blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 20

blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 20
20 I VIÐTAL FÖSTUDAGUR5.ÁGÚST2005 blaðiö Bragi Kristjónsson um bœkur og bókamenningu, borgarmálin og íslenskt samfélag Maðksmogið vinasamfélag BlaliS/Steinar Hugi „Ég var bókhneigt ungmenni og sogaðist inn í bókamannaheiminn með heimsóknum í þeirra tíma fornbókabúðir. Kynntist söfnurum og áhugamönnum um bækur og tímarit og stofnaði fornbókabúð fyrir þrjátíu árum - og uni glaður við”, segir Bragi Kristjónsson sem rekur fornbókaverslunina Bókina á horni Laugavegs og Klapparstígs. ,Það er einstaklega skemmtilegt og gefandi að miðla bókum til þeirra sem raunverulega hafa áhuga á inni- haldi og umgjörð bóka, gamalla og nýrra. Fyrir utan, hvað það er mikil endurmenntun á hverjum degi að fræðast af fólki sem leggur leið sína í búðina.“ Einnar kynslóðar höfundar Hefurðu orðið var við það á þessum 30 árum að bóklestur hafi minnkað? „Þegar þú spyrð að þessu dettur mér i hug sá hugprúði menningar- kólfur Vilhjálmur Þ. útvarpsstjóri, bróðir Gylfa Þ. Gíslasonar. Hann var með eindæmum jákvæður maður og friðsamur og vildi helst að vandmál- in leystu sig sjálf - og reyndist ekki alltaf auðvelt að taka afstöðu. En ein- hverju sinni var búið að þjarma mjög að honum að taka af skarið í tilteknu máli, allir biðu eftir svari útvarps- stjórans og leysti hann það sannar- lega með sínum venjubundna hætti: ,Já“, sagði hann, því segi ég enn og aftur: Já og aftur nei. Sama má segja um bókanotkun, hún hefur sannar- lega breyst, minnkað á sumum svið- um og aukist á öðrum. Lestur hefur ekki minnkað, sýnist mér. Hingað koma tugir ungs fólks í hverri viku sem leita að heimsbók- menntum þýddum á íslensku. Það er mikill misskilningur að útgáfa vandaðra heimsbókmennta hafi byrjað með Bjarti eða Máli og menn- ingu: Túrgenjev og Tolstoj og nor- rænir Nóbelshöfundar voru þýddir á íslensku uppúr aldamótunum 1900, Victor Hugo var þýddur á Siglu- firði fyrir 1930 og ótal dæmi eru um slíkt. Annað mál er að hlutdeild þýddra afþreyingarreyfara sem fólk gleypti í sig hér fyrrum, líkt og myndbanda- draslið nú, hefur minnkað gríðar- lega. Við sitjum uppi með þúsundir óseljanlegra þýddra reyfara - og reyndar er afar dræm sala í flestum eldri íslenskum höfundum: Einar Kvaran, Kamban, Gunnar Gunn- arsson, Jón Björnsson, Guðmundur Hagalín, Kristmann.” Hvað með þá höfunda sem eru að skrifa ídag, er eftirspurn eftirþeim? „Bækur yngri íslenskra höfunda virðast seljast vel sumar hverjar þeg- ar þær koma út en lítið er eftir þeim spurt hér þegar frá líður. Höfundar eins og Ólafur Jóhann, Vigdís Gríms- dóttir og ýmsar aðrar dömur á lík- um aldri, eru hér til i metravís og virðast ekki hafa mikla höfðun eftir að auglýsingafár forlaganna og hálf- keypt kynningarviðtöl í kláðablöð- um hafa framkallað dágóða sölu á þessum höfundum. En höfundar eins og Gyrðir, Þórarinn Eldjárn og Óli Gunn. nuddast út jafnt og þétt og eru lesnir af fólki á ýmsum aldri. Margir þessara yngri, svokallaðra vinsælu metsöluhöfunda, eru hrein- lega búnir til af slyngum forleggjur- um sem hafa um sighirð kappsamra bókmennta- og markaðsfræðinga 99................... „ímynd stjórnmál- anna hefur liðið fyrir persónulega hyglun- aráráttu valdamanna og -kvenna og þetta litla ættartengsla- og vinasamfélag virkar stundum líkt og maðk- smogið afbarnalegri spillingu, en fjölmiðl- arnir láta þetta flest framhjá sér fara." sem koma þessari vöru á framfæri á markaðinum af miklu harðfylgi. Svo eru nú alflestir höfundar, hér og erlendis, bara einnar kynslóð- ar höfundar og ná ekki höfðun hjá seinni tímanum. Það er eins með bókmenntirnar og annað að hið frumlega, vandaða og góða lifir af en hratið fer Ieiðina sína. En í okk- ar búð er salan að stórum hluta til í fræðiritum, ekki skáldverkum. Fræðiritum sem fjöldi fólks þarf á að halda vegna starfa sinna eða áhugamála. En frumútgáfur sumra íslenskra höfunda eru einnig veru- lega eftirsóttar. Svo merkjum við hér líka aukinn áhuga á íslenskum fræðum, það gildir líka um íslensku skáldin sum hver.” Stóróhöpp R-listans Nú rekurðu fornbókaverslun í mið- bœnum og þá hljótum við að koma við í borgarmálunum. Hvaða skoðun hefurðu á verkum R-listans? „Það logar ekki glatt í landsmála- púðrinu þessar vikurnar, einsog oft um þetta leyti árs, en straumurinn og skjálftinn hjá R-listagenginu held- ur lífi í fréttastofunum. Margir hafa gleymt því þegar þeir markaðsmenn- irnir Hjörvar og Arnarsson komu á koppinn hugmyndinni um þetta samstarf 1994. Þá var upphafleg leik- mynd listans sérsniðin utan um pól- itískan trúverðugleika og leikræna tjáningarhæfni Ingibjargar Sólrúnar. Sannarlega réði hún vel við rulluna og hélt árum saman niðri pólitískri valdagræðgi samstarfsmannanna og lét lítið spyrjast út um jagið og ósamkomulagið sem vitanlega var oft i gangi. En nú beinir hún fránum sjónum til æðri heima og síðan hef- ur hvert stóróhappið rekið annað hjá þessu ósamstæða liði. Einn af fáum dómgreindarbrest- um Ingibjargar var að kveikja pól- itískt líf í hinum annars ágæta fjöl- miðlaspriklara Stefáni J. Hafstein sem hefur æ ofan í æ þurft að kok- gleypa eigin fljótfærni og flumbru- gangi, nú síðast þegar borgin ætlaði að losa sig við tuttugu eldri konur fyrir lítið. Svo var blessuð kjusan hún Steinunn Valdís málamiðlun í borgarstjórataflinu milli flokkanna, alveg lífsins laus við pólitískt innsæi, næstum jafn fyrirséð og sjálfur for- sætisráðherrann og alvonlaust að leggja hana undir í tvísýnni kosn- ingabaráttu. Meðal borgarfulltrúa R-listans er þvi miður enginn, alls enginn, sem gæti leyst úr læðingi fylgisvakningu á borð við þá, sem varð 1994. Skemmtilegur orkuveitustórbóndi Sérðu ekkert lífsmark með vinstri- grœnum eða framsóknarmönnunum í borginni? „Vinstri-grænir hafa líka verið lít- ið heppnir þetta tímabil. Hinn stór- vandaði og heiðarlegi Árni Þór er ansi trénaður í annan endann og hin ærlega og góða stúlka Björk V. minn- ir óneitanlega pínkulítið á hinar gæs- irnar á Tjörninni, að minnsta kosti þegar hún gassast fram í fjölmiðlum. Þessi annars sniðugi flokkur lúrir vonandi á einhverjum leynivopnum þegar nær dregur kosningum. Don Alfredo orkuveitustórbóndi er eitt alskemmtilegasta fyrirbærið i íslenskri pólitík: íþróttafréttamað- urinn af Timanum sem eljaði sig upp gegnum flokksapparatið með iðjusemi og dugnaði og hæfilegri þjónkun við ráðandi öfl, síplottandi alla tíð, uns hann var kominn á jafn- ingjaplan. Samstarf hans og Ingi- bjargar Sólrúnar var einkar farsælt og útsjónarsemi hans og mannþekk- ing að velja sér samverkamenn, til dæmis hjá Orkuveitunni, hefur sann- arlega styrkt stöðu hans á mörgum vigstöðvum, þótt jafnan sé það svo að öfundin lúrir sjaldan fjarri þegar mönnum vegnar vel. Þeir sem meina að Alfreð sé spilltur gæi byggja það jafnvel á svo áreiðanlegum gögnum að hann sé svo „spooký' á svipinn,

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.