blaðið - 02.12.2005, Page 32
32 I GÆLUDÝR
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 blaöiö
Jólagjafir handa dýr-
um og dýr í jólagjafir
Hundar skynja komu jólanna
.,Við erum með jólagjafir af öllum
stærðum og gerðum fyrir gælu-
dýrin', segir Gunnar Helgason versl-
unarstjóri í Dýraríkinu. „Við erum
með jóladagatöl fyrir hunda og ketti,
þar sem hundarnir fá hundasúkku-
laði og kettirnir jógúrtdropa. Einnig
er vinsælt að kaupa slaufur og föt
á hundinn eða ól á köttinn en ólin
kostar um 560 kr. Fatnaður á hunda
getur verið vesti, smókingar, jóla-
sveinagallar og margt fleira, verð á
sparifötum á hundinn er um 1900
kr. Gjafasokkar fyrir hunda og ketti
eru líka mikið teknir fyrir jólin og
þá er innhald sokkins í samræmi
við það dýr sem á að fá gjöfina. Dýra-
ríkið selur 15 gerðir af hundasokkum
en í þeim eru nokkrar tegundir af
kexi, nagbein og ýla (leikfang fyrir
hundinn). Hundasokkur kostar frá
1000 kr og 800 kr fyrir kött. Fyrir
hamstra er vinsælt að kaupa hnetur
en þeir geta líka fengið sína jóla-
sokka sem kosta um 660 kr.“
»»; ’Furðufuqltir
O
J pjiáifisk.wy
PROFORMANCE
HUNDA OG KATTAFÓÐUR
á mánuðum“, segir Gunnar. Hann
segir vinsælt að gefa fiska kannski
í og með vegna þess hversu dýraof-
næmi er algengt vandamál á íslandi.
„í fiskum erum við með ferskvatns-
fiska og sjávarfiska. Það er vinsælt
að gefa fisk í fiskakúlu en því fylgir
lítill tilkostnaður og umhirða er auð-
veld. Annars erum við með fiskabúr
af öllum stærðum og gerðum og eru
þau stæstu 54 lítrar. Páfagaukarnir
eru líka vinsælir en þá eigum við af
öllum stærðum og gerðum", segir
Gunnar og nefnir sem dæmi Ara
sem er 90 cm og getur orðið 120 ára
gamall. Af öðrum fuglategundum
má nefna dísarfulga og ástarfugla.
Gunnar segir að hægt sé að halda
á stóru fuglunum og klappa þeim.
„Þessir fuglar hafa verið handmat-
Gunnar segir
nokkuð um að fólk gefi gæludýr í
jólagjafir og segir mest um að for-
eldrar gefi börnum sínum dýr. „Við
erum með mikið úrval dýra og má
nefna froska, naggrísi kanínur og
stökkmýs. Einnig er hægt að fá búr
fyrir allar tegundir dýra. Við erum
með opið á aðfangadag þ.a. fólk
getur komið og tekið dýrin þá þótt
það hafi gengið frá greiðslu áður. Ef
fólk ætlar að gefa hunda og ketti er
betra að panta fyrirfram því það ferli
getur tekið tíma og bið eftir hrein-
ræktuðum hundum getur hlaupið
I 1 I
aðir frá fæðingu og eru því hændari
af fólki en annars. Vilji fólk gefa fugl-
inum sínum jólagjafir er vinsælt að
gefa hirsi og stangir.
„Ég á sjálfur hund og veit að hann
skynjar komu jólanna. Hann fær
sinn eigin pakka undir tréð sem
yfirleitt inniheldur eitthvað mat-
arkyns. Hundurinn finnur lykt af
pakkanum og nagar utan af honum
pappírinn til að ná í góðgætið. Þegar
hann er búinn að taka upp pakkann
leggst hann út í horn og gæðir sér á
innihaldinu. Ég veit um konu sem
ákvað að gefa hundinum sínum jóla-
gjöf. Gjöf var sett undir tréð ásamt
hinum gjöfunum. Þegar konan sá
ekki til tætti hundurinn alla pakk-
ana sem voru undir jólatrénu í þeim
tilgangi að finna sinn pakka sem
innihélt mat.
hugrun@vbl.is
Fólk endurnýjar
dýraútbúnað
fyrir jólin
Hundar og kettirfá flestar gjafir
„Það er nokkuð um að fólk noti tæki-
færið fyrir jólin og endurnýi bæli
dýranna og annan útbúnað sem
tilheyrir þeim “, segir Sigurteinn
Þorsteinsson verslunarstjóri gælu-
dýraverslunarinnar Fiskó í Kópa-
vogi. „Við erum með mikið úrval
bæla fyrir hunda og ketti en einnig
gjafir fyrir dýrin. Jólasokkarnir eru
sívinsælir fyrir hunda og ketti en
þeir eru á verðbilinu 850-1150 fyrir
ketti og 790-1590 fyrir hunda. í jóla-
sokkum fyrir hunda eru nagbein og
jafnvel svínseyru sem hægt er að
naga, þá innihalda þeir eitthvað af
nammikexi og ýlur. Jólasokkar fyrir
ketti innihalda yfirleitt einhvers-
konar dót eins og loðnar mýs eða
bolta. Einnig er hægt að fá jólasokka
fyrir nagdýr. Hlífðarföt á hunda eru
á bilinu 5000-9500 og jólasveina-
búningur fyrir millistærð af hundi
kostar 3400 krónur."
Sigursteinn segir alltaf eitthvað
um að fólk gefi dýr í jólagjöf en
dýrakaup byrji ekki fyrr en seinna
í desember. „Ég ráðlegg þeim sem
eru að gefa dýr utan fjölskyldunnar
að kanna hvort viðkomandi sé með
dýraofnæmi, sérstaklega ef ætlunin
er að gefa nagdýr, ketti og hunda.“
„1 Fiskó erum við með kanínur,
naggrísi, hamstra, dverghamstra
og nokkrar tegundir af fuglum. Við
erum m.a. með ástar- og dísarfugla
og rósellur sem eru skildar gárum
en litskrúðugri. Kanína kostar 1700
kr, naggrísinn 2900 kr og gárinn,
sem er algengasti páfagaukurinn
er á 3.900 krónur. Þá erum við með
nokkrar tegundir af finkum. Þeir
sem vilja gefa fugla og nagdýr geta
komið og tekið dýrin frá og sótt þau
á aðfangadag. Þá er hægt að fá gjafa-
bréf upp á fiska.
Kettir hafa ekki verið fáanlegir í
gæludýrabúðum í áraraðir en við
bendum á Kattholt og auglýsingar
blaðanna þar sem fólk er gjarnan að
auglýsa ketti gefins.
„Sjálfur á ég tík og hún fær jólasokk
til að verða ekki skilin útundan um
jólin. Það getur verið hamagangur
í öskjunni ef sokkurinn inniheldur
eitthvað sem lyktar vel“, segir Sigur-
steinn að lokum.
PROFORMANCE - dýranna vegna
1 TnTT
Wfi “<«3
HHI < - : f '
www.fiorvar.is *
Bleikargróf 15 Rvk • Hafnarstræti 17 Rvk
Hfj Skólabraut 37 Akranesi • Hrannargötu 2 ísafirði
Kaupangur Akureyri • Eyrarvegi 35 Selfossi
OFormance
PET PRODIJCTS INC
GÆLUDÝRABÚR 50% AFLÁTTUR
Öll fuglabúr, hundabúr,
NAGDÝRABÚR, KATTABÚR OG FISKABÚR
MEÐ 50% AFSLÆTTI.
ALLAR AÐRAR VÖRUR MEÐ 30% AFSLÆTTI.
FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM.
TOKYO
gæludýravörur Hjallahraun 4 Hafnarfirði s.565-8444
Fólk á að hugsa vel um
dýrin sín allan ársins hring
Dýrahaldi fylgir ábyrgð
„Fólk er mikið að kaupa fugla og fiska
allan ársins hring,“ segir Ingólfur
Tjörvi Einarsson eigandi Furðu-
fugla og fylgifiska. „Þeir sem vilja
gefa fiska í jólagjöf koma gjarnan og
fá búrið og sækja svo fiskana eftir
jól. Verð á fiskum er frá 200 krónur
og upp úr. Hægt er að gera fiskum
dagamun í fæðu því við erum með
svokallaðan sunnudagsmat fyrir þá.
Við erum líka með mikið úrval
tamdra fugla en verð á þeim er frá
6000-500.000 þúsund.
Sem dæmi um vinsældir þessara
fugla má nefna að við fengum 25
fugla fyrir 2 vikum síðan en nú eru
aðeins þrír eftir. Ef fólk vill kaupa
gjafir handa fuglum mæli ég með
þroskaleikföngum og naghlutum
sem eru þroskandi leikföng fyrir
þá. Fuglar eru nagdýr í eðli sínu
og ef þeir hafa ekkert til að naga er
hætta á að þeir fari að skemma hluti.
Margir fuglanna eru með greind á
við 5 ára barn og þurfa því að hafa
eitthvað fyrir stafni.
Við erum líka með fylgihluti og
gjafir fyrir nagdýr en það má gefa
þeim nammistangir og leikföng um
jólin. Fyrir ketti erum við með ólar
og kattaklósett sem er alveg eins og
kattasandur í kassa nema það er lok
yfir“, segir Tjörvi og bætir við að
þetta komi í veg fyrir að sandurinn
fari út um allt.“
I Furðufuglum og fylgifiskum
er hægt að fá hundaföt og kjóla
á smærri hunda, fötin eru hand-
saumuð og oftast úr ull. Þá er hægt
að fá lopapeysur á hunda en verð á
hundafötum er á bilinu 2800-3900
krónur.
„Við höldum námskeið fyrir fólk
sem er að kaupa sér gæludýr og
seljum dýrin með ábyrgð. Fólk
verður að athuga að kaupi það fiska
þurfa þeir að passa saman og svo
er mikilvægt að þeir hafi rúmt í
kringum sig og því betra að kaupa
stærri búr en minni. Það er stór
hluti af uppeldi barna að eiga gælu-
dýr og þannig læra börn að bera
ábyrgð á dýrinu. Það er oft fyrsta
sorg barnsins þegar gæludýrið deyr
og því ennþá mikilvægara að hugsa
vel um dýrin. Oft er það þannig að
dýr sem börn fá í gjafir enda með
því að verða á ábyrgð foreldranna“,
segir Tjörvi. Hann segir Furðufulga
og fylgifiska halda úti neyðarvakt
og þar geti fólk hringt ef eitthvað
kemur upp á með dýrin.
hugrun@vbl.is