blaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 32
32 I AFPREYING
FðSTUDAGUR 21.OKTÓBER blaðiö
SVAÐALEG
ÚTGÁFA
Innflytjendur tölvuleikja mirna
vart aðra eins tíð í útgáfu tölvu-
leikja eins og verið hefur þessa
vikuna. I gær var sagt frá titlum
sem komu út þann daginn en í
dag heldur ævintýrið áfram þeg-
ar sjö nýir leikir koma sér fyrir
í hillum verslana. Þar af teljast
íjórir þeirra til stórra leikja.
Fimmti leikur Pro Evolution
Soccer seríunnar kemur í dag
fyrir PlayStation 2 og XBox en
þetta er hugsanlega það eina
sem getur ógnað FIFA veldi
Electronic Arts. Þeir sem hafa
áhuga á fótbolta, en eru ekki
tilbúnir að taka á sig ábyrgð-
ina sem fylgir því að stjórna
leikmönnunum, geta gripið
Football Manager 2006 fyrir
PC. 1 honum er hellingur af
nýjungum og má þar helstar
telja, betra þjálfunarkerfi,
öflugri ijölmiðla, meiri val-
möguleika og fínstilltari spilun
samkvæmt framleiðenda.
Þeir sem minni áhuga hafa á að
skjóta bolta en meiri á að skjóta
mann og annan geta hlakkað
til að sjá íjórða leik Quake ser-
íunnar fyrir PC sem einnig fylg-
ir með í sendingunni sem tekin
verður upp í dag. Leikurinn
tekur við þar sem frá var horfið
í Quake II og er aðaláherslan
lögð á að spila einn þótt vel sé
mögulegt að spila gegn öðrum
í netspili. Þá er von á slags-
málaleiknum Warriors íyrir
PlayStation 2 og XBox en hann
er frá Rockstar sem einnig
framleiða Grand Iheft Auto
seríuna svo nóg ætti að vera af
blóðinu. Leikurinn er byggður
á samnefndri bíómynd frá 1979.
Aðrir leikir sem koma í búðir
í dag eru hernaðarleikurinn
Shattered Union fyrir PC og
XBox, Doom 3 Resurrection of
Evil fyrir XBox og Mark Ecko’s
Getting Up: Contest Under
Pressure. Leikur með svona
langt nafn hlýtur að vera góður.
SU DOKU talnaþraut nr. 76
Leiðbeiningar
Su Doku þrautin snýst um aó
raða tölunum írá 1-9 lárétt
og lóörétt í reitina, þannig
að hver tala komi ekki nema
einu sinni fyrir í hverri línu,
hvort sem er lárétt eða lóðrétt.
Sömu tölu má aukin heldur
aöeins nota einu sinni innan
hvers níu reita fylkis. Unnt er
að leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
2 7 1 3
6 5 1
3 4
9 5 8 4
8 4 7 1
1 6 9 2
5 2
4 9 5
2 9 5 3
Lausn á 76. þraut
veróur aö finna í
blaöinu á morgun
Lausn á 75. gátu
7 5 6 9 8 3 2 1 4
8 3 4 2 1 7 9 6 5
9 1 2 5 4 6 8 7 3
1 4 8 6 2 5 7 3 9
5 9 7 1 3 4 6 8 2
2 6 3 7 9 8 4 5 1
4 2 5 8 6 1 3 9 7
3 8 1 4 7 9 5 2 6
6 7 9 3 5 2 1 4 8
Wý könnun sam-
taka tölvuleikja-
framleiðenda
hefur leitt í ljós að
rúmlega 8o% þeirra
sem vinna að gerð tölvu-
leikja eru hvítir. 7,5% eru
asískir, 2,0% eru svartir
og 2,5% af Suður-Amer-
ískum uppruna - restin
er blanda af því besta.
ac-Man og félagar hans, draugarnir Binky, Inky, Pinky og Clyde, snúa aftur 1
nýjum leik. Namco ætlar að fagna 25 ára afmæli stórstjörnunnar Pac-Man með
útgáfu Pac-Man World 3 á haustmánuðum. Það er greinilegt að eitthvað hafa
lýtalæknar fengið að krukka í þessum siunga draugabana því hann lítur út fyrir að
vera yngri og hressari en nokkru sinni fyrr. Spilarar munu að öllum líkindum þurfa
smástund til að kynnast nýju útliti gula mannsins en framleiðendur lofa betri leik en
nokkru sinni fyrr. Til dæmis verður í fyrsta skipti hægt að kynnast hinni hliðinni á
Pac-Man heimum og stjórna draugunum Pinky og Clyde gegn aðalhetjunni sjálfri. Þá
fær Pac-Man aukið frelsi en hann verður frelsaður úr viðjum völundarhússins og 1í
tær Fac-Man aukio trelsi en hann verður trelsaður ur viðjum volundarhussins og lænr
að klifra, hoppa og lemja - svo eitthvað sé nefnt.
Þeir sem eiga erfitt með að sætta sig við nýja útlitið geta kætt sig með því að
upphaflegi Pac-Man spilakassaleikurinn fylgir með i pakkanum.
Þrátt fyrir 25 ár í Pac-Man var hinn fullkomni leikur ekki kláraður fyrr en 1999. Billy
Mitchell Flórídabúi kláraði öll 256 borð leiksins og náði í öll möguleg stig - 3.333.360 tals-
ins. Pac-Man hreyfist 20% hraðar á auðum svæðum þegar einungis eitt líf er eftir.
• Smurþjónusta •
■ Peruskipti •
• Rafgeymar*
FRAMLENGJUM i NOKKRA DAGA
\
- Betri verð!
JSZaZ7 Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110
Hvað
„Heima hjá mér er hvort sem er aldrei neinn ... það nennir enginn að vera
heima afþvt það er svo leiðinlegt... við erum löngu hætt að borða kvöldmat
saman. Égnenni ekki að éta... égpíni í migsmá svofer ég inn (herbergi ogœli
draslinu ílitlaplastpoka sem égfel inni ífataskápnum mínum. Égsafnaþeim
í nokkra daga svo hendi égþeim þegar enginn sér til... égþarf ekkert að borða
... égdrekk magic ogþræla í migsamlokum stundum. Egsprautaði migeinu
sinni... eða kærastinn minn gerði það... mérfannst það ógeðslega vont fyrst
... en kikkið var geðveikt... ég lá ígólfinu með lappirnar upp í loft ogþá fóru
Ijósaperurnar að breytast ístjörnur og égfékkgeðveikt lagá heilann..."
Úr leikritinu„hvað EF" sem var frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu í gær.
540 Gólf leikhús og SÁÁ í samvinnu við Hafnarfjarðarleikhúsið standa
að sýningunni en henni er beint til ungmenna og hafa fyrirtæki verið
ötul við að bjóða nemendum skóla á sýningarnar og má sem dæmi
nefna að Actavis hefur keypt upp fimm sýningar fyrir skóla í Hafnarfirði og
Vífilfell hefur að sama skapi keypt aðgang fyrir nemendur skóla i nágrenni
fyrirtækisins.