blaðið

Ulloq

blaðið - 02.12.2005, Qupperneq 30

blaðið - 02.12.2005, Qupperneq 30
30 I HELGXN FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 blaðiö Lestrarstund gefur gull í mund Nú þegar jólabækurnar eru farnar að streyma inn fyrir börnin er upplestur víða um borg. Hvað er skemmtilegra en að setjast niður með börnunum og gleyma sér yfir lestrinum. Bæði bókabúðir og bóka- söfn bjóða upp á lestur fyrir börnin og má þar nefna: Iða fyrir börnin Laugardaginn 3. desember verður dagskrá fyrir börnin í bókabúðinni Iðu. Töframaður kemur og sýnir töfra- brögð úr Töfrabragðabókinni. Dagskráin er sem hér segir: K113:00 Töfrabragðabókin. Töfra- maður mætir og sýnir töfrabrögð Kl. 13:30 Döflatertan. Höfundar bórinnar Marta María Jónasdóttir og Þóra Sigurðardóttir lesa úr bókinni. K113:45 Jólasveinasaga. Höfundur- inn Bergljót Arnalds les. Kl. 14:00 Prinsessusögur. Þórir Guð- bergsson les. K114:15 Þverúlfsaga Grimma. Höf- undurinn Þorgerður Jörundsdóttir les út bókinni. Borgarbókasafnið íTryggvagötu Sögustund verður í Borgarbókasafn- inu klukkan 15 á sunnudaginn. Þor- björg Karlsdóttir les Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur en hún hlaut Dimmalimm verðlaunin í ár fyrir bókina. Þá verður Grýlusaga lesin eftir Gunnar Karlsson. í henni segir frá þvi þegar afi var lítill og lenti í klónum á Grýlu. Útgáfuhátíð Geimsteins í Borgarleikhúsinu Á morgun verður útgáfuhátíð Geim- steins í Borgarleikhúsinu. Keflavík- urundrin mæta til leiks og gera allt vitlaust klukkan 20. Miðasala fer fram í Skífubúðunum og á midi.is. Geimsteins útgáfan hefur svo sannarlega blandað sér í hljómplötu- útgáfuna þetta árið og fyrir þessi jól. Innan útgáfunnar má finna vinsæl- ustu hljómsveitir landsins svo ekki sé talað um Hr. Rokk sjálfan. Það verður því að teljast mikill fengur að fá allar þessar sveitir saman í BlaíiíAleinarHugl góðu húsi og topp græjum. Þetta er viðburður sem ætti að gleðja tónlist- aráhugamenn til sjávar og sveita. Fram koma: Rokksveit Rúnars Júlí- ussonar, Deep Jimi and the Zep Cre- ams, Baggalútur og Hjálmar koma fram þannig að gestir mega eiga von á óvæntum glaðning. Miðar eru fáanelgir á midi.is og í Skífuverslunum og verða gefnir á Rás 2 dagana fyrir hátíðina. Ljósin tendruð viö Austurvöll Fyrir marga hefst jólastemningin ekki fyrr en kveikt hefur verið á Os- lóartrénu á Austurvelli en sú stund mun einmitt renna upp um helgina. Á sunnudaginn verða þau tendruð klukkan 15:30. Kynnir er Gerður G. Bjarklind Allt frá árinu 1951 hafa frændur okkar í Osló fært Reykvíkingum jóla- tré sem sett hefur verið upp á Áust- urvelli. Á hverju ári hafa borgarbúar fagnað þessari gjöf með því að bregða undir sig betri fætinum og taka þátt í þeim hátíðarhöldum sem haldin eru í tilefni af ljósadýrð trésins góða. Dagskráin verður eftirfarandi: 15:30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur jólalög á Austurvelli. 16:00 Dómkórinn syngur nokkur lög undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Guttorm Vik, sendiherra, afhendir Reykvíkingum jólatréð fyrir hönd Oslóarbúa og ljósin kveikir hin 7 ára norsk-íslenska Kristin Magnúsdóttir. Persónurnar Reyndar og Raunar úr aðventuævintýri Þjóðleikhússins, Leitin að jólunum eftir Þorvald Þor- steinsson, líta við á Austurvelli og syngja jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum við tónlist Árna Egilssonar. Söng- og leikatriði úr Jólaævintýri Hugleiks byggt á jólasögu Dickens um Ebenezer Skrögg. Klassísk saga sem öll fjölskyldan getur notið saman, og er kjörin til að koma fólki í jólaskap. Þá kemur það sem flest börn bíða eftir en það er þegar jólasveinarnir streyma á svæðið. Stekkjastaur, Stúfur og Þvörusleikir ætla ekki að láta sig vanta, enda hafa þeir sérstaklega gaman af jólaljósum og ekkert finnst þeim skemmtilegra en að syngja með kátum kröldcum, og hver veit nema fleiri úr þeirri skemmtilegu og skrýtnu fjölskyldu séu komnir í bæinn. ■ Sign spilar á „Rokkfest" Hljósmveitin Sign spilar á “Rokkfest” í félagsmiðstöðinni Þebu í Kópavogi, í kvöld. Félagsmiðstöðin stendur fyrir styrktartónleikum fyrir Sjónar- hól. Samtökin Sjónarhóll láta sig hag langveikra og fatlaðra barna varða og rennur allur ágóði tónleikanna til þeirra. Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir. Að starfseminni standa ADHD sam- tökin, Landssamtökin Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum. Félögin og samtökin sem standa að Sjónarhóli vinna öll að réttindamálum fjöl- skyldna barna með sérþarfir hvert á sínu sviði. Útgáfutónleikar Garðars Thórs Cortes Á laugardaginn verða útgáfutón- leikar Garðars Thórs Cortes i Grafar- vogskirkju klukkan 18:00. Þar mun hann syngja lög af fyrstu einsöngs- plötu sinni „Cortes”. Hljómsveitin er skipuð stórkanónum úr tónlistar- geiranum og mun Friðrik Karlsson fljúga sérstaklega heim frá London til að taka þátt í flutningnum og Óskar Einarsson mun leika á pí- anó en þeir félagar stjórnuðu upp- tökum á plötunni. Faðir söngvar- ans, Garðar Cortes, mun stjórna 20 manna strengjahljómsveit og von er á nokkrum gestum til að taka lagið með Garðari Thór. Uppselt er á fyrri tónleikana sem eru á dagskrá kl. 18:00 en nokkur sæti eru ennþá laus á seinni tónleikana sem eru á dagskrá klukkan 21:00. Miðasala fer fram í Skífunni, í BT utan höf- uðborgarsvæðisins og hjá Concert í síma 5112255 og á www.concert.is Frá opnun Sjónarhóls Ásamt Sign koma fram hljóm- 500 krónur. Sjá frekari upplýsingar sveitirnar The Weebls, Benny Cres- umSjónarhólávefsíðunni: www.ser- pos Gang, Amos og Dikta. Húsið stokborn.is opnar klukkan 19 og er miðaverð

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.