blaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 54

blaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 54
541 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 blaðiö HVAÐ FINNST ÞER? Katrín Jakobsdóttir, íslenskufrœðingur ogfyrrum stigavörð- ur Gettu Betur Hvaö finnst þér um að Sigmar Guðmundsson sé nýr spyrill í Gettu Betur? „Mér líst bara vel á hann, mér hefur þótt hann mjög geðþekkur í Kastljósinu. Ég held að hann eigi örugglega eftir að standa sig vel. Ég held líka að það sé bara fínt að breyta til og ég held að hann verði góður með Önnu Kristínu sem verður dómari. Mér líst líka vel á hana og ég held það verði örugglega ferskur blær á þessu. Logi var orðinn eins og stofnun þarna þannig að það er örugg- lega ekki auðvelt að feta í fótspor hans en ég held að Sigmar eigi örugglega eftir að vera með sinn stíl.“ Stökustund /' umsjón Péturs Stefánssonar HINN HARÐI HEIMUR MIÐ- BÆJARBÚANS Smáborgarinn býr i miðbæ Reykjavíkur. Eins og margir aðrir þá á lendir hann endrum og sinnum í erjum við bíla- stæðasjóð og útsendara hans, stöðu- mælaverðina. Miðbæjarbúum stendur nefnilega ekki til boða sá munaður sem íbúarannarra hverfataka sem sjálfsögð- um hlut, að fá að leggja bifreiðum sín- I um í námunda við heimili sitt án þess að greiða sérstaklega fyrir það. Það eru víst svo mikil forréttindi að fá að búa í hjarta hellulagðra gatna og yfirgefinna verslunarhúsnæða að þeir sem vilja og kjósa að setjast þar að þurfa annað- hvort að borga árgjöld fyrir bílastæði eða gjöra svo vel að greiða í stöðu- mæla. Smáborgarinn hefur hingað til neitað að greiða slík árgjöld þar sem að honum finnst það jaðra við að vera dul- in skattlagning af hendi hins opinbera og grófleg mismunun eftir búsetu. Hann hefur þó oftast talið sig sloppinn við áreiti bílastæðaeftirlitsmanna eftir að gjaldtöku lýkur á kvöldin. Þar hafði hann nú heldur betur rangt fyrir sér. Smáborgarinn hefur nefnilega fengi háar sektir endrum og sinnum seint á kvöldin fyrir að leggja upp á gangstétt- arkanta í nágrenni híbýla sinna. Svo virð- ist vera að stöðumælaverðir séu ætið í viðbragðstöðu ef að einhverjum ósvífn- um dirfist að leggja þar sem þeim svíð- ur óháð því hvort að „brotið" eigi sér stað utan verslunartíma eður ei. Smáborgarinn hefur líka búið í öðrum hverfum. Þar lagði hann, og raunar margir aðrir, bílum sínum hvar sem hægtvaraðkomaþeimfyrir.Aldreivarð hann var við áreiti stöðumælavarða þar. íbúar Grafarvogs, Árbæjar, eða í raun hvaða hverfis sem er utan miðbæjarins þurfa nefnilega ekki að búa við slíkt áreiti, það er tekið frá fyrir miðbæjar- rotturnar. Það er nefnilega ekki nóg að Smáborgarinn og kollegar hans þurfi að greiða fyrir að leggja fyrir utan hús- in sín, ekki nóg með heimili þeirra séu látin hristast vegna sprenginga og bor- anna á hverjum degi mánuðum saman á meðan að verið er að byggja risavax- ið bílastæðahús í bakgarði þeirra sem síðan verður hægt að rukka þá fyrir að leggja í, heldur eru þeir þar að auki und- irstöðugu eftirliti bílastæðayfirvaldsins sem grípur hvert tækifæri sem gefst til að skikka þá glæpamenn sem leggja bílum í námunda við heimili sitt til með því að ráðast miskunnarlaust á pyngjur þeirra. Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd botnar: Þó vetrartíð sé víða blíð þá veit ég hríðar síðar. Gadds þá níðirgríðar stríð grund ogfríðar hlíðar. V.L.: Ekki síður blíðu bíð, og býst við þíðu víðar. Auðunn Bragi Sveinsson: Þá á skíðum lítum lýð lands um hlíðar víðar. D. G.: Þó engu kvíð, á fjöllumfríð fönnin prýðir hlíðar. Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd botnar: Kvennadagsins djarfa lund dável körlum sýndi viljann. Systralagsins starfa stund sterkan gjörla krýndi viljann. Auðunn Bragi Sveinsson: Vel, að þeirra vaxi pund, vetrar- þegar magnast -kiljan. Magnús Hagalínsson: Þjóðarblómi þennan fund þangað sótti Holtaliljan. Eldri fyrripartar E. S. botnar: Upp til heiða ýmsir skeiða, ogþar veiða acegrin löng. Firðar deyða, ötíu eyða, okkar meiða viðhorfröng. E.S. botnar áfram: Þó lífsins tími líði hratt, lítumfram á veginn. Oft er á tindum býsna bratt, baslinu vertufeginn. V.L. sendir vísu til þáttarins: Gaman var að Stökustund staðfcer enn íBlaðinu. Þetta margra léttir lund, -líkt ogað vera í baðinu. Pálmi Ingólfsson frá Fagrabæ yrkir: Hryðjuverkin hrista menn, hrceðslan er á sveimi. Svívirðingum sœta enn saklaustfólk í heimi. Nú í upphafi vetrar yrkir Helgi Zimsen: Þó að vetur kóngur kynni kuldatíð ogskafla spinni varla slíku vafstri sinni, vorið býr í sálu minni. Starfsmannaleigur hafa verið til umræðu þessa dagana. Hjálmar Freysteinsson Akureyri yrkir: Þó launum smáum lofað sé, er loforðið svikið. Trúlega eru 2 B tveimur of mikið. Fyrirtceki hér í borg hafa att ídeilum, út fráþeim hafa ýmsir veltfyrir sér hugtakinu verðvernd. Hreiðar Karlsson yrkir: Svipað eðli og innri gerð ceði velégþekki. Báðir cetla að vernda verð svo verðiðfalli ekki. Nú við upphaf rjúpnaveiða er að mörgu að hyggja. Davíð Hjálmar Haraldsson Akureyri yrkir: Drepa rjúpur djarfir menn, drjúgt í malinn lata. 1 humáttina halda senn hjálparsveitir skáta. Velmegunin leikur suma grátt Sigrún Haraldsdóttir yrkir: Er að verða talsvert trog, tognar brók á rassi. Kannski égfari ífitusog svofötin betur passi. Oft eru loforð lítils virði, þrátt fyrir vingjarnlega framkomu. Auðunn Bragi Sveinsson yrkir: Þœgilegur viðtals var, varla mikil harka, en hans loforð allskonar ekki neitt að marka. Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd yrkir: Davíð og Halldór þeir hcekkuðu allt hjá hátekjuliðinu ríka. En almenningskaupið í verðfallið valt og virðingin fyrirþeim líka. Áfram yrkir Rúnar: Einskis er metin hin mannlega sál sem mceðist í óbreyttum Jóni. En forstióralaun eru milljónamál í mánuði hverjum á Fróni. V.L. sendir fyrriparta: / lukkupottinn Davíð datt, -draumar stundum rœtast. Skagstrendingar gera grín að gamla kúrekanum. Botnar, vísur og fyrriparta sendist til: stokustund@vbl.is eða á: Blaðið, Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur. UPPLIFÐU, SKAPAÐU, LÆRÐU ...meö okkur! ERTU TIL? OKKUR VANTAR FLEIRA FAGFÓLK Býrð þú yfir metnaði og brennandi áhuga á faginu? - Þá ert þú velkomin/n! Einnig óska litasérfræðingar okkar eftir liðsauka. Góð þjálfun í boði. Hjó oklcur liggja tækifærin. Aðeins faglærðir einstaklingar koma til greina. Nánari upplýsingar veita Hildur eða Sigrún i síma 511 6660/822 6461 HAIRDRESSING LAUGAVEGI 96, 101 REYKJAVlK, www.toniandguy.co.uk HEYRST HEFUR. Pórdís J Sigurðardóttir hef- ur tekið við stjórnarfor- mennsku í Dags- brún, móðurfélagi Og Vodafone og 365 miðla af Skarp- héðni Berg Stein- arssyni. Því ber auðvitað að fagna að vegur kvenna skuli vera að aukast í íslensku atvinnulífi. Þórdís hefur hingað til stjórnað norrænum fjárfestingum hjá Baugi, en skiptar skoðanir eru reyndar um það hversu gáfuleg- ar þær hafa verið á árinu. Það vita hins vegar færri að Þórdís er systir Hreiðars Más Sigurðs- sonar forstjóra KB banka. Það getur komið sér vel að vera vel tengdur inn í bankakerfið þeg- ar herða tekur að - þetta vita forráðamenn Baugs manna best. Fréttablaðið er sveitt við að tilkynna um uppsagnir og mannabreyting- ar á Sirkus -bæðistöð- AéjBi/Vf'. s inni og tímaritinu. 1 gær bættust tveir einstaklingar í hópinn, Sigtryggur Magnason og Ágúst Bogason. íslensk fjöl- miðlasaga er saga samfelldra stjörnuhrapa en menn muna vart eftir öðru eins hruni á eins skömmum tíma. Nýjasta Mannlíf státar ekki bara af viðtali við Lindu Pétursdóttur heldur er þar líka að finna áhugavert viðtal við Jón Ólafsson og Kristján son hans, en þeir hafa verið að gera góða hluti í viðskiptalífi Lund- úna. Jón gerir upp fortíðina og fram kemur að þeir feðgarnir hafi meðal annars stofnað sam- tök gegn þunglyndi og veitt milljónum króna í það brýna verkefni að vinna gegn þung- lyndi og auka skilning almenn- ings á þessum sjúkdómi. Séð og heyrt slær því upp á forsíðu að Logi Bergmann og Svanhildur Hólm séu með milljónalaun hjá Stöð 2. Þetta hefur farið misjafnlega í marga innanbúð- armenn sem hafa staðið vaktina af samviskusemi og trúnaði í mörg ár eða jafnvel áratugi. Einhverjir munu vera farnir að hugsa sér til hreyfings, enda þykja hjónakornin heldur hátt metin miðað við vinnuframlag, auk þess sem störf þeirra sem haldið hafa uppi fánanum und- anfarin ár séu ekki metin að verðleikum. Svona að lokum ber að fagna Legósýningunni í Vetrar- garðinum í Smáralind. Reynd- ar er þetta ekki bara sýning heldur geta börn á öllum aldri búið til alla mögulega hluti úr þúsundum kubba. Frábært framtak, enda hafa Legó leik- föngin glatt börn í áratugi. Þá skemmir ekki fyrir að heyrst hefur að ísland hafi verið eitt fárra landa sem heimilað var að framleiða kubbana á sínum tíma. „Og sakborningurinn er ákærður fyrir að villa á sér heimildir sem leynilögregluþjónn?"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.