blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 21

blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 21
blaöið FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST2005 VIÐTAL I 21 99....................................... „Meðal borgarfulltrúa R-listans erþví miður enginn, alls enginn, sem gæti leyst úr læðingi fylgisvakningu á borð við þá sem varð 1994." þá sjaldan hann leyfir fjölmiðlum aðgang að sér. Það er full fljótt að kasta rekunum á pólitískan „karríer“ don Alfredos.” Barnaleg þrákelkni Þá komum við að Sjálfstœðisflokkn- um i borginni þar sem menn keppa um forystusœti. „f sjálfstæðisbúðunum vilja allir ver'ann. Borgarstjóradjobbið spegl- ast bæði í Vilhjálmi, Gísla Marteini og Hönnu Birnu og sjálfsagt fleir- um. Hinir djúpúðgu rannsóknarar miðlanna hafa ekkert athugavert fundið við þá pólitísku spillingu að stjórnarmeirihlutinn í útvarpsráð- inu hefur látið Gísla Martein dingla með skemmtiþátt, einhvers konar „Séð og heyrt“ sjónvarpsins á besta útsendingartíma og byggja upp í ró- legheitum notalega ímynd af jákvæð- um stráki, greindum og hvikum í kollinum, - og þegarþví er lokið bæt- ir Morgunblaðið við' í helgarútgáfu sérstöku blaði sem er ekkert annað en kosningastefnuskrá stráks. Þetta er sannarlega ágætis markaðssetn- ing á notalegri manneskju og skilar honum kannski árangri meðal eldra fólks í flokknum. En spunameistarinn góði, Vil- hjálmur Þ., er ekki búinn að segja sitt síðasta orð og þótt viðkomandi sé ansi grámóskulegur og lítt til nútíma markaðssetningar fallinn, munu margir áhrifamenn flokksins styðja hann í baráttunni. Borgarstjórnin í Reykjavík þetta kjörtímabil hefur verið tvö ramm- gerð virki - og Don Kíkóti syndandi í virkisgröfinni: Öðrum megin R- listinn og hinum megin Sjálfstæð- isflokkur - og getur hvorugur hugs- að sér að styðja góð málefni hins, endalaus barnaleg þrákelkni hjá báð- um aðilum.” Ráðskast út um allt Hvað segirðu um allt þetta peninga- og bankatal sem dynur á manni dag- inn út og inn. í gamla daga var lítið talað um banka, nema kannski Seðla- bankann en nú eru allir að tala um banka. Botnarðu eitthvað í því tali öllu saman? „íslenskt samfélag er orðið svo hólf- að og flókið að nú hefur enginn leng- ur yfirsýn um allt samfélagið, nema kannski tölfræðideildir Seðlabank- ans og Hagstofunnar, en hjá þessum opinberu stofnunum ríkja daufgerð grámenni sem framreiða tölur en ná ekki lengra. Hinsvegar hafa greining- ardeildir bankanna mjög flottan og kláran her fólks sem hefur puttana á púlsinum. Seðlabankinn hefur mik- ið til glatað formlegu valdi sínu og nánast alveg hinu sálræna ægivaldi sem fylgdi Jóhannesi Nordal. Núver- andi talsmann bankans skortir allan myndugleika að tala til fólks af stalli. Ég sakna þess að heyra aldrei í Jóni Tótubróður Sigurðssyni seðlabanka- stjóra, það er strákur sem hefur for- mat til að gera ýmsa góða hluti. Fyrrum var þetta allt miklu ein- faldara: Ríkið átti bankana, bank- arnir áttu atvinnulífið, vinnuveit- endurnir áttu fólkið sem vann. Yfir öllu þessu trónuðu ríkisstjórnin og alþingismennirnir. Bankarnir voru hjarta þjóðarlíkamans, stjórnvöldin voru heilabúið, öllum var þetta ljóst - enda leyndi það sér ekki. Nú er bú- ið að eyðiieggja þetta guðdómlega „harmóní", nú ræður enginn yfir öllu - ekki einu sinni Davíð, allir eru að ráðskast útum allt. Kaos. Bank- arnir orðnir einkaeign nokkurra fárra og sumir segja meira að segja alveg ægilegra „mafíóssa", blöðin orðin minna og meira sjálfstæð og vaða á skítugum skónum inn í einka- líf fólksins, nema auðvitað ekki öðl- ingsmogginn, sem heldur sínu stein- runna jafnvægi, hvað sem á dynur. Næstum því. Ráðherrarnir rassast hver í sínu skoti, samráðið og verk- stjórnin virðast liðin undir lok í rík- isstjórninni. Allt lekur út um víðan völl. Flestir ráðherranna eru komn- ir með pólitíska hvíslara, kallaðir aðstoðarmenn, sem oft koma fram fyrir ráðherrana og reyna að mark- aðssetja skoðanir húsbændanna í fjölmiðlunum. Það virðist vera hægt að markaðssetja allt, nema auðvit- að ekki forsætisráðherrann og sam- gönguráðherrann, meira að segja Sigríði Önnu Þórðardóttur. Löggjafarstarfið er orðið árum á eftir þróun atvinnulífsins, sveigjan- legir endurskoðendur og djúplærðir lögfræðingaskarar tryggja fyrirtækj- um starfsöryggi og ímyndarskapend- ur úr hópi fyrrverandi fréttahauka eru ráðnir til að halda á lofti réttri ímynd. Fjármálafyrirtækin og gildir fjár- festar gleypa hvert fyrirtækið af öðru, svo safnast verðbréfabörnin saman fyrir framan sjónvarpsvélarn- ar, 99% gráklæddir kallar á fertugs- aldri, allir með sama stífpressaða fá- lætisfasið og fara yfir talnadálkana og hagnaðartölurnar. Hálsbindun- um hefur meira að segja fækkað hjá þessum hópi eftir að Hannes Smára- son fór að stæla Jón Ásgeir.” Búktal og bakferli Erpólitíkin orðin verri en hún var? „Stjórnmál höfða æ minna til al- mennings. Margir hafa skömm á búktalinu og bakferlinu í íslenskri pólitík. Ættar- og vinatrén hafa vaxandi vægi í flokkunum og ýms- ir fyrrum líflegir og skemmtilegir stjórnmálamenn hafa forðað sér á hlaupum í faðm stjórnsýslunnar og gerst þiggjendur þokkalegrar risnu og iðka hégómalíf. Stjórnmál eru frábær íþrótt, fal- leg listaflétta, ef þau eru iðkuð af ein- lægri sýn og jákvæðum heilindum. En mikill hluti núverandi og fyrr- verandi valdakynslóða hefur kom- ið leiðu orði á þessa göfugu grein. Imynd stjórnmálanna hefur liðið fyrir persónulega hyglunaráráttu valdamanna og -kvenna og þetta litla ættartengsla- og vinasamfélag virkar stundum líkt og maðksmogið af barnalegri spillingu, en fjölmiðl- arnir láta þetta flest framhjá sér fara.“ Ertu ekki flokkspólitískur? „Ég var „obbo svag“ fyrir Kvenna- listanum á sínum tíma, en er í verunni grenjandi blátt íhald með vinstri slagsíðu og hef oftast kosið blessaðan Sjálfstæðisflokkinn og með vaxandi gleði undir Davíð. Og við höfum átt stórmerka stjórn- málamenn frá Heimastjórn: Öðling- inn Hannes Hafstein, hinn slægvitra skuggavald Jónas frá Hriflu, jöfnuð- armanninn hægrisinnaða Bjarna Benediktsson, framsýna hugsuðinn Gylfa Þ. Gíslason, eldhugann Ein- ar Olgeirsson, mælskusnillinginn Magnús Kjartansson, sverðfiskinn Ingibjörgu Sólrúnu - að ógleymdum þeim ófyrirséðasta af þeim öllum, Davið Oddsson og sannarlega gamla ungmennið í hópnum, einlæga prakkarann Steingrím J. Sigfússon." kolbrun@vbl.is sum og serium Við rýmum til fyrir nýjum Ijósum pg serium, þess vegna ef-u eldri týpur á| |af öðrum Ijósumj hálfvirði! byggtogbúió 20% afsláttur og serium , Kringlunni Smaralind 568 9400 554 7760 Ljósa- og seríubúðin þín

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.