blaðið - 02.12.2005, Síða 6

blaðið - 02.12.2005, Síða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 blaöiö Barnamenningarverðlaun: Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins: Þórunni Björnsdóttir veitt Barnamenn- ingarverðlaun í gær afhenti Kári Stefánsson, for- stjóri íslenskrar erfðagreiningar Þórunni Björnsdóttur, kórstjóra Barnakórs Kársnesskóla Barnamenn- ingarverðlaun Velferðarsjóðs barna á Islandi. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í gær, og ásamt verðlaunafé sem nemur einni milljón króna fylgir verðlaununum gripur sem hannaður og smíðaður er af Dýrfinnu Torfa- dóttur. Með verlaununum er Þór- unni þakkað 30 ára farsælt starf við kórstjórn í Kársnesskóla sem skipað hefur kórnum á bekk með bestu barnakórum í Evrópu, og þótt víðar væri leitað. Verðlaunaféð verður nýtt til að hljóðrita efni sem kórinn hefur frumflutt. Fleiri aðilar nutu Þórunn veitir verlaununum viðtöku úr hendi Kára Stefánssonar í húsnæði (slenskrar erfðagreiningar. gjafmildi Velferðarsjóðsins í gær og hlutu Hrókurinn, BUGL, íslensku- skólinn á netinu og Hjálparstarf Kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd eina milljón króna í styrk. ■ OfjTJJ'fj. jjfij fÍJ q fj.ooj 11 f: .fi.TJ OTj.i iffi J m 4u\ EK Varúð! Mjög öflugur illjöllfngg -hreinlega sterkari Dreifing: BéBé Vöruhús ehf. Sími 512-3000 Leysir upp erfiðustu óhreinindi svo sem fitu, sót, olíu, túss, blek og tjöru. Almannatryggingakerfið þarfnast grundvallar endurskoðunar íslendingar hafa dregist aftur úr öðrum þjóðum í þjónustu við öryrkja. Kaupmáttur þeirra hefur ekki hækkað í samrœmi við al- menna kaupmáttaraukningu. Atvinnuleysisbótakerfið og félags- þjónusta sveitarfélaganna hafa ýtt fólki með óbeinum hætti inn í örorkulífeyriskerfið. Þetta kemur fram í skýrslunni Örorka og vel- ferð á íslandi sem Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla íslands, tók saman og kynnt var á sérstökum blaðamannafundi í gærmorgun. Tekjur öryrkja hafa hækkað minna en tekjur almennings í landinu síð- astliðin tíu ár. Skattbyrði stóreykst I skýrslu Stefáns Ólafssonar kemur fram að stjórnvöld hafi brugðist í tveimur meginatriðum þeim mark- miðum semíög gera ráð fyrir þ.e. að tryggja fötluðum jafnrétti og sam- bærileg lífskjör við aðra þjóðfélags- þegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Hann bendir á að lífeyrir almannatrygginga hafi ekki hækkað í samræmi við aðrar launahækkanir í landinu og að á síðustu tíu árum hafi skattbyrði öryrkja stóraukist. í því samhengi kemur fram að öryrkjar með lægstu tekjur hafi verið skattlausir á fyrri hluta tímabilsins frá 1995 til 2004 én greiða í dag. umtalsverðan skatt af tekjum sínum vegna raunlækkunar skattfrelsismarka. Þá koma íslend- ingar illa út í samanburði við önnur OECD ríki hvað varðar þjónustu við öryrkja og útgjöld til örorkumála og eru að því leyti á svipuðu reki og Portúgal. Falleinkunn Sigursteinn Másson, formaður Ör- yrkjabandalagsins, segir að skýrslan sýni ótvírætt hversu illa sé búið að öryrkjum hér á landi. „Við erum BMi6/Cúndi Skýrslan er falleinkunn fyrir fslendinga í málefnum öryrkja samkvæmt Sigursteini Mássyni, formanni Öryrkjabandalagsins. í hópi þeirra sem eru með lægstu tekjur öryrkja og við erum klárlega I hópi þeirra sem hafa sem minnstu starfsendurhæfinguna. Við erum búin að tapa öllum samanburði ekki bara við Norðurlöndin heldur Norður-Evrópu. Þessi skýrsla er einfaldlega falleinkunn og þá ekki bara fyrir stjórnvöld heldur fyrir samfélagið í heild.“ Sigursteinn segir endurhæfingarstarf á Islandi vera i skötulíki sem hindri að öryrkjar komist aftur út á vinnu- markaðinn. Þá bendir hann á að eng- inn hvati sé til staðar í atvinnulífinu til að styðja við bakið á öryrkjum. „Við erum búin að byggja upp svo andstyggilegt tekjutengt örorku og almannatryggingakerfi sem að bein- línis þrýstir fólki til aðgerðarleysis. Þrýstir fólki til að vera um langan tíma og alla ævi inní þessu kerfi. Læst inni í því. I stað þess að vera Kjaramál Sjúkraliðar boða til verkfalls Sjúkraliðar sem starfa hjá sveitarfélögum samþykktu í gærkvöldi að fara í verkfall þann 17. desember næstkomandi verði ekki búið að ganga frá kjarasamn- ingum við Launanefnd sveitarfé- laganna fyrir þann tíma. For- maður Sjúkraliðafélags íslands vonast til þess að hægt verði að ganga frá samningum áður en til verkfalls kemur. Samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta Verkfall var samþykkt með 97% greiddra atkvæða en 3% voru á móti. A kjörskrá voru 189 en 131 nýttu at- kvæðisrétt sinn. Verði ekki búið að ganga frá samningum við sveitarfé- lögin fyrir 17. desember næstkom- andi muna sjúkraliðar á landsbyggð- inni því leggja niður vinnu. Að sögn Kristínar Á. Guðmundsdóttur, formanns Sjúkraliðafélags Islands, standa vonir til þess að hægt verði að ganga frá samningum áður en til þess kemur. I gær var fýrirhug- uðum fundi Launanefndar sveitarfé- laganna og Sjúkraliðafélags Islands frestað fram á mánudag að beiðni Launanefndar. I fyrrakvöld náðust BI06Í6/FMÍ samningar við Reykjavíkurborg en þeir eru á svipuðum nótum og þeir samningar sem gerðir voru við ríkið. Komi til verkfalls mun það því ekki ná til þeirra sjúkraliða er vinna á höfuðborgarsvæðinu. ■ með hér öflugt endurhæfingarkerfi sem byggir á því og þeirri grund- vallarhugsun að það vilja allir hafa hlutverk í lífinu og það eiga allir að hafa hlutverk,“ segir Sigursteinn og bætir við „við eigum alveg að geta tekið þetta fyrir í heild sinni. Hent þessum almannatryggingalögum og búið til ný og endurskoðuð lög um málefni fatlaðra og síðan bætt duglega í málaflokkinn.“ ■ Karlar um borð: Boðað til að- ljóðlegrar karlaráðstefnu Karlar komu saman í Salnum í gær á ráðstefnu sem bar yfir- skriftina „Karlar um borð“. Árni Magnússon félagsmálaráðherra setti ráðstefnuna sem einungis körlum var boðið til. Þó var gerð undantekning með Frú Vigdísi Finnbogadóttur sem ávarpaði gesti og sat ráðstefn- una sem verndari og heiðurs- gestur. Á meðal þeirra sem ávörp fluttu voru Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, Bjarni Ármanns- son forstjóri íslandsbanka og Ingólfur V. Gíslason, sviðstjóri hjá Jafnréttisstofu. I lok fundar stjórnaði sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason pallborðs- umræðum þar sem ungir menn úr stjórnmálaflokkunum og reynsluboltar úr jafnréttis- málunum ræddu jafnréttismál út frá sjónarhorni karla. Karlar axli aukna ábyrgð Árni Magnússon bar svo upp ályktun á fundinum þar sem meðal annars var hvatt til þess að karlar axli aukna ábyrgð á jafnrétti kynjanna. Fram að þessu hafi konur borið hitann og þungann af jafnréttisbarátt- unni, en jafnréttismálin eigi ekki eingöngu að vera kvenna- mál. Jafnframt skoraði ftrndur- inn á karla heimsins að taka jafnréttismálin föstum tökum og mæta til íslands á haust- dögum 2006, þar sem haldin verður alþjóðleg ráðstefna um karla og jafnréttismál.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.