blaðið

Ulloq

blaðið - 04.02.2006, Qupperneq 4

blaðið - 04.02.2006, Qupperneq 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 blaAÍA www.sigrunelsa.is Ég þarf stuðning þinn í 2."4« sæ í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar 11.-12. febrúar : ■* SIGRUN ELSABMARADOTTIR Kallað eftir breytingum á lögum um happdrætti Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstœðisflokksins vill að happdrœttin í landinu sitji við sama borð. Hann gefur lítiðfyrirþau rök sem segja að Lottóið sé ekki happdrætti. Guðmundur Hallvarðsson kallar eftir breytingum á lögum um happdrætti. Eins og Blaðið hefur greint frá eru forstjóri Happdrættis Háskólans og rektor Háskólan íslands ekki alls kostar ánægð með það fyrirkomulag sem nú tíðkast, að Happdrættinu sé gert skylt að greiða 20% af arði hvers árs til ríkissjóðs í formi sér- staks einkaleyfagjalds. Forstjóri Happdrættisins gerði einnig athugasemd við þá staðreynd að Lottóinu sé ekki gert skylt að greiða samsvarandi gjald. Vill jafnræði á milli happdrætta Guðmundur Hallvarðsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins og stjórn- arformaður Happdrættis DAS, tekur undir gagnrýni Brynjólfs Sigurðs- sonar, forstjóra HHÍ, á að Lottóið sé undanþegið slíku einkaleyfagjaldi. .Auðvitað er Lottóið, Getspá og hvað þetta allt heitir ekkert annað en peningahappdrætti,“ segir hann og bendir á að hann hafi í gegnum — j0> Guðmundur Hallvarðsson. árin gagnrýnt einkaleyfi Háskóla- happdrættisins. „Við höfum undrað okkur á þessu mjög í gegnum árin hjá DAS og SÍBS að okkur sé gert að greiða okkar vinninga út í formi bíla, búpenings eða flugvéla en ekki í beinhörðum peningum. Það er fyrir þetta einkaleyfi sem HHÍ er að greiða þetta gjald.“ Guðmundur bendir þó á að einkaleyfagjaldið sé ekki tekið af Háskólanum, heldur fari það í sérstakan rannsóknarsjóð sem Háskólinn njóti góðs af. „Þannig að þetta er bara tilfærsla á milli vasa. Það er því ekki allt sem sýnist í þessu og með þessu einkaleyfi er ríkið ein- faldlega að koma í veg fyrir að önnur flokkahappdrætti fái að greiða sína vinninga út í peningum.“ Stangast á við samkeppnislög Guðmundur bendir á það að for- stjóri Happdrættis Háskólans er fyrrverandi stjórnandi hjá Sam- keppnisstofnun. „Rétt áður en hann hætti kom út álit Samkeppn- isstofn- unar þess efnis, að einkaleyfi Happdrætt- isins stangaðist á við samkeppnis- lög. Ég var alveg sammála honum um það þá, en ég er ekki viss um að hann sé sammála mér í dag. Það á að vera jafnræði á milli happdrætt- anna.“ Hann segir að ef þörf er á einkaleyfagjaldi sé eðlilegt að öll happdrættin greiddu þetta einka- leyfagjald og þá í samræmi við veltu. „En það er einfaldlega ekki rétt að segja að Háskólinn verði af þessum peningum sem þeir greiða í formi einkaleyfagjalds. Sá peningur fer allur aftur til Háskólans.“ Færri slys - fleiri eignatjón Ekið á flesta í Þingholt- unum þrátt fyrir 30 km hámarkshraða Óhöppum þar sem slys verða á fólki hefur fækkað i þeim hverfum þar sem hámarkshraði er 30 km. Þetta kemur fram í greiningu Stefáns Agnars Finndsonar, verkfræð- ings, sem hefur gert greiningu á umferðaróhöppum í Reykjavík. Fækkunin er 27% þar sem slys verða á fólki og alvarlegum slysum hefur fækkað um 62% í hverfum þar sem hámarkshraði er 30 km. Undantekning finnst þó á þessari reglu en ekið var á flesta gangandi vegfarendur í Þingholtunum í Reykjavík þrátt fýrir að það sé skilgreint sem 30 km hverfi.Ástæða þessa er talin sú að hverfið er stórt og hættir ökumönnum til að aka yfir löglegum hámarkshraða. Á árunum 1996-2004 var ekið á 35 vegfarendur á þessu svæði. í hverfum sem skilgreind eru sem 30 km hverfi hefur aftanákeyrslum og óhöppum þegar ekið er framan á bíla eða þegar ekið er á kyrrstæða bíla hins vegar fjölgað. Þessi auking er um 82%. I skýrslunni kemur fram að aukningu eignartjónsóhappa megi tengja við aukna bílaeign. Mátti flytja inn skriódreka Mbl.is | Tæplega sextugur karlmaður hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um vopnalaga- brot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa á síðasta ári flutt til landsins eftirlíkingu af skriðdreka á vegum fyrirtækis sem hann starfar hjá. Fram kemur í ákærunni að maðurinn hafi flutt til landsins „eftirlíkingu af sér- staklega hættulegri tegund vopns sem eingöngu er ætlað til nota í hernaði, skriðdreka með fallbyssu og tveimur vélbyssum, og ástæða er til að ætla að erfitt sé að greina frá fyrirmyndinni." Umrætt tæki er 3,8 metrar á lengd, 1,8 metrar á breidd og hæðin er 1,2 metrar. Dómari vísar til vopnalaga og ályktar að þau taki ekki til skriðdreka eða eftirlíkingar af skriðdreka, heldur ein- ungis til vopna sem tækið kann að vera búið, eða eftir atvikum, eftirlíkinga af þeim. „Ber því þegar af þeirri ástæðu að sýkna ákærða af því að hafa flutt inn eftirlíkingu af skriðdreka,“ segir í dómnum. Dómari segir að skilja verði ákæruna svo að maðurinn sé einnig sóttur til saka fyrir að flytja inn eft- irlíkingu af fallbyssu og vélbyssum sem eru á skriðdrekanum. „Um er að ræða rör og almennt verður rörum og skotvopnum ekki ruglað saman, þótt þannig megi búa um rör að þau líkist svo mjög byssuhlaupi að erfitt sé að greina þar á milli," segir í dómnum sem fellst ekki á rök ákæruvaldsins. Raunveruleiknum, vefleik fyrir nemendur í 10. bekk var hleypt af stokkunum í vikunni. Um er að ræða fjármála- og neytendaleik þar sem nemendur taka þátt í verkefnum tengdum lífinu og er umbunað eftir árangri. Lands- bankinn fjármagnar verkefnið. „Mér finnst sjálfsagt að nota tölvur í jákvæðum tilgangi og Raunveru- leikurinn er dæmi um það,“ segir Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna, þegar hún var spurð út í nýja leikinn. „Ingibjörg setur þó spurn- ingarmerki varðandi kostun leiksins og segir þetta spurningu um mark- aðssetningu innan skólanna. „Það verður þó að teljast gott að Lands- bankamenn taki þátt í kostnaði verkefnisins sem er umtalsverður." Ingibjörg segir alltaf verið að kalla eftir nýju kennsluefni inn í skólana og þetta er liður í því. „Það er líka gott að það er kennari, Ómar Örn Magnússon, sem er upphafsmaður verkefnisins og var í hópnum sem vann það til enda.“ Gott að nota tölvur til upp- byggilegrar fræðslu Anna Margrét Sigurðardóttir, verkefnisstjóri SAFT (samfélag fjöl- skyldu og tækni) hjá samtökum Heimilis og skóla, segir jákvætt að leikurinn kenni börnum að taka af- leiðingum gerða sinna. „Það er góð tilbreyting að nota tölvuna í fræðslu í stað þess að nota hana í neikvæðum tilgangi eins og til ofbeldisleikja.“ Elín Thorarensen, framkvæmda- stjóri Heimili og skóla, segir það vit- anlega skipta máli hvernig verkefnið er byggt upp. „Ég held að þetta geti verið góð leið til að kenna börnum á bankakerfið og gott ef fræðslan er gerð jákvæð og skemmtileg." Slíkt gefur betri árangur en þurrt og leið- inlegt námsefni. Þess má geta að Raunveruleikurinn fékk neytenda- verðlaun Norðurlandaráðs síðast- liðið haust og rætt hefur verið um að þýða leikinn og flytja út. Elín segir að Raunveruleikurinn hefði aldrei orðið að veruleika án stuðnings Landsbankans. Hún segir jafnframt að hver skóli fyrir sig þurfi að taka afstöðu til þess hvort þetta sé við hæfi og segir þetta Ég vil vinna . . . ... á grunni þess sem við höfum gert ... Sjálfstæðisflokkinn í vor ... að enn betri Reykjavík Raunveruleikurinn - jákvætt neytendaverkefni Kostun af ýmsum toga er orðin algengari innan skólakerfisins. Viðmœlendur Blaðsins segja mikilvœgt að sett verði skýr viðmið. spurningu um markaðssetningu innan skólanna. „Það hefur tíðkast í nokkur ár að aðilar úr atvinnulífinu komi inn í skólana og kynni verkefni sín þar. Krökkunum finnst þessi framsetningarmáti skemmtilegur og þetta form myndar ákveðna brú út í atvinnulífið." Elín segir Raunveruleikinn dæmi um jákvætt neytendaverkefni. Meta þarf hvort framlag fellur að skólastarfi Á heimasíðu Heimilis og skóla er að finna ályktun um auglýsingar og kostun í skólum. Þar er þeim til- mælum beint til sveitarfélaga í land- inu að þau setji sér stefnu um auglýs- ingar og kostun í skólum sem gildi fyrir alla skóla í viðkomandi sveit- arfélagi. Þar kemur einnig fram að framleiðendur vöru og þjónustu hafi í vaxandi mæli beint augum sínum að börnum og unglingum. I ályktuninni kemur fram að for- eldrar hafni því að fyrirtæki líti á börn undir forsjá foreldra sinna sem markhóp sem þau geti beint auglýs- ingum sínum að. Þá er það á ábyrgð foreldra að dæma, velja og hafna því efni sem beint er að börnum þeirra. Tryggja þarf að börn séu óhult frá auglýsingum í skólaumhverfinu. f ályktuninni kemur einnig fram að kostun af ýmusm toga sé einnig að verða alengari í skólakerfinu en hér þurfa skólastjórnendur og foreldrar viðkomandi skóla að meta hverju sinni hvort utanaðkomandi framlag fyrirtækis, félagasamtaka eða ein- staklings falli að skólastarfinu og geti nýst sem hluti af námi.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.