blaðið - 05.11.2005, Page 20

blaðið - 05.11.2005, Page 20
20 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 blaöiö rjsland er fullt af stjörnum! ” Björgvin Halldórsson um íslenska tónlist, lífið og listina Það þarf vart að kynna viðmæl- anda Blaðsins að þessu sinni. Hann hefur í áraraðir verið einn ástsælasti söngvari íslensku þjóð- arinnar og án efa í hópi þeirra þekktustu. Björgvin Halldórsson, eða Bo eins og sumir vilja kalla hann, hefur litað íslenskt tónlist- arlíf svo um munar með sinni ein- stöku rödd og þau eru fá heimilin sem ekki eiga afrakstur af hans vinnu í geisladiskasafninu. Björgvin hefur í mörgu að snúast um þessar mundir en n.nóvember næst- komandi kemur út þreföld safnplata sem ber heitið „Ár&öld - Söngbók Björgvins Halldórssonar 1970-2005.“ Þá er verið að setja á laggirnar söng- leikinn Nína & Geiri á Broadway, en verkið byggir á söngferli Björgvins. Blaðakonu lék forvitni á að vita hvernig upplifun það sé fyrir söngv- arann að sett sé upp sýning eftir ára- löngum tónlistarferli hans. „Við köllum þetta eiginlega lítinn söngkabarett sem byggir á söngbók Björgvins Halldórssonar frekar en söngleik byggðan á ævi minni. Auð- vitað er maður voða stoltur af þessu og mér finnst æðislega gaman að koma fram „live“ á þennan hátt með öllu þessu frábæra fólki sem tekur þátt í sýningunni,“ segir Björgin að- spurður um hvernig tilfinning það sé að settur sé upp söngleikur eftir hans æviskeiði. „Þetta er úttekt á lögum þeim sem ég hef flutt hingað til og þau eru skreytt þarna á skemmtilegan hátt. Hugmyndin kviknaði hjá Gísla Rún- ari, leikara og Gunnar Helgason tók að sér að leikstýra verkinu. Svipaðri hugmynd var komið í framkvæmd fyrir um 10 árum í söngleiknum Þó líði ár og öld og það er voða skemmti- legt að gera þetta aftur núna. Þetta verður náttúrulega öðruvísi og von- andi gerum við bara betur en síðast, en sú sýning heppnaðist mjög vel og stóð yfir í um 3 ár.“ Björgvin segir margt fagfólk koma að sýningunni; leikara, söngv- ara, tónlistarmenn og dansara og að mikið sé lagt í verkið. Æfingar hafa staðið yfir lengi og hann segist ekki efast um að vel eigi eftir að takast á frumsýningu. „Þarna er algjört úrvalsfólk að störfum, sama hvert litið er. Það eru þrir aðalsöngvarar auk mín; þau Friðrik Ómar, Regína og Heiða Ólafsdóttir. Svo er stór hljómsveit með okkur sem samanstendur af Þóri Baldurssyni, Þóri Olfarssyni, Benedikt Brynleifssyni, Róberti Þór- hallssyni, Vilhjálmi Guðjónssyni og Mattíasi Stefánssyni en allir eru þeir mjög góðir tónlistarmenn. Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma leik- urunum tveimur; Steini Ármanni og Bryndísi Ásmundsdóttur auk dansaranna 6 sem koma fram,“ seg- ir Björgvin, en hann segir mikla til- hlökkun ríkja í hópnum. „Þetta er allt voðalega spennandi. Það er skemmtilegt að útfæra lög- in svona, þ.e. að búa til sviðsmynd þar sem er leikið, sungið og dansað. Þetta verður allt svo fjölbreytt fyr- ir vikið og lögin fá á sig nýja mynd. Þarna er lögunum beitt til þess að búa til skemmtilega ástarsögu - þessa týpísku sem kom fram í lag- inu Sagan mín og Geira. Á sýningu sem þessari fær maður viðbrögð fólks einhvern veginn beint í æð - en það er allt annað en að vita til þess að fólk hlusti heima í stofu. Til- finningin er allt önnur.“ - Það er því ekki hægt að segja að þú sitjir auðum höndum þessa dag- ana...? „Nei, það er í mörgu að snúast. 1 sýninguna fer auðvitað mikill und- irbúningur og svo hef ég nýlokið við tökur fyrir safnplötuna. Einnig verða gefnar út 4 aðrar plötur með mínum lögum, þar á meðal fyrsta sólóplatan frá árinu 1970. Svo hef ég verið að vinna mikið með dótt- ur minni, Svölu, að útgáfu nýjustu plötu hennar og hef verið í London í erindagjörðum vegna hennar mála,“ segir söngvarinn og bætir því við að hann hafi sérstaklega gaman af því að vinna með börnunum sínum. „Það eru ekki allar fjölskyldur sem fá tækifæri til þess að starfa saman að tónlist og því er ég voða- lega ánægður með þetta. Það er mjög gott að vinna með Svölu og Krumma - þau eru bæði sjálfstæð í sinni tónlist og ég er ekkert að skipta mér af. Við náum líka vel saman í tónlistinni og eigum auðvelt með samstarfið." - En hefur þín reynsla mikil áhrif á vinnsluykkarfeðginanna við hennar tónlist? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Maður lætur „artistann“ stjórna númer 1,2, og 3. Þó svo að ég hafi „pródúserað" plötuna hennar Svölu má eiginlega segja að hún hafi verið aðal „pródús- erinn“ - ég stjórna voða litlu, enda á hún að fá að njóta sín eins og hún vill. Ég er henni meira bara til halds og trausts en hún ræður ferðinni. Enda er ég alveg rosalega ánægður með plötuna hennar.“ (slendingar standa vel að vígi hvað tónlistina varðar Björgvin hefur verið landsþekktur til margra ára og fjölskylda hans hef- ur einnig verið áberandi. Hann seg- ir þetta ekki hafa mikil áhrif á sig - þetta sé partur af pakkanum og að hann, ásamt fjölskyldunni, taki þetta ekki of hátíðlega. „1 gamla daga var þetta aðeins öðruvísi. Maður var óvanur því að vera þekktur en nú er maður farinn að venjast því. Ég hef það líka fyrir reglu að söngvarinn Björgvin er sett- ur inn í skáp þegar heim er komið - þá tekur bara venjulegt fjölskyldulíf við. Það er mjög mikilvægt að skipta )essu svona niður, enda er það eitt- ívað sem maður verður að gera í lessum bransa. Island er lítið land og það þekkja allir alla og það er eitt- hvað sem maður lærir að venjast.“ - En hver er munurinn á því að vera poppstjarna hér á árum áður og svo núna? „Æ, það er svo erfitt að svara svona löguðu. Ég er ennþá jafnáhugasam- ur um tónlistina og ég var áður. Eini munurinn er í raun sá að það eru aðeins fleiri poppstjörnur núna en voru í gamla daga... Island er fullt af stjörnum!!! Tónlistarheimurinn er miklu opnari en þegar ég var að byrja. Heimurinn hefur minnkað svo mikið útaf internetinu - allir geta hlustað á alla hvar sem þú ert og það er styttra í allt, sem e'r bara f;ott mál,“ segir hann og bætir við að slendingar standi mjög vel að vígi hvað tónlist varðar. „ Við eigum fullt af tónlistarfólki sem er alls ekki síðra en fólkið sem trónir á vinsældarlistum erlendis. Margir hverjir eru jafnvel betri. Við ættum ekki að hafa neina minni- máttarkennd þó við séum lítil þjóð - við erum endalaust að vekja upp fleiri og fleiri listamenn.“ Þó svo að Björgvin hafi hvað mest verið viðriðinn tónlistarbransann frá því á yngri árum hefur hann þó komið við á öðrum vígstöðum. Hann var dagskrárstjóri Bylgjunnar í ein 3 ár og átti svo þátt í stofnun Bíó- rásarinnar fyrir Stöð 2 hér um árið. „Já, maður hefur svona prófað fjölmiðlabransann eitthvað til hlið- ar við tónlistina, enda skemmtilegt að hafa þetta allt sem fjölbreyttast. Það er mjög skemmtilegt að vinna við fjölmiðla en umhverfið hefur mikið breyst. Það virðast vera eilítil illindi á milli fjölmiðla í dag, sem mér finnst alls ekki gott, og ef vel er að gáð er hægt að lesa milli lín- anna ákveðna liðsskiptingu. Annars standa íslenskir fjölmiðlar sig alveg ágætlega að mínu mati.“ 35 ár síðan fyrstu upptökur hófust Safnplatan Ár&öld - Söngbók Björg- vins Halldórssonar 1970-2005 kem- ur út n.nóvember en platan státar af hinum ýmsu lögum sem Björgvin hefur í gegnum tíðina gert vinsæl. Þó svo að mest sé um gamalt efni verður einnig að finna nýtt og ferskt efni sem ekki hefur verið spilað áð- ur. „Þetta eru 70 lög og þar af 4 ný, svona til þess að krydda þetta að- eins. Sýningin og platan eru í raun í tilefni af því að núna eru 35 ár síðan ég byrjaði að gefa út tónlist en það er auðvitað skemmtilegt að halda upp á það með þessum hætti,“ seg- ir söngvarinn góðkunni, greinilega spenntur fyrir komandi tímum. Hann segir að önnur verkefni komi svo til með að taka við í kjölfar þess- ara enda alltaf nóg að gera. „Núna er bara aðalmálið að keyra þessa sýningu af stað og fylgja eftir nýju plötunum. Svo verð ég innan tíðar komin aftur inn í hljóðver til þess að fást við næstu verkefni. Það er bara mjög bjart framundan." - Þú hefur talað um mikla grósku í ís- lensku tónlistarlífi. Hefurðu myndað þér einhverja skoðun um hjörtustu von okkar Islendinga í dag á sviði tónlistarinnar? „Ég get ekki tekið nein ákveðin nöfn út - það eru svo margir að gera góða og skemmtilega hluti. Tónlist- in er bara svo sterk út á við núna frá íslandi, öll þessi útrás og fjölmiðlun sem gerir þetta viðameira. Stærð okkar gerir okkur líka bara sterkari held ég,“ segir Björgvin að lokum og kveður þar sem hann þarf að halda á fund fyrir hönd dóttur sinnar, Svölu Björgvinsdóttur. halldora@vbl.is 99............................................................... ,Ég hefþað líka fyrir reglu að söngvarinn Björgvin er settur inn í skáp þegar heim er komið - þá tekur bara venjulegt fjölskyldulíf við." Miðar á bréf, pakka, bréfabindi o.fl. Á CD/DVD diska, miðar úr plasti Prentar miða úr Word-, Excel- og Outlook Prentar merkiborða bæði á pappir og plast, stærðir eftir vali, allt að eins meters langa Allt að 62mm breidd • 50 miðar á mínútu* • USB tenging • Windowshugbúnaður • Sjálfvirk klipping • Heilar lengjur eða staðlaðar *Staðlaðir póstfangamiðar Rafport Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. Fax 554 4102 rafport@rafport.is www.rafport.is Umboðsmenn um land allt ■ ■ y°m su|c brother ql-550

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.