blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 blaöið i i-y || mmmm* 1^^ # ’r" Þúsundir mótmælenda gengu um götur Hiroshima í Japan í gær en á morgun veröur þess minnst aö 60 ár eru liðin frá því að fyrstu kjarnorkusprengjunni var varpað á borgina. 140 þúsund íbúar létu lífið og báru mótmælendurnir spjöld þar sem tilraunum með kjarn- orkuvopn var mótmælt. 11 ára stúlka sýknuð Maribel Cuevas, ellefu ára stúlka frá Fresno í Kaliforníu, sem var ákærð fyrir að henda steini í dreng sem hafði strítt henni með vatnsblöðr- um, var í gær sýknuð af ákæru um að hafa beitt banvænu vopni. Lög- regla gerði mikið úr málinu á sínum tima og sendi meðal annars marga lögreglubíla á vettvang, auk þess sem þyrla sveimaði yfir vettvangi. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum en mörgum finnst of langt gengið að draga stúlkuna fyrir dóm fyrir að hafa misst stjórn á skapi sínu og svarað fyrir sig. Stúlk- an var handtekin í aprfl vegna máls- ins og þurfti hún að dúsa í fangelsi í nokkra daga og síðan að sæta ör- yggisgæslu á heimili sínu í nokkrar vikur. Cuevas var loks sýknuð í hér- aðsdómi Fresno í gær en var gert að hitta piltinn sem hún henti steinin- um í og fara yfir málin með honum. Jafnframt var tilkynnt að málið yrði hugsanlega tekið upp aftur ef stúlk- an hagaði sér ekki vel. ■ Enn í stofufangelsi Bandaríska viðskiptadrottningin Martha Stewart þarf að dúsa heima við f þrjár vikur til viðbótar en hún þurfti að afplána dóm og sitja síðan í stofufangelsi í fimm mánuði. Þenn- an dóm fékk hún eftir að hún nýtti sér innherjaupplýsingar en hún seldi bréf í erfðafræðifyrirtækinu Imclone rétt áður en þau fellu í verði. Stewart rekur risafyrirtækið Mart- ha Stewart Omnimedia, en hún er þekkt fyrir markaðssetningu á all- skyns vörum sem tengjast heimili og heimilishaldi. Sjálf var hún dag- legur gestur á heimilum Bandaríkja- manna í mörg ár þar sem hún gaf þeim góð ráð. Talið var að Stewart ætti jafnvel möguleika á að losna úr stofufangelsinu í vikunni en yf- irvöld í New York segja að svo fari ekki. Samkvæmt dómi má Martha Stewart aðeins eyða 48 stundum á viku utan veggja heimilisins og Martha Stewart þann tíma á hún að nota til að kaupa inn til heimilisins, fara til lækna ef með þarf og sækja kirkju. ■ Minni hagvöxtur Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur lækkað spá sfna um hagvöxt í Evr- ópu og segir að hátt olíuvérð og hátt gengi evrunnar hafi dregið úr eftir- spurn á almennum vörum. Verð á hráolíu sló fyrra met í fyrradag og sér ekki fyrir endann á þeirri hækk- unarhrinu sem verið hefur undan- farna mánuði. Alþjóða gjaldeyris- sjóðurinn spáir því að hagvöxtur í evruríkjunum verði 1,3% á þessu ári en í apríl spáði sjóðurinn þvf að hagvöxtur yrði 1,6%. Þá hefur hag- vaxtarspá fyrir næsta ár verið lækk- uð - gert er ráð fyrir 1,9% hagvexti í stað 2,3% áður. I skýrslunni segir að markaðir í Evrópu hafi verið sein- ir að bregðast við breyttu ástandi á heimsmarkaði og að eftirspurn eftir helstu nauðsynjavörum til heimilis- ins hafi verið í lágmarki og því hafi stórfyrirtæki verið treg til að auka framleiðslu sína. ■ Fyrrverandi heimsmethafi í 100 metra hlaupi, Maurice Green, kom fram á blaða- mannafundi f Helsinki (Finnlandi í gær. Green undirbýr sig nú fyrir heimsmeist- aramót Alþjóða frjálsfþróttasambandsins sem haldið veröur f borginni 6.-14. þessa mánaðar. Nýtt blað komið á næsta sölustað Áskríftarsími 586-8005 r:*

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.