blaðið

Ulloq

blaðið - 04.02.2006, Qupperneq 12

blaðið - 04.02.2006, Qupperneq 12
12 I FRÉTTASKÝRING LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 blaöiö Ovíst hvað vakir íyrir Irönum Vísun kjarnorkuáœtlunar íranskra stjórnvalda til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á sér langan aðdraganda ogekki er Ijóst hvernig máliðþróast á nœstu vikum. Skiptar skoðanir eru um hvort og í hvaða tilgangi íranarþurfi á kjarn- orkuáœtluninni að halda. írönsk stjórnvöld segja hana friðsamlega og tilgangurinn sé einungis orkuframleiðsla Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) greindi frá því árið 2003 að íranar hefðu haft leynilegar áætl- anir um auðgun úrans í 18 ár. Full- trúar vesturveldanna í IAEA hvöttu írana í kjölfarið til að láta af slíkum tilraunum í eitt skipti fyrir öll. Ir- anar höfnuðu þeirri beiðni og þann 10. janúar síðastliðinn lýstu þeir því yfir að þeir myndu ekki heldur virða tímabundið bann við tilraunum til auðgunar úrans. Vesturveldin vantreysta írönum á þeim forsendum að þeir hafi áður gerstbrotlegir við alþjóðlegan samn- ing um takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna. íranar halda því aftur á móti fram að þeir virði samning- inn núna og því ætti að heimila þeim, undir eftirliti, að auðga úran í friðsamlegum tilgangi þar sem það brjóti ekki í bága við ákvæði samningsins. Þó að íranar segist vilja auðga úran til að framleiða kjarnorkuelds- neyti er sú hætta fyrir hendi að þeir auðgi það enn frekar þannig að nýta megi það til smíði kjarnavopna. Þegar þeim áfanga væri náð gætu þeir sagt upp samningnum um tak- mörkun á útbreiðslu kjarnavopna. Málamiðlun Rússa Rússar buðu írönum að vinna að auðgun úrans á sínu landsvæði sem þeir gætu síðan nýtt til að framleiða kjarnorkueldsneyti. Sú málamiðlun hefði jafnframt friðað vesturveldin þar sem með henni hefði verið komið í veg fyrir að sérfræðikunn- átta á auðgun úrans bærist í hendur Irana. Upphaflega höfnuðu íranar málamiðlunartillögu Rússa á þeim forsendum að þeir yrðu að þróa sína eigin sérfræðikunnáttu áþessu sviði. Þeir hafa þó dregið í land á undan- förnum dögum og hafa lýst yfir vilja til samstarfs með Rússum. Mahmoud Ahmadinejad, forseti (rans, I skoðunarferð í Bushehr-kjarnorkuverinu í suður- hluta landsins í síðustu viku. Ögrandi ummæli hans hafa hellt olíu á eldinn. RÆKTAÐU NNGARÐINN ÞINN Tanngarðurinn mun blómstra ef þú borðar hollan mat, burstar tennurnar með flúor- tannkremi tvisvar á dag, notar tannþráð og ferð regiulega í tanneftirlit. LYÐHE I LSUSTOÐ - Ilfiö hell Mohamed El Baradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, greinir frétta- mönnum frá stöðu mála eftir skyndifund stjórnar stofnunarinnar í Vínarborg I fyrradag þar sem ályktað var um kjarnorkuáætlun klerkastjórnarinnar í fran. Stjórnvöld í fran halda því fram að þeir verði að geta þróað tækni og kunnáttu til að auðga úran sjálf en þó undir eftirliti. Þau telja að þeir geti ekki lagt traust sitt á utan- aðkomandi birgja sem Bandaríkja- menn gætu haft áhrif á. Þrátt fyrir að miklar olíu- og gasauðlindir séu í f ran segja stjórnvöld að þau vilji fjöl- breytt framboð orkugjafa. Efasemdarmenn halda þvi fram að franar þurfi ekki að framleiða eigin kjarnorkueldsneyti þar sem aðrir geti útvegað þeim það. Af þeim sökum hljóti kjarnorkuáætlun stjórnvalda að miða að því að smíða kjarnavopn. í ranar hafa á hinn bóginn margoft lýst því yfir að eini tilgangur kjarn- orkuáætlunar þeirra sé að framleiða rafmagn og að þeir hafi engar áætl- anir um að þróa kjarnavopn. Banda- rísk stjórnvöld draga það aftur á móti í efa og telja þá stefna á að koma sér upp slíkum vopnum. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir að þriggja ára rannsókn hafi ekki leitt í ljós nein sönnunargögn um það að íranar séu að reyna að smíða kjarnavopn en ekki sé þó heldur hægt að útiloka það. f fyrra afhjúpuðu Bandaríkjamenn leyni- legar upplýsingar sem benda til þess að vísindamenn í Teheran hafi undir höndum teikningar af kjarna- oddum. Sérfræðingar telja að það gæti tekið írana 3-10 ár að framleiða kjarnorkuvopn ef þeir hefja tilraunir við úranauðgun af fullum krafti. Refsiaðgerðir ekki sjálfgefnar Vísun málsins til öryggisráðsins kann að vera upphaf að löngu ferli sem gæti endað með þvi að gripið verði til refsiaðgerða gegn stjórn- völdum í fran. Það ferli kemur þó til með að taka sinn tíma. Þau ríki sem hafa neitunarvald í öryggisráð- inu hafa komið sér saman um að bíða þangað til í lok mars með að taka málið upp á þeim vettvangi. Það myndi gefa frönum ráðrúm til að milda afstöðu sína eða ganga að málamiðlunartillögu Rússa. Ekki er sjálfgefið að það komi til refsiaðgerða þó að f ranar breyti ekki afstöðu sinni þar sem Rússar og Kín- verjar sem eiga hagsmuna að gæta myndu hugsanlega koma í veg fyrir það. Þá hafa embættismenn í Banda- ríkjunum lýst því yfir að þeir vilji fara sér hægt í sakirnar. Verði gripið til refsiaðgerða mun það lama hag- kerfi frans, koma niður á lífskjörum fólks og leiða til hækkunar á heims- markaðsverði á olíu. STANGAVEIÐIMENN ATHUGIÐ Nýtt námskeiðifluguköstun hefst sunnudaginn 5. febrúar ÍTBR húsinu Gnoðavogi 1 klukkan 20:00. Kennt verður 5., 12., 19. og 26. febrúar. Við leggjum til stangir. Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort). Mætið tímanlega. Munið eftir inniskóm. Verð krónur 8.000 en krónur 7.000 til félagsmanna gegn framvísun gilds félagsskirteinis. Upplýsingar veita Gísli í síma 894-2865 og Svavar í síma 896-7085 KKR, SVFR og SVH ^ Skráðu þitt tölvupóstfang á ba.com fyrir 31.mars 2006 til að njóta þessa afsláttarfargjalds. Gildir fyrir flugfrá Reykjavik til London. Ljúka þarf ferð fyrir 31. ágúst 2006. Skattar og flugvallargjöld innifalin. Athugið skilmála og skilyrði, nánar á ba.com

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.