blaðið

Ulloq

blaðið - 18.11.2005, Qupperneq 46

blaðið - 18.11.2005, Qupperneq 46
461 FÓLK FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 blaöiö HEYRST HEFUR... HVAÐ FINNST ÞÉR? Af netmu Margir bíða spennir eftir að sjá hver næstu skref Morgunblaðsins verða en nýir og gamlir hluthafar segja að blásið verði til sóknar á næstunni. Þannig segir Krist- inn Björnsson varaformaður stjórnar að jafnvel megi búast við tíðindum eftir hluthafa- fund á þriðjudag. Ljóst er að risinn er að vakna af löngum svefni og forvitnilegt að sjá hver verða næstu skref, sem eig- endur segja að hafi að gera með útgáfu, dreifingu og prentun, auk þess sem þeir muni jafnvel snúa sér að ljósvakamiðlum í einhverjum mæli. . PAÐ ER MAÐUR PARMA INNI! Smáborgaranum finnst jafn þægilegt og næsta manni að setjast inn í bílinn sinn á köldum vetrarmorgnum, í stað þess að þurfa að norpa við Hlemm og bíða eftir strætó með menntaskólakrökkunum. Einkabíllinn gefur Smáborgaranum þá tilfinningu að hann hafi ríka stjórn yfir lífi sínu; „ég legg bara af stað þegar mér hentar og fer sko ekki eftir neinni stunda- töflu eins og smákrakki," gæti verið við- kvæðið. Svo má í bílnum hlusta á góða tónlist, drekka kaffi, jafnvel nota timann og hringja í vini og kunningja eigi maður þartilgerðan bflhringibúnað. Það er margt þægiiegt við að eiga einkabíl og fyrir tilvist þeirra geta smá- borgarar heimsins verið ævinlega þakk- látir. Þakklæti, hinsvegar, virðist yfirleitt ekki vera ofarlega á baugi í umferðinni. Það er voða vinsælt að flauta á þá öku- menn sem falla af einhverjum ástæðum flautandanum illa eða ekki í geð. Svo má steyta hnefann reiðilega, nú eða gefa gamla góða fokkmerkið. Fólk sem er að keyra er kannski oft orðið seint, búið að leita lengi að bflastæði og pirrað við stjórnmálamanninn sem er í útvarpinu. Guð má vita að þessi tiltekni Smáborg- ari hefur upplifað allar af ofantöldum kenndum við stýrið... og fleiri! Hann skilursamt ekki alla þessa reiði. Fólk kemur ekki svona fram hvert við annað úti á götu, nema kannski þegar það er fullt. Sá sem rekst utan í vegfar- endur á labbi niður Laugaveginn getur yfirleitt ekki átt von á dónalegum upp- hrópunum eða bendingum. Venjan er að biðjast afsökunar og halda sína leið. Þetta á við á fleiri stöðum þar sem fólk kemur saman. Smáborgaranum dettur ( hug að bílaillskan stafi kannski fyrst og fremst af samskipta- og samhengisleysi. Misskilningi. Sá sem sest bakvið stýrið gerir oft ekki greinarmun á ökutæki og manneskjunni í því. Það er allt annað að öskra af reiði á rauðan Audi en rauð- hærða Auði. Svo dæmi sé tekið. Því ætti að hafa hugfast að bakvið öll stýri sitja (vonandi) manneskjur, manneskjur með tilf inningar. Það ersamt í lagiað flauta ef manneskjurnar eru með stæla eða keyra eins og fávitar, sko. Baugsmiðlarnir fara mikinn vegna þess, að tæknileg bilun leiddi til þess, að ekki var unnt að sýna viðtal við Jón Ólafsson, kaupsýslumann kenndan við Skífuna, í Kastljósi á mánudagskvöld. Er furðulegt að fylgjast með því, hvílíku hugar- angri þetta hefur valdið þar á bæ. Hvernig skyldi þessu blessaða fólki hafa liðið í kvöld, þegar fréttatími Stöðvar 2 komst út með miklum harmkvælum? Og fyrsta fréttin var um, að á Reykjavíkurflugvelli væri vél, grunuð um flutninga fyrir CIA. Skyldi ekki einhvern samsæris- miðlanna hafa grunað, að CIA væri að trufla útsendingar Stöðvar 2? Eða voru þetta kannski ósköp mein- laus tæknileg vandræði? Björn Bjarnason á http://www.bjorn.is/ Óneitanlega læddist að manni sá grunur að hér væri á ferðinni eins konar leiksýning í boði Framsóknar- flokksins. Vel tímasett hjal, ekki síst í ljósi þess að um síðustu helgi var prófkjör hjá Framsóknarflokknum í Kópavogi þar sem konur guldu mikið afhroð miðað við það sem stefnt var að. Umræða nú um jafn- réttismál, þar sem félagsmálaráð- herra flokksins var til svara, gat því límt einhverja plástra á sárin. Mér sýnist að Framsóknarflokkur- inn sé nefnilega sá stjórnmálflokkur á tslandi í dag, þar sem innri órói er mestur með tilliti til baráttu kynj- anna. Og þarna fari konurnar hall- oka. Sagan segir að núverandi vara- formaður Framsóknarflokksins eigi þau fleygu orð að “staða konunnar sé á bak við eldavéliná’. Magnús Þór Hafsteinsson á http:// www.althingi.is/magnush/ Eins og menn muna kom hermálið nýjasta upp rétt fyrir síðustu kosn- ingar. Landsfeðurnir töldu þá ekki hollt fyrir þjóðina að vita af því fyrr en að kosningum loknum. í ljós kom auðvitað að ríkisstjórnin - en á var utanríkisráðherra Halldór sgrímsson - hafði aldrei gert ráð fyrir öðru en herinn yrði hér um aldur og ævi, og ekkert „plan B“ var til ef Kanninn vildi fækka í liðinu eða fá það allt heim. Hvað þá að til væri greinargerð og rannsóknir um raunverulegar þarfir íslendinga í varnar- og öryggismálum fimmtán árum eftir lok kalda stríðsins. Mörður Árnason á http://www.althingi.is/mordur/ Pað verður að segjast eins og er að skammstöfur. nýju fréttastöðvarinnnar, NFS er ekki eins þjál í munni og hjá bandarísku risunum CBS, NBC og CBS. Öllu máþóvenjast. Það er þó ákveðinn hópur suður með sjó sem þekkir skamm- stöfunina NFS mæta vel. Þetta er nefnilega skammstöfun fyrir Nemendafélag Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Spurning hvort þeir fari ekki í hart. Svo má auð- vitað spyrja hversu lengi hægt sé að nota orðið “nýjá’ lengi. Væntanlega eldist “Nýja frétta- stöðin” eins og annað í lífi hér - eða að menn ætla að hún verði svo skammlíf að það megi not- ast viðþetta nafn... En það er fleira að gerast í ljósvakaheiminum. Þannig er Hlynur Sigurðsson, fyrrverandi fréttamaður á Sjónvarpinu að fara af stað með nýtt fast- eignasjónvarp. Hlynur hefur verið n|eð slíka þætti á Skjá 1 í nokkárn tíma en núna dugir ekkert j|inna en heil sjónvarps- stöð. F|rsti útsendingardagur er í daf og miðað við óendan- legan fasteignaáhuga lands- ins þá má búast við að áhorf verði ekki minna en á nýju fréttastöðina... Guðmundur Steingríms- son sendir fyrrverandi samstarfsmönnum sínum á Sirkus tóninn í Fréttablaðinu í gær. Þar segist hannhafaorðið fyrir miklum vonbrigðum með að Kvöldþátturinn skuli hafa venð sleginn af og kennir óþolinmæði um. „Þeir hættu með þáttinn þegar hann var loksins að verða góður,“ segir hann. Guðmundur segist ekki vilja fara í neinn slag við yfir- menn Sirkus. „Ég er ekki að reyna að koma mönnum fyrir kattarnef með einhverjum vúdú dúkkum,“ segir hann. Þá vitum við það. eftir Jim Unger Ekki segja mér hvað þetta er fyrr en ég er búinn að borða. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG Hvað finnt þér um brottflutn- ing íslensks friðargæsluliðs frá norður Afganistan? „Ég fagna því. Þangað hefðum við auðvitað aldrei átt að fara. Ástandið þar er mjög ótryggt, og allra síst er það gæfulegt að senda þangað borgaralega starfsmenn, sem þó eru blandaðir inn í hernaðarleg verkefni, eru vopnaðir og bera hernaðarlega titla, og eru hluti af umsvifum herja á svæðinu. Slíkir menn eru að mínu viti miklu verr settir heldur en annað hvort hreinir og klárir hermenn, eða þá starfsmenn hjálparstofnana. Þessi samblöndun er mjög varhugaverð og það er umhugsUnarefni hvernig þessi mál hafa þróast hjá utanríkisráðuneytinu og íslenskum stjórnvöldum. Ég tel að endurskoða þurfi þessa hluti í heild sinni og hef ekki legið á þeirri skoðun minni að þessi mál hafi verið að þróast inn á ógæfulegar brautir.“ -------------------------------- Api Paris Hilton brjálast Húsið hennar Paris Hilton er í stórhættu á að breytast í dýragarð því hin ljóshærða stjarna hefur enn bætt við dýrasafn sitt. Þótt síðasta innleggið, apinn Baby Luv, sé sætur hefur hann nú bilast og réðst á Paris í nærfatabúð. Baby Luv hefur ekki alveg náð að læra hvernig á að sýna eiganda sínum ástúð, og þegar Paris tók Baby Luv með út að versla í undirfatabúðina Agent Provocateur, réðst hann á hana og beit og klóraði í andlitið. Að lokum varð að binda hann í einum mátunarklefanum meðan Paris kláraði að eyða 4000 dollurum í netsokka og blúndunærföt. Sama kvöld hélt apinn áfram að vera óþekkur þegar hann stakk af úr 21 árs afmælisveislu Kelly Osbourne, og 20 mínútur fóru í að leita að honum. Fyrr á árinu skipti Paris Chihuahua-hund- inum sínum Tinkerbell út fyrir Chihuahua-hundinn Bambi. Svo féll hún fyrir merðinum Cinderellu við tökur á auglýsingu í Paramount-stúdíóinu, og ættleiddi hann. Síðan þá hefur hún keypt 3 merði til viðbótar, þrátt fyrir að í Kalíforníu sé bannað að eiga þau dýr sem gæludýr. C Jim Ung*r/dist, by United Menia, 2001 aðdáendum skemmt Ozzy Osbourne beraði botninn þegar hann var að spila á sviði í tilefni af UK Music Hall of fame-verðlaunahátíðinni. Black Sabbath var ein af níu hljómsveitum og listamönnunum sem teknar voru inn í heiðursklúbbinn þetta árið. Áður en Ozzy girti niður um sig bux- urnar sagði hann áhorfendum: „Ég hef séð meira líf á líkvöku“. Á eftir hafði hann þetta um málið að segja: „Mér fannst að þau þyrftu eitthvað til að hressa sig aðeins við. Þetta var stórskemmtilegt11. Pink Floyd, The Who, The Kinks, The Eurythmics, Joy Division/New Or- der, Bob Dylan, Jimi Hendrix og Aretha Franklin voru öll heiðruð á hátíðinni. Útvarpsplötu- snúðurinn John Peel, sem dó á síðasta ári, var gerður að sérstökum heiðursfélagar. Sheila kona hans og bróðir hans Alan tóku við viðurkenningunni fyrir hans hönd. Alan sagði: „Ég vil fá að segja fyrir hönd Sheilu og allrar fjölskyldunnar hvílíkur heiður þetta er. Við erum bara örlítið döpur að snillingurinn sjálfur er ekki staddur hér með okkur H1 að njóta stundarinnar". Jack segist hafa að nota ei Jack Osbourne trúir því að skyldleiki sinn við Ozzy Osbourne hafi gert það að verkum að hann hafi hreinlega orðið að nota eiturlyf. í þættinum Entertainment Tonight sagði hann: „A einhvern undarlegan og hræðilegan hátt langaði mig til að verða dópisti. Af einhverjum ástæðum þráði ég að tilheyra þessum lífsstíl. Ég hélt það væri svalt að verða fullur og taka eitur- lyf - það er það sem ég hélt að maður ætti að gera. Eftir að ég gerði þetta allt vonaði ég svo að ég myndi deyja“. Jack hefur nú þegar farið í meðferð og verið laus við eiturlyf í yfir eitt ár.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.