blaðið - 02.02.2006, Síða 19
blaðið FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006
VIÐTAL I 19
án þessarar mikilvægu reynslu því
ég hefði vitanlega kosið að barnið
hefði haldið heilsu.
Það sem mestu skiptir er að fatl-
aðir einstaklingar fái svigrúm í
samfélaginu. Þar á að vera til pláss
fyrir alls konar fólk. Við erum
mjög hætt komin þegar við erum
farin að reikna allt samfélagið út
frá hinum þægilegu meðaljónum.
Pólitískar lausnir snúast til dæmis
oft og tíðum um það að geðjast
einni tegund af fólki; gáfulegum
kjósendum.“
Þú skrifaðir metsölubók um dóttur
þína og fötlun hennar, Barn að ei-
lífu. Einhverjar raddir sögðu að þú
hefðir verið aðgrceða á dótturþinni.
Hvernig tekurðu slíku?
„Ég tek slíkt ekki inn á mig. Ég er
kominn með alltof þykkan skráp.
Sem blaðamaður finnst mér mikil-
vægt að upplýsa. Heimur fatlaðra
hefur verið lokaður og ekki hefur
þótt tilhlýðilegt að fjalla um hann.
Það verður að fjalla um þennan
part af samfélagi okkar.
Sumir félagsfræðingar hafa talið
bókaskrif af þessu tagi óheppileg
en því er til að svara að ég vildi
skrifa þessa bók sem foreldri en
ekki sem félagsfræðingur. Hvað
þetta efni varðar held ég að lífið sé
miklu nær foreldrum en félagsfræð-
ingum. Foreldrar hljóta að vera trú-
verðugri sögumenn um lífið sjálft
en félagsfræðingar.“
Þú fórst í hjónaband með fatlað
barn úr fyrra sambandi. Sumum
mökum hefði reynst um megn að
takast á við slíkt.
„Það verður að segjast eins og er
að ég hefði aldrei komist í gegnum
þess lífsreynslu án konu minnar
sem vann kraftaverk. Vissulega
eru hjónabönd fólks sem eru að
ala upp mjög fjölfatlað og veikt
barn oft brothætt. I okkar tilviki
þjöppuðum við okkur saman. Við
spörkuðum sannarlega oft í hurðir
og veggi en þetta slapp fyrir hornið
tilfinningalega séð.“
Eilíft samtal
Þú átt sex börn. Heldurðu að börn
fœðist með sérstakan persónuleika?
„Það sem er einna mest heillandi
við barnauppeldi er að sjá karakter
koma út úr púpunni sem ungbarnið
er og verða að skapbráðum, skap-
andi, feimnum eða „agressívum“
einstaklingi með eigin kosti og
sína galla. Börnin mín sex eru gjör-
ólík hvert öðru. Það er engin patent
lausn í barnauppeldi. Maður er
alltaf að eiga við einstakan einstak-
ling. Stærsta hættan í uppeldi er sú
að fara að ala einstakling upp eftir
bók, kennisetningu eða uppeldis-
bulli úr sjötugum prófessor utan
úr heimi. Það er foreldrið eitt sem
getur metið hvers konar barn það
er með í höndunum."
Elín eiginkona þín er útsendingar-
stjóri á Stöð 2. Þið vinniðþvíá sama
stað. Getur það ekki verið erfitt?
„Það er erfitt að því leyti að við
eigum til að tala um vinnuna
fram á nætur, sem er heppilegt
hvað atvinnurekandann varðar en
síður heppilegt hvað börnin okkar
snertir. Þau eru hins vegar miklir
þátttakendur í þessu eilífa samtali
sem þeim finnst vera eðlilegasti
hlutur í heimi. En þetta getur orðið
lýjandi vegna þess að skilin á milli
fréttamennsku og fjölskyldu eru
óræð, ekki sist vegna þess að frétta-
mennska er miklu frekar lífsstíll en
lífsstarf. öll umræða sem blossar
upp heima hjá manni, til dæmis um
hlutskipti nemenda í grunnskólum,
hlutskipti barna hjá lækninum eða
kostnaður við frístundir verður
smám saman að fréttahugmyndum.
Þetta rænir mann svolítið einlægn-
inni í barnauppeldi. Maður kemur
fyrst auga á fréttina í hlutunum og
síðan sér maður vanda barnsins.“
Húmanískur fréttamaður
Þá að fréttamennskunni, ef ég
myndi skilgreina þig sem húma-
nískan fréttamann myndirðu þá
gera athugasemd við það?
„Ég er klárlega húmanískur frétta-
maður. Ég er tiltölulega íhalds-
samur hvað fréttastefnu snertir og
vil reka heiðarlega, víðsýna og sann-
gjarna fréttastofu hér á NFS. Ég vil
eiga trúverðugt samtal við áhorf-
endur mína og það er lykilatriði,
númer eitt, tvö og þrjú að fólk geti
treyst því sem ég og mitt fólk setur
frá sér. Á sama tíma vil ég reka
ágenga fréttastefnu gagnvart stjórn-
völdum og vil halda mér í stjórnar-
andstöðu á hverjum tíma. Ég nýt
þeirra óhemju miklu forréttinda að
vera óflokksbundinn og finn oft og
tíðum til með þeim sem eru flokks-
bundnir því þeir þurfa að láta ým-
islegt yfir sig ganga. Almennt séð
lít ég svo á að fréttaflutningurinn
sem ég stjórna hér innan dyra eigi
að vera skotheldur. Við eigum ekki
að þurfa að leiðrétta fréttir en ef
nauðsyn ber til þá gerum við það.
Meginmarkmið er að segja satt og
rétt frá. Þetta er í sjálfu sér mjög
einföld fréttamennska sem snýst
um það að vanda sig. í sem fæstum
orðum held ég að mannvirðing eigi
að vera leiðarljós í þessu starfi eins
og lífinu öllu.“
Mér finnst þú stundum sýna
svipbrigði og viðbrögð þegar þú
ert að lesa fréttir. Ertu mikill
tilfinni ngamaður?
„Ég er mikill tilfinningamaður
og á til dæmis harla erfitt með að
fara í jarðarfarir. Ég tek örlög fólks
inn á mig og samsama mig þeim
atburðum sem ég er að fjalla um.
Margir dýpstu dalir í sögu þjóð-
arinnar hafa reynst mér erfiðir í
fréttaflutningi eins og snjóflóðin
á Súðavík og Flateyri og Eldham-
arsslysið við Grindavík. Ég man
líka að það reyndist mér mjög
þungbært að segja fréttir af andláti
einnar minnar bestu vinkonu í fag-
inu. Svona fréttir komast aldrei upp
í vana hjá fréttaþul og ef þær kom-
ast upp í vana eiga menn að hætta.“
Ég hef unnið undir þinni stjórn og
myndi lýsa þér sem glaðlyndum
stjórnanda. Liggur aldrei illa áþér?
„Ég held að ég sé að upplagi einstak-
lega jákvæður og lífsglaður maður
en ég get tekið snerrur og farið í
langvarandi fýlu. Menn finna fyrir
mér á köflum. Ég hef hins vegar
alltaf talið skapríka stjórnun vera
ofmetna. Ég held að hún sé ekki
árangursrík. Ég vil miklu fremur
stjórna með fólki fremur en stjórna
fólki og tel að jákvæðni, drifkraftur
og það að smita frá sér vinnugleði
sé ríkasta tjáningarform sem stjórn-
andi geti tamið sér.“
Þú ert bœði skáld og fréttamaður.
Ég veit ekki með fréttamanninn en
skáldið hlýtur stundum að velta
fyrir sér tilgangi lífsins.
„Ég hef hugsað þetta mjög mikið.
Ég er mjög hrifinn af Jesús Kristi
en hef oftar en ekki efast mjög um
tilvist Guðs sem þess almáttuga og
algóða. Smám saman hef ég komist
að þeirri niðurstöðu að lífið sé til-
tölulega einfalt og heillandi og að
tilgangur þess felist í svo sem eins
og einni fyrirsögn: Það er betra að
vera góður maður en vondur.“
kolbrun@bladid.net
Gerðu sparikaup!
UR KJÓTBORÐI
LambaMöisðisala
Frá Fimmtudegi til Sunnudags
Lambalæri úr kjötborði aðeins kr. 998 kg
Lambahryggur úr kjötborði aðeins kr. 1.098 kg
Lambasúpukjöt pakkað aðeins kr. 498 kg
^COVGEYSK
KJÚKLINGATILBOÐ
frá fimmtudegi til sunnudags
Grillaður kjúklingur og
2ja lítra Coca Cola
l>ín vcrslim
SP. R
BÆJARLIND 1 - Sími 544 4510
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10.00 - 20.00