blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 38
38 I FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 blaðið SMÁborcrarinn VÍSINDIN EFLA ALLA DÁÐ... EÐA NÆSTUM ÞVÍ Smáborgarinn, eins og smáborg- ara er siður, les alltaf fréttir af nýjustu tækni og vísindum. Hann tekur vart mark á almennum frétt- um sem ekki eru studdar tölum eða tíðnitöflum úr nýjustu rann- sóknum, skoðanakönnunum eða hvers kyns öðrum vísindalegum athugunum. Smáborgarinn taldi, eins og allir góðir smáborgarar, að vísindin væru óskeikul og al- góð. Hallelúja. Amen. Það var Smáborgaranum því mikið áfall þegar hann komst að því að nýjustu úttektir á niður- stöðum vísindalegra rannsókna sýndu svo ekki um er villst að um þriðjungur rannsóknarniður- staðna er tómt bull. Það var Smá- borgaranum síður en svo léttir að finna út í ofanálag að margar þess- ara snarvitlausu rannsóknarnið- urstaðna eru læknisfræðilegar! Auðvitað skýra þessar frétt- ir ýmislegt kukl þeirrar annars ágætu stéttar, heilbrigðisstéttar- innar. Það er ótrúlega margt sem læknar aðhöfðust fyrir allt of skömmu sem enginn myndi vilja kannast við í dag. Tja, að minnsta kosti ekki praktisera. Og þó er enn margt aðhafst sem ekki mun þola dagsbirtuna í nánustu fram- tíð. En það er aukaatriði. Enda tökum við öll saman virkan þátt í þessari stóru tilraun. Gröfumst ekki frekar fyrir um það. Það sem Smáborgaranum stend- ur einna mesti stuggur af í dag, eftir lestur á vísindagrein um að vísindin séu ákaflega skeikul, er þessi ofurtrú fólks á vísindum. Slíkt er bókstafsviðhorfið á köfl- um að hreintrú ofstækismanna miðalda bliknar í samanburðin- um. Hallelúja. Auðvitað eru vísindin alls ekk- ert alslæm þó ekki sé öll vitleysan eins. Blásaklausir menn ganga til að mynda um götur og geta loks um frjálst höfuð strokið eftir að lífsýnavísindin þróuðust og nýtt- ust í sakamálum. Hver dæmdi nauðgarinn og morðinginn á fæt- ur öðrum fær nú uppgefnar sakir - og kannski einhverjar bætur fyr- ir tuttugu ára fangelsissetu. Margir þeirra voru þó einmitt hnepptir í varðhald á grundvelli vísindaniðurstaðna. Til að mynda hefur að minnsta kosti þremur manneskjum verið sleppt úr haldi í Bretlandi eftir að í ljós kom að læknir sem bar vitni um að börn þeirra hefðu dáið vegna ofbeldis studdist við afar hæpna grein- ingu. Smáborgarinn getur ekki á heil- um sér tekið. Getur maður eftir lestur á vísindagrein um skeikul- leika vísindanna trúað niðurstöðu greinarinnar. Er hún óskeikul? Kannski kemur í ljós eftir einhver ár að einmitt þessi grein var hið mesta bull. Hver veit? SU DOKU talnaþraut 23. gáta 1 9 6 7 4 1 3 9 2 5 T 2 3 3 5 2 3 9 4 4 2 2 6 5 8 5 3 9 Lausn á23. gátu irerður að finna i blaðinu á mánudag. Lausn á 22. gátu Jausn á 21 .. gátu 5 2 4 6 1 3 T 9 1 7 3 4 2 9 8 6 5 6 9 8 7 3 J 1 4 2 5 T 2) 4 3 9 8 6 9 3 6 1 5 8 7 2 4 ± 8 2 £j 7 6 5 ÍJ 1 2 4 5 3 1 \1_ 6 9 8 3 6 9 5 8 4 2 | 1 7 8 1 6 9 lL 4 1 5 3 Leiðbeiningar Su Doku gengur út á að raða tölunum frá 1-9 lárétt, lóðrétt og í þar til gerð box sem innihalda 9 reiti. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í hverri línu og innan hvers box. Allar gátur er hægt að ráða út frá þeim tölum sem gefnar eru upp í upphafi. Leitað er að talnapörum og reynt að koma þeirri þriðju fyrir. Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta boxinu vinstra megin og því neðsta líka, ætti ekki að vera erfitt að átta sig á hvar 7 á að vera í miðju-boxinu. Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt að skrá þá hjá sér og halda áfram. Orlando leggur frá ser sverðið Orlando Bloom hefur nú viðurkennt að hann sé ánægður með að leggja frá sér sverðið í bili, en hann hefur leikið í hverri stríðsmyndinni á fæt- ur annarri upp á síðkastið. Helstar má nefna Troy, Kingdom of Heaven og auðvitað Lord of the Rings þríló- gíuna. í nýjustu mynd sinni, Eliza- bethtown, sem kemur út seinna á árinu, leikur Orlando ungan aðals- mann. „Fyrst og fremst var það frá- bært að gera mynd án sverða, hesta og brynja“, segir Orlando. Þessa stundina er hann að leika í nútíma- mynd sem Cameron Crowe leikstýr- ir en þar leikur hann ungan mann sem byrjar að kynnast fjölskyldu sinni eftir að faðir hans deyr. Kirs- ten Dunst er einnig í aðalhlutverki í myndinni. HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR? Steingeit (22. desember-19. janúar) $ Þú þarft að passa þig meira en venjulega á sam- eiginlegu svæði. Einhver sem þú vinnur með gæti orvernaað sitt pláss. V Vertu viðbúin/n árekstrum við samstarfsfé- laga eða vin. Smávægilegt rifrildi verður blásið upp og þú gætir lent í miojunni. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) $ Þú mátt búast við miklum breytingum og þú verður fyrst/ur til að taka eftir vandanum sem myndast þegar upp kemur ágreiningur vegna þeirra. ^ Þú ert að eera félagslegar tilraunir um þessar mundir og þao verður ýmislegt sem kemur þér á óvart. Það er gaman að komast að því hvað er að gerast í höfðinu á fólki. OFiskar (19. febrúar-20. mars) $ Ef þú ert útkeyrð/ur þá skaltu loka hurðinni og einbeita þér ao sjálfri/sjálfum þér. Samstarfs- folkið skilur ekki alltaf að þú þarft að einbeita þér. V Það er mikill munur á ímyndun og raunveru- leika. Það er alltaf gott að láta sig dreyma en ekki gangaoflangt. Hrútur (21. mars-19.apríl) Pam að onna klúbb s Vegas i Pamela Anderson hefur nú ákveðið að opna klúbb í Las Vegas og mun hún njóta aðstoðar vinar síns Da- ve LaChapelle í undirbúningnum. „Þetta er ekki alveg tilbúið en Dave LaChapelle og ég erum örugglega að fara að opna klúbb í Las Vegas. Ég hef fjárfest með nokkrum vinum.” Pamela er þekktust fyrir að hafa leik- ið í vinsælu þáttunum Baywatch og þá var hún einnig gift Tommy Lee og á með honum tvö börn. Jen hafnar Friends heim ildamynd Jennifer Aniston hefur neitað að koma fram í Friends endurkomu- þætti og er sagt að hún vilji fjarlægj- ast persónuna sem hún lék í þáttun- um og hún er þekktust fyrir, Rachel Green. Hinir Friends leikararnir hafa samþykkt að koma fram í heim- ildarmynd um Friends en Jennifer hefur neitað því. Sagt er að hún sé ennþá að jafna sig eftir sambandsslit- in við Brad Pitt á meðan aðrir halda þvi fram að hún vilji hverfa frá Rac- hel ímyndinni fyrir fullt og allt. $ Breyttu út af venjunni enda þarftu að vera miög kjörkuð/kjarkaour til að vekja athvgli á sjálíri/um þér. Það verður erfitt en þú getur það. V Þú mátt eiga von á því að íyllast af jákvæðri orku fljótlega þannig að pú skalt njóta þess og gera sem mest. ©Naut (20. apríl-20. maí) $ Þú þarft að draga fram leiklistarhæfileikana í þér Ojg brosa meira en þú vilt til að nálgast fólk sem þu vildir ekki hafa kynnst. En nú um stundir er þao nauðsynlegt V Það er kominn tími til að kyngja stoltinu og leyfa öðrum aðiráða stundum. Það mun ekki drepa þig og þú kemur út sem sigurvegari. ©Tvíburar (21. maí-21. júní) $ Talaðu varlega því einhver sem tekur öllu of alvarlega gæti misskilið brandara eða fyndna at- hujgasema. Þú getur lagað það en samt sem áður er betra að forðast atvilað. V Þú ert heldur léttari en venjulega og gætir strítt einhverjum sem tekur það óstinnt upp. Þú sérð það gerast og getur bjargað þvi. ©Krabbi (22. júní-22. júlí) 3 Þegar þú en anum skaltu vj Ef þú fylgist vé veldlega. V Þú ert sef hvað sem kc lengi um það < að íhuga breytinear á starfsfram- viss um að skooa kosti og galla. íeð þá ætti svarið að finnast auð- lega að hugsa um að kaupa eitt- . þig ansi mikið. Hugsaðu vel og taktu síðan rétta ákvórðun. Ljón (23. júlí- 22. ágúst) S Þér gæti liðið eins og þú hafir náð toppnum en þú getur alltaf náð lengra ef þú ert metnaðar- gjörn/gjarn. V Útgeislun þín og þokki er ótrúlegur og aðrir eru farnir að taka eftir því. Meyja (23. ágúst-22. september) $ Þú hefur skipulagt allt og þú býst við að sam- starfsfélagarnir séu jafn sldpulagðir. En því miður er það ekíá svo þannig ao þú gætir þurft að að- stoða þá. V Vinirnir eru að gera þig brjálaða/n. Dragðu djúpt inn andann og leyfðu þeim að njóta sín. Vog (23. september-23. október) S Þú mátt búast við beiðnum um aðstoð ffá öll- um áttum. Það verður auðvelt að verða við flestum enda skortir oft bara hlý orð. V Það vilja allir deila þér og þú getur gefið þeim hvað sem þú vilt. Þú munt alltaf vita nákvæmlega hvao á að segja og hvenær á að segja þao við rétta fólkið. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) S Þú ertu stressuð/aður og í raun svo mjög að þér finnst sem þú þurfir þoknun fyrir. Þú hefur sennilega á réttu ao standa en núna er ekki rétti tíminn til að spyrja. V Þú hugsar ekki um annað en vinnuna og yfir- mennina og hve erfiðir þeir eru. Ekki láta stressið eyðileggja annars frábæra helgi. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) $ Það er tími til að slaka á enda hefurðu verið óvenju dugJeg/ur undanfarið. Það er gott að sinna vinnu sinni vel en líka í góðu lagi að vera löt/latur einstaka sinnum. V Þótt þú hatir venjulega að versla þá skiptir það þig mildu máJi þessa da^ana. Þú átt pening sem parf að eyða hvort sem þu veist af því eða elud.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.