blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 blaöið 8 I ERLENDAE FRÉTTIR Slagsmál í þingsal Mbl.is | Slagsmál brutust út í úkra- ínska þinginu í Kíev í gærmorgun áður en Viktor Jústsénkó, forseti, átti að ávarpa þingheim. Þingmenn kommúnista ætluðu að hengja upp borða þar sem Jútsénkó var gagnrýndur fyrir að svíkja kosninga- loforð. Stuðningsmenn forsetans reyndu að koma í veg fyrir að borðinn yrði hengdur upp og var hnefum beitt. Enginn slasaðist alvarlega í átökunum en þó þurfti að flytja þingmanninn Mykola Martynenko á slysadeild eftir að hann hafði fengið högg á andlitið. Átök brutust út f þingsal f Kíev í Úkraínu f gær skömmu áöur en Viktor Jústsénkó átti að flytja ávarp. Vilja verða óháðir olíu Svíar stefna að því að vera orðnir algerlega óháðir olíu innan 15 ára án þess þó að reisa ný kjarn- orkuver. Að tilrauninni stendur nefnd sem í eiga sæti iðnrekendur, vísindamenn, bílaframleiðendur, bændur ásamt fleirum. Svíar hyggjast skipta öllu jarðefnaelds- neyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa áður en loftslagsbreyt- ingar valda tjóni á hafkerfum og aukinn skortur á olíu leiðir til verðhækkunar. Mona Sahlin, umhverfismálaráð- herra Svíþjóðar, sagði í viðtali við breska dagblaðið The Guardian, að mögulegt væri að landið yrði ekki lengur háð olíu árið 2020. „Það verða alltaf til betri kostir en olía sem þýðir að ekkert heimili á að þurfa á olíu að halda til upphitunar og enginn ökumaður ætti að þurfa að nota eingöngu bensín," sagði Sahlin. Olíukreppan á áttunda ára- tugnum kom illa niðri á Svíum sem fá nú meirihluta þeirrar raforku sem þeir nota frá kjarnorkuverum og vatnsaflsvirkjunum. Árið 2003 komu 26% þeirrar orku sem notuð var í landinu frá endurnýtanlegum orkugjöfum en meðaltalið í ríkjum Evrópusambandsins var aðeins 6%. Olíunefndin mun gefa þinginu skýrslu innan nokkurra mánaða. Talsmaður sænska orkumálaráðu- neytisins sagðist vonast til þess að nefndin myndi mæla með frekari þróun á lífrænu eldsneyti sem unnið væri úr skógum landsins. Einnig er búist við að nefndin muni leggja áherslu á aðra endurnýjanlega orku- gjafa svo sem vind- og vatnsorku. Blóðug trúarhátíð sjítamúslíma Átök brutust út á helstu trúarhátíð sjítamúslíma ígœr. Sprengja varð að minnsta kosti 22 aðfjörtjóni íPakistan og nokkrirféllu í Afganistan íátökum súnnt- og sjítamúslíma. Að minnsta kosti 22 fórust þegar sprengja sprakk í hópi manna sem var að halda upp á Ashura, helstu trúarhátíð sjítamúslíma í bænum Hangu í norðvesturhluta Pakistans í gær. Samskipti súnní- og sjítamúslíma hafa verið stirð í Pakistan í gegnum tíðina. Þátt- takendur á hátíðinni brugðust við með því að leggja eld að bílum og verslunum og þurfti að kalla út hersveitir til að skakka leikinn. Sprengingin átti sér stað á mark- aði í þá mund er hundruð manna gengu í röð frá helstu sjítamosku bæjarins. Árásir hafa oft sett mark sitt á hátíðina en sjítamúslímar eru í minnihluta í Pakistan. I borginni Herat í Afganistan kom einnig til átaka á milli sjíta- og súnní múslíma á meðan á Áshura-hátíð- arhöldum stóð. Að minnsta kosti fjórir létu lífið, rúmlega 50 særðust og kveikt var í moskum. Háttsettur lögregluforingi sagði að íslamskir öfgamenn væru grunaðir um að hafa hvatt til ofbeldisins. Óeirðirnar í gær komu í kjölfar óeirða um allt land vegna umdeildra skopmynda af Múhameð spámanni en n létu lífið í þeim. Óeirðirnar brutust út eftir að súnnímúslímar grýttu sjítamosku. Slíkar árásir eru sjaldgæfar í Afgan- istan þar sem ekki hefur ríkt mikil spenna á milli hópanna tveggja. Sjítamúslímar svöruðu fyrir sig Alblóðugir sjítamúslímar taka þátt í Ashura-hátíð í Kerbala í (rak. Margir sjítamúslímár' minntust píslarvættis barnabarns Múhameðs spámanns viða um heim í gær með því að særa sjálfa sig til blóðs en sums staðar brutust út átök miili þeirra og súnnímúslíma. með því að ráðast á súnnímúslíma í flóttamannabúðum og síðan bárust átökin út um alla borgina. Minnast píslarvættis barna- barns spámannsins Ashura-hátíðin er haldin til að minn- ast píslarvættis Imam Hussein, barnabarns Múhameðs spámanns en sá atburður leiddi til klofnings múslíma í sjíta og súnníta. Á hátíð- inni berja margir sjítamúslímar sig til blóðs með svipum eða stinga sig með hnífum til að minnast þjáninga Husseins. Sérstök hætta var talin á að átök brytust út á hátíðinni vegna skop- myndamálsins sem valdið hefur mikilli reiðiöldu meðal múslíma á undanförnum dögum. Mikill við- búnaður var í mörgum borgum af ótta við uppþot meðal annars í Te- heran í Iran. Hafnaði skop- myndum af Kristi Jótlandspósturinn neitaði að birta skopmyndir af Jesú Kristi fyrir þremur árum af þeirri ástæðu að þær kynnu að fara fyrir brjóstið á lesendum auk þess sem þær væru ekki fyndnar. Skopmyndateiknarinn Christof- fer Zieler sendi Jótlandspóstinum röð skopmynda sem fjölluðu um upprisu Krists í apríl árið 2003. Jens Kaiser, ritstjóri sunnudagsút- gáfu Jótlandspóstsins, sagðist ekki telja að lesendur myndu hafa gaman af myndunum auk þess sem þær myndu vekja harkaleg viðbrögð og því vildi hann ekki birta þær. „Ég lít á þessar skopmyndir sem græsku- laust grín eins sem afi minn sem er kristinn myndi hafa gaman af,“ sagði Zieler í viðtali við breska dagblaðið The Guardian og bætti við að hann hefði sýnt þær nokkrum prestum sem hefðu þótt þær fyndnar. Ólík mál Kaiser sagði aftur á móti að fárán- legt væri að draga þetta mál upp núna og að það ætti ekkert sameig- inlegt með skopmyndunum af Mú- hameð spámanni sem hafa vakið reiðiöldu víða um heim. „í tilfelli Múhameðs-teikninganna báðum við teiknarana um að gera þær. Ég bað ekki um þessar teikningar. I þvi liggur munurinn," sagði hann og bætti við að hann hefði ekki talið að skopmyndirnar væru fyndnar. Leikstjóri sviðsetur eigin jarðarför Peter Halasz, þekktur ungverskur leikstjóri sem haldinn er ban- vænu krabbameini, hyggst liggja í opinni líkkistu í viku til að geta upplifað eigin jarðarför. Kistunni verður komið fyrir í lista • safni í höfuðborginni Búdapest í lok vikunnar. „Ég er forvitinn að komast að því hvernig útför er hinum megin frá,“ sagði Halasz í viðtali við Breska ríkisútvarpið. „Ég vil geta séð framan i vini mína og hlustað á útfararræðurnar og lokakveðjurnar. Halasz á von á fjölmenni í útför- ina þar sem hann þekki marga og fólk sé forvitið að eðlisfari. Fólki er frjálst að segja það sem það vill og ekki verður reynt að stjórna uppákomunni um of þó að hefð- bundnum útfararsiðum verði fylgt. Peter Halasz er frægur í leikhúslífi Ungverja og hefur starfað sem leik- stjóri síðan á sjöunda áratugnum þó að hann hafi varið stórum hluta ferils síns í útlegð í Bandaríkjunum. FERMINGARVEISLUSÝNINGIN hafin!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.