blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 18
FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 ! Ma6Í6 Argerö 2005 Rockadile 26 ÁrgeröZnœ Switchback M61 álsielllshrain ?1 pífar IV bremsur I Argerazaœ Motivator Mini Argera EDD5 Moto Micro 16 CAP k alvöru fjallahjól FJALLAHJÓLABÚÐIN ) \ FAXAFENI 7 S:'5200 200 MÁN - FÖS. KL. 9-18. LAU. KL. 10-16 www.gap.is 18 I HEILSA Hlaupið til góðs Reykjavíkurmaraþon verður hald- ið í 22. sinn laugardaginn 20. ág- úst. Fjöldi þátttakenda hefur þegar skráð sig til leiks og á fimmtahundr- að manns hafa verið skráðir í und- irbúningshóp frá því í vor og notið ýmiss konar leiðbeininga. Maraþon- ið verður sífellt vinsælla en í fyrra var tekið upp á þeirri nýbreytni að hvetja hlauparana áfram með lif- andi tónlist. Það mæltist vel fyrir og því verður tónlistarflutningur efld- ur í ár. Á rásstað, í Lækjargötu, mun hljómsveitin 1 svörtum fötum halda uppi stemmningu á meðan á hlaup- inu stendur og við hlaupaleiðir mun karlakórinn Fóstbræður og fleiri hvetja hlauparana til dáða með söng og hljóðfærablæstri. Almenningur er hvattur til að gera slíkt hið sama og segir Hjördís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hlaupsins, að skemmtilegast væri að fá sem flesta með í hlaupið þetta árið. Hægt er að hlaupa heilt eða hálft maraþon, 10 km hlaup, 3 km hlaup eða skemmti- skokk sem Hjördís segir að henti vel þeim sem ekki eru i neinni sér- stakri þjálfun. Fjöldi manns tekur einnig þátt í Reykjavíkurmaraþoni fyrir góðan málstað. 1 ár er von á 250 hlaupurum frá samtökum syk- ursjúkra í Kanada en hefð hefur skapast fyrir því að hlaupa til góðs. Sífellt fleiri íslendingar hlaupa reglu- lega og margir lýsa því sem svo að líkaminn verði háður því að komast í þessa hressilegu hreyfingu. ■ rST.YiRKURBujiHÁL'Dl^ENDURHEIMTriBU&ÐSyiKURll^jAF.NyÆGI lENGINN HVÍTUR’ ^SYKUR WWW.'UEP.P.IN/ÍS] HAGKAU Tekur þátt í fyrsta sinni Hlaup verður sífellt vinsælla hér á landi og margir taka þátt í reglulegum æfing- um hlaupahópa. Fjölmargar góðar hlaupaleiðir eru í Reykjavík og í öllum hverfum koma saman hóp- ar sem sjá má hlaupa um bæinn á öllum tímum dags. Um hundrað manna hópur hefur hist tvisvar í viku frá því í vor til að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Æfingarnar fara fram undir handleiðslu þjálfara. Berglind Sigurðardóttir er ein þeirra sem æfir sig reglubundið fyrir mara- þonið. „Ég er að taka þátt í fyrsta sinn þetta árið. Ég var alltaf starfs- maður þarna þegar ég var yngri og langaði alltaf að taka þátt en lét aldr- ei verða af því“, segir Berglind. „Ég var í íþróttum þegar ég var yngri en svo komu börnin og þá dró úr hreyfingunni. Ég á langveik- an son og þegar hann var veikur hékk ég bara inni og gerði ekkert svo þetta var æðislegt að komast í svona hóp til að fá hvatninguna og innblástur”, segir Berglind. Hópur- inn hittist tvisvar í viku og tekur þá þrekþjáfun, brekkuspretti og lengri hlaup. Berglind segist alltaf hafa reynt að vera dugleg að fara út að hlaupa og hreyfa sig en þegar hún var ein í átakinu var auðvelt að hætta og vera bara heima. „Núna held ég allt- af áfram og er mikið ákveðnari en ég var áður en ég byrjaði í hópnum. Það kemur einhver baráttuandi í mann þegar fleiri eru saman. Mað- ur hleypur hraðar til að dragast ekki aftur úr“, segir Berglind og hlær. Núna hefur hópurinn æft saman í tíu vikur og tvær vikur eru til stefnu. Berglind segir það líka mikilvægt að æfa sjálfur á milli þess sem hópur- inn hittist til að viðhalda þolinu. „Ég hef alltaf verið 1 einhverri lík- amsrækt inn á milli svo ég bý að þjálfuninni. Ég æfi til dæmis hand- bolta með „old girls“ sem er rosalega skemmtilegt. Það er gamall draum- ur að taka þátt í maraþoni og núna m ri g|?gp! er ég að láta hann rætast." Það hefur verið áberandi í gegn- um tíðina að fólk kemur í miklu mæli erlendis frá til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Berglind segir maraþonið trekkja útlendinga að og að þeir hugi fyrr að því en Is- lendingar að skrá sig. „íslendingar eru yfirleitt seinir að BlaðiO/SteinarHugi skrá sig í maraþonið, bíða alltaf með það fram á síðustu stundu. Biða eft- ir veðurspánni líklega. Útlendingar koma hingað i sérferðir og hlaupa í hvaða veðri sem er. Svo má heldur ekki gleyma því að íslendingar fara líka út til að taka þátt í maraþonum, það er að verða æ algengara", segir Berglind og bendir einnig á að yngra fólk sé farið að taka þátt í hlaupum í meira mæli en áður. „Ég hef einu sinni hlaupið 10 kíló- metra og þá hljóp ég undir einum tíma sem er ágætt held ég bara. Alla- vega miðað við að það var í fyrsta sinn og ég var ekki í rosalega góðu formi. Núna bara stefni ég á að klára á betri tíma og á enn betri tíma á næsta ári“, segir Berglind full tilhlökkunar fyrir maraþonið 22. ágúst. ■ katrin.bessadottir@vbl.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.