blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 22
22 I SAMSKIPTI KYWJAWNA FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 blaöiö Konur vilia setja i þvottavél körlunum ekki treyst fyrir fatnaðinum Störf heimilisins eru ekki síður mik- ilvæg en önnur störf sem afla fólki tekna. Það eru hins vegar ekki allir á eitt sammála um verkaskipting- una á þessum störfum heimafyrir. Löngum hefur verið alhæft um að konur sjái alla jafna meira um heim- ilisverkin, nema þá þær sem sinni ábyrgðarmiklum stöðum og þurfi að leita sér utanaðkomandi aðstoð- ar. Sitt sýnist að sjálfsögðu hverjum og erfitt er að henda reiður á tölfræð- ina í þessu samhengi en óhætt er að segja að konur þrífi allavega fatnað fjölskyldunnar. Komið hefur á dag- inn að stærsti hluti kvenna setur í þvottavél á sínu heimili og koma karlarnir þar sjaldan nálægt. Ingólfur V. Gíslason, félagsfræð- ingur og starfsmaður Jafnréttisstofu, segir að eftir því sem kannanir á Vesturlöndum sýna þá sé þróun á skiptingu heimilisstarfanna jafn- ari með hverju árinu sem líður. Þó standi þvottavélin sér á báti í þessu samhengi en konur sjá að mestu um þvottinn á heimilunum. „Það er minnsta breytingin á klæðaþrif- um en konurnar eru ríkjandi þegar kemur að þvottavélinni. Hins vegar virðist raunin vera sú að þær vilja helst sjá um þvottinn og treysta jafn- an ekki karlmönnunum fyrir því að þvo fötin", segir Ingólfur en hann gerði úttekt á heimilisstörfum árið 1997 og setti niðurstöður sínar í bók- ina „Karlmenn eru bara karlmenn." „Ég ræddi við 25 karlmenn, m.a. um heimilisstörfin, og heildarniður- staðan var sú að þeim væri kurteis- islega ýtt til hliðar þegar kæmi að þvottavélinni. Það erþað svið heimil- isins sem konurnar vilja einna helst sjá um sjálfar, ásamt kannski því að ákveða klæðnað barnanna.“ Ingólfur vill meina að karlmenn kunni upp til hópa á þvottavélina og hafi margir þvegið þvott þegar þeir hafi búið einir en það breytist þegar kemur að sambúð við konu. „Eig- inkonurnar koma oft í sambúðina með það í farteskinu að karlmenn séu kærulausari gagnvart fatnaði og því vilja þær sjá um þvottinn sjálf- ar. Ég talaði einmitt við einn sem reyndar setti i vélina en það var eft- ir að konan var búin að setja miða á hverja fatahrúgu varðandi hitastig, stillingu og fleira.“ halldora@vbl.is STÓRÚTSALA! 20 - 80% AFSLÁTTUR 29.800,- Verð áður: 42.600,- Hægindastóll Slitsterkt Microfiber áklæði Litir: Ljósbrúnn, dökkbrúnn og blár Premium svefnsófi Microfiber áklæði (slitsterkt með óhreinindavörn) Litir: Beige og Ijósbrúnt 67.950,- Verð áður: 135.900,- FULL BÚÐ AF HÆGINDASTÓLUM OG SÓFUM Á ÓTRÚLEGU VERÐI • Hægindastólar frá 15.800 - verð áður 59.800 • Svefnsófar frá 14.900 - verð áður 29.900 • 3ja sæta sófar frá 25.000 - verð áður 79.800 ...OG FLEIRA OG FLEIRA! f OPNUNARTÍMI MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA.11-18 LAUGARDAGA...........11 - 16 SUNNUDAGA............LOKAÐ SETTEHF • HLÍÐASMÁRA 14 • 201 KÓPAVOGUR • SÍMI 534 1400 • SETT@SETT.IS VtSA OG EURO LÉIT RAÐGREIÐSLUR Hver setur i þvottavél ina á þinu heimili? Katrín L. Rúnarsdóttir Ég verð eiginlega að segja við bæði. Ég hef verið að gera það um þessar mundir en annars er hann alveg jafn duglegur. Sigurlaug Hilmarsdóttir Ég geri það nú eiginlega alltaf, Árnína Björg Einarsdóttir Ég og það er einfaldlega vegna þess að ég er einstæð móðir.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.