blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 blaðiö Flest slys eldri borgara siasaðan verða á heimilum þeirra ► sjómann Björgunarsveitin Víkverji frá Vík var kölluð út um hádegi í gær til að sækja slasaðan sjómann um borð í bát sem staddur var rétt fyrir utan Vík. Notaði björgunarsveitin hjólabát til að sækja mann- inn og var læknir með i för. Sjúkrabíll tók við manninum þegar í land var komið og kom honum á sjúkrahús. Sjómaðurinn hafði feng- ið vír í andlitið og kallaði skipstjóri bátsins eftir aðstoð í kjölfarið. Maðurinn var ekki alvarlega slasaður. Davíð til Japans Davíð Oddson, utanríkisráð- herra, mun leiða viðskiptasendi- nefnd til Japans í september næstkomandi. Gert er ráð fyrir að ferðin verði farin 12.-19. september en hún er að sögn Vilhjálms Guðmundssonar, forstöðumanns, sniðin bæði að þeim fyrirtækjum sem eru þegar í viðskiptum á svæðinu sem og þeim sem vilja hefja samstarf eða markaðssókn inn á þennan markað. Einnig henti hún þeim aðilum sem tengjast þróunarstarfi, fjármögnun og rannsóknum. Fyrirkomulagið verður þannig að skipulögð verður viðskiptaráðstefna, lítil sýning, fyrirtækjastefnumót og móttaka á hóteli í Tókýó og mögulega einnig í Nagoya en þar fer fram heimssýn- ingin Expo 2005 sem mun ljúka síðar í þeim mánuði. Tæplega 66% allra slysa á eldri borgurum árið 2003 urðu á eða við heimili þeirra samkvæmt nýrri skýrslu frá Landlæknisembættinu. Þar kemur fram að tæp 44% slysa einstaklinga sem eru 65 ára eða eldri eiga sér stað inni á heimilum og rúm 22% við heimili. Svo virðist sem setustofa og svefnherbergi séu hættulegustu herbergin í húsinu því samkvæmt skýrslunni verða flest heimilsslys þar, eða tæp 41%. Segja skýrsluhöfundar að það komi ekki á óvart þar sem þessi herbergi séu þau sem fólk eyði hvað mestum tíma í. Fall algengasta orsök slysa Algengasta orsök slysa sem aldrað- ir verða fyrir er að fólk hrasar eða dettur. Rúmlega 67% allra slysa hjá umræddum aldurshópi eiga sér stað af þeirri ástæðu. Áverkar af þessum slysum eru oftast á höfði en næst oft- ast á úlnliði eða hendi. Næst algengustu slys á einstak- lingum á umræddum aldri eru um- ferðarslys, en þau telja um 7% allra slysa. Vinnuslys eru síðan í þriðja sæti en tæp 5% slysa eldri borgara eru vinnutengd. Öldruðum Qölgar hratt Það vekur sérstaka athygli 1 skýrsl- unni að tæplega 100 einstaklingar mjaðmarbrotnuðu árið 2003. Full ástæða er til að taka málið alvarlega þar sem slys á öldruðum, bæði körlum og konum, eru hlut- fallslega algengari en hjá öðrum hóp- um í samfélaginu. Með hækkandi aldri eykst einnig hætta á meiðslum, brot eru lengur að gróa, líkur aukast á innlögn á sjúkrastofnun auk þess sem dvalartíminn þar er að jafnaði lengri en hjá þeim sem yngri eru. Ennfremur rétt að er hafa huga a ð í öldruðum fer nú hratt fjölgandi í samfélaginu þannig að slys eldra fólks munu á næstu árum óg áratug- um, ef ekkert verður að gert, verða enn stærra vandamál en það er nú. í mannfjöldaspá Hagstofu Islands er gert ráð fyrir að landsmönnum fjölgi um 14% á næstu tuttugu árum, en að á sama tíma muni einstakling- um yfir 65 ára aldri fjölga um 68%. í dag er hlutfall íbúa yfir 65 ára aldri tæp 12% en verð- ur orðið rúm- lega 17% eft- ir tuttugu ár. lotto.is Bygging álvers stöðvaðist í fjóra Vilja draga úr notkun magalyfja Tryggingastofnun ríkisins og Landlæknisembættið munu í haust hefja átak með það að markmiði að draga úr notkun magalyija. Þetta á að gera með beinni fræðslu lækna. I tilkynningu frá Tryggingastofn- un um málið segir að magalyf séu meðal kostnaðarsömustu lyfjaflokkanna en kostnaður TR vegna meltingarfæra- og efnaskiptalyfja nam rúmum milljarði króna á síðasta ári. Kostnaðurinn jókst um 5% á milli áranna 2003 og 2004 meðan lyfjanotkunin jókst um 10%. Markmið fræðslunnar er að lyfin verði notuð á hófsam- ari og réttari hátt.Ætlunin er að beita svipuðum aðferðum í fræðsluátajcinu og lyfjaiðnað- urinn notar í markaðssetningu lyfja en með öfugum formerkj- um, þ.e. að freista þess að draga úr neysluniji en ekki auka hana. tíma Tólf manna hópur mótmælenda fór inn á lokað byggingarsvæði álvers Alcoa á Reyðarfirði um hádegi í gær. Þrír úr hópnum gerðu sér lít- ið fyrir og klifruðu upp í 40 metra háa byggingarkrana á svæðinu og dvöldu þar um nokkra stund. Aðalverktakinn á svæðinu, al- þjóðlega verktakafyrirtækið Bechtel, greip þegar til ráðstafana þegar til mannanna sást og stöðv- aði vinnu á öllu svæðinu. Að sögn Björns S. Lárussonar, upplýsinga- fulltrúa Bechtel, er ástæðan sú að ekki var vitað hvað mótmælend- um gekk til og upp á hverju fólkið gæti tekið. Aðspurður um hvort starfsmenn hafi verið í hættu sagði Björn: „Við vissum það ekki og því var þegar tekin ákvörðun um að rýma svæðið.“ Eins og áður sagði klifruðu þrír af mótmælendum upp í bygg- ingarkrana á svæðinu en það gerðu þeir upp úr klukkan 10 í gærmorgun. Tveir af þeim sem fóru upp í krana á svæðinu komu niður úr þeim um klukkan tvö í gær. Einn dvaldi hinsvegar uppi í sínum krana fram undir klukk- an fjögur. Vinna tafðist nokkuð vegna uppátækisins en hætt var að vinna um klukkan 11 og hófst hún ekki að nýju fyrr en uppúr klukkan hálf fjögur. Allir mótmælendur voru í gær handteknir af lögreglunni á Eski- firði og færðir til yfirheyrslu. Alcoa sendi hinsvegar frá sér yf- irlýsingu í gær um að mótmæl- endur yrðu ekki kærðir vegna atviksins. ■ Nytt blað fré Disney, stútfullt af sögum, þrautum og föndurverkefnum fyrir ungar prinsessur. Sandalar f ■ • Piparsveinar og -meyjar íslands Lokaundirbúningur fyrir sjónvarps- þáttinn Bachelor er í fullum gangi og er nú verið að taka viðtöl við hugsanlega þátttakendur. Saga film, sem framleiðir þáttinn fyrir Skjá einn, hefur farið í ferðalag um land- ið til þess að finna þátttakendur á landsbyggðinni og hefur nú endað á Nordica hótelinu þar sem þeir sem sýnt hafa áhuga af höfuðborgar- svæðinu eru teknir í viðtal. Að sögn Maríönnu Friðjónsdóttur hjá Saga film hefur allt gengið mjög vel og það komið á óvart hversu mikið gæðafólk það er sem sækir um að koma í þáttinn. Það sé skemmtilegt fólk með skemmtilegan bakgrunn. Sýningar á svokölluðum leitar- þætti, þar sem farið er yfir forgrunn þáttanna, hefjast um miðjan sept- ember en Bachelorinn sjálfur mán- uði seinna.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.