blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 1
■ HEILSA Borðaðu það sem þig lystir Feitur matur hefur ekki áhrif á sjúkdóma | SfÐA 18 ■ GOLF Byrjaði að golf 11 ára gömul Berglind Björnsdóttir, vill fleiri stelpur í golfið |S(ÐA28 ^ ■ GÆLUDÝR Hestar fá lika tannpinu Dýralæknir notar „tannbursta" sem minnirá gluggasköfu | SÍÐA 24 ■ ÍPRÓTTIR Ellert hættir sem formaðurlSI Miklar vangaveltur hafnar um mögulegan eftirmann | SÍÐA 30 Höfuðborgarsvæðið meðailestur 70,7 51,0 39,7 18,7 m i > Q ■ Samkv. Qölmiðlakönnun Gallup október 2005 BlaÖiÖ/Frikki Beint í mark í Laugardalslaug Þessir ungu piltar skemmtu sér konunglega í boltaleik í Laugardagsiauginni í gær. Augnabiiki eftir að Ijósmyndarinn smellti af vélinni söng boltinn (netinu. Kuldakasti síðustu daga virðist nú vera lokið og ætti fólki því afi gefast fleiri tækifæri til afi stunda holia útivist, hvort sem það er í sundlaugum á höfuðborgarsvæfiinu efia annarsstafiar. Vegnar vel utan ESB Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er ekki hrif- inn af spá Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins, um að Island verði komið inn í ESB árið 2015. Hann bendir á að íslandi hafi vegnað ákaf- lega vel utan sambandsins síðustu ár og sér því engan ávinning í umsókn. Þvert á móti telur hann inngöngu geta hamlað íslendingum i að saekja fram á öðrum mörkuðum. Forráðamenn SA eru ennfremur ósammála Halldóri um að lítið hafi farið fyrir umræðu um inngöngu í ESB innan samtakanna. | SÍÐA 4 Erlendum fyrirtækjum ekki mismunað Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borg- arstjóri Reykjavíkur segir að kjörnir fulltrúar í borgarstjórn taki fullt mið af hagsmunum neytenda í lóða- úthlutunum til fyrirtækja. Hún vísar ennfremur á bug gagn- rýni Jóhannesar Gunnarssonar, for manns neytendasamtakanna, um að erlend fyrirtæki eigi erfitt með að fá lóðir í Reykjavík sem skaði að endingu íslenska neytendur. | SlÐA 2 Læknar ósammála ráð- herra um þagnarskyldu Þagnarskylda lækna á að falla niður í þeim tilvikum þegar glæpamenn reyna að skýla sér á bak við hana að mati Jóns Kristjáns- sonar, heilbrigðisráðherra. Þetta kom fram í máli ráðherra í utandagskráumræðu um aðgerðir gegn fíkniefnaneyslu á Alþingi í gær. Stjórnarformaður Læknafélags Islands telur nauðsynlegt að ræða málið vandlega áður en gripið er til lagabreytinga. I svari ráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um stöðu forvarnarmála á íslandi kom fram að hann telji nú þegar nægjanlegt svigrúm í þagnarskylduákvæði lækna til að þeir geti komið upplýsingum um glæpamenn til lögreglu. „Við getum ekki búið í kerfi þar sem glæpamenn renna úr greipum réttvísinnar í skjóli þagnarskyldu sem hugsuð er í allt öðrum tilgangi en til að hylma yfir með þeim sem brjóta lögsagði ráðherra. „Þagnarskylda heilbrigðisstétta er langt frá því að vera altæk. Frá því eru undantekningar og í læknalögum og lögum um samráð er beinlínis gert ráð fyrir því að læknar rjúfi þagnarskyldu.“ Lagafyrirmæli alveg skýr Sigurbjörn Sveinsson, stjórnarformaður Læknafélags íslands, er ekki sammála túlkun ráðherra og telur þvert á móti lækna ekki geta rofið þagnarskyldu vegna glæps sem er afstaðinn. „Hafi læknir enga sönnun fyrir því að afbrot sé yfirvofandi heldur sé afstaðið þá eru lagafyrirmæli alveg skýr að læknir getur ekki uþplýst um það nema að tilhlutan dómara.“ Sigurbjörn telur einnig mikilvægt að málið sé rætt vandlega áður en gripið er til lagabreytinga. „Það hefur ekki verið sýnt fram á hver ávinningur- inn verður af því að breyta lögunum um þagnarskyldu." ■ MEWWIWG Hlutverk Ronju rœningjadóttur er krefjandi Borgarleikhúsið mun frum- sýna leikritið Ronju ræningja- dóttur eftir Astrid Lindgren næstkomandi laugardag. Það er hin þrítuga Arnbjörg Hlíf Valsdóttir sem leikur aðalhrutverkið, en Sig- rún Edda Björnsdóttir leikstýrir. Hún segir að aðalleikari sýningarinnar þurfi að hafa söngrödd, vera í góðu líkamlegu formi og geta sýnt allan tilfinningaskalann. | SÍÐA 32

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.