blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 32

blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 32
32 I MENNING FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 blaAÍA Fjölskvlda Jungs leiðréftir œvisogu Deirdre Blair er höfundur rómaðrar ævisögu um sálgreininn Carl Gust- av Jung. Bókin kom út í Bandaríkjun- um á sínum tíma og kemur fljótlega á Þýskalandsmarkað - með leiðrétt- ingum frá afkomendum Jung sem segja bókina fulla af rangfærslum. Jung fjölskyldan kom saman tólf blaðsíðna lista yfir röng at- riði í bókinni, allt frá rauð- um seglum á báti til lög- unar brúaryf- ir Rínarfljótið. Fjölskyldunni gremst einnig að höfundar notast við dag- bókarbrot að minnsta kosti eins sjúklings Jungs þar sem ást- arsamband er gefið í skyn. Sömuleiðis er gerð athugasemd við lýsingu á eigin- konu Jungs þar sem segir að börn hennar hafi sagt að hún hefði verið hjartahlý en samt aldrei sýnt tilfinningar s í n a r . Ættingjunum gremst einnig að Blair bar ekki undir þá það sem hún hefur eftir þeim í bókinni. Málamiðlun Ævisaga Jungs kemur út í haust í Þýskalandi og útgefandinn þar í landi hefur samþykkt að setja tvær blaðsíður inn í bókina með athugasemdum Jung fjölskyldunnar, sem verða í aftanmáls- greinum. Útgefandinn gerir því eklci of mik- ið úr athugasemdum fjölskyldunnar. Áður hafði fjöl- skyldan reynt að koma leiðrétting- um sínum inn í breska útgáfu bókarinnarenút- gefandinn í Bret- landi félst ekki á það. Þýski út- gefandinn seg- ir að um tvo vonda kosti hafi verið að velja. Ef útgáfan hefði ekki gert neitt hefði hún átt á hættu málsókn frá fjölskyldunni. Ef látið hefði verið undan öllu kröfum fjölskyldunnar gæti höfundurinn farið í mál vegna breytinga á bókinni. Niðurstaðan væri málamiðlun. Eins og neikvæður bókadómur Formaður samtaka rithöfunda í New York segir þetta vont mál, jafn- vel þótt athugasemdir séu einungis settar í aftanmálsgreinar. Það dragi úr trúverðugleika höfundarins. ,Þetta er eins og að setja neikvæð- an bókadóm á kápuná', segir hann. Höfundurinn, Blair, segir: „Mér líð- ur eins og einhver hafi brotist inn á heimili mitt og reynt að endurraða húsgögnunum. Allir geta sagt að höf- undur hafi ekki farið rétt með og síð- an krafist þess að þeirra eigin útgáfa af atburðum rataði í verkið.“ Andrew Samuels, sérfræðingur í Jung, við háskólann í Essex í Bret- landi hefur skoðað listann með at- hugasemdum Jung fjölskyldunnar og segir að þar sé ekkert sem varpi skugga á grundvallar niðurstöður bókarinnar. kolbrun@vbl.is Carl Gustav Jung. Ættingar svissneska sál- greinisins eru æfir vegna ævisögu hans sem þeir segja fulla af rangfærslum. Agreiningur um kynlíf homma Brim verður sýnt á Dalvík um helgina og síðan liggur leiðin til Finnlands og Rússlands. Brim á ferðalagi Vesturport leikhús leggur nú land undir fót með leiksýningu sína Brim. Verkið, sem hlaut Grímu- verðlaunin 2004, er skrifað af Jóni Atla Jónassyni. Brim gerist á jaðri landgrunns íslands og fjallar um lífið um borð í fiskiskipi af smærri gerðinni. Ferðalagið hefst á Dalvík þar sem gestum á „Fiskideginum mikla“ gefst tækifæri á að berja sýninguna augum. Leiknar verða tvær sýning- ar, föstudaginn 5. og laugardaginn 6. ágúst. Því næst liggur leiðin til Tampere í Finnlandi, ásamt sýningu Vest- urports á Rómeó og Júlíu. Að því loknu verður haldið til Rússlands á leiklistarhátíð „Gullnu Grímunn- ar“ þar sem leikið verður í septemb- er, og reyndar einnig keppt því á ,Gullnu Grímunni“ eru veitt verð- laun fyrir bestu sýninguna í nokkr- um flokkum. Brim keppir í flokkn- um styttri erlendar sýningar. Verkið var frumsýnt í Vestmanna- eyjum í byrjun árs 2004 og var sýnt bæði á ísafirði og í Hafnarfjarðar- leikhúsinu þá um veturinn. Um sumarið var uppsetningunni svo boðið á leiklistarhátíð „Schauspiel Frankfurt“ sem haldin er annað hvert ár í Þýskalandi og þykir ein helsta hátíð nýrra leikverka og leik- skálda í Evrópu. Þar vakti sýningin mikla athygli og var meðal annars fjallað sérlega lofsamlega um hana í úttekt leiklistartímaritsins „Theat- er Heute“ á hátíðinni. Um haustið 2004 var Brim svo ein af gestasýn- ingum Leikfélags Akureyrar og komust þá færri að en vildu. H Minnismerki um Orwell 1 litla þorpinu Motihari í Austur-Ind- landi er verið að skipuleggja byggingu safns og styttu til minningar um Ge- orge Orwell. Höfundur Dýrabæjar og 1984 fæddist í þorpinu árið 1903 og bjó þar í ár en fluttist síðan til Englands ásamt móður sinni og systur. í húsinu sem Orwell fæddist býr nú enskukenn- ari sem segist ekki hafa vitað af því að hann byggi í sögufrægu húsi fyrr en aðdáendur Orwells tóku að leggja leið sínaaðþví. Hjá BBC er nú unnið að því að gera sjónvarpsmynd eftir Booker-verðlaunabókinni The Line of Beauty eftir Alan Holl- inghurst. Nú er komið nokkuð babb í bátinn því handritahöfundurinn Andrew Davies hefur komið sér und- an því að skrifa kynlífsatriði inn i handritið en verðlaunabókin fjallar einmitt um ástarlíf samkynhneigðs karlmanns. Davies er á þeirri skoð- un að almenningur hafi takmarkað- an áhuga á að horfa á tvo karlmenn í ástarleikjum og segist einnig hafa meiri áhuga á að lýsa tilfinningum karlmannanna en kynlífsathöfnum þeirra. Hann segist því fremur vilja einbeita sér að því að sýna augu karl- mannanna þar sem þeir horfa hvor á annan, eins og ástfangið fólk gerir Um helgina er komið að síð- ustu helgi Sumartónleika í Skálholti. Að þessu sinni verða flytjendurnir nýstofnaður djúp- strengjahópur sem kallar sig Lilju, og Skálholtskvartettinn. Dagskrá helgarinnar er eftirfar- andi: Laugardaginn 6. ágúst kl. 14:00 Erindi í Skálholtsskóla. Jaap Schröder fiðluleikari fjallar um tilurð strengjakvartetta klassíska tím- ans. Kl. 14:55 hefst tónlistarsmiðja unga fólksins í Skálholtsskóla. Kl. 15:00 erkomið að fyrri tónleika- dagskrá. Skálholtskvartettinn flyt- ur efnisskrá sem ber yfirskriftina “Haydnbræður og svanasöngur Bocc- herinis”. Skálholtskvartettinn skipa: Jaap Schröder og Rut Ingólfsdóttir á fiðlur, Svava Bernharðsdóttir á víólu og Sigurður Halldórsson á selló. Kl. 17:00 hefjast seinni tónleikar. Alan Hollinghurst hlaut Bookerinn fyrir skáldsögu sina The Line of Beauty sem segir frá ástarlífi samkynhneigðs karl- manns. BBC ætlar að gera sjónvarpsmynd eftir bókinni en handritahöfundurinn hik- ar við að skrifa ástaratriði inn í myndina. gjarnan, fremur en að fylgja þeim alla leið inn í svefnherbergið. Þessi afstaða Davies kemur nokk- Djúpstrengjahópurinn Lilja leikur nokkur verk. Sunnudaginn 6. ágúst verða tón- leikar Lilju endurteknir kl. 15:00 og kl. 17:00 fer fram guðsþjónusta þar sem frumflutt verður útsetning Þóru Marteinsdóttur, sem einnig er staðartónskáld 2005, á sálminum Upp líttu sál mín og um sjá þig vel. uð á óvart þar sem hann hefur fram að þessu verið ófeimin við að skrifa svefnherbergissenur inn í handrit og hefur einu sinni skrifað handrit þar sem lesbíur nutu ásta. Hjá BBC vilja menn að leikstjóri myndarinn- ar, Saul Dibb, taki völdin af hand- ritahöfundinum og hleypi kynlífsat- riðum að. Leikstjórinn segir atriðin sem sýni samkynhneigðina vera lyk- ilinn að verkinu. „Ég vil ekki að kynlífið verði of kurteislegt en ég vil heldur ekki að það verði opinskárra en ef verið væri að lýsa ástum gagn- kynhneigðrá', segir hann. „Aðaíat- riðið er að þetta sé gert á heiðarleg- an hátt.“ Kvikmyndun hefst í september- mánuði. ■ Tölvu- tækur engill í tilefni af 10 ára afmæli Bragabót- ar-útgáfufélags er komin út tölvu- bókin Engillinn minn eftir Ólaf Skorrdal. Bókin er í PDF-formi og hægt að opna í hvaða tölvu sem er. Bókin er 137 síður í A5 broti. Engillinn minn segir frá Bóa og reynslu hans, atvikum og sorg- um, ástum og raunum sem hann lendir í. Hægt er að nálgast ein- tak af bókinni á vef útgáfufélags- ins http://Bragabot.Net. Bókin er gjöf útgáfufélagsins til netverja í tilefni afmælisins. Einnig kom út hjá útgáfufé- laginu endurútgáfa af Ferðalagi, ljóðabók eftir Ólaf Skorrdal, hans fyrstu bók sem seldist upp hjá út- gáfufélaginu 2002. Nú er hægt að nálgast eintak af bókinni á vef fé- lagsins http://Bragabot.Net. Síðustu sumartón- leikarnir í skálholti

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.