blaðið - 21.10.2005, Side 12

blaðið - 21.10.2005, Side 12
12 I FRÉTTASKÝRING FÖSTUDAGUR 21.OKTÓBER 2005 blaöiö Forsendur eftirlaunafrumvarps brostnar Eitt umdeildasta frumvarp síðustu ára er hið alrœmda eftirlaunafrumvarp sem lagt varframfyrir tœpum tveim- ur árum. Nýlega kom í Ijós að gróft mat á áhrifum hinna nýju laga á lífeyrisskuldhindingar sýni að aukin kostn- aður vegna þeirra er um 650 milljónir. Ýmsar röksemdarfœrslur voru gefnar fyrir nauðsyn þessa frumvarps og Blaðið rýndi í nokkrar þeirra. Eftirlaunaréttur fyrirmanna rýmkaður umtalsvert 1 frumvarpinu var meðal annars réttur íyrrverandi ráðherra til eft- irlauna rýmkaður töluvert. Þar öðluðust fyrirmenni þjóðarinnar; forseti, ráðherrar og þingmenn, þau réttindi að setjast í helgan stein fyrr en aðrir landsmenn á fullum eftir- launum. Frumvarpið kom þó ekki í veg fyrir það að menn ættu rétt á því að sinna öðrum störfum, hvort Fréttaskýring Þórður Snær Júlíusson sem þau voru innan hins opinbera eða á einkamarkaði, samhliða því að eiga rétt á viðkomandi eftirlauna- greiðslum. Að sögn Þóreyjar Þórð- ardóttur, lögmanns Lífeyrissjóðs Starfsmanna Ríkisins, þiggja í dag níu fyrrverandi ráðherrar eftirlauna- greiðslur. Ekki var hægt að fá upplýs- ingar um hverjir það væru þar sem að lífeyrissjóðnum er ekki heimilt að gefa þær frá sér. Til þess að fá eftirlaunagreiðslurnar þurfa þessir fyrrum ráðherrar þó að sækja um þær hjá sjóðnum og því ljóst að eng- in þeirra er „óvart“ að þiggja þær. I skýringum frumvarpsins á sín- um tíma var því haldið fram að það væri lýðræðisleg nauðsyn að þannig væri búið að þeim embættum og störfum sem þarna um ræðir að þau verði eftirsóknarverð í augum hæfs fólks og hvetji til stjórnmálaþátt- töku. Þvi væri nauðsynlegt að gera þau meira fjárhagslega aðlaðandi til að draga fólk að. Flutningsmönn- um frumvarpsins virtist þó ekki liggja neitt sérstaklega mikið á end- urnýjuninni, enda var það lagt fram einungis nokkrum mánuðum eftir kosningar og því örskammt liðið á kjörtímabilið. En aukin eftirlaunafríðindi voru ekki bara til þess gerð að laða yngra fólkið að stjórnmálunum heldur einnig til þess að þeir sem ver ji meiri- hluta starfsævi sinnar til stjórnmála- starfa geti dregið sig í hlé án þess að fjárhagslegri afkomu þeirra yrði teflt í tvísýnu. Þessu til rökstuðn- ings segir orðrétt að „Svo virðist sem starfstími manna í stjórnmál- um sé að styttast eftir því sem samfé- lagið verður opnara og margþættara og fjölmiðlun meiri og skarpari. Við því er eðlilegt að bregðast, m.a. með því að gera þeim sem lengi hafa ver- ið í forustustörfum í stjórnmálum kleift að hverfa af vettvangi með sæmilega örugga afkomu og án þess að þeir þurfi að leita nýrra starfa seint á starfsævinni.“ Þá kom fram í greinargerðinni að það væri reynsla sumra þingmanna sem hefðu setið lengi á Alþingi að þar sem störf alþingismanna væru jafn áberandi og raun ber vitni þá gæti það reynst erfitt fyrir fyrrum þingmenn og ráðherra að fá vinnu á almennum vinnumarkaði,, m.a. vegna þess að þeir eru ekki taldir „heppilegir“ starfsmenn. Einnig var sagt að þessi nýju eftirlaunalög myndu eyða þeim áhyggjum um óeðlileg vinnubrögð þegar að fyrr- verandi alþingismenn hafi hlotið góð störf að lokinni þingmennsku, en slíkar stöðuveitingar hafa oft ver- ið gagnrýndar og ráðamenn vændir um spillingu. Fyrrverandi ráðherrar í góðum málum Sú röksemdarfærsla að fyrrum ráð- herrum reynist erfitt að fóta sig að nýju í atvinnulandslaginu stenst ekki nánari athugun. Þá virðist eink- ar auðvelt fyrir þá sem og aðra fyrr- verandi þingmenn að fá störf hjá hinu opinbera eftir að þingmanna- ferli lýkur og því fjarri því að áhyggj- um um óeðlileg vinnubrögð hafi ver- ið eytt. Ýmsir fyrrum ráðherrar og þingmenn hafa yfirgefið vettvang stjórnmálanna á undanförnum ár- um og ákvað Blaðið að velja nokkra þeirra af handahófi og athuga hversu erfitt það hefði reynst þeim að fá vinnu eftir að þingmannaferli lauk. Fyrst ber að nefna Friðrik Sophus- son, en hann gengdi embætti fjár- málaráðherra um árabil á 10 áratugn- um. Honum reyndist ekkert sérlega erfitt að fá vinnu þegar að hann hvarf af braut stjórnmálanna því hann hef- ur verið forstjóri Landsvirkjunar alla tíð síðan. Finnur Ingólfsson var afar umdeildur á meðan hann var iðnaðar- og viðskiptaráðherra þjóð- arinnar á árunum 1995-1999. Eftir að opinberri stjórnmálaþátttöku hans lauk þurfti hann þó ekki að hanga lengi í lausu lofti því hann tók samstundis við embætti Seðlabanka- stjóra fslands. Síðan þá hefur hann reyndar fært sig um set og er í dag forstjóri eins af stærstu tryggingarfé- lögum landsins, Vátryggingarfélags f slands, ásamt því að sitja meðal ann- ars í stjórn KB Banka. Honum hefur því gengið ágætlega að fóta sig á hin- um almenna atvinnumarkaði. Guðmundur Árni Stefánsson lét nýverið af þingmennsku eftir að hafa setið á Alþingi í 12 ár og gegnt ráðherraembætti um skamma hríð. Hann tekur við embætti Sendi- herra íslands í Svíþjóð þann fyrsta nóvember næstkomandi og virðist því heldur ekki hafa orðið fyrir því óláni að þykja ekki „heppilegur“ starfsmaður. Hann tekur við af Svav- ari Gestssyni, en hann hafði setið á þingi í 21 ár og gengt ráðherraemb- ætti nokkrum sinnum (viðskipt- arráðherra 1978-1979, félags- heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra 1980-1983, menntamálaráðherra 1988-1991). Svavar þurfti þó ekki heldur að ílengjast í atvinnuleysi því að hann var samstundis skipaður sendiherra íslands í Kanada og hélt þaðan til Svíþjóðar tveimur árum síð- ar þar sem hann hefur starfað fram til dagsins í dag. Þá er vitanlega ótal- inn sá mest áberandi af þeim öllum, Davíð Oddsson fyrrum forsætis- og utanríkisráðherra þjóðarinnar, en hann fékk vinnu sem Seðlabanka- stjóri sama dag og hann tilkynnti um brotthvarf sitt úr stjórnmálum. Þingmenn fá líka vinnu Einhverjir gætu haldið að þingmenn sem gegndu aldrei ráðherraembætti ættu kannski erfiðara með að finna sér nýjan atvinnuvettvang. Svo virð- ist þó heldur ekki vera. Bryndís Hlöð- versdóttir sat á þingi fyrir Alþýðu- flokkinn og Samfylkinguna í tíu ár, frá 1995 og fram á síðasta vor. Þá ákvað hún að hætta þingmennsku til að taka við starfi deildarforseta lagadeildar við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Isólfur Gylfi Pálmason var þingmaður Sunnlendinga frá 1995-2003 og sat þar fyrir hönd Fram- sóknarflokksins. Eftir að hann náði ekki inn á þing í kosningunum fyrir tveimur árum hefur hann verið sveit- arstjóri Hrunamannahrepps. Auk þess var hann nánast samstundis skipaður formaður Orkuráðs Orku- stofnunar eftir að ljóst var að hann næði ekki inn á þing. Þá situr hann í stjórn íslandspósts og er auk þess varaþingmaður. HYUNDAI - RENAULT - BMW - LAND ROVER m GO BEYOND'" <®> HYunoni hefur gæðin Sama hvernig þaó lítur út fáöu kaupaukann beint í veskið *Frí ábyrgöar- og kaskótrygging í 1 ár. Gildir ekki meó öðrum tilboðum. Bensínkort með 50 þúsund króna inneign og frí ábyrgðar- og kaskótrygglng* fylgir nú öllum nýjum bílum frá B&L. Ef þú ert í bílahugleiðingum, fáðu þér nýjan og glæsilegan Hyundai, Renault, Land Rover eða BMW með kaupauka sem þú færð beint í veskið, að verðmæti allt að 140 þúsund krónur. Komdu við hjá okkur. Við erum með bílinn handa þér. ♦ RENAULT B&L - Grjóthálsi i - no Reykjavík - 575 1200 - www.bl.is OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 10 TIL 18 OG LAUGARDAGA FRÁ KL 12 TIL l6. Bílasala Akureyrar sfmi 461 2533 • Bílás Akranesi sími 431 2622 • SG Bílar Reykjanesbæ sfmi 421 4444 Áki Sauöárkróki sfmi 453 6140 • Bfla- og búvélasalan Hvammstanga sfmi 451 2230 • Álaugarey Höfn sfmi 478 1577

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.