blaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 23
blaðið LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 VIÐTAL I 23 CHELSEA - LIVERPOOL SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR KL. 16.00 ICELANDAIR f 1 FKIÁLSI TRYGGÐU ÞER ASKRIFT í SÍMA 800 7000, Á WWW.ENSKI.IS EÐAI NÆSTU VERSLUN SIMANS. EfíSHÍ # B O LT I N Nj^ Hver erfyrirmyndin íþínu lífi? „Pabbi, ekki spurning. Hann er einn sá besti söngvari sem ég hef hlustað á og hef ég nú hlustað á þá bestu. Ég er voðalega heppinn með það að geta alltaf leitað til hans.“ Hefur hann getað leiðbeint þér í tónlistinm? „Já, hann leiðbeinir mér og hefur alltaf gert það þó svo að ég hafi alltaf verið með annan kennara. Við erum alveg bestu vinir og ég lít mikið upp er ekki þessi ævintýraöskubuska sem við þekkjum úr Grimms ævin- týrunum heldur allt öðruvísi útgáfa. Það er t.d. enginn töfraskór, heldur armband, eða reyndar hanski í okkar tilfelli, og í stað vondu stjúp- unnar er vondur stjúpi. Þetta verður mjög skemmtilegt og tilvalið fyrir alla fjölskylduna." í popphljómsveit í gaggó Faðir þinn, Garðar Cortes, er tón- listarmaður mikill og eflaust hefur tónlistin skipað stóran sess í lífi fjöl- skyldunnar. Rann þér blóðið til skyld- unnaraðfara út í tónlistina? „Ég ákvað þetta bara algjörlega sjálfur þegar ég var 18 ára. Það var enginn sem þvingaði mig út í þetta, þó svo að ég hafi verið alinn upp við mikla tónlist. Ég hafði ekkert sungið nema bara raulað eins og allir af áhugamennsku. Frá blautu barnsbeini hefur söngurinn vakið áhuga minn, en þetta spannaði allt frá poppi og rokki yfir í klassíkina. Ég var einmitt í popphljómsveit í gaggó eins og svo margir strákar, en það var aldrei fyrir mig.“ til hans sem tónlistarmanns," segir hann og bætir við að gaman sé að fá að syngja með föður sínum. „Við höfum sungið saman og það er al- veg frábært - nú síðast í Grafarvogs- kirkju á tónleikunum mínum og það heppnaðist bara mjög vel.“ Nú hafa íslenskir óperusöngvarar haslað sér völl erlendis. Stöndum við vel að vígi miðað við aðrarþjóðir? „Já, mjög vel. Það eru íslendingar að syngja út um allt og við erum að gera það gott held ég - í raun alltaf betra og betra. Ég sjálfur þyki mjög ungur ennþá og það eru margir um bitann í þessari klassík úti í hinum stóra heimi svo að maður þarf að halda vel á spilunum. Ég er t.d. með umboðsmann í London sem útvegar mér hlutverk og sér um mín mál,“ segir Garðar, en vill engar vonir gera sér varðandi framann. „Þeir sem hafa náð hvað lengst af íslenskum óperusöngvurum eru Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson. Ég er ekkert að binda neinar vonir við að ná þeirra stöðu - maður bara gerir sitt besta og hitt kemur í ljós.“ Þrátt fyrir fagra rödd og góða tækni í tónlist lætur Garðar hjá líða að gaula allan daginn heima fyrir. „Eg er ekkert syngjandi í sturtunni eða svoleiðis. Ég syng í raun mjög lítið heima fyrir enda fæ ég mína út- rás á æfingum og sýningum.“ Telur sig ekki kynþokkafullan Aspurður um stjörnufans á íslandi segist Garðar gefa lítið út á slíkt. Hann vill ekki meina að einn né neinn sé frægur og nefnir þar helst smæð þjóðarinnar. Nú er óperusöngur ekki algengur á ís- landi og enn síður hjá 18 ára strákum. Það kann því að vekja undrun margra að Garðar hafi valið þetta svið, en hann segir ekkert annað hafa komið tilgreina. „Ég var alltaf að hlusta á plöturnar hans pabba og heilu óperurnar eig- inlega. Það kom ekkert annað til greina, annað en e.t.v. leiklistin. En í þessu tvinnar maður auðvitað saman leik og söng þannig að þetta hentaði vel. En auðvitað er þetta kannski svolítið sérstakt af 18 ára strák. Yfirleitt eru þeir komnir vel yfir tvítugt þegar þeir byrja - sér- staklega vegna þess að við elskurnar erum svolítið seinþroska og röddin líka. En ég er mjög sáttur með þessa ákvörðun mína þá.“ Þú myndir sem sagt ekki stíga á svið með Sálinni hans Jóns míns og taka nokkra vel valda slagara? „Nei, ég myndi nú örugglega klúðra því,“ segir hann og skellir upp úr. „Það eru alltaf einhverjir sem eru betri en maður sjálfur á ákveðnum sviðum og við vitum að enginn toppar Stebba Hilmars í því sem hann gerir.“ Hvernig tónlist hlustarþú helst á? „Ég hef rosalega breiðan smekk í þessum efnum og get hlustað á allt milli himins og jarðar. Þó svo að ég kunni best við mig við að syngja og hlusta mest á óperu þá hlusta ég á allt annað líka og hef gaman af.“ Undrandi á velgengninni Söngur Garðars hefur fallið vel í land- ann, en fyrsta einsöngsplata hans var sú mest selda í fyrra. Hann seg- ist undrandi á þessum viðbrögðum. „Ég er auðvitað ánægður með plötuna. Það má líta á velgengnina sem bónus sem ég er ofsalega þakk- látur fyrir. Ég er mjög gagnrýninn á sjálfan mig og allt sem ég geri er með því hugarfari að ég hefði getað gert betur. Svo segir fólk við mig að þetta sé æðislegt og þá bregður mér dálítið, þó ég sé auðvitað mjög ánægður," segir hann hógvær, og bætir við að margar góðar plötur hafi litið dagsins Ijós og frábærir listamenn hafi gefið út efni. „Það var svo mikið af góðum plötum í boði fyrir jólin og frá- bærum listamönnum. Ég bjóst þess vegna ekkert við þessu.“ „Úti í heimi eru alltaf einhverjir frægari en aðrir og það er eins hérna á ísíandi. Ég held samt persónulega að það sé auðveldara að vera frægur á íslandi þar sem þetta er lítil þjóð og allir þekkja alla. Mér finnst bara allir vera eins,“ segir hann auk þess að bæta við að hann finni ekki fyrir aukinni frægð hjá sjálfum sér. Nafn þitt ber oft á góma í umrœðum um kynþokkafulla karlmenn. Hvað segirðu um þetta lof margra um útlit þitt? „Ég segi bara ekki neitt um þetta - veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Maður kannski tekur ekkert illa í þetta og í rauninni er þetta bara dálítið skemmtilegt. Reyndar er kannski ekki mikið að marka þetta og ég lít ekkert á mig sem kyn- þokkafullan. Það eru miklu fleiri fallegir karlmenn þarna úti en þeir sem nefndir eru í svona umræðum og kosningum. Eflaust eru þeir til- nefndir sem eru áberandi hverju sinni svo þetta er ekkert til að hoppa hæð sína yfir.“ Hvað með framtíðina, stefnirðu á stóra hluti í tónlistinni? „Framtíðina horfi ég björtum augum. Hvað varðar tónlistina þá stefni ég auðvitað á að gera eins vel og ég get, en það þarf að forgangsraða hlutunum rétt í lífinu. Fjölskyldan er náttúrlega efst á baugi enda stoðar lítið að vera í góðri og skemmtilegri vinnu en hafa ekkert að koma heim til,“ segir söngvarinn hógværi að lokum áður en hann heldur á æfingu á Öskubusku í Islensku óperunni. halldora@bladid. net STÓRLEIKUR í BEINNI!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.