blaðið - 28.10.2005, Side 37

blaðið - 28.10.2005, Side 37
blaðið FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 DAGSKRÁ I 37 George Best berst fyrir lífi sínu Breska fótboltahetjan George Best berst þessa dagana fyrir lífi sínu á spítala í London. Hann er í öndun- arvél en þar hefur hann verið í um þrjár vikur. George Best lék áður með Manchester United og fyrir N-lrland og skipaði sér sess með- al þeirra bestu í heiminum þegar hann var upp á sitt besta. Best varð síðan þekktur fyrir baráttu sína við alkóhólisma og hefur endurtekið fengið ígrædd lungu. EITTHVAÐ FYRIR... Skjár í - Spurningaþátturinn Spark - kl. 20:00 Spark er splunkunýr spurningaþátt- ur um fótbolta og fótboltatengt efni. Höfundur spurninga og spyrill er Stefán Pálsson og með honum sem spyrill og sérlegur stuðbolti er Þór- hallur Dan, knattspyrnukappi með meiru. Stöð 2 - Idol-Stjörnuleit 3 (5:45) - kl. 20:30 Rúmlega 1.400 keppendur skráðu sig til leiks í Idol-Stjörnuleit en áheyrnarpróf voru haldin víða um land. Nú víkur sögunni til Egils- staða þar sem austfirskir söngvarar létu til sín taka. ...fótboltabullur Bíórásin - Mike Bassett: England Manager - kl. 20:00 Bresk gamanmynd. Það er ekki tek ið út með sældinni að vera landsliðs- þjálfari Englendinga í knattspyrnu. En nú er svo illa komið fyrir þessu gamla stórveldi að enginn virðist vilja stjórna landsliðinu. Ragnhildur Steinunn er ein af þáttastjórnendum Kastljóssins Hvernig hefurðu það í dag? Ég hef það mjög fínt í dag, ég er í vinnunni og er að reyna að ganga frá ýmsum hlutum áður en ég fer í skólann. Það er allt á fullu eins og alltaf. Hvenær byrjaðirðu fyrst að vinna í fjölmiðlum? Ég byrjaði fyrst að vinna í fjölmiðl- um þegar ég var í Ópinu síðasta vetur en hef annars enga reynslu úr fjölmiðlum. Þannig er það að vissu leyti stórt stökk að stökkva inn í þátt eins og Kastljósið enda hef ég gott fólk í kringum mig og fæ fína aðstoð. Langaði þig að verða sjónvarpskona þegar þú varst lítil? Ég held að það hafi aldrei hvarflað að mér á yngri árum. Ég var alltaf að skipta um skoðun á því sem mig langaði að verða þegar ég væri orðin stór en eins og hjá flestum börnum breyttist það frá degi til dags. Ég vildi meðal annars verða fornleifa- fræðingur, læknir, slökkviliðsmað- ur og það var aldrei það sama. Ég held ég hefði reyndar ekki haft þol- inmæði í að verða fornleifafræðing- ur þannig að það var eins gott að ég skipti um skoðun. Hvernig finnst þér aö vinna í sjónvarpi? Mér finnst það mjög skemmtilegur miðill og ég kann mjög vel við mig. Þetta er að sjálfsögðu svakalega mik- il vinna, sérstaklega að fara af stað með nýjan þátt. Maður þarf alltaf að vera með á nótunum um það sem er að gerast í þjóðlífinu þannig að það er ekki hægt að komast hjá því að vera alltaf með annan fótinn ívinnunni. Er vinnan í sjónvarpi öðruvísi en þú hafðir búist við? Já og nei. Þetta er kannski meiri vinna en ég bjóst við. Það eru fleiri smáatriði sem maður þarf að hafa í huga og passa upp á. En í rauninni hef ég ekki mikla skoðun á því það hafði aldrei hvarflað að mér að vinna þar. Horfirðu á þættina sem þú hefur verið í? Já ég horfi á hvern einasta þátt og oft þrisvar eða fjórum sinnum. Það er ekki bara til að gagnrýna sjálfa mig heldur einnig til þess að læra af Þórhalli, Simma, Kristjáni og Eyr- únu og öllum sem vinna með mér. Ég skoða hvað þau og ég hef verið að spyrja í þættinum og reyni að læra af því. Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir fólk eins og mig sem hef ekki mikla reynslu af vinnu I sjónvarpi að gera það til að bæta mig. Geturðu lýst dæmigerðum degi hjá Steinunni? Ég er komin á fætur klukkan hálf sjö og reyni að lesa háskólabækurnar til svona níu. Þá mæti ég í vinnuna til um eitt en þá fer ég upp í Háskóla þar sem ég er á síðasta árinu í sjúkra- þjálfun og er þar til fjögur. Þá fer ég aftur í vinnuna og í útsendingu og klára ýmsa lausa enda. Að því loknu fer ég heim og les meira. Þetta er hálfgerð geðveiki hjá mér fram að jólum. Finnst þér nýja Kastljósið skemmti- legra en það gamla? Ég er mjög ánægð með nýja Kastljósið og þetta er mikíu fjölbreyttara en það gamla. Það skemmtilega við Kastljósið er að við erum öll svo ólík og með mis- mikla reynslu og mismunandi skoð- anir. Ég er ánægð með nýja þáttinn og vona að aðrir séu það líka. Ég held að fólk sé almennt ánægt með að það sé verið að gera einhverjar breytingar hjá RÚV og ég held að Páll Magnússon hafi þegar sett sinn svip á stofnunina síðan hann kom, sem er mjög gott. Hvað er uppáhalds sjónvarpsefn ið þitt? Mér finnst Dateline og 60 minutes mjög skemmtilegir þættir og þá hef ég líka mjög gaman að BBC fræðsluefni. fri* 'ÚnmÍÁ 1 iT mamms'mm |7Tf .'j I / f.'fn Hvað finnst þér um nýtt útiit á Island í dag? Ólöf Sæunn Valgarðs- Jóhanna Bjarnadóttir dóttir Bara mjög vel. Mér Ég er ekki með Stöð 2, næ finnst það mjög flott henni ekki einusinni Berglind Gestsdóttir Mérfinnstþað oflangt Aðaiheiður Alfreðsdóttir Bella Finnsdóttir GunnarÖrn Arnason Baravel Mérfinnstþaðbarafínt Það er bara ágætt, lif- andi og fínt Loksins á íslensku Bók sem margir vinnusta&ir hafa beðið eftir Fanguðu orkuna og ley»lu aflið úr bcðm|(i PiSHl mm * EINFALT HUGMYNDAKERFI SEM HEFUR BÆTT STARFSÁRANGUR OG VINNUGLEÐI FÓLKS VÍÐA UM HEIM. „... náttúrlega bara hrein snilld í einstökum einfaldleika sínum ..." Herdís Pála Pálsdóttir, fræðslustjóri Islandsbanka. EHSHI1 BO LTI N Splunkunýr spurningaþáttur um fótbolta, fótbolta og meiri fótbolta. SPARK er óheföbundinn spurningaþáttur um fótbolta sem stjórnað er af Stefáni Pálssyni sem jafnframt er höfundur spurninga. Honum til aöstoðar er stuöboltinn Þórhallur Dan, knattspyrnukappi meö meiru. Sýndur á SKJÁE//VL//W og Enska Boltanum á föstudögum, kl. 20.00. SKJÁR EINN Laugardaga kl. 22.30 • Sunnudaga kl. 22.30 • Föstudaga kl. 19.30

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.