blaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 54
LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 blaðið
541
TILFINNINGALEYSI
FÓRNARLAMBA
Smáborgarinn las viðtal um dag-
inn við konu sem hafði gengið í
gegnum mikla erfiðleika í gegnum
tíðina. Allt frá því að blessuð kon-
an var barn hafði hún þurft að feta
þröngan stíginn sem vægast sagt
var henni erfiður. Viðtalið var allt
saman mjög kalt og yfirvegað. Ein-
um of kalt að mati Smáborgarans.
Þó taldi Smáborgarinn líklegra að
það væri sök blaðamannsins því
auðveldlega hefði verið hægt að
ná einhverjum tilfinningum á blað
þar sem efnið sjálft var mjög til-
finningaríkt. En þetta viðtal leiddi
þó huga Smáborgarans að því
hvernig fólk sem hefur lent í erfið-
leikum tekur á þeim og þá sérstak-
lega þegar fólk lendir í þeim sem
börn. Mannskepnan er nefnilega
svo sniðug að henni tekst einhvern
veginn að fjarlægja sig frá vandan-
um. Oftsinnis hefur Smáborgarinn
heyrt konur og menn sem hafa
kannski orðið fyrir svívirðilegu of-
beldi, tala um það líkt og þau væru
að tala um veðrið. Þetta er þá ekki
tilfinningaleysi hjá fólkinu heldur
er það þannig að þegar fólk býr við
eitthvað í langan tíma þá verður
það ónæmt fyrir því. Þannig getur
kona sem var barin af foreldrum
sínum ekki fundið fyrir reiði en um
leið og foreldrarnir berja kannski
systur eða bróðir þá fyllist sama
manneskjan af réttmætri reiði ;te
og vill gera eitthvað í málunum. f
Þegar maður lifir í ástandinu þá ■
„normalíserar" maður það. Þetta er
merkilegur veruleiki. Kannski snýst
þetta líka um það að oft þykir fólki
vænna um vini og ættingja heldur
en sjálft sig. Þetta á kannski sér-
staklega við þegar fólk hefur búið
lengi við andlegt, líkamlegt og/eða
kynferðislegt ofbeldi. Á sama tíma
og þessir einstaklingar vilja ekk-
ert um mál sín tala, því þeir telja
að þeir séu einir í heiminum sem
eiga við þetta tiltekna vandamál
að stríða, þá „normalísera" þeir
vandann þannig að þetta verður
að viðteknu, daglegu lífi. Hvort sú
staðreynd er sorgleg eða nauðsyn-
leg áttar Smáborgarinn sig ekki á.
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Kristján Hreinsson, skáld
Er allt í háa lofti í Eurovision?
„Það er á hreinu. Keppendur ætla ekkert að láta bjóða sér það að reglum sé breytt
í miðri keppni. Þetta er bara eins og í spretthlaupi þar sem einn keppandi fær að
taka af stað fimm sekúndum á undan hinum, það er ekki hægt að taka þátt í svo-
leiðis.“ Kristján gefur lítið fyrir röksemdarfærslur þeirra sem koma að lagi Silvíu
Nóttar. „Keppendur bera ábyrgð á lögunum sínum. Þetta eru bara reglurnar. Nú
hefur útvarpsstjóri breytt reglunum bara til þess að fá inn einhverja peninga
í símakosningum. Við munum berjast fyrir því að þetta lag verði ógilt, sama í
hvaða sæti það lendir. Það er alveg skelfilegt að brjóta lög í lagakeppni.“Svo virð-
ist sem keppendur í Söngvakeppni Sjónvarpsins ætli ekki að sætta sig við það að
lag Silvíu Nóttar verði með í keppninni þar sem lagið lak á Netið.
Svo virðist sem keppendur í Söngvakeppni Sjónvarpsins ætli ekki að sætta sig við það að lag Silvíu Nóttar verði með í keppninni
þarsem iagið lak á Netið.
Britney ólétt aftur
Britney Spears kom öllum á óvart í verslun í Malibu í síðustu viku þegar
hún tilkynnti að hún væri ólétt aftur. Vitni sögðu stjörnuna hafa verið pirr-
aða yfir athygli aðdáenda þegar hún var að skoða rándýr húsgögn í snobb-
búðinni Shabby Chic.
Náinn vinur Spears sagði í samtali við tímaritið In Touch að hún væri
pottþétt ólétt þar sem hún hagaði sér eins og þegar hún var ólétt með sitt
fyrsta barn.
Sá orðrómur flýgur um í Malibu að Spears dreymi um að eignast litla
systur fyrir son sinn, Sean Preston.
Hjónaband
Madonnu í himnalagi
Madonna harðneitar sögusögnunum um að náið samband hennar
og upptökustjórans Stuart Price sé að rústa hjónabandi hennar með
leikstjóranum Guy Ritchie.
Samkvæmt göturitinu The Daily Mirror eyðir Madonna öllum
sínum frítíma með Price, þrátt fyrir að vinnu þeirra við nýju plötu
hennar, Confessions on a Dancefloor, er löngu lokið.
Blaðafulltrúi Madonnu, Liz Rosenberg, steig nýlega fram og sagði
samband Madonnu og Stuart Price vera eins og samband systkina.
Það er ekkert að hjónabandi Mádonnu, samband hennar og Guy er
gott. Þau eru hamingjusöm."
Paris berst
fyrir eigin eigum
Milljónaerfinginn Paris Hilton berst nú fyrir að fá stolnar eigur
sínar aftur sem seldar voru á uppboði fyrir skömmu.
Paris komst að því að tölvum, dagbókum, spólum og ljósmynd-
um hafði verið stolið þegar blaðamaður frá slúðurritinu National
Enquirer hafði samband við umboðsmann hennar og sagði að
honum hefði boðist að kaupa eigur hennar. Hann neitaði boð-
inu.
Paris hefur kallað til lögfræðinga sína sem segja þann sem
mun bjóða vörurnar til sölu ekki eiga von á góðu.
ókeypis til
heimila og fyrirtækja
alla virka daga
eftir Jim Unger
4-18
kft
© Jim Unger/dist. by United Medía, 2001
Ef þú ert að gera þér þetta upp verður
ekkert hundanammi í viku.
HEYRST HEFUR...
Dorrit Mouss-
aieff getur
prísað sig sæla að
hafa ekki staðið
í nágrenni við
Össur Skarphéð-
insson þegar hún féll í ómegin
á Bessastöðum við afhendingu
íslensku bókmenntaverðlaun-
anna á fimmtudag. Flestir muna
eftir frægri senu þegar þáverandi
heilbrigðisráðherra, Ingibjörg
Pálmadóttir, leið út af í beinni
útsendingu og alþjóð fylgdist
með Össuri standa áhugasamur
en aðgerðarlaus hjá þegar Ingi-
björg féll í gólfið. Svipað virðist
reyndar upp á teningnum með
fyigi Samfylkingar undir stjórn
svilkonunnar Ingibjargar Sóírún-
ar. Athyglivert er að sjá hversu
Össur er áhugasamur um fylgis-
tapið en eins og venjulega þegar
konurnar falla í kringum hann
er gamli formaðurinn algerlega
aðgerðarlaus.
Páll Magnús-
son hefur
reynst Ríkisút-
varpinu hinn
allra mesti feng-
ur en auk þess að
lesa fréttirnar frítt og hala inn
helstu stjörnur ljósvakans af
samkeppnismiðlunum, aðallega
sínum gamla miðli, hefur hann
nú nappað Lottóinu aftur yfir til
RÚV. Logóið hefur verið sýnt á
báðum «bðvum undanfarin ár
og framjgitt af Stöð tvö eða 365
miðlum eins og þeir heita víst
núna og hefur það skilað ein-
hverjum krónum í kassann. Þær
renna nú hraðar í kassa allra
landsmanna og ætla má að fáir
aðrir stjórar hafi reynst 365 miðl-
um eins erfiðir, sérstaklega þar
sem það er ekki einu sinni hægt
að reka hann!
Pað vakti athygli í Kastljósinu
i fyrrakvöld hvað forystu-
sveit borgarstjórnarflokks Sam-
fylkingairinnar var samstíga í
umfjöllun sinni um borgarmálin
ólíkt því sem uppi var á teningn-
um þegar Gísli Marteinn og Vil-
hjálmur Þ. tókust á um fyrsta
sæti á borgarstjórnarlista. Þau
Dagur, Stefán Jón og Steinunn
virtust hins vegar öll sammála
um að borginni væri vel stjórnað
þó Dagur og Stefán Jón hefðu alla
trú á að þeirra eigin stjórn gæti
kórónað verkið. Þessi samstaða
toppbaráttunnar er ekki líkleg til
að auðvelda kjósendum valið.
Leitað hefur
verið logandi
ljósi að stjórnend-
um morgunþátt-
ar á Bylgunni frá
því síðasta haust
en fyrirhugað
var að fara með hann í loftið í nóv-
ember. Margir hafa verið kallaðir
til en enginn hefur bitið á agnið
og því má enn heyra óminn af
röddum stjórnenda morgunsjón-
varpsins Gulla Helga, Heimis
Karlssonar og Ragnheiðar Guð-
finnu. Leitin stendur þó enn yfir
og aldrei að vita nema Morgun-
koss Röggu af Kiss.fm smelli á
Bylgjunni.
Stuðningsmenn Bjarna Torfa
Álfþórssonarsegjastvongóð-
ir um árangur hans um helgina
þegar fram fer prófkjör sjálfstæð-
ismanna á Seltjarnarnesi. Bjarni
fer fram gegn bæjarstjóranum,
Jónmundi Guðmarssyni, og
hitnað hefur í kolunum á síðustu
dögum. Stuðningsmenn Bjarna
segja að skjálfti hafi gripið um
sig í „flokkseigendafélaginu“ á
Nesinu enda hafi framboð hans
hlotið góðan hljómgrunn. Við
spyrjum að leikslokum.