blaðið


blaðið - 01.11.2005, Qupperneq 22

blaðið - 01.11.2005, Qupperneq 22
30 I ÍPRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 blaöiö Fjölmennt tennismót í Kópavoginum Haustmót tennissambandsins var haldið um helgina í Sporthúsinu í Kópavogi. Sextíu og átta börn voru skráð til leiks á aldrinum átta til átján ára og var þetta fjölmennasta barnamót sem haldið hefur verið hér á landi frá upphafi. Krakkar frá öllum tennisfélögunum: Álfta- nesi, Fjölni, Hafnarfirði, Kópavogi, Víkingi og Þrótti tóku þátt í þessu þriggja daga móti. Nýjasta keppnis- greinin fyrir börn sem eru að byrja í tennis kallast „míní tennis“ og var hún með mesta þátttöku eða 18 kepp- endur. „Míni tennis“ er leikinn á ein- um fjórða af venjulegum tennisvelli og eru mjúkir boltar og léttir spaðar notaðir til að gera yngstu krökkun- um kleift að keppa í tennis eftir að- eins nokkrar kennslustundir. Sigursælustu keppendurnir á mót- inu voru Rafn Kumar Bonifacius (n ára) frá Víkingi, sem vann fimm verðlaun, Birkir Gunnarsson (13 ára) TFK, Edda Óskarsdóttir (12 ára) frá Fjölni og Guðrún Óskarsdóttir (16 ára) TFK sem unnu fern verðlaun hvert. Meira en 150 börn æfa tennis á höf- uðborgarsvæðinu í dag og hafa vin- sældir íþróttagreinarinnar verið að aukast með hverju ári. Nýlega voru stofnaðir unglingalandsliðshópar fyrir börn 16 ára og yngri með það markmið að skapa framtíðaafreks- fólk í tennis. Það má þvi segja að framtíðin sé björt í tennisíþróttinni hér á landi og myndirnar sanna það. Ungt og efnilegt íþróttafólk. B Unglingameistaramótið í Kumite Það var mikið fjör á unglinga- meistaramótinu í Kumite sem var haldið í Víkinni síðastliðinn sunnudag. Fjöldi þátttakenda var um 80 og þarna voru keppendur á aldrinum 12-20 ára. Á þessu móti var í fyrsta sinn keppt í flokki 12 ára barna og þótti takast vel til en lágmarksaldur hefur til þessa verið 13 ár en er í dag 12 ár. Karate- félagið Þórshamar hafði titil að verja í heildarúrslitum og tókst þeim að verja titilinn og það glæsilega. Til glöggvunar eru hér að neðan úrslitatöflur í einstak- lingskeppni og í samanlögðum árangri félaganna. Keflavíkurverktakar fluttir að Lyngás 11, efri hæð, 210 Garðabæ. Sama símanúmer 420 6400. KEFLAVIKURVERKTAKAR hf. Lyngás 11 • 210 Garðabæ • Sími: 420 6400 • www.kv.is Keflavíkurverktakar eru eitt af stærri verktakafyrirtækjum iandsins með verkefni víða um land. Starfsmenn fyrirtækisins eru á þriðja hundrað. Aðalskrifstofa fyrirtækisins er staðsett í Garðabæ. Drengirf. 1993 1. Kristján Helgi Carrasco Afturelding 5 2. Egill Birnir Björnsson Fylkir 3 3. TómasTryggvason Breiðablik 2 4. Jakob Gunnarsson Þórshamar 1 Drengirf. 1992 1. Steinar Valur Bjarnason Fylkir 5 2. Arnar Freyr Nikulásson Breiðablik 3 3. Hákon Logi Herleifsson Fylkir 2 4. Aron Þór Ragnarsson Þórshamar 1 Piltarf. 1991 1. Arnór Ingi Sigurðsson Haukar 5 2. Birkir Ólafsson Völsungur 3 3. Davíð örn Halldórsson Þórshamar 2 4. Goði Ómarsson KFR 1 Piltarf. 1990 1. Aslákur Ingvarsson Þórshamar 5 2. Jón Ingvi Seljeseth Þórshamar 3 3. Steinar Logi Helgason Þórshamar 2 4. Arnljótur Björn Halldórss Þórshamar 1 Eldri piltar (kadett) f. 1988-1989 1. Gunnar Lúðvík Nelson Þórshamar 5 2. Þórshamar Haukar 3 3. Andri Valur Guðjónsen Víkingur 2 4. Andri Bjartur Jakobsson KFR 1 Eldri piltar (juniorar) f. 1985-1987 1. Diego Björn Valencia Víkingur 5 2. Kostas Petrikas Víkingur 3 3. Tómas Lee Róbertsson Þórshamar 2 4. Brynjar Aðalsteinsson KFR 1 Telpurf. 1992-1993 1. Jóhanna Brynjarsdóttir Fylkir 5 2. Gunnhildur Hjördís Grétarsd Fylkir 3 3. Dagný Björk Egilsdóttir KAK 2 4. Aðalheiður Rósa HarðardóttirKAK 1 Stúlkurf. 1990-1991 1. Hekla Helgadóttir Þórshamar 5 2. Bergþóra Sveinsdóttir KAK 3 3. Ása Katrín Bjarnadóttir KAK 2 4. Heiður Anna HelgadóttirÞórshamar 1 Stúlkur (kadett) f. 1988-1989 1. Ingibjörg Helga Arnþórsd Þórshamar 5 2. Helena Montazeri Víkingur 3 3. Guðrún Birna Ásgeirsdóttir KAK 2 4. Guðrún Óskarsdóttir Breiðablik 1 Konur (junior)f. 1985-1987 1. Sólveig Sigurðardóttir Þórshamar 5 2. Auður Olga Skúladóttir Þórshamar 3 Heildarstig félaga Afturelding 5 Breiðablik 6 Fjölnir 0 Haukar 8 Karatefélag Kópavogs 10 Karatefélag Reykjavíkur 3 Víkingur 13 Völsungur 3 Þórshamar 41 Fylkir 18

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.