blaðið - 21.10.2005, Page 31
blaðið FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2005
ÍPRÓTTIR I 31
Gonzalez fór loks
til Liverpool
Getraunir
afhentu 15,5
milljónir
í gær var boðað til fréttamannafundar
á Hótel Nordica þar sem íslenskar Get-
raunir afhentu sölufélögum fjárhæðir
vegna áheita á síðastliðnu ári. Félögin
fengu mismikið, eftir því hversu dug-
legir menn voru á síðastliðnu ári í get-
raunastarfinu. íþróttafélag fatlaðra
í Reykjavík er ennþá það félag sem
fær hæstu áheitin og menn þar á bæ
eru því duglegastir í getraunastarfinu.
Þessir peningar koma sér að sjálfsögðu
mjög vel fyrir íþróttafélögin í landinu
og ljóst að þeir verða ekki týndir af
trjánum eða eins og segir í fréttatil-
kynningu Getrauna; „Hér gildir lög-
mál Litlu gulu Hænunnar. Þeir sem
Giggsþarf
íaðgerð
Ryan Giggs leikmaðurinn
snjalli í liði Manchester United
þarf að gangast undir skurðað-
gerð vegna brotins kinnbeins.
Giggs brotnaði í leik Manchest-
er United og Lille í meistara-
deild Evrópu á þriðjudagskvöld
en leikur liðanna endaði o-o á
Old Trafford. Ryan Giggs fékk
olnbogaskot frá einum leik-
manna franska liðsins með fyrr-
greindum afleiðingum. Búist
er við að Rayn Giggs verði frá
keppni í að minnsta kosti sex
vikur vegna þessa. Mikil forfóll
eru í liði Manchester United en
Quinton Fortune, Wes Brown,
Louis Saha, Gabriel Heinze,
Gary Neville og Roy Keane eru
allir meiddir. Það er því víst að
Manchester United bíður erfið-
ur leikur við Tottenham í ensku
úrvalsdeildinni á morgun. ■
Baptistafráí
langan tíma
Spænska stórliðið Real Madrid
varð fyrir áfalli síðastliðinn
miðvikudag þegar brasilíski
snillingurinn Julio Baptista
meiddist í leik gegn norska
liðinu Rosenborg í Meistara-
deildinni. Baptista sem var
keyptur frá Sevilla síðastliðið
sumar á um 1900 milljónir
íslenskra króna varð að fara af
velli meiddur á hné. I ljós hefur
komið að meiðslin eru meiri en
búist var við. Baptista tognaði
á liðböndum á vinstra hné og
ekki er reiknað með að hann
spili fótbolta að minnsta kosti
næstu 5-6 vikurnar. Þetta er
mikið áfall fyrir Real Madrid
en liðið vann Rosenborg 4-1 í
leiknum á miðvikudag. Það er
nokkuð ljóst að hann missir
af leiknum í Noregi sem og
væntanlega leiknum gegn
Lyon í Meistaradeildinni ásamt
því að missa úr nokkra leiki í
spænsku deildarkeppninni. ■
taka þátt í að baka brauðið, fá sneiðar
en hinir ekki“.
I gær afhentu fslenskar Getraunir
samtals 15,5 milljónir en heildarfjár-
hæðin á síðasdiðnu ári var 67 milljón-
ir.
íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík
fékk á síðastliðnu ári 8.377.278 krón-
ur frá Getraunum. Brokey kom næst
með 6.556.295 og KR-ingar í þriðja sæti
með 5.031.621. Þessi þrjú félög standa
nokkuð upp úr varðandi áheitapen-
inga frá íslenskum Getraunum.
Tveir heiðursmenn voru sértaklega
heiðraðir af fslenskum Getraunum í
gær á Hótel Nordica vegna dugnaðar í
getraunum undanfarin ár og áratugi.
Rauða ljónið og “Nestor” íþrótta-
fréttamanna á íslandi, Bjarni Felixson,
fékk viðurkenningu sem og Guðbrand-
ur Stígur Ágústsson KR-ingur.
Þar með er það foksins ljóst að Mark
Gonzalez sem leikið hefur með
spænska liðinu Albacete, fer tif enska
úrvalsdeildarliðsins Liverpool. Evr-
ópumeistararnir reyndu að fá þenn-
an snjalla 21. árs gamla kantmann
síðastliðið sumar en það gekk ekki
þar sem hann fékk ekki atvinnuleyfi
á Engfandi. Ástæðan fyrir þeirri synj-
un var sú að landslið Chile sem Gonz-
alez leikur með, var að mati ensku
vinnumálastofnunarinnar, of neðar-
lega á styrkfeikalista FIFA (afþjóða
knattspyrnusambandsins).
Samkvæmt fréttum í gær á Eng-
landi er það nú loks ljóst að Liverpo-
ol hefur samið við leikmanninn til
fjögurra ára en hann bíður nú eftir
grænaljósinuhjávinnumálastofnun-
inni og eða að fá evrópskt vegabréf.
Gonzalez er nýbúinn að jafna sig
eftir að hafa slitið krossband í hné
en piltur þykir gríðarlega góður
kantmaður og kannski að það vanda-
mál rauða hersins sé loks að leysast
en Rafa Benitez framkvæmdastjóri
Liverpool hefur mikið reynt að fá al-
vöru kantmann á Anfield. ■
3PURninsRÞRTTumnn
wEFSJt
Splunkunýr spurningaþáttur um fótbolta,
fótbolta og meiri fótbolta.
SPARK er óhefðbundinn spurningaþáttur um fótbolta sem stjórnaö er af
Stefáni Pálssyni sem jafnframt er höfundur spurninga.
Honum til aðstoöar er stuðboltinn Þórhallur Dan, knattspyrnukappi meö meiru.
Frumsýndur á SKJÁE/A/L/M og Enska Boltanum í kvöld, 21. október, kl. 20.00.
EnSHÍ%
B O LT I N /VfHr
©
SKJÁR EINN
Laugardaga kl. 22.30 • Sunnudaga kl. 22.30 • Föstudaga kl. 19.30