blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 blaAÍÖ Sími 520 9000 • www.tv.is Háskóli íslands fái söluand- virði Símans Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúd- enta við Háskóla íslands, sendi í gær frá sér áskorun til ríkisstjórnar fs- lands um að horft verið til Háskóla fslands við úthlutun á söluandvirði Símans. Segir i áskoruninni að ráða- menn hafi lýst því yfir að nota eigi umrædda fjármuni til að styrkja innviði samfélagsins. Um það segir í áskoruninni: „Enginn vafi leikur á að því mark- miði verður ekki hvað síst náð með auknum fjárframlögum til Háskóla fslands.” Vaka segir ennfremur að í nýlegri úttekt Ríkisendurskoðunar á Há- skóla íslands hafi meðal annars kom- ið fram að skólinn fái lægri opinber framlög en sambærilegir háskólar á Norðurlöndunum og víðar. „Lág framlög endurspeglast enn- fremur í því hlutfalli landsfram- leiðslu sem varið er til háskólastigs- ins, en það er hlutfallslega lægst hér á landi af öllum Norðurlöndunum." Segir Vaka að aukin framlög hins opinbera til Hf gætu falist í hækkun á framlögum til kennslu og rann- sókna og eins mætti hugsa sér að bæta aðbúnað og tækjakost skólans með því að láta fé renna til bygginga- framkvæmda eða tækjakaupa. ■ BlaÖiÖ/StelnarHugi Tindurinn lægri -Hvannadalshnjúkur 2110 m Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur fslands, er einungis 2.109,6 metr- ar en það er 9,4 metrum lægra en landsmenn flestir hafa lært í skóla. Halldór Ásgrimsson tilkynnti þetta á tröppum stjórnarráðsins í gær og hafði þá Sigríði Önnu Þórðardóttur, umhverfisráðherra, og Magnús Guð- mundsson, forstjóra Landmælinga íslands, sér til halds og trausts. Mæl- ingin fór fram i þrjá daga í síðustu viku og var mælt með aðstoð gervi- hnatta. Því þykir mælingin nokkuð traustari en sú sem hingað til hefur verið stuðst við. Hæðin rokkar Að hæð Hvannadalshnjúks sé 2.119 metrar hefur verið vitneskja manna í 101 ár, allt frá því vorið 1904 þegar leiðangursmenn undir stjórn Johans Peters Koch, liðsfor- ingja í danska hernum, mældu hæð Hvannadalshnjúks með þrí- hyrningsmælingum og miðuðu við áður mælda punkta sem sáust frá tindinum. Síðan þá hefur hnjúkur- inn verið mældur að minnsta kosti íjórum sinnum, 1956 var hann 2.123 metrar yfir sjávarmáli, 1993 hafði hann lækkað um 12 metra en hafði þó fimm metra upp á að hlaupa án þess að fara út fyrir skekkjumörk. í fyrra mældi Jöklarannsóknarfélag íslands hæðina aftur og var hún þá 2.111 metrar en samt sem áður hafa allar kennslubækur getið þess að hæð Hvannadalshnjúks sé 2.119 metrar. Koma verður í ljós hvort sú tala muni breytast en að sögn Magn- úsar verður hæðin mæld á tíu ára fresti framvegis. trt 5 4J £ $ Tölvunám í viðurkenndum skóla Stafræn liósmyndun fyrirDömogunglinga Ómissandi námskeíð þarsem krakkarnir læra á stafræna Ijósmyndavél og Ijósmyndavinnslu með PhotoShop. Vikunámskeið á morgnana eða eftir hádegi í ágúst. Verð 11.900. iK£PgU! tölvu- oc verkfræðimonustan Tölvusumarskólinn www. i ce lan dai r. i s/boston Flug og gisting í þrjár nætur Verð á mann í tvíbýli á Midtown Hotel. 25.-28. nóv., 12.-15. jan., 26.-29. jan., 17.-20. feb. og 3.-6. mars. Innifalið: Flug, gisting, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Hafið samband við söluskrifstofur lcelandair eða við Fjarsölu lcelandair í síma 50 50 100 (svaraö mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16). Nú getur þú notað 10.000 Vildarpunkta sem 5.500 kr. greiðslu upp í fargjaldið. út íheim ICELANDAIR www.icelandair.is Verðbólga lækkar tíma- bundið Verðbólga mun lækka tímabundið á næstunni ef marka má spá Islands- banka um málið. Segir í spá bank- ans að útsölur á fatnaði og skóm hafi þessi áhrif á verðbólguna nú. Á móti komi hækkun á húsnæði og eldsneyti að undanförnu en bankinn gerir einnig ráð fyrir að matvöruverð muni hækka lítillega á næstunni. I ljósi alls þessa gerir bankinn ráð fyrir 0,1% lækkun verð- bólgu og að hún verði 3,3% í ágúst. Um þessar mundir mælist verðbólg- an hinsvegar um 3,5%. Verðbólgan 2,7% á þessu ári Aðalástæða fyrir verðbólgu á und- anförnum mánuðum hefur verið hækkandi eldsneytis- og húsnæðis- verð. Fjallað er sérstaklega um hús- næði í spánni og segir bankinn að verðhækkanir virðist vera í rénum. Því sé ólíklegt að hækkandi íbúða- verð verði verðbólguvaldandi það sem eftir er árs. Gert er ráð fyrir að verðbólga haldi eitthvað áfram að minnka og að þrátt fyrir að hún verði áfram yfir 2,5% mörkum Seðlabankans þetta árið muni hún ekki vera mik- ið hærri. Þannig gerir íslandsbanki ráð fyrir 2,7% verðbólgu á þessu ári og 2,9% verðbólgu á því næsta. ■ Nýr forstjóri ÁTVR Telur áfengissölu betur komna hjá ríkinu „Ég er þeirrar skoðunar, að minnsta kosti fyrst um sinn, að þessu sé betur komið hjá okkur", segir Ivar J. Arndal sém skipaður var forstjóri ÁTVR í gær. Hann tók þó fram að þetta væri hans persónulega skoðun. Ivar sagði ýmsar ástæður fyrir þessu en vildi ekki telja þær upp að svo stöddu. „Ég lít svo á að það sé ekki verk forstjóra að móta stefnu í áfengismálum. Það er fyrst og fremst stjórnmálamannanna að gera það og taka þá ákvarðanir um það hvort þetta fari í áfengis- verslanir eða ekki.“ Engar breytingar í vændum ívari líst vel á nýja starfið og kvíðir engu um framtíðina. „Ég er búinn að starfa í 15 ár hjá stofn- uninni og hef verið ósköp sáttur við þá stefnu sem hefur verið uppi og ég hef átt þátt í að móta hana. Ég veit að það starfar afskaplega hæft fólk hjá ÁTVR og það er alveg ótrú- legt hvern- ig það hef- ur tekið þeim breyt- i n g u m sem orðið hafa á stofnuninni. Þær hefðu aldrei getað orðið svona nema starfsfólkið stæði einhuga á bak- við þær, þannig að þarna starfar alveg einstakur hópur af fólki.“ Þá segir Ivar að fyrst um sinn verði menn ekki varir við breytingar á ÁTVR. „Stofnunin hefur verið í þróun undanfarið sem ég vona að sem flestir hafi tekið eftir. Ég veit ekki annað en að menn séu sáttir við þær brey tingar. Mitt mat er að sígandi lukka sé best í þessu - að menn fari sér hægt.“ ■ Aldrei meiri innflutn ingur til landsins Vöruinnflutningur síðustu þriggja mánuða hefur aldrei verið meiri í sögu Islands heldur en síðustu þrjá mánuði samkvæmt því sem fjármála- ráðuneytið les úr bráðabirgðatölum fyrir júlímánuð. Samanlagt fluttu Is- lendingar vörur inn til landsins fyrir rúma 80 milljarða króna þessa þrjá mánuði. Samkvæmt þessum tölum er meðaltal mánaðanna þriðjungi hærra en fyrir sama tíma í fyrra. Júnímánuður er sér á báti hvað þetta varðar en í honum einum var flutt inn fyrir um 29 milljarða króna. Bílainnflutningur vegur mest Aðalástæða þessarar gifurlegu aukningar í innflutningi er meiri innflutningur bifreiða til landsins. íslendingar hafa nýtt sér hagstæða stöðu krónunnar gagnvart dollar og flutt inn 70% fleiri bíla það sem af er árinu miðað við 2004. Prósentutal- an segir í raun fátt en þegar litið er á þá staðreynd að nú vantar einungis tæpa hundrað bíla til landsins í ár til þess að ná þeim rúmu 19 þúsundum sem komu til landsins í fyrra. Önn- ur ástæða er sú að verðmæti elds- neytis og olía hefur aukist verulega og skýrist það m.a. af hærra verði, en einnig er um magnaukningu að ræða. Fjármálaráðuneytið fer var- lega í að oftúlka eldsneytistölurnar þar sem þær fari oft eftir skipakom- um til landsins. Vöruskiptahallinn mikill Eins og gefur að skilja hefur þessi gífurlegi innflutningur áhrif á vöru- skiptajöfnuð við útlönd. Þó var út- flutningur í takt við spár ráðuneyt- isins en virðist þó stefna í að verða minni en gert var ráð fyrir þar sem sterk staða krónunnar er útflytjend- um óhagstæð. Um 34 milljarða halli er á vöruskiptajöfnuði og er búist við því að hann endi í 79 milljörðum í lok ársins. ■ _ BlaðiÖ/SteinarHugi Haltur og blindur loka hringnum Þeir Bjarki Bireisson, fvrrum afreks- töku oe starfs. aðeenei Þeir Bjarki Birgisson, fyrrum afreks- maður í sundi og sundþjálfari, og Guðbrandur Einarsson, nuddari, kennari og bóndi, luku í gær göngu sinni hringinn í kringum Island við Rauðavatn en þeir þeir hófu ferða- lagið þaðan 20. júní síðastliðinn. Til- gangur göngunnar er m.a. að vekja athygli á málefnum fatlaðra barna og barna sem eiga við erfið og lang- varandi veikindi að stríða, s.s. tæki- færum til náms, menningarþátt- og starfs, aðgengi að stöðum og afþreyingu, búsetu bæði í land- fræðilegu tilliti og félagslegu, frelsi til að njóta lífins á eigin forsendum, mannvirðingu og mannlegri reisn. Bjarki er einmitt hreyfihamlaður og Guðbrandur nær blindur þannig að þeir þekkja málefni fatlaðra vel. Frá Rauðavatni fengu kapparnir að hvíla fæturna meðan þeim var ek- ið í miðbæinn en á Ingólfstorgi var hátíðardagskrá þeim til heiðurs.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.