blaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 18
18 I WEYTEWDUR FÖSTUDAGUR 21.OKTÓBER 2005 blaðiö Neytendasamtök krefjast viðbragða við háu matvœlaverði Formenn flokka svara ekki bréfum samtakanna í janúar síðastliðnum sendu Neytendsamtökin formönnum flokkanna fyrirspurn um hátt matvælaverð á fslandi. Einungis tveir formenn sáu sér fært að svara þó nú séu liðnir um níu mánuðir, þrátt fyrir ítrekanir frá Neytendasamtökunum. Formað- ur Neytendasamtakanna segir það ekki nógu gott að formenn flokkanna hunsi samtökin. Hagfræðistofnun Háskóla fslands gaf út skýrslu í fyrra þar sem kom fram að íslend- aingar búa við mun hærra mat- vælaverð en aðr- ar Evrópuþjóðir. Samanburður var gerður á matvælaverði á fslandi, Norð- Guðjón A. Kristjáns- uHöndunum og son, formaður Frjáls- nkJum Evrópu- lynda flokksins sambandsins. Niðurstöður sýndu að matvælaverð á fslandi er allt að 50% hærra en að meðaltali í öðrum löndum á EES svæðinu. í kjölfar þess sendu Neytendasamtök- in formönnum flokkanna bréf þar sem spurt var hvort þetta ástand væri ásættanlegt, hver aðalástæðan fyrir háu matvælaverði væri og hvað þyrfti að gera til að lækka matvæla- verð. Auk þess var spurt hvort ætti að lækka eða fella niður virðisauka- skatt á matvælum og hvort tollar og vörugjöld á innlend og innflutt mat- væli séu réttlætanleg þegar tekið er tillit til hás matvælaverðs. Hið opinbera svarar illa bréfum Einungis Össur Skarphéðinsson, þáverandi formaður Samfylking- arinnar, og Steingrimur J. Sigfús- son, formaður Vinstri-Græna, sáu sér fært um að svara fyrirspurnum neytenda. Aðrir flokksformenn svöruðu ekki þrátt fyrir ítrek- anir af hálfu Neytendasam- takanna.Jóhann- es Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist álíta að bréfin hafi komist í hendur formannanna. „Annars er eitthvað að sem ég geng út frá að er ekki. Ég verð að segja það alveg eins og er að mér finnst hið opin- bera svara alltof illa bréfum, þar á meðal ráðherrar." Jóhannes bætir við að íslensk stjörnvöld geta gert mjög margt til að breyta háu mat- vælaverði ef vilji er fyrir hendi, þar á meðal að fella niður tolla og vöru- gjöld sem eru á matvörum og leggja af innflutningskvóta. Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks svara ekki Aðspurður hvað honum finnist um dræmar undirtektir segir Jóhann- es: „Ég hlýt að gagnrýna það mjög þegar leiðtogar stjórnmálaflokk- anna sjái ekki ástæðu til að svara spurningum Neytendasamtakanna. Það er engan veginn nógu gott að formenn flokka hunsi á þennan hátt jafnöflug félagasamtök og Neytenda- samtökin." Blaðið reyndi að ná sam- bandi við Geir H. Haarde, formann Sjálfstæðisflokksins, og Halldór Ásgrímsson, formann Framsóknar- flokksins, en það tókst ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hins vegar náðist samband við Guðjón Arn- ar Kristjánsson, formann Frjáls- lynda flokksins, sem sagðist muna eftir bréfi Ney tendasam- takanna. „ Ég held ég muni eft- ir þessu bréfi, ég er nú ekki með það hérna fyrir framan mig.“ Þegar blaðamaður upplýsti Guðjón um að Neytendasamtökin hefðu ekki feng- ið svar frá Frjálslynda flokknum var hann óviss um hvort það hefði ver- ið sent eða ekki. „Það kann nú bara að hafa klúðrast,“ sagði Guðjón en bætti við að hann myndi athuga það og hringja aftur í blaðamann. Bréf frá Frjálslyndum misfórst Stuttu síðar fengust þau svör frá Guðjóni að bréfið hefði verið ritað Össur J. Skarphéð- insson, fyrrverandi formaður Samfylk- inqarinnar Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri-Grænna í febrúar 2005. „Við höfum samið svar við spurningum Neytendasam- takanna í febrúar 2005 og ég er með það hérna fyrir framan mig. Það er best að henda þessu á Neytenda- samtökin ef það hefur misfarist ein- hvern veginn, ég veit ekki hvernig það hefur misfarist. Að öðru leyti er þetta bara alveg klárt, við höfum svarað þessu bréfi en ég skal ekkert segja um hvers vegna þeim hefur ekki borist það eða hvort við höfum ekki sent það.“ svanhvit@vbl.is Ráðgjafarstofa eykur þjónustu Fjárhagsaðstoð í gegnum netið Ráðgjafarstofa um fjármál heim- ilanna hefur bætt netspjalli við þjónustu sína. Með netspjallinu er unnt að komast í beint netsam- band við starfsmenn Ráðgjafar- stofu á opnunartíma stofunnar. Notendur fara inn á heimasíðu Ráðgjafarstofunnar, www.rad. is, og fá beint samband við starfs- mann. Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna aðstoðar einstaklinga og fjölskyldur við að leysa úr greiðsluerfiðleikum sínum með því að veita ráðgjöf og almenna fræðslu um fjármál heimilanna. Auk netspjallsins er símaráðgjöf á sama tíma og unnt er að senda fyrirspurn á tölvupósti á netfang- ið rad@rad.is. Ráðgjafarstofan Netspjalliö auðveldar vonandi fólki aö leita sér aðstoðar. vonast til að Netspjallið auðveldi fólki að stíga fyrstu skrefin til að leita sér aðstoðar og að þetta auki þjónustu við einstaklinga og fjöl- skyldur á landsbyggðinni. ■ Þrektæki Crass Tralner Infiniti ST 655 Cmss Tralner Infiniti ST 900 49.900 kr. 59.900 kr. Hlaupabraut Entire ET-2800 mótorl.5hp hlaupaflötur 45x130 sm hraði: 0.8-16 km 97.900 kr. www.gap.ts fardu inn á gap.is og skodadu tilboðin. 4 skoðaðu únialið á ^ ____... ic Hlaupaabraut Entire mótor 1.5 hp hlaupaflötur 45x130 sm hraði: 0.8-16 km Róðravél Infiniti 65.900 kr. Þrekhjóll Infiniti JT 950 64.900 kr. Hlaupabraut Entire ET-3000 mótor3hp hlaupaflötur 55x165 sm hraði: 1-19 km/h 266.900 kr. Þrekhjóll JT 95D Infiniti Recumbent 69.900 kr. Lyftlngagrirflur 1.990 kr. 20 kg. Pioner handlóðasett að verðmæti 8.900 kr. fylgir öllum þrektækjum og hlaupabrautum FJALLAHJOLABUÐIN FAXAFENI 7 r AA/s r\ xv n.Á.i rAr 1/*'' A j n ...» •i.l.j/i A S: 5200 200

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.