blaðið - 19.11.2005, Side 12

blaðið - 19.11.2005, Side 12
12 I LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 blaöiö Óttast að ofbeldisverk færist í aukana Alvaro Uribe, forseti Kólumbíu, hefurfengið grœnt Ijós þings ogdómstóla til að bjóða sigfram á ný til embœttisins á nœsta ári. Óttast er að ofbeldisverk vinstri sinnaðra skœruliðafœrist í aukana í kjölfarið enforsetinn segir mikil- vægt að sitjafjögur ár til viðbótar til að binda endi á langvinnt borgarastríð í landinu. Stjórnarskrárdómstóll Kólumbíu hefur greitt veginn fyrir Alvaro Uribe forseta að bjóða sig fram á ný til embættisins í kosningum á næsta ári. 1 síðasta mánuði úrskurðaði dóm- stóllinn að forsetar gætu boðið sig fram til annars kjörtímabils en lýsti yfir áhyggjum af því að þeir kynnu að misnota stöðu sína í kosningabar- áttunni. Nú hefur dómstóllinn sam- þykkt reglur sem eiga að koma í veg fyrir slíka misnotkun. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur hinn íhaldssami Uribe greinilega mests fylgis til embætt- isins. Hann segist sjálfur þurfa að sitja í fjögur ár til viðbótar til að hrinda í framkvæmd harðri stefnu sinni gegn vopnuðum hópum og eiturly fj asmyglurum. Uribe hefur haldið því fram að breytingarnar á kosningalöggjöfinni séu nauðsynlegar en andstæðingar hans óttast að með endurkjöri fái for- setinn of mikil völd í hendurnar. Óttast er að ofbeldisverk vinstri- sinnaðra skæruliðahópa færist í auk- ana í kjölfar úrskurðarins en þeim er mjög í mun að koma í veg fyrir að Uribe sitji fjögur ár í viðbót. Uribe er einn af helstu bandamönnum banda- rískra stjórnvalda í Suður-Ameríku þar sem vinstri stjórnir hafa ný- lega tekið við stjórnartaumunum í mörgum löndum. f herferð gegn skæruliðum Alvaro Uribe Velez þykir harð- skeyttur hægrimaður sem hefur helgað stjórnmálaferli sínum barátt- Alvaro Uribe, forseti Kólumbíu, hefur helgað stjórnmálaferli sínum baráttunni gegn vopnuðum hópum skæruliða. unni við að losa þjóð sína undan oki uppreisnarmanna sem myrtu föður hans fyrir 20 árum. Hann komst til valda í maí 2002 með loforðum um að taka á skæruliðahópum sem hafa í rúma fjóra áratugi staðið í stríði gegn yfirvöldum. Hörð stefna hans afl- aði honum vinsælda en friðarferlið hefur gengið misvel í gegnum tíðina auk þess sem hann hefur verið gagn- rýndur fyrir aukið atvinnuleysi og áætlanir hans um skattahækkanir til að koma í veg fyrir fjárhagshallann. Hin harða afstaða hans gegn upp- reisnarmönnunum aflaði honum á sínum tíma 70% fylgis meðal Kólumb- íumanna sem voru orðnir þreyttir á stöðugu ofbeldi. Þegar rúmt ár var liðið af fjögurra ára kjörtímabili hans lagði hann vinsældir sínar að veði er hann hvatti fólk til að sam- þykkja umdeildar aðgerðir í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Aðgerðunum var ætlað að koma í veg fyrir efnahags- legt afhroð, auka öryggi og taka á þrá- látum spillingarmálum. Atkvæðagreiðslan fór á annan veg en hann hafði vonað og kjósendur samþykktu aðeins þær tillögur sem bönnuðu stjórnmálamönnum sem sakfelldir höfðu verið fyrir spillingar- ákærur að bjóða sig fram á ný. Niður- stöðurnar voru mikið áfall fyrir Uribe, veiktu mjög áhrif hans á þing- inu og hvöttu stjórnarandstöðuna til dáða. Vill binda enda á borgarastríðið I júní 2003 kynnti Uribe stefnu sína sem miðar að því að binda enda á Sendum jólapakkana tímanlega með Gjótuhraun 4 • 220 Hafnarfjörður • 535 8170 • www.hradi.is borgarastríðið í Kólumbíu. Með því að framfylgja henni hefur honum að vissu leyti tekist að halda aftur af skæruliðum en hefur jafnframt verið gagnrýndur fyrir að gera öryggissveitum auðvelt að fremja mannréttindabrot. I apríl á síðasta ári var ráðist til atlögu gegn skæruliðum í suðurhluta landsins í einum af stærstu hernaðar- aðgerðum í sögu landsins. Litill ár- angur hefur náðst í friðarviðræðum við skæruliða sem hafa haldið áfram mannránum og skæðum árásum sem gjarnan beinast gegn óbreyttum borgurum. Stærstu skæruliðasamtök landsins, Vopnaðar byltingarsveitir Kólumbíu (FARC), tóku föður Uribe af lífi árið 1983. Reynt hefur verið að ráða hann sjálfan af dögum nokkrum sinnum. hægri manna réðust til atlögu gegn þeim. Þá snéri FARC sér í auknum mæli að eiturlyfjasölu í því skyni að fjármagna baráttu sína. Sumir fréttaskýrendur telja að samtökin hafi misst sjónar á pólitískum mark- miðum sínum og að baráttuaðferðir þeirra hafi einnig breyst eftir til- komu eiturlyfjanna. Liðsmenn FARC eru um 16.000. Ahrif frá Kúbu Frelsisher þjóðarinnar (ELN) var stofnaður árið 1965 af mennta- mönnum sem voru undir áhrifum frá byltingunni á Kúbu. Frelsisher- inn ber ábyrgð á fjölda mannrána í Kólumbíu á hverju ári en hann notar mannránin til að fjármagna starf- semi sína. ELN beinir gjarnan spjótum sínum Eiturlyfjasmyglarar og landeigendur stofnuðu Sameinuðu sjálfsvarnarsveitir Kólumbíu til að takast á við mannrán og fjárkúganir uppreisnarmanna. Alvarlegasta tilræðið átti sér stað árið 2002 þegar reynt var að sprengja bíl hans í loft upp þegar hann var á kosningaferðalagi. Uribe slapp við meiðsli en þrír fórust og þrettán slös- uðust í sprengingunni. Vopnaðar sveitir í Kólumbíu Borgarastríðið í Kólumbíu hefur staðið í meira en fjóra áratugi. Að því koma einkum samtök vinstri sinnaðra skæruliða og sjálfstæðar hersveitir landeigenda sem starfa í skjóliyfirvalda. Stærstu samtökin Vopnaðar byltingarsveitir Kólumbíu (FARC) eru elstu og stærstu samtök vinstri sinnaðra uppreisnarmanna og ein ef efnuðustu skæruliðaher- sveitum í heiminum. Samtökin voru stofnuð 1964 þegar þau lýstu því yfir að takmark þeirra væri að fella ríkis- stjórnina af stalli og koma á marx- ískri stjórn í Kólumbíu. Aðferðir samtakanna breyttust á tíunda áratugnum þegar hersveitir SJÁLFSTÆÐISMENN í HAFNARFiRÐI: Hallur Helgason í 4. sætiö Framkvæmdamaöur úr menningarlífinu Stuöningsmenn að mikilvægum þáttum samfélags- ins svo sem olíuvinnslunni þar sem samtökin hafa ekki verið í stakk búin til að takast á við öryggissveitir á jafn- afdráttarlausan hátt og FARC. ELN voru einna öflugust um miðjan tíunda áratuginn en síðan hefur dregið mjög úr mætti þeirra meðal annars vegna árása hersveita hægri manna og stjórnarhersins. Samtökin hafa ekki tekið jafnmikinn þátt í eiturlyfjaviðskiptum og FARC. Þau hafa sýnt viðleitni til að semja frið síðan 1998 en stjórnvöld hafa hætt viðræðum við þau þar sem þeim þykir þau ekki sýna nógu einbeittan friðarvilja. Talið er að samtökin hafi á milli 3.000 og 5.000 hermenn á sínum snærum. Eiturlyfjasmyglarar og landeigendur Sameinaðar sjálfsvarnarsveitir Kólumbíu (AUC) voru stofnaðar árið 1997 af eiturlyfjasmyglurum og land- eigendum til að takast á við mann- rán og fjárkúganir uppreisnarmanna. AUC eiga upptök sin í sjálfstæðum her- sveitum eiturlyíjabaróna frá níunda áratugnum og segjast hafa tekið upp vopn til að verja sig þar sem ríldð hafi ekki megnað að gera það. Aðrir lita svo á að samtökin séu aðeins eiturlyfjahringur sem sækist eftir enn stærri hlutdeild á markaðinum. Styrkleiki og áhrifamáttur samtak- anna hefur aukist vegna tengsla þeirra við herinn og fjármögnunar landeigenda og fyrirtækja. AUC hefur staðið fyrir morðum á vinstri- mönnum sem hafa talað gegn þeim. Árið 2002 lýstu samtökin yfir vopna- hléi og hófu friðar-viðræður við yf- irvöld á síðasta ári. Nokkur þúsund hermenn hafa verið kvaddir heim í kjölfar viðræðnanna en engu að siður hefur verið mikið um brot á vopnahléinu. Talið er að samtökin hafi um 10.000 hermenn á sínum snærum. Öll samtökin eru á listum Banda- ríkjanna og Evrópusambandsins yfir hryðjuverkahópa.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.