blaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 24
24 I TÍSKA
FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 blaöiö
- ögrandi og öðruvísiföt í bland við klassíkina góðu
áberandi í haust
Helstu fatahönnuðir heimsins í
dag voru snemma farnir að leggja
línurnar fyrir haustið þetta árið, en
sýningar þeirra báru vott um yfir-
gripsmikil klæði og ýktar línur. Lýs-
ingar þeirra á komandi straumum
hafa gengið eftir og er hægt að sjá
margt í fatnaði í dag sem ber þess
merki. Á köflum eru fötin yfirdrif-
in, í sérkennilegu hlutfalli og mikið
er gert úr hlutunum. Svokallaðar
blöðrubuxur, síðir og sveiflandi
jakkar, hangandi peysur og sérstak-
ar ermar í öllum stærðum og gerð-
um. Þá er vinsælt að vera í öllum
gerðum af kjólum með þröngum
beltum í mittinu og víðir frakkar
eru einnig áberandi. Blúndur, púff
og önnur sérkenni hafa rutt sér til
rúms, sem gerir það að verkum að
hægt er að gera hin skemmtileg-
ustu dress með mörgum misjöfnum
áherslum. Allar gerðir af húfum,
höttum og öðrum aukahlutum eru
leyfileg og það þykir smart að bera
sem mest af hálsmenum, armbönd-
um og öðrum flottheitum. Klútar
og treflar eru auðvitað vinsælir og
flott er að hafa þá hangandi með-
fram síðunum, sérstaklega ef við-
komandi er t.d. í síðum jakka sem
er hafður opinn og þar af leiðandi
frjálslegur.
Það er í raun afar skemmtilegt að
klæða sig upp í dag en allt virðist
vera leyfilegt og erfitt er að brjóta
í bága við annars ákveðin viðmið.
Það eru í raun fáar reglur í gangi og
allir geta leikið sér eftir eigin höfði
án þess að líta út eins og tískuslys.
Auðvitað er klassíkin vinsæl í dag
sem endranær enda svartur og aðrir
dökkir litir vinsælastir í haust. Það
sem talið er upp hér að ofan þykir
þó sérstaklega áberandi, þ.e.a.s.
ögrandi og ýkt föt sem draga fram
ákveðin karakter og henta þeim
sem þora.
halldora@vbl.is
Töskur og veski
- toppaðu dressið meðfallegu veski
Það er ekki alltaf nóg að vera í fal-
legum fötum sem passa vel saman.
Það er ekki síður mikilvægt að
hafa aðra hluti á hreinu sem gera
góð klæði betri en ýmsir aukahlut-
ir gera oft ansi skemmtilega hluti.
Þó er afar mikilvægt að þeir séu
klæðilegir og í takt við heildarút-
litið, því misjafn er jú mannanna
smekkur og við veljum auðvitað
allar ólíka aukahluti.
Töskur og veski er eitthvað sem
allar konur nota. Öðruvísi er víst
erfitt að geyma hið endalausa dót
sem við viljum hafa með í fartesk-
inu. Þá er einnig virkilega flott að
vera með fallegt veski enda leggja
margar konur mikið upp úr því
að eiga hin ýmsu afbrigði af veskj-
um og í sem flestum litum. Sumar
nota jafnvel veski til aukins glæsi-
leika án þess að nokkuð sé í því!
Eitt slíkt getur fullkomnað ann-
ars ágætt dress og aukið virðuleik-
ann yfirhöfuð.
Þess má geta að hér á landi hafa
flestar tískuvöruverslanir, tösku-
búðir og fleiri verslanir mikið úr-
val af alls kyns veskjum í öllum
litum, stærðum og gerðum. Við
virðumst tolla ágætlega í tískunni
hvað töskur og veski varðar og
hægt er að gera skemmtileg kaup
á þessu sviði. Þetta er allt spurn-
ing um að hver og ein fylgi eigin
höfði og finni sér fallegt, þægilegt
og nytsamlegt veski - það er ekki
nóg að einblína bara á stílinn.
Hér gefur að líta brot af þeim
töskum sem einir vinsælustu
tískuhönnuðir dagsins í dag
bjóða upp á; allt frá litlum og
krúttlegum veskjum upp í stærri
og viðameiri.
ý komiö
Luxur.fajj
Grfmsbæ við Bústaðarveg • Ármúla 15 • Hafnarstræti 1061
600 Akureyri • Sími 588 8050. 588 8488,462 4010
emait: smartgina@simnet.is
Balenciaga.
Christian Dior.
Lanvin.
Valentino.
Louis Vuitton.