blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 24
o - u. ~w<íwrBinBWwl
•.’jojorv
24 I MATUR
FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 blaðið
Skyndibiti
Úttekt á grœnmetisstöðum
Maður lifandi
Maður lifandi er falleg og björt mat-
stofa sem er til húsa að Borgartúni
24. Þar er einnig verslun sem er
orðin hálfgert athvarf fyrir græn-
metisætur. Bragðmiklir safar og ljúf-
fengir réttir vekja jafnan eftirtekt
enda er þar mikið úrval af heitum
og köldum réttum bæði til að taka
með og borða á staðnum. Þar má
finna nýrnabaunarétt ásamt bök-
uðu grænmeti sem er afskaplega sað-
söm og góð máltíð. Bakaða grænmet-
ið er sérstaklega gott enda sterkt og
bragðmikið. Nýrnabaunarétturinn
er einnig mjög góður og ljóst er að
enginn gengur svangur út af Maður
lifandi. Salatið er líka mjög gott og
tómatarnir vöktu sérstaka athygli
fyrir frískleika og óvenju gott bragð.
Nýrnabaunaréttur með mexf-
kanskri sveiflu ásamt bökuðu
grænmeti, grænu salati og ávaxt-
adressingu kostar 1189 krónur.
Kæikomin *
heimilishjálp
AA
emkunn
Þvottahæfni=A
Spameytm = A
StiUanleg hæo
á efri körfu
Þreföld lekavöm
Engin lekahætta
SXO
1/2 hleösia
Hægtaöþvoíefri
eða neöri körfu
eingöngu
Synlrþvottakerfi,
hvar vélin er
stödd I kerflnu
o.m.fl.
Uppþvottavélar - 2 gerðir
Gerð IDW-128 alinnbyggð. Kr. 74.860
GerðLS-12hvít.Kr. 59.900
Taka 12 manna borðbúnað
8 kerfi, m.a. spar- og hraðkerfi
3 hitastig (40-60-70° C)
1/2 hleðsla (neðri og efri karfa)
Stafrænar stillingar (electronic)
Upplýsingaskjár sýnir þvottaferli o.m.fl.
Þrefötd lekavörn (Total aquastop)
Fyrirframstilling (Delay timer) aa
Hljóðmerki við lok kerfis ▼
Hæðarstillanlegar körfur
Stálinnrabyrði og -sía
0rkunýtniA(1,05kwhpr. meðalþvott) X|8'
Þvottahæfni A
Hljóðlátar, aðeins 37 db (A)
Mánudaga-föstudagakl. 9-18
Lokað á laugardögum í sumar
Fnform
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500
Fyrir nokkrum árum var erfitt að vera grœnmetisœta á íslandi enda var lítið um grœn-
meti á matseðlum bœjarins ogþaðan afsíður var mikið efnokkuð úrval grœnmetisstaða.
Með aukinni áherslu á heilsu og hollt líferni hefur þetta sem beturfer breyst enda eru
sífelltfleiri sem afþakka óhollustu ogskyndibita en hallast frekar að hinum nútímalega
skyndibita, grcenmeti, baunum og hrísgrjónum.
svanhvit@vbl.is
Grænn kostur
Grænn kostur er huggulegur veit-
ingastaður í hjarta bæjarins enda
er þar sífelldur straumur fólks. Þar
er fjölbreytt úrval af alls kyns ljúf-
fengum réttum, heitum réttum, súp-
um, salötum og svo má vitanlega
ekki gleyma kökunum. Á Grænum
kosti má fá hummus með steiktu
grænmeti og tófú auk linsubauna.
Þá fylgir öllum réttum lífræn hýð-
ishrísgrjón, ferskt salat, nýbakað
brauð og salsasósa. Hummusinn
er mjög góður en bragðsterkur eft-
ir því. Steikta grænmetið og tófu er
einnig mjög gott. Linsubaunabuffið
stóð þó algerlega upp úr enda ein-
staklega ljúffengt.
Hummus með steiktu grænmeti
og tófú, linsubaunabuff, ferskt sal-
at og hrísgrjón kostar xooo krón-
ur.
Garðurinn er lítill og heimilislegur
veitingastaður að Klapparstíg 37
sem er jafnan þétt setinn. Starfs-
fólkið er vinalegt og brosmilt enda
er stemmningin eins og maður sé
kominn heim til sín. Það er ágætis
úrval í Garðinum og ættu flestir að
geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Sem dæmi má nefna linsubauna-
buff með hrísgrjónum, rauðkál með
eplum og salat með olíudressingu.
Linsubaunabuffið er sérstaklega
gott og likist í raun kjötbollu frekar
en baunabuffi. Rauðkálið er mjög
bragðgott og öðruvísi enda með
eplum. 1 heildina var þetta prýðileg
máltíð sem hentar vel í annríki dags-
ins.
Linsubaunabuff með hrísgrjón-
um, rauðkál með eplum, salat og
olíudressing kostar 950 krónur.
Á næstu grösum
Á næstu grösum er lítill veitingastað-
ur á Suðurlandsbraut 52 en hann er
einnig til húsa að Laugavegi 2ob.
Á Á næstu grösum er boðið upp á
mikið úrval ýmissa rétta sem hægt
er að taka með heim eða borða á
staðnum. Það er hægt að kaupa
þrjár bakkastærðir og velja má hvað
sem er í þá. Þar á meðal er hægt að
fá smjörbaunasalsa með ávöxtum
og grænmeti, blandað grænmeti í
linsubaunasósu og kjúklingabauna-
buffið. Blandaða grænmetið er
bragðsterkt og gott. Ef leitað er eftir
einhverju fersku og léttu í sólinni þá
er smjörbaunasalsað tilvalið enda er
það mjög gott. Kjúklingabaunabuff-
ið er síst af þessum þremur réttum
en samt sem áður bragðgott. Tilval-
ið fyrir þá sem vilja úrval rétta auk
þess að geta keypt nokkra rétti í ein-
um bakka.
Smjörbaunasalsa með ávöxtum
og grænmeti, blandað grænmeti í
linsubaunasósu, kjúklingabauna-
buff ásamt salati kostar frá 550-
1300 krónum, allt eftir stærð bakk-
anna.
Garðurinn