blaðið

Ulloq

blaðið - 19.11.2005, Qupperneq 25

blaðið - 19.11.2005, Qupperneq 25
blaðið LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 VIÐTALI 25 Varstu erfitt barn? „Ég var gífurlega ofvirkur og fyrir- ferðarmikill, en amma gætti mín mjög vel og gerði allt sitt til að fá mig til skilja það góða og fallega í lífinu." Hefur þér tekist flestallt sem þú hefur ætlað þér? „Á bítlatímanum reyndi ég að verða hippi en tókst það ekki. Ég var of hugmyndaríkur og sá alltaf við- skiptamöguleika í stöðunni. Ég fór til Kristjaníu og sá hana fyrir mér sem bisnessfyrirtæki. Á þriðja degi sögðu menn við mig: „Jón minn, þú átt ekki heima hérna“. Það eina sem mér hefur mistekist á afgerandi hátt í lífinu var að verða hippi.“ Sögusagnirum dópsölu ogdópneyslu eru sífellt í gangi. Er ekki erfitt að hafa slíkar sögusagnir á bakinu? „Það sem skiptir máli er þetta: Ég fór út af sporinu á tímabili. Þannig var það og ég viðurkenni það. Ég er betri maður vegna þeirrar reynslu. Það að fara út af sporinu og rata síðan aftur réttu leiðina hlýtur að vera gott fordæmi fyrir þá sem lenda í því sama. Við þá mætti segja: „Þið getið valið um að vera þar sem þið eruð núna eða reynt að gera eitthvað af því sem Jón Ólafsson gerði". Væru þetta ekki góð skilaboð til æskunnar í stað þess að tönglast á því að ég sé óal- andi og óferjandi og hafi ekki átt skilið að ná árangri í lífinu? Ég vona að enginn þurfi að ganga í gegnum það sem ég þurfti að gera að þessu leyti. Erfiðast hefur þetta þó verið fyrir konu mína og börn. Þeir menn sem stunduðu þennan málflutning sáust ekki fyrir. Þeim hefði verið sama þótt þetta tal hefði leitt fjölskyldu mína í gríðarlega erf- iðleika. Sem betur fer fór það ekki þannig, en Guð einn veit hvað hefði getað gerst.“ Svart hvíta hetjan Hver stendurðu ípólitík? „Sennilega er ég enn flokksbund- inn í Sjálfstæðisflokknum því ég hef aldrei sagt mig formlega úr flokknum. Ég hef hins vegar ekki kosið í kosningum í nokkur ár. Ég er lýðræðissinni og tel farsælast að hér verði við lýði tveir stórir flokkar sem skiptast á að leiða ríkisstjórnir. Ég lagði mitt lóð á vogarskálar til að Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið sameinuðust. Ég taldi æskilegt að til yrði stórt stjórnmála- afl sem mótvægi við Sjálfstæðis- flokkinn. Lýðræði felst ekki í því að eitt afl sé alltaf við völd. Þá þurfum við ekki flokka. Þá þurfum við bara einn flokk - Flokkinn.“ Það vakti athygli þegar Ingibjörg Sólrún mœtti í útgáfuteiti til þín. Einhverjum þótti það ekki ekki við hæfi. „Af hverju? Ég er manneskja eins og allar aðrar manneskjur, Ingi- björg Sólrún er líka manneskja. Megum við ekki tala saman af því að ég sinni viðskiptum og hún er í stjórnmálum? Hún er stjórnmála- skörungur og ég óska henni alls fóðs í því starfi. Mér finnst Halldór sgrimsson einnig með traustustu stjórnmálamönnum sem við höfum átt. Ég tel að Geir Haarde sé farsæll stjórnmálamaður og er viss um að hann á eftir að leiða flokkinn til frama. Hann er laus við fordóma og hefur heiðarleikann að leiðarljósi. Steingrímur J. er sömuleiðis gegn- umheill maður. Þetta fólk má allt tala við mig og ég má tala við það. Það er sagt að ég eigi Ingibjörgu eða að hún eigi mig. Það er langt frá því. Ég hef aldrei rétt henni eitt né neitt. Ég gerði einu sinni tilraun til að fá hana til að gera mér greiða en hún gerði það ekki.“ Hverjar eru tilfinningar þinar til Davíðs Oddssonar? „Hann var hetjan mín. Hann var einu sinni í lit, nú er hann orðinn svart-hvíta hetjan mín.“ 99.................................................. „Það að fara út afsporinu og rata síðan aftur réttu leiðina hlýtur að vera gott fordæmi fyrir þá sem lenda íþvísama Þú telur að hann hafi lagt stein í götu þína? „Ég hef aldrei velt mér upp úr því hvað aðrir eru að gera eða hugsa því ég hef verið mjög einbeittur í því að sinna verkefnum mínum. Þegar ég les bókina okkar Einars og það sem aðrir segja þá er tónninn mjög skýr. Ég sé hluti í samhengi og hugsa: Já, svona var þetta. Nið- urstaða bókarinnar er sú að Davíð Oddsson hafi svifið yfir vötnum. Ég hef aldrei óskað eftir því að eiga í útistöðum við hann. Sjálfstæðis- flokkurinn úthýsti mér, ég úthýsti ekki flokknum." Andleg leit Finnst þér erfitt að búa á Islandi vegna neikvæðs viðmóts? „Að vissu leyti en samt finnst mér gott að vera hérna. Ég elska þetta land. Besta fólk í heimi býr í sveitum íslands. Það er alvöru fólk. Svo jafnast ekkert á við íslenska náttúru og hef ég þó séð margt.“ Hvernig lífi lifirðu? „Ég vakna snemma á morgnana og bestu stundirnar eru þegar ég horfi á sólina koma upp. Ég vinn mikið og á erfitt með að hægja á mér en vonandi kemur að því að ég læri það.“ Ertu einfari? „Líklega er ég það. Samt hef ég gaman af fólki. En ég þarf alltaf ákveðinn tíma fyrir sjálfan mig og þá leita ég inn á við.“ Ertu að tala um andlega íhugun? „Já, ég hef stundað hana og geri jóga æfingar sem henta mér vel.“ Margir líta fyrst ogfremst á þigsem jarðbundinn peningahyggjumann en það erþá önnur hlið áþér? „Já, hún er þarna. Einu sinni á ári fer ég til Austurlanda, aðallega Taílands og Indlands. Þar er kyrrð og ró sem heillar mig. Þegar ég er á Islandi kem ég daglega tíu hlutum í verk. Á Englandi ekki nema tveimur til þremur, því kerfið er svo þungt og fjarlægðir miklar. í Austurlöndum kemur maður bara einum hlut í verk. Það er gott að kynnast slíku lífi og vinna að því að öðlast sem mesta hugarró." kolbrun@vbl.is FÁNÝTUR FRÓÐLEIKUR SÖGUK TÓIVIASAR FRÆMDA METSÖLUBÓK UM ALLAN HEIM ÚLFABRÓÐIR Michelle Paver Þýðandi: Salka Guðmundsdóttir Töfrandi barna- og unglingabók, sem höfðar ekki síður til fullorðinna. Úlfabróðir flytur þig mörg þúsund ár aftur í tímann inn í myrkan heim Skógarins þar sem töfrar náttúrunnar og ógnir frumaflanna ráða ríkjum. Bókin hefst á því að Torak horfir á föður sinn deyja. Andlátsorð hans senda Torak af stað í leit að Fjalli alheimsandans. Aðeins þar getur Torak fundið þann kraft sem hann þarf á að halda til að geta sigrast á ófreskjunni sem drepur jafnt menn og dýr. Höfundurinn, Michelle Paver, hefur m.a. sótt efnivið skáldsögunnar til ferða sinna um (sland. Úlfabróðirer fyrsta bókin af sex í sagnabálknum „Sögur úr myrkum heimi" og hefur kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott keypt kvikmyndaréttinn að öllum sex bókunum. Stuðmaðurinn Tómas M. Tómasson fer hér á kostum í frásögn sinni af poppurum og öðrum kynlegum kvistum sem hann hefur komist í kynni við á sinni viðburðaríku ævi. Persónugalleríið er fjölbreytt og inniheldur allt frá heimsfrægum erlendum tónlistarmönnum yfir í hina íslensku hvunndagshetju. Þetta eru sögur sem gott er að grípa í og lesa sjálfum sér til skemmtunar, en ekki siður til að deila með öörum í góðra vina hópi. Góð bók til að hafa á náttborðinu eða taka með sér i ferðalagið, fjölskylduboöið eöa partíið. „SögurTómasar frænda af afrekum islenskra poppara eru ekki einasta óborganleg skemmtilesning heldur aukinheldur ómetanleg heimild um stórkostlega vanmetinn cjeira íslenskrar menningarsögu. Þessi bók mun verða eitt af grundvallarritum lslandssögu komandi kynslóöa.“ Daviö Þór Jónsson „Þetta er töff hjá Tómasi. Tómas og Friðrik hafa fundiö skemmtilegan vinkil á íslandssöguna.“ Kristján Þorvaldsson ritstjóri i X X „Besta bók sem ég hef séð.“ Gisli Helqason „VEL SOGÐ SKEMMTUN“ Ingólfur Júlíusson, Blaöiö. Vissir þú að ... Bill Wyman, bassaleikari The Ftolling Stones, átti í ástarsambandi við fyrirsætuna Mandy Smith þegar hún var einungis 13 ára, með fullu samþykki móður hennar. Hann var þá 47 ára. Sex árum síðar giftust þau en skildu innan árs. Stuttu síðar giftist Stephan, sonur Bills, móður Mandyar. Var Stephan þá orðinn stjúpfaðir fyrrverandi stjúpmóður sinnar. EfBill og Mandy hefðu ekki skilið, hefði Stephan verið tengdafaðir föður síns og sinn eigin afi. Þetta er aðeins einn af um 3.200 fróðleiksmolum sem fram koma í þessari óvenjulegu og skemmtilegu bók. Hægt er að lesa og hlusta á valda kafla úr bókunum á www.baekur.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.