blaðið

Ulloq

blaðið - 02.02.2006, Qupperneq 6

blaðið - 02.02.2006, Qupperneq 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 2. FEBRÖAR 2006 blclöiö Varar við stóriðju Landvernd hvetur Valgerði Sverris- dóttur, iðnaðaráðherra, til að end- urskoða áform um frekari stóriðju- framkvæmdir. Þetta kemur fram í bréfi sem Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar, sendi ráð- herra í gær. f bréfinu kemur fram að víðtæk orkuöflun fyrir frekari álframleiðslu muni óhjákvæmilega hafa áhrif á umhverfi og náttúru fslands og henni fylgi mikil losun gróðurhúsalofttegunda. Þá segir í bréfinu að engin brýn þörf virðist kalla á öra uppbyggingu stóriðju í byrjun 21. aldar og mikilvægt sé að skoða vel allar hliðar mála áður en skapaðar eru væntingar um at- vinnutækifæri og umsvif á kostnað náttúruverðmæta. Klámveiran veldur usla Óttast er að hin svokallaða klám- tölvuveira muni valda miklum skaða í tölvukerfum víðs vegar um heim á morgun. f fréttaskeyti sem hugbún- aðarfyrirtækið Friðrik Skúlason ehf. sendi frá sér í gær kemur fram að ormurinn eyði fjölmörgum skrám á sýktum tölvum og endurtaki síðan leikinn þriðja dag hvers mán- aðar um alla framtíð eða þangað til honum er eytt. Ormurinn smit- ast m.a. með tölvupósti sem lofar klámmyndum sé viðhengið opnað og notar síðan tölvupóstföng í sýktu tölvunni til að dreifa sér áfram. Ormurinn ber tölvunafnið W32/ Kapser. A@mm en er einnig þekktur undir nöfnunum W32.Blackmal.E@ mm og W32/Nyxem-D svo einhver dæmi séu tekin. Fékk brot úr skipsflaki í veiðarfæri Páll Pálsson fS 102 hafði með sér brot úr skipsflaki þegar skipið kom að landi í fyrradag. Ekki er vitað úr hvaða báti það er. Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Byggðasafns Vest- fjarða, taldi aðspurður að brotið væri úr 60-70 tonna báti, en hann fékk færi á að skoða það þegar því hafði verið komið á land. „Mér sýn- ist þetta vera mun stærri bátur en fyrst var talið. Þetta er skutur þar sem enn sést stýrissveifin. En ann- ars skoðaði ég bara brotið mjög laus- lega og hef ekki rannsakað það nóg til að geta sagt neitt um það,“ segir Jón. Hann segist ekki vita hvað gert verði við flakið eða hvort nánari rannsóknir verði gerðar á því. ÉGH H U S G Ú G M www.gahusgogn.i8 Sérsmíðaðir hornsófar - ykkar hugmynd, okkar smíöi sími: 553-9595 Biðlað til Samtaka atvinnu- lífsins og ríkisstjórnarinnar Verkalýðshreyfingin vill hcekka lœgstu launin en viðurkennir að ríkið og Samtök atvinnulífsins geti einfaldlega sagt nei við kröfunni. YfirlýsingforráðamannaAlþýðusam- bands íslands (ASf) um að hækka verði lægstu laun hér á landi hefur vakið nokkra athygli, ekki síst af þeirri ástæðu að ekki er nema tveir og hálfur mánuður síðan sambandið skrifaði undir samkomulag við Sam- tök atvinnulífsins þar sem fjallað var um launataxta þessa hóps. „Ég var einn af þeim sem gekk sem harðast fram að verkafólk fengi það sem það ætti inni hjá atvinnulífinu. Nú eru menn að vakna upp við að þetta þurfti,“ segir Aðalsteinn Bald- ursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur um málið. „f umræddu samkomulagi var samið um 26 þúsund króna eingreiðslu og 0,65% auka taxtahækkun. Mér reiknast svo til að það muni skila verkafólki 700 til 800 krónum aukalega í launa- umslagið á mánuði,“ segir Aðal- steinn ennfremur. Halldór Grönvold, skynsamlegt væri að bregðast við vandanum strax. Aðalsteinn Baldursson segist hafa varað við því ástandi sem nú blasi við i launa- málum. Mikið hefur breyst komulaginu 15. nóvember síðastlinn Halldór Grönvold, aðstoðarfram- hafi verið tekist á um forsendur kvæmdastjóri ASf, segir að í sam- kjarasamnings sem skrifað var undir árið 2004. Farið hafi verið yfir þær og niðurstaðan hafi orðið sem áður sagði. „Mikið hefur breyst frá því skrifað var undir samkomulagið. Ef launa- hækkun starfsmanna sveitarfélaga hefði legið fyrir 15. nóvember hefði niðurstaða okkar og SA orðið allt önnur,“ segir Halldór. Hann segir ennfremur að nauðsynlegt sé nú að hækka lægstu launin, en viður- kennir að kjarasamningar séu í gildi og hvorki ríkið né SA þurfi í raun að ganga til samninga nú. „Það má segja að þetta sé spurning um hversu praktískir þeir eru. Mér sýnist að það sé skynsamlegra að bregðast við strax en að láta þetta bíða. Ef ekki verður brugðist við þeim vanda sem blasir við nú þegar mun uppsafnaður vandi einfald- lega bíða fram að næstu kjarasamn- ingum,“ segir Halldór. ■ Mikil hækkun á raforkuverði í kjölfar breytinga á raforkulögum ASÍ gagnrýnir afleiðingar nýrra raforkulaga harðlega enda hafi verð til almennra neytenda ogfyrirtœkja hœkkað verulega. Heildarkostnaður meðalheimilis vegna raforkunotkunar hefur hækkað um allt að 14% í þéttbýli og 33% í dreifbýli, í kjölfar breytinga á raforkulögum. Þetta kemur fram í athugun Alþýðusambands íslands (ASÍ) á afleiðingum laganna, sem tóku að fullu gildi um áramótin. Heildarkostnaður minni heimila hefur hins vegar hækkað mun meira, eða um allt að 25% í þéttbýli og 48% í dreifbýli. Heildarkostnaður vegna raforku í þéttbýli hefur samkvæmt ASÍ hækkað mest hjá notendum Hita- veitu Suðurnesja á Suðurnesjum og í Hafnarfirði. Mesta hækkun á raforkukostnaði frá árinu 2004 segir ASÍ þó hafa orðið hjá not- endum í dreifbýli á svæði Orkubús Vestfjarða. Þá hafa flestar dreifiveitur hækkað fastagjaldið verulega, en það er innheimt óháð notkun. Þær hækkanir koma hlutfallslega harðar niður á notendum eftir því sem þeir nota minni orku. Gagnrýni ASl á frumvarpið rættist Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri ASÍ, telur að hækkanirnar kalli ekki á sérstakar aðgerðir af hálfu Alþýðusam bandsins og segir athug- u n - ættismönnum þegar lögin voru í smíðum og vör- Grisai/eisla íeinum qrænum 1 n a f r e m u r vera innlegg í umræðuna. „Við áttum fundi með emb uðum sérstak- lega við þeim afleiðingum, sem nú hafa komið á daginn, bæði gagn- vart almennum neytendum og fyrirtækjum." Hann gagnrýnir enn- fremur að í lögunum sé orkufyrir- tækjunum lagðar á herðar strangar arðsemiskröfur á sama tíma og loku er skotið fyrir innra hagræði. „f öðrum greinum myndi enginn taka slíkar takmarkanir í mál. Þetta er ámóta og ef fiskvinnslufyrirtæki mættu ekki eiga togara. Eða bíla til þess að koma afla á markað,“ segir Gylfi. Segir hann Alþýðusambands- menn óttast að í kjölfarið sigli aukin sameining orkufyrirtækja, þannig að afleiðingin verði fákeppni, en það hafi fráleitt verið markmið laganna. Ný raforkulög hafa tekið gildi í áföngum frá árinu 2003 og lauk þeirri aðlögun um áramótin. Ein helsta afleiðingin fyrir almenna neytendur átti að vera val um raforkusala, sem þá gætu keppt í verði, en vegna tafa við aðlögun á viðskiptahugbúnaði hefur það ekki gengið eftir enn. Er talið að það ger- ist í fyrsta lagi um mitt ár. Eftir sem áður verða menn þó bundnir orku- veitu á sínu landsvæði. ■ Vilja að fallið verði frá stytt- ingu náms Verulega mun draga úr fjölbreytni og sjálfstæði framhaldsskólanna komi tillögur menntamálaráð- herra um styttingu náms í fram- haldsskóla til stúdentsprófs til framkvæmda. Þetta kemur fram í ályktun þingflokks Samfylkingar- innar sem birt var í gær. I ályktun- inni skorar þingflokkurinn á ráð- herra að falla frá tillögum sínum þar sem þær auka miðstýringu í skólakerfinu og boði sparnað á tímum þegar þörf er á aukinni fjár- festingu í menntun. ■ Yoko Ono væntanleg Myndlistarkonan Yoko Ono er vænt- anleg til Reykjavikur á Vetrarhátíð þann 25. febrúar næstkomandi og mun þar ræða nánar tilhögun varð- andi listaverkið, Friðarsúlan, sem hún hefur gefið borginni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stef- áni Jóni Hafstein, borgarfulltrúa. I tilkynningu segir ennfremur að litið verði til verkfræðilegra lausna á hugmynd Yoko svo þær falli að hug- mynd hennar og standist íslenska veðráttu. Verk Ono er 10-15 metra há upplýst glersúla en frá henni á að stafa friðarljós til allra þjóða heims. Súlan verður fyllt með óskum um frið sem fólk um allan heim hefur skrifað. ■

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.