blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 12
12 I VEIÐI FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 blaöiö SVFR SPORTVÖRUGERÐIN SKIPHOLT 5 5628383 Glæsileg sýning Fjölmargir lögöu leiö sína á byssusýninguna í veiðisafninu um sfðustu helgi, en þaö voru Vesturröst og Veiðisafnið sem stóðu að henni. Telja aðstandendur sýningarinnar að allt að 400 gestir hafi heimsótt sýninguna sem gekk hið besta og virtust allir fara heim sáttir. Á sýningunni mátti sjá 110 byssur frá hinum ýmsu framleiðendum jafnt nýjar sem gamlar. Einnig mátti þar sjá nokkur sér- smíðuð vopn og annan útbúnað til veiða. Öllu þessu var stillt upp innan um hin glæsilegu dýr sem ávallt eru til sýnis á safninu. „Þetta tókst meiriháttar vel enda voru þeir fjölmargir sem lögðu leið sína á safnið til að berja sýninguna augum," sagði Ingólfur Kolbeinsson IVesturröst í samtali við Blaðið. c>aVERiCK: verð aðeins 29,400,- Ein allra bestu kaupin sem hægt er að gera í pumpu í dag Tryggðu þér veiðlleyfi ■ bestu veíðiferð árslns! Veiðileyfasalan er hafin á skrifstofu SVFR - Sími 568 6050 Veiðiferð ársins! ÁRSHÁTÍÐ STANGAVEIÐIFÉLAGS REYKJAVÍKUR Glæsilegasta veiðihús landsins (Hótel Saga) Besti veiðitíminn (18. febrúar) Veiðimjöður áður en farið er I hylinn Frábær skemmtiatriði (Rögnvaidur gáfaði, Diddú og Jónsi) Fluga f súpunni? - Fjórrétta veiöimatseðill í- *» s» Veiöiverðlaunaafhending Besti leiðsögumaður landsins (Kari Ágúst Úlfsson) Happahylurinn gefur ávallt nokkra stóra Veiðidans fram eftir nóttu - Hljómsveitin Saga Class Veiðitími ótakmarkaður og allt agn leyfilegtl Kristján Már Ólafs með fallegan lax úr Elliðaánum síðasta sumar. „Mér finnst gaman að veiða" Kristján Már Ólafsfékkfyrsta laxinn siðasta sumar Þeim fjölgar á hverju ári ungum veiðimönnum sem veiða maríu- laxinn sinn og hann Kristján Már Ólafs veiddi sinn í sumar sem leið. Við heyrðum aðeins í þessum unga veiðimanni fyrir nokkrum dögum en það styttist verulega í að næsti veiðitími byrji fyrir alvöru. „Ég veiddi fyrsta laxinn minn ókeypis til heimila og fyrirtækja alla virka daga FRJÁLST blaóió í Elliðaánum í sumar á veiðistað sem heitir Hundasteinar. Þetta var rétt fyrir neðan mjóu brúna nálægt Fylkisvellinum,“ segir Kristján Már Ólafs 12 ára. Hvað kom til að þú varst að veiða í Elliðaánum? „Ég er félagsmaður í SVFR og var þarna við veiðar á barna- og unglingadeginum. Okkur félags- mönnum í SVFR sem eru yngri en 17 ára er boðið að veiða í Elliðaánum einu sinni á sumri. Það er mjög fínt. Maður fær aðstoð hjá reyndum veiði- mönnum sem segja manni hvar best sé að veiða“. Á hvað veiddirþú maríulaxinn? „Ég veiddi hann á svarta Francis. Ég veiddi einnig fyrsta silunginn minn á svarta Francis þegar ég var 5 ára“. Hverniggekk að landa laxinum? „Það gekk ágætlega. Hann var reyndar ekki mjög stór eða tæp 4 pund. Stærðin skiptir ekki öllu máli heldur var bara skemmtilegt að ná fyrsta laxinum. Ég fékk síðan annan lax þennan sama dag á veiðistað sem heitir Teljarastrengur en þar var mikið af laxi. Hann tók illa en ég náði þó einum þar á bláa flugu, ég held að hún heiti Stekkur blár. Það var erfiðara að landa þeim laxi enda laxinn stærri eða um 5 pund“. Kristján Már, finnst þér gaman að veiða? „Já mér finnst gaman að veiða, sér- staklega þegar bítur á“. / lokin Kristján Már, á að veiða mikið í sumar? „Ég veit það ekki en ég fer alla vegana í Elliðaárnar á barna- og unglinga- deginum og í Elliðavatn. Einnig er búið að skrá mig í fluguveiðiskól- ann í SVFR. Þar fæ ég kennslu í fluguveiði og fæ einnig að veiða þar, meðal annars tvisvar í Elliðaánum. Það verður einnig farið í einhver vötn en pabbi og mamma hafa bæði fengið sér Veiðikortið, svo ég hlakka bara til sumarsins“.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.