá fyrsta degi. Frekari landvinningar Skarphéðinn útilokar ekki frekari landvinninga Baugs í Danaveldi. „Þó að þetta séu stór og sterk versl- unarfyrirtæki sem við eigum þá er samt sú verslun sem þar fer fram ekki nema lítið brot af heildarveltu á smásöluverslun í Danmörku þannig að ennþá er langstærsti hluti hennar þar sem við höfum ekki verið hing- að til. Við höfum svo sem áhuga á að skoða góð tækifæri en eins og sakir standa erum við ekki að vinna að neinum öðrum viðskiptum.“ Austurver Opið alla daga ársins til kl. 24 Mán.-fös. kl. 8-24 Helgar og alm. frídaga 10-24 JL-húsið Mán.-fös. kl. 9-21 Helgar 10-21 Kringlan 1. hæð Mán.-mið. kl. 10-18:30, fim. 10-21, fös. 10-19, lau. 10-18, sun. 13-17 Opið lengur ‘Stiúio- & Sw Tryggvagtíta 8,101 Rcy(f\av\^ s.biinn Nýtt móðurfélag Og Vodafone og 365 ber nafnið Dagsbrún „Nauðgun á nafninu/' segir formaður Eflingar Breytingar verða gerðar á skipulagi Og fjarskipta um næstu mánaðamót. Þá verð- ur til nýtt móðurfélag fyrirtækjanna Og Vodafone og 365 sem bera mun nafnið Dagsbrún. Það er Eiríkur S. Jóhannsson, sem í dag er forstjóri Og fjarskipta, sem verður einnig forstjóri hins nýja móðurfélags. Að hans sögn liggur aðalbreytingin í því að fjarskipta- og fjölmiðlafyrir- tæki samsteypunnar verða systurfé- lög í stað þess að 365 sé dótturfélag Og fjarskipta eins og staðan er í dag. I tilkynningu frá félaginu í gær segir að Dagsbrún muni marka sér stöðu á sviði fjarskipta, fjölmiðlun- ar og afþreyingar og stefnir einnig að því að verða leiðandi í umbreyt- ingum á þessum sviðum hérlendis. Ennfremur að leiða útrás íslenskra fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækja á erlenda markaði. Verkalýðshreyfingin ekki sátt Nafn hins nýja móðurfélags vekur nokkra athygli en flestir tengja orð- ið Dagsbrún við verkalýðshreyfing- una og stéttarfélagið sem stofnað var 26. janúar 1906. Ljóst er að aðil- um innan verkalýðshreyfingarinnar finnst að sér vegið með nýja nafn- inu. Sigurður Bessason, núverandi formaður Eflingar og fyrrverandi starfsmaður Dagsbrúnar, sagði til að mynda í samtali við Blaðið f gær að honum litist illa á þetta. „Ég er ekki ánægður með að nafn- ið sé endurvakið á þennan hátt. Við notum þetta nafn ennþá, til dæmis fyrir Dagsbrúnar bókasafnið sem við rekum enn í dag. Ég veit ekki til þess að þessir aðilar hafi skapað þessu nafni þá stöðu og virðingu sem það hefur í hugum fólks. Að kenna það svona við útrás í fjölmiðl- um er að mínu mati nauðgun á nafn- inu“, segir Sigurður. Hann segir enn- fremur að málið verði skoðað, og kannað verði hvaða leiðir séu færar í málinu. Ekki einkarétt á nafninu Eiríkur S. Jóhannsson segir hinsveg- ar að nafnið hafi verið valið því það tákni dagsbyrjun sem sé táknrænt fyrir að allur dagurinn sé framund- an fyrir þau fjölmörgu verkefni sem fyrirtækið ætli sér að sinna. Hann segir að verkalýðshreyfingin eigi ekki einkarétt á nafninu enda hafi það nú fundið sér nýtt nafn. Enn- fremur sé til íþróttafélag á Norður- landi sem beri nafn Dagsbrúnar. 365 prentmiölar verða frá naestu mánaðarmótum dótturfélag Dagsbrúnar O Heiðskirt (3 Léttskýjað ^ Skýjað £ Alskýjað Rigning, lítilsháttar /// Rlgnlng 1 * Súld * Snjúkoma * V Slydda Snjóél Skúr Amsterdam Barcelona Berlin Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló Parfs Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 17 29 17 22 23 15 21 16 21 32 30 24 27 26 17 23 19 10 21 29 16 14 I morgun Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt é upplýsingum trá Vaðurstofu Islands bim/CUNDI

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.