blaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 26
26 I TRÚMÁL OG HEIMSPEKl FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 UaöÍA Verðlaunabók vikunnar í boði Bókmenntafélagsins Aðgengilegt yíirlitsrit írá íöður sálgreiningarinnar Verðlaunabók í rökþraut þessarar viku er hin ágæta Um Sálgrein- ingu eftir austurríska töffarann Sigmund Freud. Um Sálfræði er samansafn fimm fyrirlestra sem Freud flutti í Bandaríkjunum árið 1909. Fjallar hann þar um mörg höf- uðatriði sálgreiningarinnar; um eðli móðursýki, tilfinningalíf barna og túlkun drauma. Dr. Símon Jóh. Ág- ústsson ritar ítarlegan inngang um ævi, störf og kenningar Freuds og segir þar m.a: „Er mikill fengur að fá þessa litlu bók á íslensku. Hún er eitt besta dæmi þess, hve alþýðlega og skilmerkilega Freud gat ritað, þegar hann var í essinu sínu. Öllum, sem kynnast vilja ritum Freuds, er ráðlegt að byrja á því að lesa þetta stutta yfirlit. Ekki er úr vegi að benda á, að jafnan er betra að lesa rit mikils hugsuðar sjálfs en jafnvel bestu framsetningu annarra á kenn- ingu hans.“ haukur@vbl.is Sigmund Freud með vindilinn góða. Hann hefði sjálfsagt getað lesið eitthvað úr því ágæta fallosartákni. SÖLUMENN ÓSKAST Rökhornið! Umsjón: Haukur Magnússon, BA í heimspeki. Hinn venjulegi umsjónarmaður rökhornsins, Hrafn Ásgeirsson, er þessa dagana staddur í rannsóknarleiðangri vestur í Bandaríkjunum og hefur því eftirlátið undirrituðum stjórn þess þessa vikuna. Hrafn snýr aftur í næstu viku með ferskar bandarískar rökþrautir í farteskinu. Mikil undur mátti annars merkja í úrlausnum á rökþraut vikunnar þetta skiptið, því svo virðist sem nýr rök-meistari sé að spretta fram á sjónarsviðið. I það minnsta átti Lárus L. Hilmarsson það besta af fjölda svara sem bárust þessa vikuna - en hann var einmitt verðlauna- hafi síðustu viku að auki. Því er hann nú stoltur eigandi Samdrykkju Platons, að auki við verðlaunabók síðustu viku, en svar hans í þetta skiptið hljóðaði svo: Við lestur gátunnar getur maður hvort sem er litið svo á að fullyrð- ingin sé rétt eða röng. í þessari fullyrðingu er talað um „Engan kött“ sem sjálfstæða einingu. Ef til vill er það rangt og þar af leiðandi fullyrð- ingin röng í heild sinni. Aftur á móti getum maður litið svo á að það sé til einhver vera til með þrjár rófur sem nefnist „Enginn köttur “og einnig að það sé til vera með fjórar rófur sem nefnist „Allir kettir". Svo er það okkar að velja hvort við kjósum að trúa því hvort það sé til sjálfstæð vera sem heitir „Enginn köttur" og þar af leiðandi hvort það sé til vera sem heitir „Allir kettir". Gáta vikunnar: Gáta vikunnar samanstendur af sýnilega falskri niðurstöðu sem dregin er af tveimur forsendumsetningum: Fi: Ekkert er betra en hamingja. F2: Skinkusamloka er betra en ekkert. N: Skinkusamloka er betra en hamingja. Svör sendist á haukur@vbl.is Tilvitnunin! Vegna aukinna umsvifa óskar Blaðið eftir sölumönnum í fulla vinnu. Um er að ræða skemmtilegt starf hjá fyrirtæki í örum vexti með skemmtilegu fólki. Góðir tekjumögu- V leikar fyrir gott fólk. I Blaðið Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur Umsoknir sendist á atvinna@vbl.is auglysingar@vbl.is blaðiö= „Á mannamótum er því oft haldið fram að virða beri skoðanir ann- arra. Aldrei hef ég samt heyrt nokk- urn mann færa rök fyrir þessum boðskap. Vafalaust þykir fólki það óþarft, augljóst sé hvað við er átt og engin þörf á að rökstyðja það: allir hljóti að samsinna þessu. Ég treysti mér ekki til þess. Ég held að það sé ámælisvert að virða skoð- anir annarra, ef maður veit að þær eru ekki réttar. Rök mín fyrir þessu eru ekki mjög flókin: skoðanir eru ekki einkamál þeirra sem þær hafa og þess vegna er manneskju ekki sýnd nein óvirðing þó að skoðanir hennar séu ekki virtar. Öðru nær, ein mikilvæg leið til að sýna fólki virðingu og tillitssemi í hinu dag- lega lífi er að gagnrýna hugmyndir þess og skoðanir, enda leitast vinir við að leiðbeina hver öðrum. Er sú staðreynd að ótal margir virðast telja sjálfsagt að virða skoð- anir annarra vísbending um það hvernig nútímafólk hugsar um sið- ferði? Þessi skoðun, sem að mínu viti er sannarlega og sannanlega röng, hefur verið talin bera .vitni frjálslyndi og víðsýni hins upplýsta manns. Ég tel hana bera vitni afar barnalegri afstöðu til siðferðis, yfir- borðsmennsku og jafnvel tvöfeldni. Barnaskapurinn er sá að trúa þessu rakalaust, yfirborðsmennskan lýsir sér í því að halda þessu á lofti sem tákni umburðarlyndis og tvöfeldnin er sú að í reynd fer enginn heilvita maður eftir þessu. Hver kysi til að mynda að virða þá skoðun nágrann- ans að hann hafi fullan rétt til að drepa ketti eða þjófa sem laumast inn í húsið hans? Eða þá skoðun að allir sem ekki trúa á Guð séu hættu- legirvillutrúarmenn? Eðaþáskoðun að allar skoðanir séu jafn réttháar?" -Páll Skúlason, úr inngangi Siðfrœði ER RAFGEYMIRINN í ÓLAGI! FRÍ RAFGEYMAPRÓFUN OG ÍSETNING Cnmmívinimitofan GÚMMÍVINNUSTOFAN OG POLAR SKIPHOLTI 35

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.