blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 22
22 I HEIMSPEKI
FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 blaöiö
Rökhornið!
Umsjón: Hrafn Ásgeirsson, BA í heimspeki.
Vegna mistaka var vandi síðustu
viku ekki allur birtur og því
verður hann birtur aftur í þessari
viku - í þetta skiptið í fullri lengd.
Að þessu sinni eru því tvö vanda-
mál sett fram og verða svör við
hverju þeirra að sjálfsögðu tekin
til greina, þ.e. ekki er nauðsyn-
legt að svara þeim báðum. Einnig
verða tekin til greina svör sem bár-
ust við þeim hluta sem birtist í síð-
ustu viku.
Vandi vikunn-
ar (rétt útgáfa
af vanda síð-
ustu viku):
I hefðbundinni rökfræði gildir að
ef hægt er að segja (í) EF Jón kastar
steini í rúðuna ÞÁ brotnar hún og
(2) EF Jón kastar steini í rúðuna ÞÁ
taka gömlu axlarmeiðslin sig upp
aftur, þá er hægt að segja (3) EF Jón
kastar steini í rúðuna ÞÁ brotnar
hún OG gömlu axlarmeiðslin taka
sig upp aftur. Þetta er á formlegu
máli sett fram þannig að ef p->
q og p-+r þá p-Kq&r), þar sem
p, q og r standa fyrir ákveðnar
setningar.
Þetta virðist bara vera heilbrigð
skynsemi, en auðvitað koma upp
vandamál hvar sem heimspekinga
ber niður. Hvað getum við sagt
þegar málin standa þannig að
maður, segjum að nafni Halldór
Baldur, á 100 krónur? Þá getum
við sæst á að hann geti keypt sér
Trópí (á 90 krónur). Við getum
líka sæst á að hann geti keypt sér
súkkulaðistykki (á 85 krónur). Þá
er hægt að segja að (a) EF Halldór
Baldur á 100 krónur ÞÁ getur hann
keypt sér Trópí og að (b) EF Hall-
dór Baldur á 100 krónur ÞÁ getur
hann keypt sér súkkulaðistykki.
En ætti þá ekki að vera hægt að
segja, eins og í dæminu um Jón,
(c) EF Halldór Baldur á 100 krónur
ÞÁ getur hann keypt sér Trópí OG
keypt sér súkkulaðistykki? Það
gengur þó klárlega ekki, því sam-
anlagt myndu safinn og súkku-
laðið kosta 175 krónur og þær á
Halldór Baldur ekki til (segjum að
hann sé námsmaður.eða kannski
listamaður).
Þetta er að hluta til ansi tækni-
legt vandamál í heimspekilegri
rökfræði, en eins og sjá má hefur
það greinilega tengingu við hvers-
dagsleg mál. Athugið þó að það
er elcki svo auðvelt að hægt sé að
segja að hann geti einfaldlega
ekki keypt bæði, kostirnir úti-
loki hvorn annan, því röklega, að
minnsta kosti, útiloka þeir ekki
hvorn annan. Setningarnar „Hall-
dór Baldur getur keypt sér Trópí“
og „Halldór Baldur getur keypt sér
súkkulaði" eru EKKI einar og sér
röklega ósamrýmanlegar, eins og
til dæmis setningarnar „boltinn er
algerlega rauður“ og „boltinn er al-
gerlega grænn“ (miðað er við sömu
aðstæður, þ.á.m. sama tíma). Hvar
liggur ósamrýmanleikinn sem
við skynjum og fáum allt of oft að
reyna í eigin persónu?
Rœðið ogrökstyðjið?
Þakkir fœr Hlynur Orri Stefáns-
son fyrir að minna mig á þennan
vanda.
Hinn vandi vikunnar:
Parið Línus Gauti og Líf Vera eru
að íhuga að festa kaup á íbúð. Þau
hafa komist að því að þau treysta
sér til að greiða um 20 milljónir
fyrir húsnæði og fara á fasteigna-
sölu að bjóða í íbúð með þessa upp-
hæð að leiðarljósi. Svo vill til að
fasteignasalinn þekkir aðeins til
rökfræði og er þar að auki nokkuð
útsmoginn (athugið að það á alls
ekki við um fasteignasala almennt,
það vill bara svo til að þessi ímynd-
aði fasteignasali þarf að vera það
svo vandinn komi til). Nú segja
Linus og Líf fasteignasalanum að
þau séu tilbúin að greiða 19,7 millj-
ónir fyrir tiltekna íbúð. Fasteigna-
salinn svarar um hæl að það sé of
lágt og spyr hvort þau séu tilbúin
að hækka sig um 100 krónur (já!,
100 krónur). Parið langar mikið
í íbúðina og finnst þau því ekki
muna um 100 krónur til eða frá.
Þau segja fasteignasalanum að þau
muni ekki um 100 krónur til eða
frá og þau séu því tilbúin að greiða
19 milljónir 700 þúsund og 100
krónur fyrir húsnæðið. Fasteigna-
salinn leikur sama leikinn endur-
tekið og fyrir en varir hafa Línus
og Lif boðið 30 milljónir í íbúðina!
Þegar þau ranka við sér bregðast
þau ókvæða við en fasteignasalinn
bendir þeim á eftirfarandi:
• 19.700.000 eru ekki of mikið
að greiðafyrir íbúðina.
• Þar sem þau munar ekki um
100 krónur til eða frá, þá eru
19.700.100 heldur ekki of mikið
fyrir tbúðina.
•Og þar sem 19.700.100 eru
ekki of mikið, þá er 19.700.200
það heldur ekki...og svona koll
af kolli þangað til ályktað er að
30.000.000 sé ekki of hátt verð
fyrir tbúðina.
Er þessi röksemdarfærsla ógild?
Nú virðist sem forsendurnar
séu allar sannar en niðurstaðan
ósönn. Samkvæmt því þyrfti parið
að benda á ógilt skref í rökfærslu
fasteignasalans. Gæti það kannski
verið að forsendurnar virðist allar
sannar en séu það ekki í raun? Eða
eru allar forsendur sannar og öll
skrefin gild og aumingja parið
verður hreinlega að samþykkja að
greiða 30 milljónirnar?
Rceðið og rökstyðjið. Góða
skemmtun!
Svörsendist til haukur@bladid.net
Menningarárekstrar og átök siðmenningarsvœða
- Magnús Þorkell Bernharðsson stýrir námskeiði hjá Endurmenntun HÍ
,Átök siðmenningarsvæða? Islam
og Vesturlönd“ er yfirskrift nám-
skeiðs sem haldið verður á vegum
Endurmenntunar Háskóla Islands
dagana 27.-30. mars næstkomandi.
Umsjónarmaður verður Magnús
Þorkell Bernharðsson, kennari við
Williams College i Bandaríkjunum.
í fréttatilkynningu segir að nám-
skeiðið sé án efa þarft innlegg í þá
umræðu sem hefur verið um þessi
efni að undanförnu og risið hátt í
kjölfar umdeildrar myndbirtingar i
Jótlandspóstinum danska.
Vikuna 20.-27. niars mun Magnús
Þorkell, ásamt Karen Merill, dósent
í sagnfræði við Williams College í
Massachusetts og Martha Umphrey,
dósent í lögfræði, réttarheimspeki
og samfélagsvitund við Amherst
College í Massachusetts, hafa um-
sjón með námskeiði á vegum End-
urmenntunar sem m.a. fjallar um
utanríkisstefnu Bandaríkjanna eins
og hún birtist í alþjóðastjórnmálum
samtímans. Námskeiðið ber heitið
„Land hinna frjálsu?" Nánari upplýs-
ingar um námskeiðin er að finna á
vefsíðunni www.endurmenntun.is.
Davíð Hume rannsak
aði skilningsgáfuna
Siðferði helgast afmannlegu eðli og hananú!
Nokkur hefð er fyrir því að
verðlaunabækur rökhornsins séu
sjálfar hornsteinar í vestrænni
menningu og lífi. Skyldi engan
undra enda eru þær gefnar út af
Hinu íslenska bókmenntafélagi,
sem leggur ekki í vana sinn að
gefa út neitt rusl. Verðlaunabók
vikunnar að þessu sinni er engin
undantekning - og mætti jafnvel
færa rök fyrir því að hún taki
mörgum fyrirrennurum sínum
fram. Það verður hins vegar ekki
gert á þessum vettvangi enda ekki
heimspekisíðunnar að fella gildis-
dóma um rit þau er hún tekur til
umfjöllunar.
Ritið sem um ræðir er hin fræga
Rannsókn á skilningsgáfunni
skoska heimspekingsins Davids
Hume (1711-1776), en sá er jafnan
(og af góðum ástæðum) talinn til
merkustu og áhrifamestu heimspek-
inga síðari ára. Hann var m.a. einn
af höfuðpaurum skosku upplýsing-
arinnar, hedónisti (hann var t.d.
ansi vel í holdum), vísindamaður og
góður gæi. Einkum er hann kunnur
fyrir þekkingarfræði sína, trúar-
heimspeki og siðfræði. í þessum
greinum heimspekinnar setti hann
fram kenningar sem gengu þvert
á margar skoðanir sem viðteknar
voru á hans tíma. Hann færði meðal
annars rök fyrir því að mannlegum
skilningi væri þrengri skorður settar
en flestir vildu vera láta, að um guð-
fræðileg efni væri nánast ekkert
hægt að vita eða ræða af viti og að
obbinn af allri guðfræði væri ekki
annað en hártoganir og hindurvitni.
Auk þess reyndi hann að leggja
grundvöll að veraldlegri siðfræði
og sýna fram á að siðferði helgist
af mannlegu eðli og þörfum samfé-
lagsins, en komi trúarbrögðum ekki
við. Telja flestir að honum hafi geng-
ist prýðilega upp með það og mætti
því jafnvel íhuga hvort ekki mætti
hvetja þá trúarhópa sem hafa krafist
þess að íslensk löggjöf byggi á heil-
agri ritningu frekar en skynsemi og
kröfum samfélagsins að blaða lítið
eitt í Hume.
Jafnframt því er hann rannsak-
aði málefni guðfræði og frumspeki
reyndi Hume að grundvalla vísinda-
legri skilning á mannlífinu en tíðk-
ast hafði. Hann er því einn af frum-
kvöðlum félagsvísindanna og geta
þeir sem huga vilja að undirstöðum
þeirra lært margt af góðri yfirlegu
á helstu ritum hans. Rannsókn á
skilningsgáfunni er meðal þekkt-
ustu rita Humes og veitir gott yfirlit
yfir helstu kenningar hans á sviði
þekkingarfræði, frumspeki og trúar-
heimspeki. Óhætt er að fullyrða að
fá heimspekirit hafi á síðari öldum
hafi haft meiri áhrif - bein og óbein
- á hugarheim Vesturlandabúa.
Þýðing bókarinnar er gerð af heim-
spekingnum Atla Harðarsyni, sem
einnig ritar inngang, en þess má
geta að í bókinni er einnig að finna
ansi áhugaverða ævisögu Humes.
haukur@bladid.net
Námskiið fýrir stúhivimr myml ivéiar P'n itesi) vp
Námskeiðin eru fyrir þá sem eru að stíga sin fyrstu skref i stafrænu
Ijósmyndatækninni. Boðið er upp á mismunandi iðng námskeið:
8 tíma, 12 tima og 16 tima. Farið er ýtarlega i allar helstu stillingar
á stafrænu vélinni og útskýrð i máli og myndum ýmsar myndatökur
og veitt ýmis géð ráð. Farið er í tölvumálin og útskýrt hvemig best
er að setja myndir i tötvu, prenta þær út, senda þaer í tölvupósti og
koma skipulagi á myndasafnið. Nemendur fá að taka myndir I ./
Ijósmyndastúdiói og setja auk þess upp litið heimastúdio á staðnum.
Sýnd er notkun á forritum, m.a. Movie Maker, Plcasa og
Nemendur fá afhent ýmis kennslugögn.
Alllr nemendur fá afsláttarkort sem glldlr f öllum helstu
Ijósmyndavöruverslunuum á Höfuðborgarsvæðinu.
m 1 f.
Næstu Ijósmyndanámskeiö:
Helgarnámskeið (8 timar) kl. 13-17 kr. 10.900
25. - 26. febrúar
3ja daga námskeið (12 timar) kl. 18-22 kr. 14.900
13. -16. febrúar (ménud. + miðvikud +fimmtud.)
27.feb.-2.mars
6.-9. mars
13. -16. mars
27.-30. mars
4ra daga námskeíð (16 timar) kl. 18-22 kr. 19.900
20. • 28. febrúar (mánud. ♦ miðvikud. riimmtud.+þnðjud.)
20. • 28. mars
Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja geta breytt sinum myndum á ýmsa
vegu. Nemendur þurfa aö koma meö fartölvu með uppsettu photoshop
forriti. Námskeið þetta er bæði verklegt og bóklegt og fá nemendur ýmis
verkefni að glima við. Farið er í eftirfarandi atriði: Að taka burt atriði úr
myndum, skera af myndum, laga halla á myndum, gera myndir brúntóna,
skipta um lit i hluta af myndum. Setja ramma utan um myndir og texta
inn á þær. Breyta myndum meö effectum, setja saman tvær eða fleiri
myndir. Einnig er sýnt hvernig hægt er að lagfæra skemmdar myndir.
Auka og minnka kontrast i myndum. Setja saman nokkrar myndir og
gera úr þeim panorama mynd. Velja réttar stærðir og upplausn fyrir
mismunandi notkun og vista myndir til notkunar siðar meir, vinna með
layera (glærur) og margt fleira.
Næsta PH0T0SH0P námskeið er 18. -19. mars kl. 13 -17. Verð kr.12.900
wwmlj ðiflip titriJs
Völuteigur 8 Mosfellsbær S: 898 3911
Leiðbeinandi er Pálmi Guðmundsson