blaðið - 01.11.2005, Síða 30

blaðið - 01.11.2005, Síða 30
38IFÓLK ' ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 blaöiö EFTIRSJÁ AD PVÍ SEM VAR Smáborgaranum svíður undan breyt- ingum. Þrátt fyrir umburðarlyndi og veiklun gagnvart auknu frjálsræði þá er hann afar íhaldsamur þegar kemur að þreytingum á hans nánasta um- hverfi. Smáborgarinn vill að hlutirnir haldist innan þægilegra vikmarka. Hann vill að sú þjónusta sem hon- i um líkar haldist óbreytt. Hann vill að uppáhalsþættirnir hans í sjónvarpi séu sýndir endalaust. Hann vill að nánustu ættingjar flytji aldrei svo að hægt sé > : að heimsækja vettvang æskuminn- inganna. En það sem hann vill helst að breytist aldrei er útlit og innihald þeirra neysluvara sem eru hluti af dag- legri rútínu hans. Smáborgaranum verður þó sjaldnast að ósk sinni. Nýjasta áfallið sem dundi yfir var.tekn- óvæðing* Opal-umbúðanna. ( stað hins hefðbundna Opal-pakka eru komnar skynörvandi gos-umbúðir. Smáborgarinn var rétt búinn að kom- ast yfir hneykslið þegar að hætt var að selja bláan Opal þegar þessi nýja bylgja dundi yfir. Sá sjónarsviptir var nánast eins og að missa náinn ástvin. Á þannig ögurstundu fór Smáborg- j arinn að hugsa aftur til allra þeirra þægilegu hluta og flata tilverunnar sem hefur verið kippt í burtu frá hon- um án þess að nokkur hugsi út í þær afleiðingar sem slíkar gjörðir hafa á sálartetur hans. Prins pólóið þótti til ; dæmis úr sér gengið og nauðsynlegt varð að gefa því andlitslyftingu. Smá- borgarinn hætti þá að kaupa sér Prins póló. Gamla kókið (gleri þótti heldur | ekki standast nútímakröfur og var kippt af markaði. Með því hvarf hið draumkennda bragð fortíðarinnar og Smáborgarinn hætti samstundis að drekka kók. Hér í eina tíð þótti stall- j klippingin móðins. Enginn var maður með mönnum nema að viðkomandi skartaði boðlegu pottloki. ( dag þyk- j ir hún hallærisleg og fólki er sagt að tjásuklipptar strípur séu framtíðin. Smáþorgarinn gafst þá upp á því að fylgja tískustraumum. Meira að segja mjólkurfernurnar stóðust ekki tímans ; tönn og voru poppaðar upp úr öllu valdi til að svala straumlínulöguðum fýsnum alþjóðasamfélagsins. Þetta þykir Smáborgaranum miður. • Hann er fullur af eftirsjá að því sem var. : Hann lifir nefnilega í þeirri trú að það ! sé alger óþarfi að laga þá hluti sem ekki eru bilaðir. Það er nánast ekkert að gerast í við- ræðum okkar Islendinga við Banda- ríkjamenn. Engar efnisviðræður eru hafnar. Himinn og haf ber á milli varðandi kostnaðarþátttöku fslendinga í rekstri herstöðvarinn- ar. Engir fundir eru fyrirhugaðir á næstunni. íslendingar virðast bíða eftir því að Bandaríkjamenn eigi frumkvæði að næstu fundum. Mér sýnist því að í reynd séu viðræður okkar við Bandaríkjamenn um varn- armál sigldar í strand. Geir H. Haar- de utanríkisráðherra er mér örugg- lega algerlega ósammála en þetta er sú ályktun sem ég dreg eftir fund í utanríkismálanefnd í morgun. Satt að segja er það mitt mat að heldur hafi miðað afturábak en framávið síðustu mánuði. Ég á jafn- framt erfitt með að sneiða hjá þeirri ályktun að það hafi orðið stefnu- breyting af hálfu Bandaríkjamanna. Þá horfi ég ekki aðeins til þeirrar staðreyndar að vestra virðist málið formlega komið undir þjóðarörygg- isráðgjafann Steve Hadley, sem er nátengdur „haukunum“ í málinu, Donald Rumsfeld varnarmálaráð- herra og Dick Cheynee varaforseta. Þeir virðast báðir á þeirri skoðun HVAÐ FINNST ÞÉR? Þormóður Jónsson, framkvœmdastjóri Fíton Hvað finnst þér um áfengis- auglýsingar í blöðum? „Mér finnst þær nú bara misjafnar! En ef þú ert að spyrja mig um hvað mér finnst um bann við áfengisauglýsingum í blöðum get ég sagt að mér finnast öll höft döpur. Þetta er bara vara eins og hver önnur og mér finnst að hún eigi alveg er- indi í auglýsingar eins og að aðrar vörur. Ég gef því lítið fyrir skoðanir þeirra sem segja að þessa vöru megi ekki auglýsa. í sjálfu sér má setja einhvers konar reglur varðandi unglinga og ungt fólk en á meðan varan er leyfð á markaðnum má ekki hefta hana á markaði. Ef þú hefur leyfi til að selja vöruna áttu að fá að auglýsa hana líka. Þetta er auðvitað stórt mál fyrir auglýsingabransann og ef banninu yrði aflétt væri það gott fyrir þann geira sem ég starfa í. Auðvitað eru menn að fara í kringum þetta með alls kyns hætti, eru með kynningar og reyna að ná til veitingamanna með því að bjóða þeim hingað og þangað sem er oft miklu frekar nær spillingu en ef þetta væri bara á opnum markaði." Fyrirsœtan Robbie Robbie Williams hefur skrifað undir samning um að vera andlit fata- línunnar Gio-Goi. Breska blaðið The Sun segir: „Robbie hefur allt- af haft mikinn áhuga á ímynd sinni. Jafnvel þegar hann var í Take That lék hann sér með mismunandi strauma og var um tíma pönkari og á öðrum tíma britpoppari með sjálfstæða útlitið. Gio-Goi finnst hann vera fullkominn fyrir sína línu. Hann er strákur frá Norður-Englandi og pottþétt einhver sem fólk lítur til hvað varðar tískuna." Gio-Goi hafa séð um fötin fyrir mikið af hljómsveitum eins og til dæmis Oas /,f'\ is og Primal Scream. A’ ^ Paris að leika Zsa Zsa Gabor? Paris Hilton er að ræða við kvikmyndaframleiðendur um að leika Zsa Zsa Gabor í nýrri mynd. Leikkonan var eitt sinn gift langafa Paris Hilton, en hann hét Conrad Hilton. í myndinni verður líka fjallað um það þegar Gabor vann titilinn ungfrú Ungverjaland í fegurðarsamkeppni árið 1936. myndin Batman Begins hefur verið kosin besta mynd ársins 2005, samkvæmt skoðanakönnuninni Total Film Awards. Ian McDiarmid úr Star Wars var svo kosinn besti glæponinn og Mickey Rourke fékk flest atkvæði sem maður ársins fyrir túlkun sína á Marv í kvikmyndinni Sin City. Batman Begins kosin besta að herinn eigi að fara og það sé einungis eðlilegur þáttur í sam- drætti bandarísks herafla í Evrópu. I virtum stórblöðum vestra hafa birst fregnir um það að vilji banda- rískra stjórnvalda stefni til þess að hér á landi verði lægsta stig viðbún- aðar, þ.e.a.s. að hér verði aðstaða fyrir hendi án margra hermanna, sem hægt sé að nýta ef viðsjár skap- ast eða til tíðinda drægi. Það hafa íslensk stjórnvöld þó ekki viljað kannast við. Þetta er þó í samræmi við það sem hefur mátt greina í óformlegum viðræðum íslenskra stjórnmálamanna, meðal annars við starfsmenn Bandaríkjanna hér á landi. Þetta rímar líka vel við þá stefnu Bandaríkjamanna að fækka í herliði sínu í Evrópu úr 112 þúsund hermönnum niður í allt að 50 þús- und. Því herliði sem verður staðsett í Evrópu á að koma fyrir í hefðbundn- um stærri stöðvum sem liggja nær hugsanlegum átakamiðjum. Össur Skarphéðinsson http://web.hexia.net/roUer/page/ossur/ „Af hverju kemurðu alltaf í rúmið með sokk á hægri fæti?" HEYRST HEFUR... Halldór Ásgrímsson, forsæt- isráðherra, þótti sýna á sér nýja hlið í þætti Eiríks Jóns- sonar og Reynis Traustasonar á Talstöðinniálaug- ardagsmorgun. Forsætisráðherr- ann hló og gant- aðist og meira að segja áleitnar spurningar Eiríks um sök hans á Íraksstríðinu slógu hann ekki út af laginu. Að- eins einu sinni mátti merkja að hann reiddist en það var þegar hann var spurður um Pálma Gestsson og meðferð hans á ráð- herranum. Þótti ráðherranum spýtukarlsleikur Pálma tilkomu- lítill.... Svo virðist sem Kastljós Þór- halls Gunnarssonar sé að valta yfir Island í dag Svanhildar Hólm. Nú heyr- ist að mikil og vaxandi óánægja sé á Stöð 2 með samstarfið við Svanhildi sem sögð er taka samkeppnina inn á sig með tilheyrandi geðhrifum. Þórhallur hefur verið iðinn við að taka viðmælendur og starfs- menn af sínum gamla vinnu- stað. Nú síðast réði hann á RÚV einn virtasta útsendingarstjóra 365, Sigurð Jakobsson, sem yfir- gefur Stöð 2 í vikunni eftir ára- tugastarf... Titringurinn vegna borgar- stjórnarprófkjörs Sjálfstæð- isflokksinsnálgast nú hámark og öllu er til tjaldað af frambjóðendum á lokasprettinum. Erfitt er aðspá um niðurstöður en þó er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson talinn hafa betri möguleika en Gísli Marteinn Baldursson. Vil- hjálmur Þ. og Júlíus Vífill Ing- varsson eru taldir hafa með sér bandalag þótt ekki sé það opin- bert. Báðir njóta þeir stuðnings Geirs H. Haarde, formanns Sjálf- stæðisflokksins, og munar um minna. En það breytir þó ekki því að allt getur gerst og hinir fremstu orðið síðastir... Illugi Gunnarsson, sjónvarps- maður og fyrrum aðstoðar- maður Davíðs Oddssonar, er atvinnulaus í augnablikinu eftir að Davíð steig út úr stjórnmálun- um. Illugi hefur þó í nógu að snú- ast í hlutastarfi með Sunnudags- þáttinn á Skjá- Einum auk þess að hann situr í mörgum stjórnum fyrirtækja. Þá mun hann nú vera að undir- búa framboð sitt í þingkosning- unum árið 2007. Því er spáð að hann fari fram í Reykjavík og hrollur er nú þegar í mörgum þingmönnum sem óttast að verða undir í þeim slag... Erfiðleikar DV virðast engan endi ætla að taka. Dómur undirréttar yfir Mikael Torfa- syni, ritstjóra, og L Illuga Jökulssyni, * * fyrrverandi ritstjóra, vegna um- fjöllunar um jógakennara sem sagður var hafa tryllst er einn eitt áfall blaðsins sem nær ekki upp lestri þrátt fyrir ákafar til- raunir. Því er spáð að senn stytt- ist vera Mikaels á DV þar sem Gunnar Smári Egilsson geti ekki varið öllu lengur af hverju halda eigi honum í starfi. Mikael mun þá væntanlega snúa sér aftur að rithöfundarferlinum sem legið hefur í láginni...

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.