blaðið - 28.10.2005, Side 6
6 I INNLEHDAR FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 blaöiö
Erlendir blaða-
menn reynslu-
aka Ðiscovery
3 hér á landi
Um þessar mundir er hópur
erlendrabflablaðamanna að reynslu-
aka Discovery 3 á íslenska hálend-
inu. Að ferðinni stendur Land Rover
og er tilgangur hennar að gefa
fjölmiðlafólkinu kost á að reyna
úrvalsjeppann við ítrustu aðstæður.
Land Rover hefur um árabil skipu-
lagt slflcar aevintýraferðir um heim
allan til að undirstrika sérstöðu
Land Rover á 4x4 markaðinum.
Að sögn Helgu Guðrúnar
Jónasdóttur, kynningarstjóra B&L,
hefur Land Rover eldd verið með
sambærilega fjöhniðlakynningu
hér á landi síðan 1998, þegar nýr
Freelander var frumkynntur
fyrir Bandaríkjamarkað. „Sú
kynning tókst frábærlega og það
er lfldega með hliðsjón af því
sem Land Rover hefur komist að
þeirri niðurstöðu að ísland væri
kjörinn rammi fyrir Discovery 3“
Blaðamennirnir koma víða að,
m.a. Bandarfkjunum, Kanada, Ástr-
alíu, Frakklandi, Hollandi, Spáni
og Japan, auk þess sem fulltrúi
íslenskra blaðamanna verður með
í för. Athygli vekur jafnffamt að
auk blaðamannanna eru margir af
æðstu stjórnendum Ford samsteyp-
unnar með í för og er íslandsferðin
að því leytinu óvenjuleg. Má þar
nefna sem dæmi Colin Green, mark-
aðsstjóra LRj AIKrammer, þróunar-
stjóra Jaguar Land Rover og Stuart
Dyblé, varaforstjóra Ford of Europe.
Lœknisvottorð misnotuð:
Ófrískar konur lengja fæðingarorlofið
Grein í Læknablaðinu hefur vakið athygli. Töluvert virðist vera um að konur taki sér veik-
indafrí áður en aðfœðingu kemur án þess að vera veikar.
Sigurbjörn Sveinsson, formaður
Læknafélags fslands, skrifaði grein
í Læknablaðið sem vakið hefur at-
hygli. Þar vekur hann máls á þeirri
tilhneigingu sem virðist ríkja hjá
mörgum konum að þrýsta á um að
fá útgefið vottorð um veikindi á með-
göngu án þess að um raunveruleg
veikindi sé að ræða. Sigurbjörn segir
frá konu sem fór fram á vottorð frá
honum og gaf hún ekki aðra ástæðu
en þá að hún vildi hætta að vinna
nokkrum vikum fyrir fæðingu og að
hún vildi ekki skerða fæðingarorlof-
ið við þá ráðstöfun. Læknirinn seg-
ist hafa farið að skoða málið og gert
úttekt á þessu hjá ákveðnu fyrirtæki
hér í bæ og komið hafi í ljós að yfir-
gnæfandi meirihluti þeirra kvenna
sem fengið hefðu fæðingarorlof hafi
lagt fram læknisvottorð um veikindi
fyrir fæðinguna. „Við teljum umræð-
una athyglisverða," segir Hrafnhild-
ur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur
hjá Samtökum atvinnulífsins. „Við
höfum lengi viljað ræða þetta mál
en það er mjög mikill þrýstingur á
lækna að gefa út læknisvottorð í lok
meðgöngu og ekkert sem kemur
okkur á óvart íþessum fréttum. Það
er oft þannig að það er óheppilegt
að konur séu að vinna alveg fram að
fæðingu. Þá hefðum við talið að þeg-
ar fæðingarorlofið var lengt hefði
verið eðlilegt að hluti lengingarinn-
ar hefði verið tekinn fyrir fæðingu
þannig að menn væru ekki að leika
sér með læknisvottorðin."
90% óléttra tóku veikinda-
leyfi fyrir fæðingu
Hrafnhildur segir sögu Sigurbjörns
ekki koma sér á óvart. „Fyrir nokkr-
um árum gerði ég svipaða könnun
innan fyrirtækis þar sem mikið
var um að konur stæðu við vinnu
sína. Niðurstaðan var sú að um 90%
kvenna sem verið höfðu í fæðingar-
orlofi á tímabilinu höfðu tekið veik-
indaleyfi. Forsenda fyrir því að vera
veikur samkvæmt kjarasamningum
og lögum er sú að fólk sé óvinnu-
fært vegna sjúkdóms. Meðganga
sem ekki hefur í för með sér neinar
aukaverkanir er ekki sjúkdómur. En
það getur engu að síður verið mjög
óráðlegt fyrir konu að vinna fram
á síðasta dag. Þegar ég var að skoða
þetta sá ég til dæmis að í Hollandi
eru lögin þannig að kona skal vera
heima síðustu fjórar vikurnar á með-
göngunni. Það væri nú óráðlegt fyr-
ir okkur að gera þetta að skyldu en
ef að konan er ekki vinnufær, ætti
hún að fara yfir á fæðingar-
orlofið. Konur hafa rétt á að
fara í fæðingarorlof mánuði
fyrir fæðingu og nú þegar
fæðingarorlofið er orðið
þetta langt er ekkert
óeðlilegt við það að
þær nýti sér það.'
Hrafnhildur segir
hins vegar mik-
inn þrýsting á
lækna um að
gefa út læknis-
vottorð í stað
þess að orlofið
sé nýtt í það.
„En það er ekki
rétt notkun á
læknisvottorði
og það sem er at-
hyglisvert er það
að þetta hefur ekkert
breyst þrátt fyrir að búið
sé að lengja fæðingarorlofið.“
Hrafnhildur segir að fyrir fyr-
irtæki þar sem margar konur
vinni og reksturinn sé lítill sé
þetta erfitt mál og að þetta geri
konur veikari fyrir á vinnumark-
aði.
Samkeppniseftirlitið:
Umferðarstofa misnotaði markaðs-
ráðandi stöðu sína gagnvart Skýrr
Samkeppniseftirlitið birti í gær þá
niðurstöðu sína að Umferðarstofa
hafi misnotað markaðsráðandi
stöðu sína á markaði fyrir upplýs-
ingamiðlun úr ökutækjaskrá og
þannig brotið gegn samkeppnislög-
um. Fyrst og fremst beindist mis-
notkunin gegn kærandanum, Skýrr.
Fram kemur að Umferðarstofa
hafi meinað Skýrr um aðgang að
ökutækjaskrá til að miðla upplýs-
ingum úr skránni með tilteknum
hætti. Ennfremur að hún hafi
gert lögmönnum samkeppnis-
hamlandi tilboð og jafnframt
beitt Skýrr ólögmætri þvingun í
viðræðum við fyrirtækið um end-
ursölu á upplýsingum.
1 ákvörðuninni mælir Sam-
keppniseftirlitið fyrir um að Um-
ferðarstofa veiti fyrirtækjum, sem
þess óska, þann aðgang að öku-
tækjaskrá, sem geri þeim kleift
að veita viðskiptavinum sínum
sömu þjónustu og Umferðarstofa
gerir, að því tilskildu að tækni-
og öryggiskröfum sé fullnægt. Þá
er mælt fyrir um fjárhagslegan
aðskilnað samkeppnisrekstrar
Umferðarstofu annars vegar og
lögbundinnar starfsemi stofnun-
arinnar hins vegar.
Margvísieg misnotkun á aðstöðu
Samkeppniseftirlitið telur aug-
ljóst að Umferðarstofa hafi lög-
um samkvæmt yfirburðastöðu
og sé jafnframt með ráðandi
stöðu á markaðinum fyrir upp-
lýsingamiðlun úr ökutækjaskrá. í
júní 2003 hafi Umferðarstofa far-
ið að bjóða upp á nýja þjónustu í
tengslum við upplýsingamiðlun
úr ökutækjaskrá um Netið. Hún
hafi hins vegar neitað öðrum,
þar á meðal Skýrr, um aðgang að
gögnum, sem þurfti til þess að
veita sömu eða sambærilega þjón-
ustu. Samkeppniseftirlitið bend-
ir á að þó að Umferðarstofa hafi
lögbundið hlutverk við ökutækja-
skráningu hafi hún ekki einka-
leyfi til upplýsingamiðlunar úr
henni. Með fyrrgreindum aðgerð-
um hafi hún því reynt að taka sér
slíkt einkaleyfi án lagaheimildar
og í því telur eftirlitið felast alvar-
lega samkeppnishindrun.
Þá er vikið að tilboði Umferð-
arstofu um upplýsingagjöf til
lögmanna, en í því var sett það
skilyrði að þeir lögmenn sem
óskuðu eftir kennitöluuppflett-
ingum í ökutækjaskrá yrðu einn-
ig að kaupa almennan aðgang
að ökutækjaskrá i gegnum Um-
ferðarstofu og aðra ekki. Þessa
samtvinnun segir Samkeppniseft-
irlitið skýra misnotkun Umferð-
arstofu á markaðsráðandi stöðu
og brot á samkeppnislögum. ■
Malarflutningabíll valt á hringtorginu á mótum Vesturiandsvegar og Reykjavegar í
Mosfellsbæ um hádegisbil i gær. ökumaður bfisins meiddist Iftillega á hálsi og var flutt-
ur á slysadeild til athugunar.
Eiturlyfjalaus œska:
Evrópuverkefni
hrundið úr vör
á Bessastöðum
Borgarstjórinn í Reykjavík, Stein-
unn V. Óskarsdóttir, Kristín Ing-
ólfsdóttir, rektor Háskóla Islands,
og Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor
Háskólans í Reykjavík, undirrituðu
í gær samning um samstarf við
stjórn evrópsks samstarfsverkefnis
um eiturlyfjalausa æsku í álfunni.
Athöfnin fór fram á Bessastöðum
en forseti Islands, Ólafur Ragnar
Grímsson, er verndari verkefnisins.
Við sama tækifæri var undirrit-
aður samningur milli Reykjavíkur-
borgar og Actavis Group um stuðn-
ing Actavis við verkefnið. Actavis
styrkir sérstaklega rannsóknir og
forvarnaátak í fimm borgum: Viln-
íus í Litháen, Belgrað í Serbíu, Sófíu
í Búlgaríu, Miklagarði í Tyrklandi
og Pétursborg í Rússlandi, en leggur
einnig fjármuni til rannsóknarþátt-
arins á íslandi.
Verkefnið verður hið fyrsta sinnar
tegundar og markar útrás íslensks
rannsóknarstarfs í félagsvísindum
og útflutning á íslenskri þekkingu
og árangri í forvörnum. Dagur B.
Eggertsson, borgarfulltrúi, verður
formaður evrópska stýrihópsins,
sem leiðir verkefnið, og sjö manna
íslensk verkefnisstjórn verður hon-
um til ráðuneytis. I henni sitja full-
trúar frá Reykjavíkurborg, Háskóla
íslands, Háskólanum í Reykjavík og
embætti forsetá Islands.
I hverri þátttökuborg verða unn-
ar kannanir að íslenskri fyrirmynd
um notkun ungmenna á fíkniefn-
um, viðhorf þeirra og aðstæður.
Þær verða framkvæmdar árin 2006,
2008 og 2010. Með því móti á að
mæla árangur af forvarnastarfi í
borgunum.