blaðið - 04.02.2006, Síða 30

blaðið - 04.02.2006, Síða 30
30 I ÝMISLEGT LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 blaöiö 50% Nylon á fullu í Fit-Pilates Á undaförnum árum hefur hin svokallaða Pilates leikfimi notið gífurlegra vinsælda. Pilates er æfingakerfi sem byggir áþvíað efla ogstyrkja líkamann ásamt því að bæta líkamsstöðu. Innan Pilates rúmast nokkrar útgáfur afæfingunum og ein þeirra kallast Fit-Pilates en þar er bolti hafður með i æfingunum Blaðið kom að máli við Klöru, en hún er yfir sig hrifin af nýju íþrótt- inni sem hún stundar í Síðumúla 15 þar sem Yogastöðin Heilsubót er til húsa. Hvað eruðþið búnar að stunda þetta lengi? ,Ég og Steinunn erum búnar að vera lengst eða síðan rétt eftir áramót. Hinar stelpurnar komu inn í þetta aðeins seinna. Vinkona mín var búin að lofsama Fit-Pilates og segja mér hvað þetta væri frá- bært þannig að við ákváðum að byrja líka. Núna á ég allavega fjórar vinkonur sem eru byrjaðar og alveg orðnar háðar þessu.“ 99.................... Fit-Pilates þjálfar aðra vöðva en þessarhefð- bundnu æfingar sem maður gerir í sal. Maður þjálfar til dæmis djúp- vöðva og grindarbotns- vöðvana sem er rosalega gott fyrir allar konur.. Er ekkert flókið að vesenast með þennan bolta? „Alls ekki. Fyrsti tíminn fór í að finna jafnvægið en það besta er að þegar maður notar boltann þá þjálfar maður um leið alla vöðva líkamans. Þú ert kannski að gera æfingar fyrir tvíhöfðann en þjálfar um leið bak, maga, rass og lærvöðva. Ég get fullyrt að þessar æfingar • •••••••••••• eru algerlega það besta sem ég hef prófað fram til þessa.“ í Ertu einkaþjálfun? „Nei, þetta er svo vel skipulagt hjá SmáraíHeilsubót að það eru aldrei neitt rosalega margir í tímum í einu. Þess vegna getur hann gefið sér tíma til að sinna hverjum og einum mjög vel.“ »••••••< Hvaðfinnst þér Fit-Pilates gerafyrir þig sem önnur líkamsrœkt gerir ekki? ,Fit-Pilates þjálfar aðra vöðva en þessar hefðbundnu æfingar sem maður gerir í sal. Maður þjálfar til dæmis djúpvöðva og grindarbotns- vöðvana sem er rosalega gott fyrir allar konur. Svo eru æfingarnar ró- legar og þægilegar á meðan maður fer í gegnum þær en ekki þetta púl sem er venjulega í gangi." Að lokum, heldurðu að Evróvision stjarnan Silvía Nótt myndifinna sig meðykkur í Fit-Pilates? „Nei, þetta er allt of rólegt fyrir mann- gerðir eins og hana. Ég held að hún væri betri á brettinu eða í karate. Annars er hún pottþétt með svona stjörnu einkaþjálfara á borð við Raul og lætur engan sjá sig svitna.“ Steinunn og Klara eru mjög ánægðar árangurinn sem þær hafa náð í Pilates og segja vinkonur sínar einnig komnar á bragðið. UTIVISTí SPORT verslanir / hópa- og fyrirtækjaþjónusta ieykjavík Faxafen 12 S. 533-1550 Akureyri Strandgata 3 S. 464-4450 Keflavík Hafnargata 25 S. 421-3322

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.