blaðið - 04.02.2006, Side 11

blaðið - 04.02.2006, Side 11
blaðið LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 ERLENDAR FRÉTTIR I 11 Chavez hyggst vísa „njósnara" ur landi Fagnar sjö ára valdaafmœli með því að ögra Bandaríkjunum sem hann vœnir um áform um valdarán Hugo Chavez, forseti Venesúela, lýsti því yfir í sjónvarpsávarpi á mið- vikudag að stjórnvöld hefðu brotið upp bandarískan njósnahring sem hafi lagt á ráðin um valdarán. í kjölfarið hafi verið ákveðið að vísa hernaðarfulltrúa við bandaríska sendiráðið úr landi. Segir Bandaríkjamenn skipuleggja valdarán Ávarpið var flutt af tilefni þess að sjö ár eru liðin frá því að Chavez komst til valda. Á þeim tíma hefur ríkt vaxandi spenna í samskiptum ríkjanna sem hefur komið Banda- ríkjunum illa þar sem Venesúela er einn stærsti olíuútflytjandi Suður-Ameríku. Chavez hefur verið svarinn andstæðingur utanríkis- stefnu Bandaríkjanna og myndað bandalög við stjórnvöld í öðrum ríkjum sem svipað er ástatt um. Til marks um það fór forsetinn í opin- bera heimsókn til Kúbu að ávarp- inu loknu. Forsetakosningar verða í landinu næstkomandi desember og ljóst er að hagsmunir Bandaríkj- anna eru að vinveittari stjórn taki við völdum. Þrátt fyrir að Chavez hafi oftar en einu sinni sakað stjórnvöld í Washington um undirróður og tilraunir til þess að steypa honum af stóli er þetta í fyrsta skipti sem hann hótar að vísa bandarískum embættismanni úr landi. Chavez sagði ennfremur að héldu Banda- ríkjamenn njósnum og undirróðri áfram myndi hann gera alla full- trúa bandaríska hersins brottræka. Bandarískir sérsveitamenn eru í landinu meðal annars vegna yfir- ráða kólumbíska byltingahersins á svæðinu á landamærum Venesúela og Kólumbíu. Um það svæði liggja mikilvægar olíuleiðslur og þar eru einnig miklar ólíulindir. Rumsfeld líkir Chavez við Hitler Stjórnvöld í Washington hafa ekki Hugo Chavez, forseti Venesúela. svarað ásökunum Chaves en á fundi með blaðamönnum lét Don- ald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í ljós áhyggjur sínar af þróuninni í Venesúela og öðrum ríkjum Suður-Ameríku þar sem „pópúlískir" stjórnmálamenn, líkt og Evo Morales forseti Bólivíu, hafa sigrað í kosningum að undanförnu. Rumsfeld sagðist ekki óttast að fleiri „pópúlískir“ stjórnmálamenn sem gera út á að ögra Bandaríkjunum kæmust til valda í fleiri ríkjum í álf- unni. En hann benti á að slíkir leið- togar hefðu tilhneigingu til þess að taka sér alræðisvöld og líkti Chavez við Adolf Hitler í því samhengi. Bandarískir repúblikanar velja nýjan þingleiötoga í skugga hneykslismála Fulltrúadeildarþingmenn bandaríska Repúblikanaflokksins kusu sér nýjan þingleiðtoga s á fimmtudag. John Boehner sigraði óvænt Roy Blunt, sitjandi leiðtoga flokksins, með naumum meirihluta. Blunt tók við af Tom DeLay fyrir skömmu en hann þurfti að segja af sér leiðtogahlutverkinu vegna fjármálahneykslis sem tengist sam- skiptum þingmanna flokksins við þrýstihópa í Washington D.C. Sigur Boehner kom á óvart þar sem hann var látinn víkja fyrir DeLay á sínum tíma í kjölfar afhroðs flokksins í þingkosningunum 1998. Aukin spenna er að færast í stjórn- málalíf í Bandaríkjunum vegna þing- kosninganna sem verða haldnar n.k. nóvember. Repúblikanar hafa meirihluta í bæði öldunga- og full- trúadeild en hneykslismál sem tengjast Jack Abramoff, talsmanni áhrifmikilla þrýstihópa í Washing- ton, hafa grafið undan stöðu þeirra undanfarið. Tveir þingmenn flokks- ins hafa nú þegar þurft að segja af sér vegna þeirra mála. Rannsókn á tengslum Abramoff við þingmenn stendur enn yfir og er talið að allt að 20 þingmenn séu grunaðir um ólög- mætt athæfi í samskiptum sínum við þrýstihópa. Ekki spilltir, bara heimskir Stjórnmálaskýrendur telja að með þvi að velja Boehner til forystu séu þingmenn flokksins fyrst og fremst að bregðast við þeirri umræðu sem hefur átt sér stað um tengsl þingmanna flokksins við þrýsti- hópa. Þar sem hann hafi ekki verið í framvarðarsveit flokksins frá því á tíunda áratugnum sé hann „nýtt andlit“ á kjósendur. Blunt var náinn samstarfsmaður DeLay og því var honum hafnað. Með því vali treysti þingmenn flokksins á að Boehner muni virka sem afturhvarf til hefð- bundinna gilda. Bandaríska blaðið New York Sun hafði eftir einum þingmanni flokksins að valið sann- aði það að þingmenn hans væru „ekki spilltir, einungis heimskir.” Demókratar gefa hins vegar lítið fyrir vammleysi Boehner og tals- menn þeirra benda á að á 16 ára þing- ferli hafi hann átt í nánum tengslum við bæði hagsmunasamtök og þrýsti- hópa, ekki síst tóbaksiðnaðinn. Tengslin við þrýstihópa kosningamái Ljóst þykir að fjármál flokkanna og tengsl þeirra við hagsmunasamtök og þrýstihópa verður eitt af aðal kosningamálunum. Atburðir undan- farinna mánaða gera að verkum að staða repúblikana í þeim efnum er veik. Það verður eitt fyrsta verkefni Boehner að hafa umsjón með því að móta frumvarp flokksins um tengsl þingmanna við hagsmunasamtök og endurvekja þar með trúverðug- leika flokksins í þeim málaflokki.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.