blaðið - 28.10.2005, Side 32
321 AFÞREYING
FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 blaöiö
TÍU BESTU
NINTENDO
LEIKIRNIR
10 DUCK TALES
Jóakim Aðalönd hoppandi um á
stafnum sínum - og þú stjórnar því.
Þetta var ráðabrugg sem gat ekki
farið úrskeiðis, enda tókst það frá-
bærlega. Ekki var verra að grafíkin
var með því besta sem gerðist á Nin-
tendo og leikurinn var hæfilega létt-
ur svo allir gátu klárað hann.
109 SU DOKU talnaþrautir
Leiðbeiningar
Su Doku þrautin snýst um aö
raða tölunum frá 1 -9 lárétt
og lóðrétt í reitina, þannig
að hver tala komi ekki nema
einu sinni fyrir í hverri línu,
hvort sem er lárétt eða lóðrétt.
Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan
hvers níu reita fylkis. Unnt er
að leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
1 8 7 5
3 1 4
5 9 2
9 6 7 8
3 1 8
1 9 2 6
2 6 5
8 7 4
9 5 1 7
Lausn á siðustu þraut
9 5 3 4 7 2 6 1 8
4 2 8 3 1 6 5 7 9
6 7 1 8 9 5 4 2 3
1 9 2 5 4 3 8 6 7
8 4 7 2 6 9 1 3 5
3 6 5 1 8 7 9 4 2
2 1 9 6 3 8 7 5 4
5 8 4 7 2 1 3 9 6
7 3 6 9 5 4 2 8 1
MICROSOFT
-GOOGLE
Microsoft hefur ákveðið að taka
þátt í átaki Yahoo sem er að koma
bókum á stafrænt form. Eini mun-
urinn á sambærilegu verkefni
Google er að Microsoft ætlar að ein-
beita sér að bókum sem ekki eru
varðar með höfundarétti. Google
fagnar því að fleiri ætli sér að gera
upplýsingar öllum opnar.
9 SUPER MARIO BROS 2
Það er erfitt að feta í fótspor leiks
sem varð til þess að Nintendo festist
í sessi sem leikjatölva. Ekki bætir úr
skák að upphaflega átti annar leik-
ur að verða SMB2 en hætt var við
það eftir slæmt gengi í Japan. Þessi
leikur mun alltaf vera „sá skrýtni" í
sögunni af þeim Mario og Luigi og
strákapörum þeirra.
8 FINAL FANTASY
Final Fantasy brúaði bilið milli
Dungeons & Dragons og Dragon
Warrior. Stórbrotinn hlutverkaleik-
ur með plotti og öllu þannig að þrátt
fyrir furðulegan söguþráð var Final
Fantasy einn svalur leikur.
7 MEGA MAN 2
Upphaflegi Mega Man leikurinn bjó
yfir miklum töfrum og var erfiður í
spilun. Hann lagði þó línurnar fyrir
eina vinsælustu og lífsseigustu leikj-
aseríu fyrr og síðar. Mega Man 2 var
með frábæra tónlist, afburðagrafík
og stórkostlega stjórnun sem veldur
því að hann er enn ferskur, eftir 15
ár og 50 framhaldsleiki.
6 CONTRA
Upp, upp, niður, niður, vinstri,
hægri, vinstri, hægri, B, A, Select
Start... Þetta er eitthvað sem allir
Contra spilarar ættu að kannast við
þar sem nánast ómögulegt var að
spila leikinn án þess að þiggja smá-
aðstoð.
5 MIKE TYSON'S
PUNCH-OUT!/
Þrátt fyrir hálfkjánalega grafík var
hrein unun að stjórna þessum leik
sem nefndur var eftir þáverandi
meistaranum í boxi. Maður spilaði
sem áskorandinn og þurfti að boxa
sig á toppinn þar sem meistari Mike
beið eftir manni. Hentugt fyrir Nin-
tendo að samningurinn við Tyson
rann út áður en hann tók upp á því
að lumbra á konum og éta eyru.
Fyrir tíu dögum var tuttugu ára afmæli
leikjatölvu sem átti eftir að gefa tóninn
fyrir tölvuleiki um ókomna framtíð.
Nintendo Entertainment System er
orðin fullorðin.
sínum tíma hefðu fáir getað séð fyrir hversu miklar vinsældir
tölvunnar áttu eftir að verða. Vissulega gerði Nintendo nokkra ágæta
leiki en tölvuleikir voru nánast úreltir þegar tölvan kom á markað þann
18. október 1985. Þegar upp var staðið voru það frábærir leikir, miskunnarlaus
(en skilvirk) viðskiptastefna og slungin markaðssetning sem gerði nafnið
Nintendo að samnefnara yfir tölvur og tölvu- .........
leiki. Flestir sem einhvern tíma hafa spilað
tölvuleiki kannast við sígilda Nintendo —
leiki. Netmiðillinn íUp (www.iup. ___ I
com) heldur í vikunni veglega af- ;f
mælishátíð og hefur þess vegna
tekið saman bestu leikina á NES.
í þá gömlu góðu daga...
4 RIVER CITY
RANSOM
Þeir sem spiluðu RCR á Nintendo
i gamla daga elskuðu leikinn. Þeir
voru þó fáir sem léku hann en leik-
urinn varð ekki vinsæll fyrr en
hægt var að spila NES leiki í PC tölv-
um. Það má því segja að þessi hafi
verið á undan sinni samtíð.
3 SUPER MARIO BROS
Það má með sanni segja að þetta
sé leikurinn sem gerði Nintendo
að því veldi sem það er í dag. Það
nægir að skoða hverja einustu
leikjatölvu sem Nintendo hefur
gefið frá sér, Mario er þar einhvers
staðar á toppnum og Luigi skammt
undan. Þessir pizzu-elskandi ítal-
ir urðu með þessum leik að tákni
tölvuleikja.
2 THE LEGEND OF
ZELDA
Zelda var öflugur, leyndardómsfull-
ur, erfiður að klára og reyndi ansi
oft á þolinmæðina. En tilfinningin
sem fylgdi því að finna næstu dýfl-
issu, að vinna næsta hlutann af Tri-
force og að elta hinn illa Ganon hélt
spilurum við tölvuna.
1 SUPER MARIO BROS. 3
Það er ekki hægt að keppa við þenn-
an leik. Enn þann dag í dag er fólk
að spila hann og ennþá er jafnerfitt
að vinna hann án þess að nota töfra-
flautur. Möguleikarnir eru svo
margir að ómögulegt er að klára
leikinn endanlega, að minnsta
kosti hefði vistunarmöguleiki ver-
ið vel þeginn á mörgum heimilum.
omsTunoMsia
Fjarstýrðir bilar
í miWu
úrvali
Tómstundahúsið
Nethyl 2,
sími 5870600,
www.tomstundahusid.is
Video iPod
Klámið bíður átekta
Með tilkomu hins nýja kvikmynda-iPod
Apple fyrirtækisins bjuggust margir
við því að klámframleiðendur stykkju
á græjuna til að koma efni sínu á framfæri. Þeir ;
hafa ætíð verið snöggir til þegar ný tækni kemur ;
á sjónarsviðið og er fljótgert að nefna til dæmis j
myndsímana og lítið fyrirbæri sem kaJIast Inter- j
netið. Ástæða tregðunnar í ldámframleiðendum
er að þeir eru orðnir leiðir á því að vera sífellt á
milli tannanna á fólki og stjórnvöldum. Til þess
að framleiðendur láti til leiðast þarf ýmislegt:
Notendur þarf að aldursgreina með greiðslukort- j
um, ekkert efni verður boðið ókeypis og það j
verður varið svo ekki sé hægt að fjölfalda það.
Þrátt fyrir þetta og fleiri svipaðar yf-
irlýsingar úr klámbransanum verður að
segjast að líkur séu á því að klámið finni sér
leið inn í þessa nýjustu almannaeign því það
hefur einstakt lag á að koma sér hvert sem er