blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 blaöiö - HelenctekurviðKR Fyrrum A-landsliðsþjálfari Islands I kvennaflokki, Helena Ólafsdóttir, er tekin við sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR. íris Eysteinsdóttir sem þjálfað hefur KR er komin í barneignarfrí og Helena tók við KR-liðinu í gærkvöldi í leik gegn FH í Landsbankadeildinni. Helena er gamalkunnur KR-ing- ur og lék um árabil í framherja- stöðu hjá liðinu en hún hefur áður þjálfað hjá Val og svo landsliðið. Það er því athygl- isverð staðreynd að KR-ingar hafa skipt um þjálfara í báðum meistaraflokkum félaganna og fyrstu leikir þeirra eru gegn FH. En meistaraflokkur karla mætir FH á sunnudaginn í Kaplakrika og þar þreytir Sigursteinn Gíslason frumraun sína sem þjálfari meistaraflokks KR. Figo til Inter Samkvæmt spænskum fjölmiðl- um í gær er portúgalski leik- maðurinn að fara til ítalska liðs- ins Inter. Figo, sem er 32ja ára og hefur leikið með spænska stórliðinu Real Madrid, skrifar undir tveggja ára samning við Inter. Samkvæmt fréttum fær Figo um 350 milljónir íslenskra króna í árslaun hjá Inter. Figo kom til Real Madrid árið 2000 í einni frægustu sölu allra tíma í boltanum. Florentino Perez var þá nýkjörinn forseti Real Madr- id og hann og Figo notuðu klásúlu í samningi leikmanns- ins til að kaupa hann á metfé frá Barcelona. Figo keypti þá sjálfur samninginn og fram- seldi síðan til Real Madrid. Kaupverðið þá var um 5,6 millj- arðar íslenskra króna og var heimsmet. Figo verður fjórði leikmaðurinn sem kemur til Inter á síðustu 12 mán- uðum frá Real Madrid. Hinir eru Esteban Cambiasso, Santiago Solari og Walter * Samuel. Nevilletil Everton David Moyes, framkvæmda- stjóri enska úrvalsdeildarliðs- ins Everton, náði í gær að festa kaup á enska landsliðsmannin- um Phil Neville frá Manchester United. Neville, sem er 28 ára gamall, á 52 A-landsleiki fyrir England og 386 leiki fyrir aðal- lið Manchester United. Hann var aðeins 12 sinnum í byrjun- arliði United á síðustu leiktið. Kaupverðið er um 340 millj- ónir íslenskra króna en Everton varð að ganga frá kaupunum fyrir miðnætti í gær til að Ne- ville yrði löglegur í leikjunum gegn spænska liðinu Villareal í 3. umferð forkeppni Meistara- deildar Evrópu. Moyes stjóri Everton sagði við fréttamenn að hann væri í skýjunum með að fá Neville til félagsins og eitt er víst að þar kemur leikmað- ur með gríðarlega reynslu. r" Fótboltri loftkœling Verð frá 49.900 án vsk. UEFA Super Cup • Mónakó • 26. ágúst 2005 LiverpooJ FC CSKA Moskva Skráðu þíg i Fólbollaklúbb MosterCard á www.kreditkort.is, notaðu MasterCard® kortlö þltt til 11. ágúst og þú gætir vcrið á lciðinni á storlcik í Mónakó: UEFA Champions Lcague meistararnir I Liverpool mæta UEFA Cup meisturunum í CSKA Moskvu. Meira <i www.kreditkort.is Chelsea-Arsenal á sunnudag - t hinum árlega leik um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn hefst á sunnu- dag þegar Arsenal og Chelsea mætast í leik um Samfélags- skjöldinn. Leikurinn er árlegur leik- ur Englandsmeistara og bikarmeist- ara. Það verður fróðlegt að fylgjast með leiknum á sunnudag og hvaða leikmenn verða í byrjunarliðunum. Það verður til dæmis örugglega blendin tilfinning fyrir Ashley Cole, leikmann Arsenal, en hann átti i leynilegum viðræðum við Chelsea í janúarmánuði síðastliðnum og bæði hann og Chelsea fengu háar sektir frá enska knattspyrnusambandinu. Gilberto Silva verður ekki með Ar- senal þar sem hann er enn meidd- ur en þó er búist við að hann verði klár í slaginn þegar keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst laugar- daginn y.ágúst. Ungu mennirnir í Arsen al, Robin van Persie, Cesc Fabregas og Gael Clichy eru allir tilbúnir í leikinn en þeir léku með í leiknum Beveren sem lauk með jafntefli 3-3 á miðvikudag. Nýr fyrirliði hjá Arsenal Arsenal er komið með nýjan fyrir- liða. Hann heitir Thierry Henry og tekur við fyrirliðabandinu af Patr- ick Vieira sem óvænt var seldur til Ju- ventus á Ítalíu eftir níu ára veru hjá Arsenal. Sparkspekingar velta því nú fyrir sér hvaða áhrif brotthvarf Vieira hefur á lið Arsenal. Margir benda á að hann hafi verið mikið meiddur á síðustu leiktíð og þegar Gilberto hafi leikið hafi árangur liðs- ins verið betri. Hvað sem því líður er víst að Arsenal á eftir að jafna sig á brotthvarfi Vieira en það tekur tíma. Alexander Hleb kom til liðs- ins frá Stuttgart og þar fer góður leikmað- ur sem Islendingar í góðum málum á HM í hestaíþróttum í slensku keppendurnir á heimsmeist- aramótinu í hestaíþróttum halda áfram að gera góða hluti en mótið er haldið í Norrköping í Svíþjóð. Styrmir Árnason á Hlyni frá Kjarnholtum I er efstur eftir for- keppni í fimmgangi en hann fékk einkunnina 7.43. I öðru sæti er danska konan Julie Christiansen. Hún keppti á Ljósvaka frá Akureyri og fékk einkunnina 7.40. Vignir Jón- asson á Hrannari var með 7.10 í ein- kunn í þriðja sæti. A-úrslitin eru á sunnudag og þetta þýðir að fsland á tvo keppendur í A-úrslitunum. Gæðingaskeiðið fór fram í gær og báðir sprettirnir fóru fram þá en samanlagður árangur í þeim tel- ur. Heimsmeistari varð íslending- urinn Magnús Skúlason en hann keppir fyrir Svíþjóð á Mjölni frá Dalbæ. Hann fékk 8.75. Annar varð Svíinn Johann Hegberg á Aski frá Hakansgárden með 8.63. Þriðji varð svo Rassmus Möller Jensen frá Dan- mörku á Stjarna frá Dalsmynni með 7-43- í dag verður keppt í forkeppni í fjórgangi og í 100 metra skeiði. I fjórgangi eigum við íslending- ar, Jóhann Skúlason, Sigurð Sigurð- arson, Hinrik Bragason og Sigurð Matthíasson. I 100 metra skeiðinu verða tveir sprettir og samanlagður árangurþar telur. Þar eigum við Valdimar Berg- stað, Bergþór Eggertsson, Styrmi Árnason og Vigni Jónasson. Islensku keppendurnir búast við mjög góðum árangri í dag og jafnvel heimsmeistaratitli. 510 3744 vert er að gefa góðan gaum. Sol Campbell var í miklum meiðslum á síðustu leiktíð og vonandi að hann nái að leika meira með í vetur, bæði fyrir Arsenal og enska landsliðið. Arsene Wenger getur ekki stillt upp óskaliði sínu en eitt er víst að þar á bæ verður barist fyrir sigri á sunnudag. Hatrið á milli liðanna er einfaldlega það mikið. Chelsea líklegra til sigurs á sunnudag Hinir bláu, Chelsea, mæta til leiks á sunnudag án William Gallas og Arjen Robben sem eru meiddir en Claude Makelele er í lagi og verður á sínum stað á miðjunni. John Terry fyrirliði Chelsea, sem hefur glímt við minniháttar meiðsli í baki, sagði á fréttavef BBC í gær að Arsenal kæmi til með að sakna Patrick Vi- eira mjög mikið í leik sínum í vetur. Vieira væri einfaldlega heimsklassa miðjumaður og þegar lið missti mann á borð við hann þá kæmi það niður á leik liðsins. Jose Mourinho, framkvæmda- stjóri Chelsea, keypti í sumar vinstri bakvörðinn Asier Del Horno frá Atletico Madrid á Spáni og þar fer klassaleikmaður. Þá á eftir að minn- ast á enska hægri kantmanninn Shaun Wright-Phillips sem kom frá Manchester City. Þar með er enn ein skrautfjöðrin komin í leikmanna- hóp Chelsea en það var vissulega eilítið vandamál á síðustu leiktíð á hægri kantinum. Nú er búið að leysa það mál og Hernan Crespo er kom- inn aftur frá AC Milan í framherja- stöðuna og ef hann fer í gang þá Guð hjálpi andstæðingum Chelsea. Það verður einfaldlega að segjast eins og er að leikmannahópur Chels- ea er gríðarlega sterkur og mun öfl- ugri en hópur Arsenal. Að mati Blaðsins á Chelsea, með arkitektinn Eið Smára Guðjohnsen í broddi fylkingar, að sigra í leiknum á sunnudag. Eiður Smári sagði í við- tali á vef breska blaðsins Daily Tele- graph að á sunnudag eigist við tvö af bestu liðum Englands og hann eigi von á góðri knattspyrnu þrátt fyrir að erjur hafi verið á milli félaganna. Við vonum svo sannarlega að það gangi eftir en leikurinn verður sýnd- ur beint á Sýn. Fótboltarásin Enski Boltinn hefur síðan sýningar frá ensku úrvalsdeild- inni laugardaginn i3.ágúst. ÍÞRÓTTIR Valtýr Björn Fram í úrslit bikarsins Maöiö- Safamýrarpiltar úr Fram eru komn- ir í úrslit VISA-bikarkeppninnar eftir frækilegan sigur á toppliði ís- lenska boltans í sumar, FH. Flestir bjuggust við sigri FH-inga í leik lið- anna 1 undanúrslitum og það leit svo sannarlega út fyrir það í hálfleik á Laugardalsvellinum. Framarar skor- uðu að vísu mark sem dæmt var af vegna rangstöðu og Ríkharður Daða- son skaut framhjá í dauðafæri. Allan Borgvardt átti líka dauðafæri á upp- hafsmínútum leiksins en fyrsta markið kom eftir um hálftíma leik. Allan Borgvardt fékk þá sendingu innfyrir vörn Fram og að flestra mati, nema Einars Sigurðssonar línuvarðar, var þar um rang- stöðu að ræða. Markið stóð þrátt fyrir áköf mótmæli Framara. Einni mínútu fyrir lok hálfleiksins skoraði Borgvardt svo aftur með glæsilegu marki. Tók boltann viðstöðulaust á lofti og smellti honum í bláhorn- ið uppi vinstra megin. Þarna héldu margir að hið sigursæla FH-lið sem hafði ekki tapað leik í deild eða bik- ar í sumar, mundi klára Framara á sannfærandi hátt. Eftir um 20 mín- útna leik í seinni hálfleik var Denis Sim og Heimi Guðjónssyni skipt út- af hjá FH og við það vöknuðu Fram- arar og níu mínútum fyrir leikslok skoruðu þeir eftir mikinn dans í vítateig FH. Andri Fannar Ottósson var skráður fyrir markinu. Aðeins sjö mínútum síðar var Fam búið að jafna metin þegar boltinn var send- ur inn í vítateig FH og Daði Láruss- on markvörður liðsins misreiknaði sig eitthvað og boltinn barst til Bo Henriksen sem skallaði í autt mark FH. 2-2 eftir venjulegan leitkíma og því varð að framlengja. Þar voru FH-ingar mun sterkari og hefðu átt að skora en Gunnar Sigurðsson markvörður Fram var enn og aftur frábær á milli stanganna. Þvílíkur markvörður. Leikurinn fór i víta- spyrnukeppni og úr fyrstu fimm spyrnunum hjá hvoru liði tókst hvoru liði að skora fjórum sinnum. Gunnar varði frá Baldri Bett og Daði varði frá Bo Henriksen. I bráðabana í vítaspyrnukeppninni var það ekki fyrr en í þriðju umferð að úrslitin réðust þegar Gunnar Sigurðsson varði vítaspyrnu frá Ásgeiri Gunnari Ásgeirssyni og Framarar eru því komnir í úrslitaleikinn sem fer fram á Laugardalsvelli laugardag- inn 24,september. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin frægu að hafa ekki klárað leikinn í gær I venjulegum leiktíma nú eða I framlengingunni. En svona er bikarinn eins og einhver mælti svo spaklega. Það er ekki spurt um hvar þú ert í deildinni, það er bara þessi eini leikur sem skiptir öllu máli. Maður leiksins í undanúrslitaleik Fram og FH var að mati Blaðsins markvörður Fram, Gunnar Sigurðs- son. Hann varði á tíðum stórkost- lega I markinu áður en kom til víta- spyrnukeppninnar og svo var hann hetja þeirra bláklæddu þegar hann varði frá Ásgeiri Gunnari. Gunnar Sigurösson markvörður Fram. Maður leiksins.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.