blaðið - 18.11.2005, Page 39

blaðið - 18.11.2005, Page 39
blaðið FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 ÍÞRÓTTIR I 39 Knattspyrna: FIFA rannsakar blóðbað í Istanbul Upp úr sauð þegar Svisslendingar kepptu gegn Tyrkjum í Istanbul í leik um sæti í úrslitum HM í knatt- spyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar. Svisslendingar kom- ust áfram á mörkum skoruðum á útivelli og líkaði Tyrkjunum það illa svo slagsmál brutust út í göngum á leið til búningsklefanna. Hinn sviss- neski Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA, segir að málið verði rannsakað. „Ég segi þetta, ekki sem Svisslendingur heldur sem forseti sambandsins, að við munum bregðast harkalega við þessu.“ Ódrengilegt „Leikurinn getur ekki flokkast undir að hafa spilast drengilega“, segir Blatter. „Tyrkirnir höfðu mögu- leika á að vera góðir gestgjafar og sýna að hefnd á ekki heima í knatt- spyrnunni." Afleiðingarnar gætu orðið slæmar fyrir Tyrki því lög FIFA segja að allt eins mætti meina þeim að taka þátt í næsta stórmóti. „Rannsóknin mun einnig leiða í ljós hvort Svisslendingar brutu af sér.“ Varaforseti tyrkneska knattspyrnu- sambandsins, Sekip Mosturoglu sagðist ósáttur við ummæli Blatter. Hann sagði að Blatter tæki einhliða afstöðu en að tvær hliðar væru á málinu. BAÐSTOFAN DALVEGUR 4 201 KÓPAVOGUR SÍMI 564 5700 FAX 564 5701 Fyrsta höggið? Það síðasta sem sást frá leiknum á sjónvarpsskjám var þegar Svisslend- ingurinn Benjamin Huggel sparkaði í einn af þjálfurum tyrkneska liðsins. Fjölmiðlar þar í landi kenna spark- inu um lætin sem fylgdu. Tyrkneski sóknarmaðurinn Halil Altintop sem spilar með þýska liðinu Kais- erslautern reyndi að draga úr mál- inu. „Nokkrir af okkar leikmönnum brugðust of hart við eftir leikinn en ég er ánægður með að það hafi ekki orðið nein alvarleg slys á mönnum. Ég talaði við nokkra leikmenn í hinu liðinu sem ég þekki úr þýsku deildinni í klefanum eftir leikinn og þeir sögðu að allt væri í lagi.“ Breskir fjölmiðlar segja að lætin hafi fyrst byrjað þegar fyrrverandi varnarmaður Aston Villa, Alpay Ozalan, sparkaði í markaskorara Svisslendinganna. Alpay var einmitt sá sem lenti í útistöðum við David Beckham í undankeppni EM fyrir tveimur árum. Svisslendingar flýja í skjól eftir leikinn. Blóðugt Öllu lauslegu var fleygt í leikmenn svissneska liðsins úr áhorfenda- stúkunum þegar þeir gengu til bún- ingsklefa að leiknum loknum. Varn- armaðurinn Stephane Gritching þurfti svo að fara með á sjúkrahús með meiðsli í nára eftir áflog í göng- unum. „Gritchingvar allurblóðugur eftir að hafa fengið nokkur högg“, sagði samherji hans, Johann Lonfat, eftir atvikið. „Það var ráðist á okkur, þetta var ótrúlegt. Ég er ekki að tala um neina venjulega ögrun eins og tíðkast oft. Við bjuggumst vissulega við rafmögnuðu andrúmslofti, en ekki þessu. Þetta fór lengra en góðu hófi gegndi, mér var sagt að ég yrði skorinn á háls“, sagði Lonfat. Sviss- neska liðið flaug svo úr landi í lög- reglufylgd á flugvöllinn. Forseti FIFA segir að blóðug slagsmál eft- ir leik Sviss og Tyrklands verði rannsökuð. Smáauglýsingar 510-3737 Auglýsingadeild 510-3744 blaðið= ATTU ÞETTA EKKI SKILIÐ! Utipottar frá USA á frábæru verði KR. 149.000

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.