blaðið - 04.02.2006, Qupperneq 18
18 I HEILSA
LAUGARDAGUR 4. FEBRÖAR 2006 blaöíö
Sífellt stækkandi hópur barna
og ungmenna hreyfir sig lítið
eða ekki neitt og lélegt framboð
er af grænmeti og ávöxtum i
grunnskólum landsins. Þetta
eru niðurstöður rannsóknar sem
eru hluti af stærra verkefni sem
Lýðheilsustöð ákvað að fara af stað
með árið 2004. Verkefnisstjóri er
Jórlaug Heimisdóttir, en hún hefur
meistaragráðu í lýðheilsufræðum
frá Kaupmannahafnarháskóla.
Verkefnið fékk heitið Allt hefur
áhrif - einkum við sjálf og til sam-
starfs við Lýðheilsustöð kallaði Jór-
laug tuttugu og fimm sveitarfélög
víðsvegar að á landinu. Saman telja
þau 76% þjóðarinnar. í síðustu viku
komu saman í fyrsta sinn fulltrúar
þessara 25 sveitarfélaga, rúmlega
100 þátttakendur og þar af um 25
unglingar.
„Meginmarkmið verkefnisins er
eins og fyrr segir að stuðla að heil-
brigðum lífsháttum barna og fjöl-
skyldna þeirra, með áherslu á aukna
hreyfingu og bætt mataræði. Með
aðgerðum því tengdu vonumst við
til að börn og fjölskyldur þeirra velji
heilbrigðari valkosti fram yfir annað.
Þetta krefst fræðslu og vitundarvakn-
ingar ásamt aðgerðum í skólum, á
tómstunda -og frístundaheimilum og
á fleiri stöðum,“ segir Jórlaug þegar
hún er innt eftir kjarna málsins.
M/ww.ganuBgogn.i8
99.................
Aðeins lítill hluti nem-
enda í efstu bekkjum
grunnskóla borðar
heita máltíð í skól-
anum og almennt er
mataræði þeirra mun
lakara en þeirra yngri.
Sérsmíðaðir hornsófar
- ykkar hugmynd, okkar smíói
Víðtækt samstarf nauðsynlegt
„Heilsuefling meðal barna og ung-
menna verður að byggjast á mjög
víðtæku samfélagslegu samstarfi.
Með verkefninu er leitast við að
virkja sem flesta sem þarna hafa
áhrif. Það eru sveitarfélögin sjálf
sem leiða verkefnið en auk þess að
vera í samstarfi við þau er Lýð-
heilsustöð í formlegu sam-
starfi við leik- og grunn-
skóla og heilsugæsluna.
Hvert sveitarfélag
mótar sína eigin að-
gerðaráætlun og
leggur áherslu á
aðstæður og um-
hverfi barna í
skólum. Einnig
verður lögð
áhersla á að
ná til foreldra
með tilliti til
viðhorfa þeirra
og aðstæðna. Við-
horf unga fólksins
til þessara mála
verða einnig kannað
sem og líðan þeirra.“
Hanga fyrir framan
sjónvarp og tölvu
„Við upphaf verkefnisins var
kannað hvernig ýmsum þáttum er
háttað í þeim sveitarfélögum sem
taka þátt. Lykilaðilar voru beðnir
að svara spurningum, m.a. börnin
sjálf og foreldrar þeirra. Á samráðs-
fundinum voru svo fyrstu niður-
BlaÖiÖ/Frikki
Brynjar Guðnason segir krakka velja ruslfæði umfram hollustu þegar hlaupið er í búðina í frímínútum, endameira framboð af því.
fræði inn í skyldunám grunnskól-
anna. Þá ættu félagsmiðstöðvarnar
líka að vera með matarklúbba
svokallaða og þar mætti kenna
krökkum að elda hollari mat. Krakk-
arnir gætu svo tekið þessa þekkingu
með sér heim til fjölskyldunnar og
þannig stuðla að betra mataræði hjá
þjóðinni allri.“
Hvaðfinnstþér sjálfum um matar-
æði jafnaldra þinna?
„Ég gerði næringarkönnun í nátt-
úrufræði um daginn þar sem við
skráðum allt sem við borðuðum
og drukkum í einn sólarhring. Nið-
urstaðan var sú að langflest okkar
skorti mikið af vítamínum og stein-
efnum. Ég fékk alveg bullandi sam-
viskubit eftir þetta og sá að ég þarf
að fara að bæta þessi mál hjá mér.“
Ef þig langar í eitthvað hollt að
borða ífrímínútum í skólanum er
það þá auðsótt mál?
„Nei, síður en svo. Það er mikið
meira framboð af óhollum mat.
Hann er bæði ódýrari og svo er miklu
meira úrval af honum. Ég gæti ekki
labbað út í búð,í styttri frímínútum
en í lengri pásunni gæti ég gert það.
Fæstir velja það samt að ganga út í
búð til að kaupa sér ávexti eða skyr
eða aðra hollustu. Ef fólk leggur það
á sig að ganga þá er það vanalega til
að sækja einhvern óhollan mat sem
fæst kannski ekki í skólanum," segir
Brynjar og hlær.
margret@bladid. net
Hér má sjá nokkrar lausnir
við heilsufarsvandanum sem
blasir við þjóðinni. Lausn-
irnar eru hluti af niðurstöðum
hópanna sem hittust í síðustu
viku.
• Lækka tolla á innfluttu grænmeti
og ávöxtum
• Metnaðarfyllri iþróttakennara og
þjálfara sem öskra ekki
• Kynna fleiri íþróttir
• Hafa áhrif á yngstu krakkana
• Fræða krakka um afleiðingar hreyf-
ingarleysis
• Senda þéttbýliskrakka f sveit
• Lækka verð á líkamsræktarkortum
til ungmenna
» Auka fræðslu í heimilsfræðitimum
f 1 .-7. bekk
• Hvetja félagsmiðstöðvar til þátt-
töku
• Hafa hollan dag í skólum
• Hætta að selja snakk og nammi f
sjoppum félagsmiðstöðva
stöður þessara kannana kynntar.
Þegar litið var á þætti sem sneru
að hreyfingu og næringu barna þá
kom fram að áhyggjuefni er hversu
löngum tíma mörgbörn og unglingar
verja fyrir framan tölvur og sjón-
varp og foreldrar þeirra virðast oft
eiga erfitt með að takmarka þennan
tíma. Stór hluti barna og unglinga
stundar mjög litla hreyfingu og hóp-
urinn sem hreyfir sig lítið fer stækk-
andi í elstu bekkjum grunnskóla.
Hvað varðar mataræði þá borða ís-
lensk börn og unglingar áberandi
lítið af grænmeti og ávöxtum. Að-
eins lítill hluti nemenda í efstu
bekkjum grunnskóla borðar heita
máltíð í skólanum og almennt er
mataræði þeirra mun lakara en
þeirra yngri. Langflestir foreldrar
vilja að boðið sé upp á ókeypis, holla
skólamáltíð, að börn fái ókeypis
ávexti í skólanum og einnig að holl-
ustuvörur séu í lægra skattþrepi en
óhollari matvörur. Meirihluti for-
eldra er hlynntur því að markaðs-
setning á feitum eða sykruðum mat-
vörum sem beint er að börnum verði
takmörkuð.“
Melónur og vínber fín
eru sjaldan á borðum
Þú segist hafa sent
spurningalista
til allra leik- og
grunnskólastjóra á
landinu og kannað
viðhorfþeirra tilþess
sem börnunum er
boðið upp á ogaðstöðu
þeirra til hreyfingar.
„Helstu niðurstöðurnar
voru þær að það er nánast
enginn grunnskóli með sælgæti
eða gosdrykki í boði, sem er gott, en
á sama tíma er áberandi lítið fram-
boð af grænmeti og ávöxtum. Fram-
boðið af mat og drykkjarvörum
Stendur til að fylgja þessu verk-
efni eftir?
„Já, vorið 2007 og aftur vorið 2010
munum við leggja sömu spurninga-
lista fyrir og þannig komast að því
hvort eitthvað hefur áunnist með
verkefninu,“ segir verkefnisstjórinn
Jórlaug Heimisdóttir að lokum.
Óhollstan auðsóttari og ódýrari
Einn afþeim sem tók þátt í verk-
efninu fyrir hönd síns sveitarfé-
lags (sem er Hafnarfjörður) var
Brynjar Guðnason, sextán ára
nemi í Menntaskólanum við
Hamrahlíð. Hann segir að þátt-
takan í verkefninu hafi haft áhrif
á hann og vakið hann til meðvit-
undar um eigið heilsufar.
„Ég þekki margt fólk sem hefur
búið í Svíþjóð og þar er víst ástandið
mun betra en hérlendis þegar kemur
að skólamötuneytum,“ segir Brynjar
aðspurður um skoðun sína á fram-
boði skólanna. „Það mætti bæta
ástandið hérna með því að bjóða upp
á hollari mat og hafa hann ókeypis
að auki. Okkur þótti líka ráðlegast
að byrja á yngstu bekkjum grunn-
skólans þar sem það er svo erfitt að
kenna gömlum hundi
að sitja. Ef krókurinn
er beygður snemma
.. þá eru mun meiri
/ líkur á því að fólk
§ kjósi ávexti, grænmeti
og aðra hollustu fram
yfir óhollustuna, einfald-
lega vegna þess að það er
alið upp við það. Það er
miklu flóknara og erfiðara
að ætla að fara að breyta
unglingum sem eru búnir
V að venja sig á eitthvað
ákveðið mataræði."
Hvaða lausnir
funduð þið til
þess að miðla upplýsingum
um heilsumál til ungs fólks?
„Ein hugmyndin var að setja þessi
er líka mjög ólíkt og hollustan mis-
mikil. Svo kom einnig fram að
það mætti bæta aðstöðu og
hvatningu til hreyfingar
utan hefðbundinna
íþróttatíma.“
Er ástandið
ásættanlegt?
„Það er mjög mis-
munandi eftir
sveitarfélögum
og skólum. Það
virðst vera að leik-
skólarnir standi
sig betur en grunn-
skólarnir í að bjóða
upp á holla fæðu, en
í framhaldi af rann-
sókninni munu sveitar-
félögin fá sérsniðnar nið-
urstöður sem þau geta svo
notað til bættra aðgerða."
Þriðjudaginn 7. febrúar
:\smm
Auglýsendur, upplýsingar veita:
Kolbrún Ragnarsdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net
EUert Ágúst Pálsson • Simi 510 3746 • Gsm 869 9903 • elU@bladid.net
Bjarni Daníelsson • Sími 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjami@bladid.net
Framtíðin
í rusli