blaðið

Ulloq

blaðið - 18.11.2005, Qupperneq 26

blaðið - 18.11.2005, Qupperneq 26
26 I TÓMSTUNDIR FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 bla6ÍA Fólk meðfötlunfer á hestbak Ótrúlegur árangur enda mikil hr ey fing Hestamennska er skemmtilegt og hressandi áhugamál sem er stundað af fjölda fólks. Ekki vita allir að hestamennska er einnig mjög holl og góð fyrir einstak- linga með fötlun, hvort heldur sem er andleg, líkamleg eða bæði. í Hestamiðstöð Reykjavíkur er jafnan mikið fjör enda mætir fólk með fötlun þar reglulega til að ríða út. Sigurður Már Helgason, verkefnastjóri hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur segir það ótrúlegt hvað hestamennskan gerir mikið fyrir fólk með fötlun. Samkvæmt Sigurði vekur það stundum furðu að einstaklingur í hjólastól geti verið á hestbaki og hvað þá að það hafi svona góð áhrif. „Það sem gerist er að við hverja hreyfingu hestsins myndast í kringum þrjátíu hreyfingar í mannslíkamanum, ósjálfrátt. Þó að einstaklingur sé ekki með mikið afl í fótum þá taka vöðvarnir á, eftir sinni getu,“ segir Sigurður en bætir við að tilhlökkun nemendanna sé jafnan mjög mikil enda er hestamennskan skemmtileg íþrótt. Þrjú þúsund hreyfingar í rólegri hestaferð Fyrirkomulag námskeiðsins er þannig að einstaklingar eru á hest- baki í 40 mínútur. Þó er farið var- lega í fyrstu tímunum þannig að enginn fái harðsperrur. Einnig er hestunum kembt og klappað. „Með því að teyma undir einstaklingi í ró- legheitunum þá er líkaminn búinn að mynda þrjú þúsund hreyfingar enda er það oft þannig að menn fara í 1-2 tíma reiðtúr og fá harðsperrur á eftir. Þetta sannar hvað hesta- mennskan er rosalega mikil þjálfun og ég tala nú ekki um fyrir einstak- ling sem er bundinn við hjólastól. Til dæmis hef ég unnið með manni Hér má sjá Sigurð aðstoða nemanda við að komast af hestbaki eftir skemmtilegan reiðtúr. BlaÖið/SteinarHugi sem var rúmfastur og það þurfti að hjálpa honum í hjólastólinn og annað. Einn góðan veðurdag var hann farinn að brölta og var sestur fram á rúmið. Maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt sem sannar fyrir manni hvað þetta er áhrifamikið, segir Sigurður með áherslu. Mikil hreyfing og enn meiri ánægja Námskeiðin er styrkt með fjárfram- lögum frá ÍTR og fleirum. I síðasta mánuði voru heimsóknirnar um sex- tiu og því ljóst að mikil eftirspurn er eftir reiðtúrum. Sigurður segir að fólk með fötlun á öllum aldri sæki námskeiðin og ekki einungis fólk í hjólastólum heldur einnig fólk með andlega fötlun. „Það fer yfirleitt saman hjá fólki með fötlun að það fær ekki mikla hreyfingu. Á hest- baki fær fólk mikla hreyfingu auk ánægjunnar af því að koma.“ í tím- unum er notaður sérstakur hnakkur sem er með baki og Sigurður segir að nánast hver sem er geti setið í hnakknum. „I þeim tilfellum þar sem sérstaklega mikinn stuðning þarf þá þarfnast einstaklingurinn frekari aðstoðar.“ svanhvit@vbl.is Kvikmyndaspilið kemur í búðir í dag Kvikmyndir leiknar i hœgagangi Kvikmyndaspilið er nýtt spil sem kemur í búðir í dag og verður án efa jólaspilið í ár. Það var íslenskur vinahópur sem hannaði spilið upp á sitt einsdæmi og að sögn lögðu þau mikið á sig til að gera spilið aðgengilegt fyrir alla. Haukur M. Hrafnsson er tals- maður hópsins og í samtali við Blaðið sagði hann að spilið hafi byrjað sem Ieikur á milli vinanna. .Kvikmyndaspilið er spil þar sem mótherjar velja einhverja kvikmynd Þú átt að leika senur úr kvikmyndum og síðan erum við með alls kyns frávik í þessu þar sem þú þarft kannski að leika í hægagangi, þú gætir þurft að leika sjónvarpsþátt, titilá mynd og svo framvegis. sem hitt liðið á að leika úr. Þú átt að leika atriði úr kvikmyndum og síðan erum við með alls kyns frá- vik, þar sem þú þarft kannski að leika í hægagangi, þú gætir þurft að leika sjónvarpsþátt, titil á mynd og svo framvegis. Það eru alls kyns útfærslur á því sem þú þarft að gera en meginuppistaðan er að þú þarft að gera eitthvað í tengslum við kvik- myndir.“ Haukur bætir því við í gamansömum tón að það sé meira að segja hægt að vinna Óskar fyrir framúrskarandi leik, þó það tryggi ekki sigur í leiknum enda meira til gamans gert. Jólaspil Þegar Haukur er spurður hvar hugmyndin fyrir spilinu hafi komið segir hann: „Við erum vina- hópur og þetta var spil sem við spil- uðum okkar á milli lengi vel. Mig langaði alltaf að gera þetta að alvöru spili og það fór ár í að gera þessa hug- mynd að raunveruleika. Við fengum fullt af fólki til að prófa leikinn áður en hann var gefinn út og viðtök- urnar voru frábærar." Haukur segir að vinahópurinn gefi sjálfur spilið út og dreifi því en þó séu Sambíóin í samstarfi við þau. „Það vill svo vel til að það er einn vöruhönnuður, einn grafiskur hönnuður og þrívídd- arhönnuður í hópnum. Það hittir vel á því við getum þá gert allt sem þarf að gera sjálf. Vonandi verður þetta jólaspilið í ár,“ segir Haukur og hlær. Margir leikir sameinaðir Kvikmyndaspilið mun kosta 4990 krónur út úr búð og Haukur segir að ef fólk hafi áhuga á spilum yfir höfuð þá getur það spilað kvik- myndaspilið. „Það er til fullt af kvik- myndaleikjum sem fólk hefur verið að spila án borðs, eins og að skiptast á að koma með til- vitnanir í kvikmyndir og nefna allar myndir sem A1 Pacino hefur leikið í. Við reyndum að sameina alla þessa leiki í einn pakka. Það var helsta áskorun okkar.“ Aðspurður að því hvað honum finnist skemmtilegast við spilið segir Haukur: „Það sem mér finnst skemmti- legast er að velja einhverja mynd og sjá besta vin sinn eða mömmu sína leika atriði úr þeirri mynd. Það getur verið mjög fyndið af því að þú veist hvað hún er að leika og þá getur þú séð fyrir þér hvað það er en það getur verið erfitt fyrir aðra að skilja það.“ Á LAUGARDAGINN Nú eru nýir sleðar komnir í hús og af þvi tilefni ætlum við að hafa opið á morgun laugardag frá kl. 10-17. Komdu og kynntu þér allt það nýjasta frá POLARIS. Hlökkum til að sjá þig. Starfsfólk Storms VELTISTÝRI O „UPPGÖTVUN ALDARINNAR." Snowtrax 900 VÉLIN „T0GID ER ÓVIÐJAFNANLEGT." Snowgoer IQ™ IFS „MEÐFÆRILEGT 0G STÖÐUGT ÓLÍKT ÖLLUM ÖÐRUM." SnowTec Stormur ehf. vill vekja athygli á nauðsyn þess að nota hjálm og brynju. Haga skal akstri eftir eigin getu og aðstæðum, auk þess á akstur og áfengi enga samleið. STORMURm Kletthálsi 15, sími 577 1717

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.