blaðið - 02.12.2005, Side 16

blaðið - 02.12.2005, Side 16
16 I SKOÐUW FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 200S blaöiö Hvað ætlar þú að gera til að efla mannréttindi? 1 næstu viku, þann ío. desember nk., er alþjóðlegi mannréttindadagur- inn haldinn hátíðlegur. í ár eru 57 ár liðin frá þvi Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt. Á sama tíma standa yfir á Alþingi umræður um fjárlagafrumvarp ársins 2006. Margir fslendingar og mannréttindastofnanir í Evrópu fylgjast með furðu með þróuninni hér á landi; meðan aðrar mannrétt- indastofnanir undirbúa hátíðahöld vegna mannréttindadagsins, blasir lokun við Mannréttindaskrifstofu íslands vegna þess að ekki fæst nægt fé til starfseminnar. Þetta er dapur- legt ástand. Vil ég því hvetja alla þingmenn til að beita sér fyrir því að beinn fjárstuðningur til Mann- réttindaskrifstofu íslands verði tryggður en skrifstofan hefur um ára- bil unnið að eflingu mannréttinda hér á landi, - þar til fyrir skömmu - með opinberum stuðningi. Um daginn var haldin ráðstefna i Ráðhúsi Reykjavikur undir yf- irskriftinni „Hvað getur ungt fólk lagt að mörkum til friðar- og mannréttinda á 21. öldinni sem einstaklingar?“ Soka-gakkai (Búdd- istafélagið) hafði frumkvæði að skipulagningu ráðstefnunnar, í samstarfi við UNICEF, Rauða kross- inn o.fl. Ráðstefnan var fjölmenn og mér fannst stórkostlegt að sjá hversu virkan áhuga ungt fólk hefur á mannréttinda- og friðarmálum og hversu áfjáð það er í að að leggja sitt af mörkum. Ljóst er að framtíð þjóð- arinnar er björt ef hún er falin þessu kraftmikla hugsjónafólki. Ég fékk tækifæri til að segja nokkur orð sem gamlamenni, svo ég deildi speki minni með ungmenn- unum. Hún er sú að mannréttindi eru ekki eins fjarlæg og fræðileg og margir halda, heldur eru þau áþreif- anleg og persónuleg. Mannréttinda- yfirlýsingin S.þ. er kannski tákn um háleit markmið en birting mannrétt- indamála er í raun oftast mjög áþreif- anleg og persónuleg. Þau varða mig eða þig. Við þurfum að vera vakandi og láta mannréttindamál okkur Toshiki Toma, prestur irmflytjenda varða í daglegu lífi okkar. f þessu samhengi er það áþreif- anlegt mannréttindamál dagsins hvort MRSÍ getur haldið áfram mik- ilvægri starfsemi sinni eða ekki. f Vestur-Evrópu er engin þjóð sem ekki heldur úti sjálfstæðri mann- réttindastofnun. Fyrir smáþjóðfélag eins og ísland, er bersýnilega nauð- synlegt að ríkið styðji Mannréttinda- skrifstofuna fjárhagslega án þess þó að vilja hafa áhrif á starf hennar. Ef MRSI þarf að leggja upp laupana verður engin sjálfstæð mannrétt- indastofnun héríendis er starfar að mannréttindum á heildstæðan hátt. Hvert verður svarið þegar komandi kynslóð spyr; „Af hverju eigum við enga sjálfstæða mannréttinda- stofnun á fslandi?”. Ég treysti þingheimi til að koma í veg fyrir að Mannréttindskrifstof- unni verði lokað. Jafnframt vil ég biðja alla í þjóðfélaginu um að fylgj- ast með fjárlagafrumvarpinu og framtið MRSÍ en starfsemi hennar snýst um að vernda réttindi OKKAR. Sérstaklega vil ég hvetja ungt fólk til að skoða málið og taka þátt í að efla virðingu fyrir mannréttindum á fslandi. Þetta er þjóðþrifamál og hvert og eitt ykkar getur lagt sitt mörkum. ■ Athugasemd við frétt Blaðsins um flugvallarkönnun F-listans. Linkindin gagnvart fangafluginu f frétt Blaðs- ins 30. nóv- ember sl.um könnun sem IMG Gallup gerði fyrir borgarstjórn- arflokk F-list- ans er reynt að breiða yfir þann mikla stuðning sem Ólafur F. staðsetning Magnússon, flugvallarins í Vatnsmýri hefur meðal borgar- búa. Ætla mætti af forsíðufrétt Blaðsins að fleiri vildu flugvöll- inn til Keflavíkur en að hafa hann áfram í Vatnsmýrinni. Því fer víðs fjarri. Af öllum kostum sem spurt var um vildu 47,7% hafa völlinn áfram í Vatnsmýri, 23,1% í Kefla- vík, 5,8% á Lönguskerjum, 12,8% á tilgreindum stað annars staðar og 10,5% á ótilgreindum stað. Áf þeim sem sögðust vilja að völlurinn færi úr Vatnsmýrinni en nefndu aðra staðsetningu en Kefla- vík sögðust 37,6% frekar vilja hafa völlinn í Vatnsmýrinni en að flytja hann til Keflavíkur, en 62,4% vildu frekar að hann færi til Keflavíkur. Meginniðurstaða könnunar- innar er því sú að aðrir kostir en Vatnsmýri og Keflavík hafa sáralít- inn stuðning en ef velja þarf milli Vatnsmýrar og Keflavíkur vilja 59% hafa völlinn áfram í Vatnsmýr- inni en 41% vilja flytja hann til Keflavíkur. Ég leyfi mér að benda lesendum Blaðsins á að könnunina í heild má lesa á heimasíðunni xf.is Virðingarfyllst ÓlafurF. Magnússon, oddviti F-listans í borgarstjórn. ríkisráðherra Bretlands, á blaðamanna- fundi með í t ö 1 s k u m starfsbróður sínum, Gina- franco Fini, að hann hefði sent Banda- ríkjamönnum formlegt bréf Össur og krafist Skarphéðinsson skýrra svara. Bréfið sendi hann skv. ósk kollega sinna, utanríkisráðherra Evrópusam- bandsins. Nýi þýski utanríkisráðherr- ann, Franz-Walter Steinmeier, hyggst jafnffamt taka málið sjálfur upp við bandarísk stjórnvöld þegar hann fer í sína fyrstu opinberu heimsókn vestur um haf innan skamms. f þessu ljósi er vægast sagt fráleitt að halda því fram að íslensk stjórn- völd hafi gengið lengra og staðið sig betur en stjórnvöld annarra þjóða við að upplýsa málið. En það gerði Siv Frið- leifsdóttir i fréttum í dag, eftir fund utanríkismálanefndar með embættis- mönnum utanríkisráðuneytisins. Ekkert kom fram á þeim fundi sem benti til að sú staðhæfing ætti rétt á sér - enda mótmæltum við Stein- grímur Jóhann Sigfússon því báðir í viðtölum við Ríkisútvarpið og aðra miðla. Þvert á móti virðist mér að ut- anríkisráðuneytið fylgist ekki nægi- lega vel með málinu - og mér finnst það ekki standa sig nógu vel. f þessu máli skiptir miklu að um- ferð meintra fangaflugvéla hefur verið svo mikil um fsland að erlend stórblöð hafa kveðið svo fast að orði að fsland sé miðstöð fangaflugsins. Ég hef ekki aðstöðu til að dæma um það. Slíkar staðhæfingar virtra blaða ættu hins vegar að ýta hressilega við utanríkisráðuneytinu og vera því ögrun til að rannsaka þetta ljóta mál miklu betur. í nokkrum löndum eru þegar búið að ýta úr vör rannsóknum á meintum lögbrotum. Spænska lögreglan er til dæmis önnum kafin við að rannsaka brot á spænskum lögum og hefur þegar fundið nöfn 40 meintra CIA- agenta sem eru grunaðir um að hafa tekið þátt í leynilegu flugi með fanga um spænska lögsögu. Þýskaland og ftalía hafa byrjað samskonar rann- sókn. Afhverju ekki fsland? Rannsókn lögreglu í þessum löndum er byggð á því að það er brot á þeirra eigin lögum, á alþjóðalögum, og alþjóðlegum mannréttindasátt- málum, að taka þátt í hvers kyns at- hæfi sem tengist pyntingum. f sland er aðili að þessum sömu sátt- málum. Samkvæmt íslenskum lögum nær refislögsaga í málum sem tengjast pyntingum út fyrir fsland. íslenskum stjórnvöldum ber að rannsaka hvort, og hverjir, hafi hugsanlega brotið um- rædd lög og alþjóðasáttmála, og gera það sem í þeirra valdi stendur til að draga þá fyrir dómstóla hér á landi. Nú liggur fyrir rökstuddur grunur um að tilteknar flugvélar, sem hafa farið um fsland, kunni að tengjast ólögmætum fangaflutningum. All- staðar í heiminum eru þessar fregnir teknar alvarlega. Evrópuráðið hefur sérstakan rannsóknarmann, sem er að skoða flutningana út frá þessum grun. Hér á fslandi segja hins vegar ráðamenn og þingmenn úr bæði Sjálf- stæðisflokki og Framsóknarflokki að þetta sé bara sögusveimur - og óstað- festar fréttir. Geir H. Haarde sagði á Alþingi um daginn að mannréttindi væru algild. En afhverju framfylgja þá íslensk stjórnvöld ekki íslenskum lögum og láta rannsaka hugsanleg tengsl ís- lands við málið? Heimatökin eru þó hæg. Skráningarnúmer og eigendur flugvélanna liggja fyrir. Er hugsanlegt að íslensk stjórnvöld vilji ekki styggja Bandaríkjamenn vegna varnarviðræðnanna? össur Skarphéðinsson http://web.hexia. net/roller/page/ossur// Meint brot CIA á alþjóðlegum samn- ingum og lögum fjölmargra ríkja vegna fangaflutninga til landa sem vitað er að beita pyntingum við yf- irheyrslur eru orðnar að pólitísku stórmáli víðs vegar um heiminn. Evr- ópusambandið og Evrópuráðið, sem einkum beitir sér á sviði mannrétt- inda, hafa tekið mjög fast á málinu. f dag upplýsti svo Jack Straw, utan- U & -c 9p'^ j 09 »h Burton snjóbrettavörur iiboðin- S: 5200 200 MÁN- FÖS. Htrð-18. LAU. KL. 10-14 FAXAFENI 7 www.gap.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.