blaðið - 04.02.2006, Qupperneq 24
24 I TILVERAN
LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 blaAÍA
MHalldóra hugsar upphátt
Heyra stefnumót sögunni til?
Ég átti á dögunum ansi skemmtilegt spjall við vinkonu mína
sem einmitt er ein af þeim sem stendur staðföst í þeirri trú
sinni að engin verði mannsefnin og að hún endi einsömul.
Þegar maður talar við manneskju sem áhyggjur hefur af karl-
mannsleysinu verður auðvitað ekki hjá því komist að fara
aðeins yfir stöðu mála í stefnumótamenningu landans. Eftir
nokkrar pælingar rann upp fyrir okkur ansi merkileg og
óneitanlega sorgleg staðreynd. Jú, það er nefnilega þannig að
einhverra hluta vegna hafa samskipti á milli kynjanna fallið
niður um ófáa þrep síðustu árin.
Það sem áður þótti eðlilegt í daðri og stefnumótum hefur
allsnarlega orðið undir á litla Islandi, sem í raun er miður.
Hér má nefna kvöldverði, stefnumót á kaffihúsi og fleira
sem áður tíðkaðist þegar karlmaður hafði augastað á konu.
Það þótti hinn eðlilegasti hlutur að fá skemmtilegt símtal á
þriðjudegi þar sem spennandi (nú eða óspennandi) maður
bauð konu út. Ég veit ekki hvort að fólkið sem ég þekki sé
hreinlega svona hrikalega leiðinlegt eða bara blússandi nei-
kvætt - en upplifunin er allavega sú að þetta hafi
breyst verulega. Nú á dögum fer lítið fyrir boðum
sem þessum og mega konur heldur eiga von á einu
stykki sms-i eða sorglegu símtali þegar viðkom-
andi hefur spannað öldurhús borgarinnar. Mað-
urinn hefur þá eflaust beðið alla vikuna eftir því
að helgin rynni upp og bjórinn drukkinn eins og
enginn sé morgundagurinn.
Þetta er auðvitað leiðinleg þróun og kannski erf-
itt að segja til um orsökina, en ég get mér þess
til að aukin tækni hafi sitt að segja í þessum
efnum. Sms-samskipti, msn-ið í tölvunni og
annað gerir það að verkum að það heyrir til tíð-
inda að fólk hringi fullt hugrekkis í aðra mann-
eskju og falist eftir stefnumóti. Svo vantar eflaust
eitthvað upp á sjálfstraust fólks í dag sem þorir
ekki að taka af skarið nema eftir gott rúll niður
Laugarveginn og er nánast heiladautt sökum áfeng-
isdrykkju (þá oft með það fyrir augum að
plata viðkomandi „heim í drykk“). Nei,
þetta er kannski svolítið ýkt en engu að
síður er skemmtilegt að velta þessu fyrir
sér.
Hvað varð t.d. um rómantíkina? Er hún
algjörlega á bak og burt? Ég get ekki
/ svarað þessu að svo stöddu en kem
) vafalaust til með að velta vöngum yfir
þessu áfram. Á meðan situr vinkonan
sárþjáða eflaust á barnum - bíðandi
eftir sms-i með orðunum: „Hæ sæta
| - eigum við að hittast í sjúss?"
Halldóra Þorsteinsdóttir
HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ
Fer skammdegið illa i þig?
Febrúarmánuður er nýgenginn
í garð og blákaldur raunveru-
leikinn eflaust farinn að plaga
suma - enda er þessi mánuður af
flestum talin erfiðastur. Lítið
er um að vera, veðrið er ekki
upp á sitt besta og ófáir eru enn
að reyna að ná tökum á fjárút-
látum desembermánaðar. Sem
betur fer finna margir hvorki
fyrir erfiði né leiða á þessum
tíma en alltaf eru einhverjir sem
verða varir við andlegt ójafn-
vægi og depurð.
Þreyttu prófið og athugaðu
hvort þú sért einn af þeim
sem taka dýfur á þessum tíma
og hvað þú getur gert þér til
framdráttar.
IHvernig Iíður þér dag frá
degi?
a) Mjög vel.
b) Sæmilega.
c) Oftast hræðilega.
2Ertu yfirleitt daufari á
þessum tíma árs en á
öðrum tímum?
a) Já, auðvitað er leiðinlegra að
vera til á þessum tíma.
b) Nei, ég held að þessir mánuðir
séu ekkert verri en aðrir.
c) Ég hef lítið pælt í því.
Áttu i erfiðleikum með
svefn?
a) Já, ég finn fyrir miklum
breytingum og á erfitt með að
sofna og að vakna.
b) Nei, svefninn er fremur
reglulegur.
c) Það kemur fyrir, en er alls ekki
viðvarandi.
Kemur fyrir að þú dettir
niður í mikið þunglyndi
eða finnir fyrir sterkum
depurðareinkennum?
a) Nei, ekki nema eitthvað alvar-
legt komi fyrir.
b) Já - mér er eiginlega alltaf
mikið niðri fyrir.
c) Auðvitað er maður misglaður,
en ég get ekki sagt að ég sé
þunglynd/ur.
5Hefur fólkið í kringum þig
orð á þvi að þú sért ekki
upp á þitt besta hvað and-
legt jafnvægi varðar?
a) Nei - það hefur enginn komið
með athugasemdir um mína líðan,
enda ekki mikið út á að setja.
b) Já, mér finnst ansi margir hafa
orð á því að ég sé dauf/ur...
c) Nei - það virðist öllum vera
sama um mína líðan og enginn
tekur eftir neinu.
Ertu kvíðin/n án þess
kannski að vita af hverju?
a) Já, mér finnst ég oft
ansi kvíðin/n og yfirleitt er engin
ástæða fyrir því.
b) Nei, ég er yfirleitt ekki
kvíðin/n.
c) Ég kvíði ákveðnum hlutum,
eins og t.d. að koma fram fyrir
framan marga, en það er allt
saman á eðlilegum nótum - ekk-
ert um of.
BlaÓiÖ/Frikki
Hvað af eftirtöldu lýsir þér
best í dag?
a) Ég er sátt/ur með lífið og
nýt daganna í botn.
b) Ég hef það ágætt alla jafna, en er
þó ekkert að springa úr gleði...
c) Það er eiginlega allt í volæði hjá
mér og fátt sem kemur mér í gott
skap.
Finnst þér þú líta vel út?
a) Nei, alls ekki - ég er alls
ekki í góðu formi.
b) Ekkert sérstaklega vel, en það
kemur fyrir að maður lætur ljós sitt
skína...
Reiknaðu út stigin:
1. a)4stig b)2stig c) 1 stig
2. a) 1 stig b) 4 stig c) 2 stig
3. a) 1 stig b) 4 stig c) 2 stig
4. a) 4 stig b) 1 stig c) 2 stig
5. a) 4 stig b) 2 stig c) 1 stig
6. a) 1 stig b) 4 stig c) 2 stig
7. a) 4 stig b) 2 stig c) 1 stig
8. a) 1 stig b) 2 stig c) 4 stig
0-9 stig:
Þú ert greinilega ekki upp á þitt besta
þessa dagana og finnur oft fyrir depurfi,
kvíöa og öðrum óþægindum. Þaö er
mikilvægt aö þú takir þetta alvarlega
og gerir hvað þú getur til þess aö bæta
Ifðan þfna. Ef ástandið er mjög slæmt
er ekki um annað að ræða en að leita
sér læknishjálpar, en annars geturðu
gert margt sjálf/ur. Þar má nefna aukna
hreyfingu, breytt mataræði og breyt-
ingar i þankagangi. Það er ótrúlegt
hvað mikið er hægt að gera bara með
þvf að hugsa jákvætt og gefa sjálfum
sér góðar sefjanir. Ekki hætta fyrr en þú
kemst í jafnvægi og láttu ekki deigan
sfga - þetta er eingöngu vandamál sem
hægt er að laga á stuttum tfma.
10-20 stig:
Þú ert f ágætis jafnvægi alla jafna en
köldustu vetrarmánuðirnir leggjast
oft illa f þig. Skammdegið hefur slæm
áhrif á þig og þú getur varla beðið eftir
breyttum timum. Mikilvægt er þó að
horfa á björtu hliðarnar og sjá fram á
betri tfma, auk þess að gera hluti sem
valda þér ánægju og gera þér gott.
21-32 stig:
Það er óhætt að segja að þú látir
skammdegið ekki á þig fá - enda af-
spyrnu jákvæð manneskja að eðlisfari
og glöð með lífið. Haltu áfram á þessari
braut og reyndu auk þess að hafa
jákvæð áhrif á fólkið í kringum þig. Þar
sem þú ert á góðri braut er ekki úr vegi
að nota þennan kraft og hjálpa þeim
sem eiga erfitt.